Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 13
sem kallaður er. Þetta eru báðir feikilega góðir menn og ábyrgir. Ég þekki Alla miklu betur per- sónulega og ef einhver kemst til himnaríkis þá er það hann. Hann er sérlega góður og vel innréttað- ur maður. Eg vildi sjá hann á þingi því hann veit hvað lífið er, er kunnugur atvinnuvegum þjóðar- innar og hefur aldrei farið á haus- PETUR PETURSSOIU Fyrst vil ég koma með fyrir- spurn. Getur HELGARPÓSTURINN komist að því fyrir mig hvort það var einn eða fleiri menn sem skrif- uðu undir kenninafninu Hákarl í gamla Helgarpóstinum. Það þætti mér athyglisvert að vita. En þegar ég er spurður um at- hyglisverða manneskju þá kemur upp í hugann sagan af Einari Ben. á elliárum. Þá var farið að slá útí fyrir honum, eins og hendir á bestu bæjum, og hann ruglaði saman tveimur mönnum, Ágústi H. Bjarnasyni prófessor og Sigfúsi Blöndal bókaverði og orðabókar- höfundi. Hann sameinaði þá í ein- um manni og kallaði Ágúst Blön- dal. Þá sagði Árni Pálsson: „Ja, það væri ákaflega athyglisverð mann- eskja.“ Ég vil ekki draga menn í dilka. Ég skal þó nefna einn af samferða- mönnum úr blaðamannastétt, sem mér þótti ákaflega athyglis- verður, en vil þó ekki nefna at- hyglisverðastan. Það var Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, V.S.V. eða Hann- es á horninu. Hann var bæklaður. Hann var krypplingur. Hann var allur hnýttur saman með ólum. Á kvöldin spennti hann af sér ólarn- ar sem héldu þessum veikbyggða líkama, sem var eins og fífukveik- ur. Hann var nemandi föður míns á Eyrarbakka og faðir minn bar hann stundum á háhesti í skól- ann. Hann var ákaflega vel gefinn og braust til mennta. Hann var kommúnisti, loks Alþýðuflokks- maður og endaði sem ritstjóri Al- þýðublaðsins. Hann skrifaði fjölda bóka, m.a. Við byggðum þessa borg sem geymir einhverj- ar bestu lýsingar á Reykjavík fyrri tíma. Þrátt fyrir fötlun sína lét hann aldrei bugast. Slík var hetju- lundin. Ég dái hann og hef hann til vegs og virðingar fyrir þau afreks- verk sem hann vann. Hann var þrekmenni. Hann var ofurhugi. Hann hét Vilhjálmur Sigursteinn og kannski þau tvö nöfn hafi borið hann þangað sem hann ætlaði sér að fara. JÓIU BALDVIIU HAIUnilBALSSOIVI Gefum okkur að þessi athyglis- verða persóna sé stjórnmálamað- ur. Gefum okkur að hún sé ekki lengur í tölu lifenda en nýlega horfin úr þessum heimi. Þá er sá maður sem fyrst kemur upp í hug- ann Willy Brandt. Hann var athygl- isverður fyrir margt. Ég sá hann fyrst í gríðarmiklu tjaldi sem hýsti svo að segja alla heimsforystu sósíaldemókratísins í Líma í Perú árið 1986. Þar var hann í essinu sínu sem forseti Alþjóðasam- bands Jafnaðarmanna. Það sóp- aði að karlinum, það geislaði af honum. Hann var kátur og hlýr. Willy Brandt kom til íslands nokkrum mánuðum áður en hann dó, þá orðinn nokkuð við aldur. Rúnum ristur en eins og venju- lega glaðsinna. Gamli Lebensmað- urinn var enn í fullu fjöri. Hann reykti og drakk, en var með unga konu sína sem var til mikilla vand- ræða því hún var að reyna að gera hann að góðtemplar. Hún spillti mjög fyrir þessari heim- sókn en við reyndum að snið- ganga hana sem mest við mátt- um. í þessari heimsókn fékk ég aftur sömu myndina af Villa og í Líma. Willy Brandt lét sér fæst mannlegt óviðkomandi. Hann hafði heimssýn. Hann breytti evr- ópskri hreyfingu í alþjóða hreyf- ingu. Hann var maður friðar og Það ku vera erfitt fyrir ríka menn að komast til himnarík- is en Regína Thorar- ensen er ekki í vafa um að hliðið opnist fyrir Alla ríka. sátta, en lét þessa leiðinda fjöl- miðlapólitík aldrei þröngva sér inn í ramma hins vammlausa heiðursmanns, sem er einhver leiðinlegasta manngerð sem fyrir- finnst. Hann er minn maður í dag. KRISTÓFER SVAVARSSOM Ég nefni Sigfús Daöason vegna afburða gáfna og þekkingar á húmanískum fræðum og þess hvernig hann miðlar þeirri þekk- ingu. Hann er gamaldags húman- isti og þeir eru að hverfa útí busk- ann vegna þess að húmanisminn er horfinn og höfundurinn er dauður og nú er það bara textinn sem skrifar sig sjálfur. í viðkynningu er hann afar þægilegur maður, glettinn og með góðan húmor. Ég get ekki aðskilið manninn Sigfús Daðason frá skáldinu Sigfúsi Daðasyni eða heimspekingnum Sigfúsi Daða- syni. Þetta er allt sami maðurinn sem býr yfir afar skarpri sýn á veruleikann. Hann er auðvitað Sigfús Daðason og Elías Mar, tvö skáld sem eru Kristófer Svavarssyni meira en lítið minnistæð. barn síns tíma og sinnar kynslóð- ar, en það hefur ekki komið neinn sem fyllir upp í jakkafötin hans. Ég hef aldrei tekið hann beint til fyrirmyndar því við erum mjög ólíkir menn, en hann hefur alltaf verið þarna í mínu hugskoti sem ein af stjörnunum á festingunni. Ég get einnig nefnt Elías Mar. Að sitja til borðs með Elíasi Mar er eins og að kynnast bókmennta- sögunni sem aldrei var skrifuð. Þar fær maður allar þær víddir á Stein Steinarr og Halldór Laxness sem hvergi er getið um í lærðum ritgerðum. Maðurinn er afskap- lega góður drengur, stórskemmti- legur og frábær, bæði sem frá- sagnarmaður og húmoristi. HERMAIUIU GUniRIARSSOIVI * *> ^ Ég vil nefna korn- unga, þroskahefta vin- konu mína sem ég kynntist á Akureyri fyrir nokkrum árum. Hún hét íris Dögg Óla- dóttir og dó í vetur. Hún hreif mig á sama augnablikinu og við hittumst. Hún var svo hrein og tær, full af lífsgleði og já- kvæðni og hallmælti engum. Ef ég hefði brot af þessum eiginleikum hennar þá teldi ég mig hólpinn. Hún vissi að hverju stefndi með dauða sinn en lífsgleði hennar og styrkleiki hreif aðra með sér. Það var með ólíkindum. Þetta var eng- in sýndarmennska. Hún var ekki að reyna að vera önnur en hún sjálf, en samt var hún svo mikil. Hún var lifandi kraftaverk allan tímann. Hún hafði líklega meiri áhrif á mig en nokkur annar, hitti mig í hjartastað og gaf mér mjög mikið. hrafiu GUIUIULAUGSSOIU Yfirleitt þykja mér konur at- hyglisverðari en karlmenn. Og þær konur sem mér hafa þótt at- hyglisverðastar hef ég yfirleitt ort eða skrifað um. í Hinum helgu vé- um er að finna þær tvær sem mér hafa þótt hvað athyglisverðastar, það er að segja Helgu og Kollu sem báðar höfðu geysileg áhrif á mig í æsku. Þær hétu víst í raun- veruleikanum einhverjum öðrum nöfnum, sem ég man ekki í bili. En þær eru þversumman af þeim óforgengileika sem ég hef fundið í ýmsum konum. Síðan valdi ég Óldu Siguröardóttur til að leika Helgu og Tinnu Finnbogadóttur til að leika Kollu svo það segir ábyggilega eitthvað um þær. Eg get líka nefnt þriðju konuna sem er Embla í Hvíta víkingnum og ég get eiginlega ekki gert upp á milli Emblu og Maríu Bonnevie sem lék hana. Ég á oft erfitt með að gera upp á milli sögupersónunnar og Velkomin um borö í Boeing 737 vél Emerald Air til Noröur írlands og til Englands. 30 júni hefst reglubundið flug frá Keflavik alla þriðjudaga og föstudaga. Nýr valkostur í farþegaflugi og ódýr fargjöld. Góða ferð! Öll gjöld innifalin í verði Sölustaðir: Ferðaþjónusta bænda, sími 562-3640 Ferðaskrifstofan Alis, sími 565-2266 Ferðaskrifstofa Stúdenta, slmi 561 -5656 Ferðaskrifstofan Ferðabær, sími 562-3020 Norræna ferðaskrifstofan, slmi 562-6362 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur, sími 562-1490 Ferðaskrifstofa íslands, slmi 562-3300 ölmiðlar ffl ÚTVARPí KREPPU Ég held að það sé ekki misskilningur hjá mér að það sé ekkert sérstakt að gerast I útvarpi á (slandi í dag. Bæði Bylgjan og Rás 2 keyra á nánast óbreyttri dagskrá eins og hún var fyrir fimm árum eða svo. Eini munurinn er sá að bestu kraftarnir eru farnir eitthvað annað. Sam- kvæmt könnunum er ákaflega lítið hlustað á aðrar stöðvar, eftir því sem mér heyrist, frekar vegna íhaldssemi hlust- enda en að dagskrár þeirra séu verri en stóru stöðvanna tveggja. Alla vega má þar á stundum heyra tilraun til að gera einhvern veginn öðruvísi útvarp. Ihaldssemi Bylgjunnar og Rásar 2 hlýtur frekar að stafa af ótta en að þessar stöðvar hafi rambað á einhverjar töfraformúlur í dagskrár- gerð. Mér sýnist æ sjaldn- arvitnað til fréttatengdr- ar dagskrár þeirra í frétta- tímum stöðvanna og ég get lifað svo mánuðum skiptir án þess að einhver vilji tala við mig um eitt- hvað sem hann heyrði I útvarpi. Það er því eins og dagskráin sé aðallega send út fyrir auglýsendur og starfsfólkið. Og svo náttúrulega þennan fimmtíu manna hóp eða svo sem hringir í þjóðar- sálirnar — sem mér reyndar skilst að hafi meira og minna verið settur í bann. Ég er með eina kenn- ingu um þessa lognmollu á útvarpsstöðvunum. Hún er sú að þær hafi ekki brugðist við 19:19, Dags- Ijósi, Eiríki, Stefáni Jóni, Hannesi og Merði og öðru sjónvarpsefni sem hefur ákaflega líkan tón og útvarpsstöðvarnar eru að reyna að halda úti. Sjónvarp og útvarp eru svo missterkir miðlar að ef sjónvarpið setur putt- ann á eitthvert efni eða framsetningu verður út- varpið að gjöra svo vel að láta sér detta eitthvað annað í hug. Það hefur farist fyrir. Gunnar Smári Egilsson EMERALD AIR - lengra fyrir lægra verð

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.