Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 18
því hvort ritstjórinn Jón Kristjánsson láti ekki fljótlega af störf- um. Hann hefur tekið að sér formennsku í fjárlaganefnd sem er eitthvert annasam- asta starf þingsins. Með formennsku í nefndinni og þing- mennsku er talið nánast útilokað að hann geti sinnt rit- stjórastöðunni. Reyndar hefur Jón lítið verið við að undanförnu og hefur Birgir Guðmundsson að mestu séð um blaðið ásamt Oddi Ólafssyni aðstoðar- ritstjóra. Innanbúðar telja menn líklegast að Birgir verði látinn leysa Jón af ef ekki verður fenginn utan- aðkomandi aðili inn á ritstjórn. „Við höfum áður migið utan í þessa nýróman- tík,"segja Radíusbræður í tilefni af skemmtun þeirra með Greifunum. segja Radíusbræður en þeir eru rétt nýkomnir inn fyrir borgarsúlurnar eftir hringferð um landið og halda lokahófá Hótel íslandi 16. júní ásamt Greifunum Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson, Radíusbræð- ur, hafa síðustu þrjár vikur kall- að fram hlátur hjá íbúum lands- ins við miðin. Það er undur- skemmtileg dagskrá þeirra bræðra, þar sem þeir meðal ann- ars agnúast út í sjálfa sig og aðra, sem hefur haft þessi áhrif á menn. Á morgun, sextánda júní, ætla þeir að botna ferðina með upptroðningi á Hótel íslandi og verða Greifarnir gömlu endur- vaktir af því tilefni. Ekkert nýtt verður á boðstólum hjá Greifun- um, heldur upprifjunartónlist, en til skýringar má geta þess að þeir áttu einmitt lagið „Útihátíð" sem sló svo eftirminnilega í gegn sumarið ‘86. Þeir hrundu þá af stað bylgju svokallaðs sumar- popps sem mun ekki hafa verið ætlað til heilsársbrúks heldur til fylgdar fólk á þjóðveginum, í úti- legum og sólbaði. pósturinn leit- aði til þeirra Radíusbræðra í von um frásögur af hringferðinni um landið og Greifunum. „vm steijuiu LEIUTUM I SLAG" Davíð:“Þetta er lengsta leiðin frá Ásláki að Hótel íslandi. Við erum búnir að keyra um 4000 kíló- metra undanfarnar þrjár vikur.“ Steinn:“Þetta er búið að vera æv- intýri, við keyrðum inn í vetur- inn, vorum á Borgarfirði Eystra um hvítasunnuna í snjó, fórum svo á Egilsstaði og þá var komið sumar,“segir hann og bætir við að þeir hafi fengið geysigóðar viðtökur þótt sums staðar hafi ekki verið húsfyllir. „Aðalatriðið er að okkur var vel tekið og það er það sem skiptir máli. Á Norð- firði var voða lítið hlegið en við vorum klappaðir þrisvar upp.“ Davíð:“Fólk hló inní sér því það var að hlusta svo mikið til að missa ekki af neinu. Svo lentum við Steinn í slag á Reyðarfirði. Það var bara kofafárið, við vor- um búnir að vera innilokaðir of lengi saman, reykjandi og rek- andi við í bílnum þannig að það hlaut að sjóða uppúr." Radíus- bræður voru nú ekki alveg sam- mála um hvort þetta hefði verið slagur í raun og veru en um- boðsmaður þeirra Atli Geir Grét- arsson segir að þótt hann hafi þurft að ganga á milli þeirra hafi aldrei komið til raunverulegra slagsmála. „Ég var nú reyndar búinn að skamma umboðsmann- inn fyrr um daginn en svo sofn- aði ég út frá því að þeir voru að tala illa um mig,“segir Steinn. Davíð:“Ég sofnaði nú líka einu sinni út frá því að þeir voru að tala illa um mig. Umboðsmaður- inn vakir alltaf lengst með þeim Radíusbróður sem lengur uppi vakir og talar illa um þann sem er sofnaður. Þannig byggir hann okkur upp því í geðvonskunni fæðist fyndnin. Ef maður væri hamingjusamur og ánægður hefði maður ekkert til að hæðast að eða gera grín að. Maður verð- ur að halda við negatívitetinu.“ Steinn:“Hver er aftur æðislega hamingjusamur og aldrei fynd- inn?“ Davíð:“Bob Selcher er alltaf æð- islega hamingjusamur og aldrei fyndinn.“ Steinn:“Líka hitt fíflið, þessi í Hit Squad, hann er næstum því ófyndnari.“ Davíð:“Sá sem er með uppbrett- ar ermar og sítt að aftan.“ Steinn:“Það á að húða svona menn í brons og geyma þá.“ „VID SÁUM ÖRN „ Strákarnir segja að uppruna- lega dagskráin hafi sprengt utan af sér öll bönd og þeir þurft að veiða það besta út.“Við lögðum af stað með ofsalega mikið pró- gramm sem við náttúrulega not- uðum aldrei allt. Við fundum út hvað var best en upprunalega prógrammið er eiginlega ekki til lengur. Þó brandararnir séu þeir sömu er einn og einn að detta út, það fæðist svo mikið í kringum þetta. Eins og einhvern tíma hrökk uppúr mér:“ Sjómenn borða aldrei fisk. Skrýtið því þeir borða kjöt, af hverju borða þeir ekki fisk?“ Þá segir Dabbi: „Hvað heldurðu maður þeir eru með bátinn fullan af þessu - þetta er eins og að vera í sveitinni og éta hey!“ Þetta virkaði rosalega vel,“segir Steinn Ármann og Dav- íð bætir við að þeir leggi metnað sinn í að vera „spontant" á sviði, leyfi hugmyndunum að fæðast án þess að drepa spunann. Steinn:“Við höfum alltaf eitthvað til að grípa í ef salurinn er leiðin- legur. Þegar fólk er orðið fullt þolir það ekki að heyra langa brandara, þá er gott að kunna „one-linera“. Við vorum líka með kassagítar og prufuðum að spila svolítið, það var ægilega vin- sælt. Fólk var voða fegið því.“ Davíð:“Undarlegt, því við erum ekkert góðir hljóðfæraleikarar." En undirtektirnar voru betri en þær að fólk hrifist í misskiln- ingi sínum af hljóðfæraleik þeirra því Vestmannaeyingar virtust kunna textana við leik- þættina. Það fannst Radíus gam- an. „Við lékum leikþátt og það Hvaðfinnst Radíusbræður? Gunna Sigga Matthíasdóttir, BARÞJÓNN OG KOKKUR Á Sjallanum á Ísafirði „Þeir voru geðveikislega góðir. Þeir sögðu fyndnasta brandara sem ég hef heyrt, um konuna sem var svo feit að það þurfti að velta henni uppúr hveiti til að finna blauta blettinn." SVAVA VÍGLUNDSDÓTTIR, HÓTELSTÝRA HÓTEL TANGA Á VOPNAFIRÐI „Þeir fóru alveg á kostum hérna og stemmningin í salnum var frábær. Það var virkilega gaman að taka á móti þeim." JÓSEP JÓSEPSSON, FRYSTIHÚSINU Á VOPNAFIRÐI „Þeir voru meiriháttar. Það var mikil stemmning enda mættu 103." SlGURÐUR PÁLSSON, VERT Á FELGUNNI, FÉLAGSHEIMILINU Patreksfirði „Þeir voru alveg þrælgóðir. Við vissum ekkert hvað margir myndu koma en hús- ið fylltist og undirtektirnar voru frábærar. Það var lát- laus hlátur og stanslaust gamanmál í rúma tvo tíma. Þeir eru bráð-andskoti fyndnir og fólki fannst það fá mikið fyrir aurinn." voru einhverjir í salnum sem öskruðu „sketsinn" um leið og við fórum með hann,“segir Davíð Steinn:“Þetta var reyndar fluga sem við höfum notað rosalega mikið bæði fyrir sjónvarp og út- varp en það er svolítið annað að leika þetta fyrir fólk því í útvarpi og sjónvarpi getum við endað á að saga af okkur löppina en sviðið verður að hafa „pöns- læn“. Davíð:“Það er ekki hægt að skipta yfir á Áslaugu Dóru á Radíuskvöldi á Reyðarfirði. Reyndar var hún í Eyjum, það hefði verið hægt þar. Djöfullinn að fatta það ekki, við erum svo „slow“ og skemmdir. En það er annað sem ég vil að komi fram - við sáum örn, stóran haförn sitj- andi á kletti við Mjóafjörð í ísa- fjarðardjúpi.“ Eftir að hafa fattað að ísafjarðardjúp er þegar allt kemur til alls fjörður og senni- lega fjórir til fimm Hvalfirðir sem taka hver við af öðrum heidur sagan af erninum áfram. „Það eru ekki margir sem hafa séð villtan haförn sitja á kletti, hann var ekki fljúgandi. Við komumst meira að segja nálægt honum,“ segir Davíð og Steinn vill meina að nálægðin mætti reiknast sem dauðafæri og sakn- aði byssunnar á þeirri stundu enda margt leiðinlegra en að eiga uppstoppaðan haförn. Davíð:“Við sáum líka hreindýr og vorum næstum búnir að keyra á það. Það er nú kannski ekki al- veg eins merkilegt og með örn- inn.“ Steinn:“Haförninn var merki um eitthvað gott.“ „STÆRSTI LÉTTIR FERÐARIIVIAIAR" Drengirnir kynntust snjó- þunga Vestfjarðanna á leið sinni og það um hásumar. Þeir vott- uðu um ísveggi allt að tólf metra háa og erfiðar samgöngur á heið- unum. „Stærsti léttir ferðarinnar var á Patreksfirði. Við áttum að skemmta á ísafirði kvöldið eftir og ætluðum stystu leið sam- kvæmt korti, þriggja tíma leið. En þá fréttum við að það væri ekki búið að ryðja heiðarnar. Þannig leit út fyrir að við þyrft- um að fara alla Barðaströndina, niður í Búðardal, yfir í Hrúta- fjörð, uppí Hólmavík, Steingríms- fjarðarheiðina og allt ísafjarða- djúpið eða minnst tólf tíma ferð frá Patreksfirði til ísa- fjarðar,“segir Davíð. „En svo kom til okkar vegagerðarmaður og sagði að við myndum ná í gegn. Það voru tólf metra háir ís- veggir báðum megin við mann,“segir Davíð og þeir virð- ast fegnir að hafa rétt sloppið með skrekkinn og getað keyrt í hægðum sínum til ísafjarðar, sest þar niður, fengið sér ham- borgara og talað vel um Gunnar Þórðarson. En eftir að hafa kosið stærsta létti ferðarinnar lá beint við að kjósa mann ferðarinnar. „Ferðin er ekki búin, en það eru þrír möguleikar, annar hvor okk- ar eða umboðsmaðurinn. Ég held samt að maður ferðarinnar sé einhver af hinum nýju vinum okkar útum allt land,“ segir Dav- íð og Steinn bætir við að þei hafi hitt marga heiðursmenn ferðinni. Vopnfirðingar kom þeim skemmtilega á óvart ei sérstaklega Bakkfirðingar sen eru náttúrulega ekki Vopnfirc ingar en um fimmtungur íbú Bakkafjarðar mætti á skemmtur ina og var hress. En ferðin klár ast formlega á morgun, föstudag inn sextánda, á Hótel íslandi o þá koma strákarnir fram mei Greifunum. GREIFARNIR ERU GLAMUR Af forvitni spurði blaðamaðu póstsins hvernig samstarf vií Greifana hefði komið til. Davíð e fyrri til svars.“Okkur langaði a< gera eitthvað sérstakt. Við höf um áður migið utan í þessa ný rómantík í þættinum Limbó. Þ; gerðum við grín að Gleðibankan um. Við vildum gera eitthvaf falllegt með miklum litum í oi glamúr.“ Steinn:“Þetta tímabil þykir ofsa- lega halló núna, það er eiginlega svo hallærislegt að það fer að vera töff aftur. Greifarnir komu líka saman í fyrra þegar Gaukur- inn átti tíu ára afmæli." Davíö:“Það var ofboðslega skemmtilegt kvöld.“ Steinn:“Mér finnst virðingarvert af þeim að vera ekkert að semja nýtt efni.“ Davíð:“Það hafa sprottið upp hljómsveitir undanfarið og verið að stæla Greifana, þeir eru eina almennilega gleðipoppsveitin." Steinn:“Það var náttúrulega eitt og annað í gangi á þessum tíma eins og Rikshaw en Greifarnir voru eitthvað svo séríslenskir. Það er kannski þess vegna sem þeir voru svona vinsælir á með- an Rikshaw voru eitthvað svo útlenskir.“ Davíð:“Söngvarinn þeirra talaði enga íslensku og gat ekkert sungið, án þess að ég sé að gera eitthvað lítið úr Scobie. Hann var alveg frábær.“ Að þessu tali um Greifana slepptu hafði pósturinn sambanc við Greifann, Kristján Ver og stað festi hann að þeir ætluðu að flytja gamlar Iummur eins og ,;Útihátíð‘ fram eftir nóttu á Hótel Islandi o£ fylgja svo gigginu eftir með öðr um giggum á Húsavík 17. júní og i Eyjum síðar í sumar. Það verður því aðeins í þetta eina skipti sem Radíus og Greifarnir skemmta saman enda hafa Radíusbræðui öðrum hnöppum að hneppa þar sem þeir verða með Górilluna á Aðalstöðinni í sumar ásamt Jak- obi Bjarnari Grétarssyni. ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.