Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 14
14 Sálin hans Jóns míns er nú á nýjan leik kom- in á fullt skrið á sveitaballamarkaðin- um. Um síðustu helgi léku Sálarliðar föstu- dagskvöldið í Mið- garði í Varmahlíð. Góð mæting var á ballið og skemmtu gestir sér vel. Á laug- ardagskvöldið mættu Stefán Hilm- arsson og félagar síðan í Festi í Grinda- vík. í það skiptið létu hins vegar aðdáend- ur hljómsveitarinnar sig vanta og heimild- armaður POSTSINS, sem var á staðnum, sagði að kvöldið hefði þar af leiðandi verið frekar dap- urt... pósturinn lagði nokkrar brennandi spurningar fyrir 100 íslendinga af báðum kynjum á öllum aldri varðandi íslenska poppara. Margt athyglisvert leit dagsins Ijós til dæmis að... Fáir sakna Guðiónssona 1. Getur þú nefnt tvo úr Vinum vors 09 blóma med nafm? Já: 4% Nei: 96% Enginn aðspurðra karlmanna gat nefnt tvo úr Vinum vors og blóma á nafn. Og skömmuðust sín reyndar ekki fyrir það. Einn sagði: „Það væri mannorðsmorð að svara þessu játandi." Annar svaraði stutt og laggott: „Alls ekki, og er stoltur af því.“ Og sá þriðji „Ekki þó byssu væri miðað á höfuðið á mér.“ Aðeins einn karlkyns svarenda gat nefnt einn úr hljómsveitinni, Njalla, og það var af því að hann átti Pox af honum. Hins vegar gátu örfáar konur í yngri kantinum svarað spurningunni. Ein þekkti þá fé- laga Birgi Nilsen og Þorstein, sem söngvara sveitarinnar, og önnur gat meira að segja nefnt tvöineð gælunöfnunum: „Haddi hipphoppari og Maggi mega- thunder." 2. Saknar virkilega einhver Valgeirs Guðjónssonar? Já: 19% Nei: 81 % Valgeir Guðjónsson hefur lengi verið í ónáð hjá þjóðinni og samkvæmt þessari könnun virðist engin breyting vera á því. Nokkrir voru þó jákvæðir í garð Valgeirs, til dæmis sagði einn karl: „Valgeir kallinn er ókei.“ Og einn traustur aðdáandi hans skaut upp kollinum, sagðist sakna Valgeirs og bætti við „Val- geir er hvort tveggja: orðhepp- inn og óvenju lagvís." Það voru þó fleiri sem virtust vera búnir að gleyma gamla Stuðmanninum og Evróvisjónfaranum. Þannig svöruðu tveir: „Hvers?“ og „Hvaða Valgeirs?“ Valgeir getur þó kannski huggað sig við að öllu fleiri karlar sakna hans, eða 23 prósent aðspurðra, á móti aðeins 13 prósent kvennanna. fmnst lítið vit í boðskap Bubba Morthens, sem hefur um árabil verið einn af ástsælustu poppur- um þjóðarinnar. Sérstaklega er þessi niðurstaða óvænt í ljósi þess að Bubbi hefur jafnan verið mærður sem sérlega góður textahöfundur; jafnvel alþýðu- skáld. Það verður hins vegar ekki skafið af Bubba að hann er umdeildur sem fyrr. Einn karl vildi ekki gera alltof lítið úr hon- um og sagði: „Yfir heildina nei, en viðhorf hans til Kolkrabbans á þó fyllilega rétt á sér.“ Annar aðeins jákvæðari sagði: „Já, það er mesta furða." Einn neikvæður svaraði þessu skorinort: „Sjaldn- ast í bundnu máli og aldrei í óbundnu." Kvenþjóðin virðist aftur á móti alltaf vera dálítið svag fyrir Bubba en samkvæmt könnuninni eru konurnar öllu trúaðri á boðskap hans en karl- arnir. Ein þeirra sagði meðal annars: „Bubbi er ekki málsnjall, en hann meinar vel og vill öllum 3. Er eitthvert vit í því sem Bubbi segir? Já:46% Nei: 54% Það kernur óneitanlega dálítið á óvart að meirihluta aðspurðra 4. Var Einar Öm ástædan fyrir því ad Sykurmolamir náðu ekki viðvarandi heimsfrægð? Já:46% Nei: 54% Karlar og konur voru mjög samstíga í svörum við þessari spurningu, og virðist afstaðan til Einars Arnar ekki vera kynja- skipt. Niðurstaðan er alls ekki óvænt og reyndar mjög í takt við þá afstöðu sem fólk hafði til söngvarans og trompetleikarans á meðan Sykurmolarnir voru enn við lýði: annað hvort elsk- uðu menn Einar eða hötuðu. Þannig svaraði einn úr síðar- nefnda hópnum játandi og benti á að „helvítis gólið“ í honum hefði verið óþolandi. Annar svaraði þessari spurningu neit- andi en flokkast samt sem áður til hatursmanna Einars eins og sést á þessu: „Ástæðan var for- heimska hinna að sjá ekki sjálf hve gjörsneyddur öllum hæfi- leikum hann er.“ Aðdáendur Ein- ars hylltu hann hins vegar ákaft í könnuninni. Einn viidi meira að segja þakka honum frama Bjark- ar og sagði: „Án Einars hefðu Sykurmolarnir aldrei orðið fræg- ir. Björk á að ánafna honum helming tekna sinna." Og aðrir voru sammála um að Einar hefði verið ómissandi hluti af heild- 5. Fyrir hvada aldur ætti ad skylda poppara til þess ad setjast í helgan stein? 30 ára 35 ára 40 ára 45 ára 50 ára 55 ára 60 ára 65 ára 70 ára 75 ára 8% 11% 7% 3% 11% 3% 8% 4% 1% 24% Enginn ákveðinn aldur 20% „Einu sinni poppari alltaf poppari,“ svaraði einn þátttak- enda og hitti naglann skemmti- lega á höfuðið því nánast helm- ingi aðspurðra finnst ekkert at- hugvert við að popparar stundi sína vinnu fram í rauðan dauð- ann. Enda eigum við íslendingar fyrirtaksdæmi um menn sem hafa einmitt gert það eins og til dæmis Hauk Morthens heitinn. Sumir vildu þó skylda einstaka poppara til þess að hætta fyrr en aðra. Þannig sagði til dæmis einn að Stefán Hilmarsson ætti að hætta fyrir þrítugt. mni. 6. Af hverju heldur þú að Sálin hans Jóns míns hafi byrjað aftur? a) Peningagræðgi 47% b) Það hefur bara ekkert ann- að virkað hjá þessum drengjum. 40% c) Stebbi og hinir strákarnir í bandinu fila hvorn annan svo vel. 3% d) Til þess að þóknast aðdá- endum sínum. 2% pósturinn gaf íjóra ofantalda möguleika en svarendur gátu einnig nefnt aðrar ástæður en þá. 8 prósent aðspurðra tóku þann valkost og sögðu meðal annars: „Blankheit." „Til þess að halda áfram að vera í sviðsljósi unglingsstúlkna - öllu er nú hægt að verða háður.“ „Þeir eru orðnir svo graðir aftur.“ „Til að komast ókeypis á Þjóðhátið í Eyjurn." Lítill hluti svarenda var ekki alveg með á nótunum og svaraði: „Hverjir eru það?“ og „Er hún byrjuð aftur?“ 7. A Bo Haildórs að halda áfram í önnur 25 ár? Já:50% Nei: 50% Samkvæmt könnuninni skipt- ist þjóðin algjörlega í tvö horn í afstöðu sinni til hins góðkunna dæguriagasöngvara Björgvins Halldórssonar: annað hvort vill fólk hann áfram sem lengst eða hreinlega þolir ekki manninn og vill hvorki sjá hann né heyra framar. Þannig sagði einn karl: „Nei, hann hefði átt að vera löngu hættur.“ og annar: „Nei, nei, nei og aftur nei. Hann átti að hætta eftir HLH-flokkinn.“ og sá þriðji: „Nei, hann hefði aldrei átt að byrja.“ En Bjöggi á sér líka greinilega trygga aðdáendur samkvæmt könnuninni. Einn karl sagði að hann ætti að minnsta kosti að halda áfram í 25 ár í viðbót. Og kona sem er örugglega búin að sjá hann nokkrum sinnum í vetur í „Þó líði ár og öld“ á Hótel íslandi svaraði: „Já, forever and ever.“ Þá er það athyglisvert að karl- ar og konur eru afskaplega sam- mála í afstöðu sinni til Bjögga, en fyrirfram hefði maður búist við því að þessi gamli kvenna- ljómi ætti traustara fylgi að fagna meðal kvenna en karla. 8. Hver á að fara næst í Júróvisjónkeppnina? 10% Emilianna Torrini 8% Björqvin Halldórsson 7% Páll Oskar 7% Geirmundur Valtýs. 5% Bubbi 5% Raggi Bjarna 5% Bubbleflies Aðrir flytjendur sem voru nefndir en fengu undir 5%: Björk, Heiðrún Anna Björnsdótt- ir, Vinir vors og blóma, Megas, Ríó tríó, Omar Ragnarsson, Dr. Gunni, Herbert Guðmundsson, Þorbergur Aðalsteinsson, Sigga Beinteinsdóttir með Grétari Orv- arssyni eða Stebba Hilmars, The Boys, Diddú og Kristján Jó- hannsson og Anna Mjöll. 10% aðspurða vildi að ísland drægi sig út úr keppninni. „Það er engum hollt að standa í þess- ari vitleysu," sagði einn úr þeirra hópi. Og karl sem var augsýnilega beiskur yfir döpru gengi íslands sagði: „Það skiptir engu máli, árangurinn er alltaf sá sami.“ 9. A Bubbi að fá sér hár- kollu? Já: 23% Nei: 77% Mikill meirihluti var á því að Bubbi hefði ekkert við hár að gera, hann væri stórfínn eins og hann er. Nokkrir vildu þó meina að hann liti betur út með hár. Ýmsar hugmyndir komu fram: „Dökka síða hárkollu,“ sagði einn. Annar vildi sjá Bubba með dökkt sítt, liðað hár eins og Gene Simmons í Kiss. Og sá þriðji vildi setja á hann dread- lokka eins og Bob Marley skart- aði. 10. Eru íslenskir popp- arar frambærilegir á alþjóða mælikvarða? Já:67% Nei: 33% Þjóðernishyggjan er alltaf söm við sig hjá Islendingum og voru flestir svarenda á því að íslensk- ir popparar ættu fullt erindi út fyrir landsteinana. Nefndu all- margir Björk því til sönnunar. Efahyggjumennirnir eru hins vegar alltaf til staðar og sagði einn þeirra að íslendingar væru frambærilegir hljóðfæraleikar en ekki sem laga- og textahöfundar og nokkrir sögðu að einungis af- ar fáir íslenskir popparar væru frambærilegir á alþjóðamæli- kvarða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.