Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 6
6 mmm felldasta frétt mlnmiar SÍMA- SKRÁR- EIGN BETLAR- ANS Gamall fátækur faðir með tvö börn á framfæri á Filippseyjum reyndi á dög- unum að bjarga sér með því að biðja um peninga- aðstoð hjá húsmóður á Akureyri. Það var nú allur glæpurinn. Hin grandvara húsmóðir ætlaði hins veg- ar ekki að ausa einhverj- um krónum í betlara frá Filippseyjum og lét Dag á Akureyri hafa bréfið frá gamla manninum. Dagur komst að þeirri niðurstöðu að hér væri um svívirðilegt betlibréf að ræða. Þeir rifja upp að áður hafi svona betlibréf komið á hið hávirðulega Eyjafjarðarsvæði en þar sjá menn í gegnum svona betlistarfsemi. Dagur ráðleggur fólki að gefa ekki peninga til gamla mannsins og ástæðan virðist einkum vera sú að hann styðst við gamla símaskrá. Konan fékk nefnilega bréfið sent á gamalt heimilisfang. Það þykir Degi afar grun- samlegt að fátæka fjöl- skyldan sé ekki komin með nýjustu símaskrá Pósts og síma frá fslandi og í fréttinni er sagt að Ijóst sé að örbirgð hans sé ekki eins mikil og hann vilji vera af að láta. Lík- lega vegna þess að hann á gamla símaskrá eða af því að hann á ekki nýja símaskrá. Rökstuðningur- inn er ekki annar. Það er sérlega ógeðfellt að af- greiða betlara sem svikara á baksíðu helgarblaðsins án þess að færa nokkurn rökstuðning með máli sínu annan en símaskrár- eign betlarans.B Dagur eyöimerkurinnar Laugardaginn 17. júní fagna is- lendingar 51 árs afmæli lýðveld- isins. Þjóðhátíðardagurinn hefur löngum haft nær heilagan sess í vitund þjóðarinnar og dagskráin hefst með hefðbundnum hætti þegar forseti íslands leggur blómsveig við minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Islendingar hafa haft þennan dag út af fyrir sig síðustu fjögur árin, eða allt frá því Þjóðverjar breyttu um þjóðhátíðardag í kjölfar sameiningarinnar. Nú bregður hins vegar svo við að Sameinuðu þjóðirnar, sem á undanförnum árum hafa tileink- að æ fleiri daga ársins einhverju tilteknu málefni, hafa ákveðið að helga þennan merkisdag í sögu íslensku þjóðarinnar enn einu málefninu og stela frá okkur þjóðhátíðinni. Því á meðan mör- landinn fagnar frelsi sínu og minnist um leið afmælis aðal frelsishetjunnar, munu aðrar þjóðir halda upp á „Dag eyði- merkurinnar" hinn 17. júní á ári hverju. Þetta endar auðvitað með því að börnin mæta með fræpoka á Sprengisand á Sautj- ándanum í stað þess að sleikja ís og narta í sykurfrauð og veifa fánum eins og góðum íslending- um sæmir. POSTURINN leitaði álits hjá nokkrum hagsmunaaðil- um í tilefni þessa. ÁMiniiyunic um AD5TODVA GRODUREYÐiniGU „Sameinuðu þjóðirnar hafa marga daga og ár sem þær til- einka mismunandi málefnum," segir Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra. „Er ekki ár umburðarlyndisins núna? Einhvern tímann var ár trésins og ég er umburðarlyndur gagnvart degi eyðimerkurinnar. Ef nokkuð er, þá ætti hann að vera okkur áminning um að stöðva gróðureyðingu og snúa við því tafli sem hallað hefur á Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráð- herra. „Er ekki ár umburðar- lyndisins núna? okkur mjög alvarlega. Ég held að við megum bara vera ánægð með að 17. júní varð fyrir valinu ef dagurinn er tileinkaður barátt- unni gegn uppblæstri og gróður- eyðingu á heimsvísu.“ ALVARLEGT ALHEIMSVAIUDAMAL „Það gleður mig að Sameinuðu þjóðirnar skuli leggja slíkt vægi á þetta alvarlega alheimsvanda- mál,“ segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. „Þessi dag- setning er náttúrulega tilviljun en ég held að það sé hollt fyrir okkur íslendinga að minnast þess að við skuldum landinu gíf- urlegt magn af jarðvegi og gróðri. Við megum aldrei gleyma því, ekki heldur á þjóðhátíðar- daginn.“ VAIUDAMÁL IUÆSTU KYIUSLOÐAR „Verndun eyðisanda verður vandamál næstu kynslóðar en ekki er ráð nema í tíma sé tekið og því fagna ég því af alhug að Sameinuðu þjóðirnar skuli til- græðslustjóri. „Þessi dag- setning er náttúrulega til- viljun." einka eyðimörkum ákveðinn dag,“ segir Þorvaldur Óttar Guð- laugsson talsmaður Sandverndar um þetta framtak Sameinuðu þjóðanna. „17. júní gerir okkur hjá Sandvernd þá kleyft að fagna þrennu á einu og sama deginum, afmæli Jóns Sigurðssonar, lýð- veldinu og okkar fallegu eyði- mörk. Lifi öræfi íslands!“ KEMUR Á ÓVART „Þessi tíðindi koma mér á óvart en á þessu stigi málsins get ég ekkert sagt um hvernig Þjóðræknisfélagið mun bregðast við,“ segir Jón Ásgeirsson, for- maður Þjóðræknisfélags íslend- inga. „Ég verð þó að segja að mér finnst að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu getað valið einhvern annan dag en akkúrat okkar þjóðhátíðardag.“ MISSKILST VOIUAIUDI EKKI „Vonandi misskilst það nú ekki þannig að það sé verið að vísa til ástandsins hérna og ég held að Þorvaldur Óttar Guðlaugs- son talsmaður Sandverndar um þetta framtak Samein- uðu þjóðanna. „17. júní ger- ir okkur hjá Sandvernd þá kleift að fagna þrennu á einu og sama deginum." þessi dagsetning sé nú bara til- viljun,“ segir Jón Egill Egilsson, skrifstofustjóri alþjóðadeildar utanríkisráðuneytisins. „Ég get ekki séð að við þurfum að hafa neinar áhyggjur af þessu." SAMMÁLA HUGMYIUDIIUIIII „Við eigum ekki við þetta vandamál að stríða hér í Kanada, en ég er sammála hugmyndinni sem er á bak við þetta,“ sagði Helgi Austmann, forseti Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi. „Eyðimerkurnar fara sí- stækkandi og þetta er því mikið vandamál. Það hefur auðvitað mikið verið gert á íslandi til að hamla á móti gróðureyðingunni, og hér á árum áður lögðu Vest- ur-íslendingar sitt af mörkum í þeirri baráttu með því að færa ís- lensku þjóðinni nokkur tré að gjöf á hverju ári. Sá siður hefur því miður lagst af, en þessi Jón Ásgeirsson, formaður Þjóð- ræknisfélags íslendinga. „Ég verð þó að segja að mér finnst að Sameinuðu þjóð- irnar hefðu getað valið ein- hvern annan dag." ákvörðun Sameinuðu þjóðanna ýtir kannski undir það að hann verði tekinn upp aftur." STYRKIR , ÞJOÐHATKMIUA „Vitanlega þrá allir lifandi menn það að allar eyðimerkur verði uppgrónar og glæsilegar lendur,“ segir Einar S. Jónsson, formaður samtakanna Norrænt Mannkyn. Þannig að ef tilgangur- inn með þessum degi er að stuðla að uppgræðslu örfoka lands þá tel ég þetta vera af hinu góða. Ég held að þetta hafi ekki slæm áhrif á okkar þjóðhátíð og styrki hana frekar en hitt. Kannski hafa Sameinuðu þjóð- irnar svona mikið álit á okkar degi, að þær hafa viljað nota hann til að undirstrika hvað við erum dugleg að græða upp og bjarga okkar landi. Það er altént einn möguleiki, en ég veit ekki, það má leggja þetta út á marga vegu.“B Debet Kredit „Þegar ég vann hjá honum við uppsetningu á Dunganon fannst mér fjöldi kosta prýða hann sem leikhússtjóra. Hann verkaði hvetjandi, örv- aði til nýsköpunar og stóð með leikstjóranum í erfiðri uppsetningu. I honum finnst ekki öfund útí listamenn sem gengur vel,“segir Brynja Bene- diktsdóttir, leikstjóri.“Sigurður er besti maður sem ég hef kynnst á minni lífsævi, kannski of góður fyrir heiminn. Hann er mjög sérstakur, nánast engum líkur og er búinn að vera akkúrat eins og hann á að vera síðan hann fæddist,“segir ingibjörg Sigurðardóttir móðir Sigurðar.“Siggi Hró er geðgóður, vinnusamur, úrræðagóður og þægilegur félagi,“segir Ástþór Jóhannsson, fyrrum samstarfsmaður Sigurðar á auglýsingastofunni Gott fólk.“Hann er góður samstarfsmaður, mjög heill í samstarfi og ábyrgur,“segir Þór Tulinius, leik- stjóri.“Hann er mjög skemmtilegur félagi, fjöl- fróður og hlýr og góður maður. Einnig má segja um Sigurð að hann sé réttsýnn og stefnufastur prinsipmaður,“segir Björn Brynjúlfur Björnsson gamall vinur Sigurðar. „Hann er ef til vill of áhrifagjarn samanber ógrundaðar fjöldauppsagnir hans í anda Stefáns Baldurssonar,"segir Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri."Hann var kannski of viðkvæmur, en er það ekki lengur,"segir Ingibjörg Sigurðardóttir móðir Sigurðar."Það er kannski helst steemt hvað við hittumst sjaldan í seinni tíð,"segir Ástþór Jó- hannsson, fyrrum samstarfsmaður Sigurðar á auglýsingastofunni Gott fólk."Ég hef ekkert nema gott um hann að segja,"segir Þór Tulinius leikstjóri."Hann er vinnufíkill eins og svo margir og það er ekki kostur i samhengi vina og fjöl- skyldu þótt það sé kostur I vinnunni,"segir Björn Brynjúlfur Björnsson gamall vinur Sigurðar. Siguröur Hróarsson, fyrrverandi leikhússtjóri L.R. Sigurður Hróarsson sagði starfi sínu lausu sem leikhússtjóri L.R. fyrir skemmstu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.