Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 25
"• Þjóðhátíðarball með Millunum í Hreðavatnsskála iviargar mjog fallegar og skemmtilegar leiðir Strætisvagnar Reykjavikur bjóða upp á víðfemt og margflók- ið leiðakerfi um borgina. Far- gjaldið eina leið er hundrað krónur og telst það varla há upp- hæð í ljósi þeirra fjölbreyttu leiða sem boðið er upp á. Hver ér besta leiðin að mati Baldurs Guðmundssonar varðstjóra í stjórn- stöð SVR? r„Ég keyrði leið 17 í mörg ár, hún var mjög falleg. Nú til dags nefni ég yfirleitt leið 4 ef fólk spyr mig um áhugaverðar leiðir. Þetta eru oftast útlendingar sem spyrja út í þessa hluti því fslend- ingar líta almennt ekki á strætóferðir sem einhvers konar „sightseeing“, segir Baldur. „Það sem mér finnst skemmti- legast við leið 4 er fjölbreytileik- inn í umhverfinu; hún nær alveg frá Ægissíðunni og upp í Mjódd. Frá Ægissíðu má sjá til Bessa- staða, yfir allt Álftanes og út á Flóann. Við þræðum miðbæinn og síðan tekur Sæbrautin við; all- ir vita hve Esjan er falleg og sömuleiðis útsýnið yfir Sundin. Endastöðin er í Mjódd og það er svolítið sorglegt vegna þess að frá Efra-Breiðholti er útsýnið svo stórkostlegt, leiðin þyrfti í raun að liggja alla leið þarna upp eftir. Þannig væri hún fullkomin fyrir þá sem hafa gaman af að ferðast um borgina.“B Þönder „Það var þönder og geðveiki,“ voru orð Páls Óskars Hjálmtýsson- ar þegar hann var inntur eftir stemmningunni í Hreðavatnskála um síðustu helgi er Milljónamær- ingarnir tróðu þar upp. Um næstu helgi, á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn, ætla Millarnir að end- urtaka leikinn á sama stað. Það þarf ekki bara að styðjast við orð söngvarans um að stuð sé í Hreðavatnsskála þegar Millj- ónamæringarnir eru annars veg- ar því nánast goðsagnakenndar sögusagnir um brjáluð sveitaböll með Milljónamæringunum í Páll Óskar og Millarnir lifa enn á þeirri stemmningu þegar Ted Turner og Jane Fonda komu ekki hingað til þrátt fyrir að búið væri að merkja þeim baðsloppa sérstaklega. Hreðavatnsskála hafa gengið all- og Jane Fonda hingað til Iands a Hvað í fjandanum, ertu að gera á íslandi? ar götur síðan þar átti að halda ball í tilefni af komu Ted Turners 1 I Wolfgang Gries, túristi. „Þetta er áhugavert land, ég hafði áður ferðast um Noreg og Svíþjóð og vildi sjá meira af Skandinavíu, sérstaklega vegna þess að ég vissi að ísland væri öfgafyllra og harðneskjulegra en hin löndin. Ég kom hingað með nokkuð vel skipulagða ferðaáætlun en vegna verkfalls rútubílstjóra varð ég að ferðast á puttanum um landið þvert og endilangt. Það gekk mjög illa því íslending- ar taka puttaferðalinga í fullum herklæðum ekki svo glatt upp í. Á endanum varð ég að ganga meira og minna alla leið. Eftir langa og blauta göngu á Aust- fjörðum kom eitthvað fyrir ann- að hnéð á mér. Ég hef nánast ekkert geta gengið síðan og er þess vegna að yfirgefa landið í dag, viku á undan áætlun. Ég verð að komast í uppskurð heima í Núrnberg og heimsæki ísland vonandi aftur einhvern tíma seinna því það sem ég sá af landinu var stórfenglegt og ís- lendingarnir sem liðsinntu mér voru afar elskulegir.“B woirgang (iries, turisti. Ónoyt löpp eftir rútuverk- fallið. vegum Stöðvar 2. Eins og marg- frægt er orðið komu hjónin aldr- ei. Þess í stað slepptu allir fram af sér beislinu (þar á meðal yfir- menn Stöðvar 2 og aðrir bisness- menn) með þeim hætti að aldrei er of oft á það minnst. „Það var svo troðið þarna að húsið næstum sprengdi utan af sér,“ hélt Páll áfram sem vill þó meina að töluvert hafi samt ræst úr eftir að byggður var glerskáli við skálann. „Þangað getur fólk farið út og að minnsta kosti and- að að sér fersku lofti inn á rnilli." En hugsanlegt er að Millarnir spili í glerskálanum um helgina. Búast þeir félagar við fólki úr sumarbústöðunum í kring, flæmi frá Borgarnesi og öðrum ná- grannasveitarfélögum og mörg- um bifreiðum úr Reykjavík, jafn- vel leigubifreiðum, sem leggja við skálann upp úr miðnætti.l 17.júní undirbúinn 17.júní er á laugardaginn hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Fjöldi fólks hefur haft starfa af undirbúningi skemmtiatriðanna undanfarna daga og vikur enda ekkert smotterí að gerast. Kórasöngvar, lúðrablástur, skátar, fjallkonan og álíka eru fastir liðir á sautjándanum að ógleymdum landanum sem hrúgast í torfum niður í bæ, hefur gaman að öllu saman og fær sér jafnvel kaffi og vöfflu á milli atriða. Það er óskandi að þröngin verði ekki þannig að menn endi með að fá pulsu í augað eða einhvern annan óþverra og geti horft á allar heiðursathafnirnar og skemmtiatriðin með bros á vör og ís í hönd. Allavega er margmenni búið að undirbúa herlegheitin þannig að ekkert fari úr skorðum og allir geti skemmt sér. pósturinn leit við hjá þeim sem eru í óðaönn við undirbúning og athugaði hvernig gengi. Kvennakór Reykjavíkur UNDIR STJÓRN MARGRÉTAR Pálmadóttur. „Við í Kvennakórnum fáum núna í fyrsta skipti að syngja það sem karlakórar hafa alltaf sungið eða sönginn sem er sunginn á þegar Vigdís Finnbogadóttir leggur blómsveig að minnis- varða Jóns Sigurðssonar á Aust- urvelli. Við erum hundrað kon- urnar sem höfum verið að æfa þessa dagskrá og komum við til með að syngja Þjóðsönginn, ís- land ögrum skorið og Yfir voru ættarlandi. Blásarakvintett frá Lúðrasveitinni Svani hefur útsett þetta fyrir okkur. Það ríkir mikil tilhlökkun í hópnum og sumar okkar ætla að klæðast þjóðbún- ingnþm af þessu tilefni á meðan aðrar verða í nýja búningnum okkar. Við vonum bara að fólk taki því vel að að nú sé skipt um kyn við þessa athöfn.“ Dóra Jónsdóttir sér um AÐ KLÆDA FJALLKONUNA „Þetta er alveg nýtt starf fyrir mig þar sem konan sem hefur séð um þetta síðustu árin gat ekki tekið þetta að sér núna. Ég er með skautbúninginn sem borgin á og er annars geymdur á Árbæjarsafni. Leikkonan sem nú verður fjallkona þarf að koma til mín að máta hann svo ég geti lagað hann ef með þarf. Svo hjálpa ég henni í búninginn niðri í Alþingishúsi á 17.júní.“ Götuleikhúsið OG ELDGLEYPARNIR „Við erum búin að vera að æfa lengi fyrir eldvagninn. Þetta er smá „sjóv“ hjá okkur, við blásum og gleypum og leikum okkur með eldinn. Það er mjög vara- samt fyrir aðra að prófa þetta því þetta krefst þjálfunar og jafn- vel við getum slasað okkur á þessu.“ Ketill Larsen er Isleiuskir skátjir TÓTI TRÚDUR „Það verður mikið um að vera „Ég er búinn að æfa mig mikið hjá skátunum á 17.júní eins og og búa til brandara. Ég reyni að venjulega, við stöndum heið- gera Tóta eins og ég get gert ursvörð við Kirkjuveg og Austur- hann bestan. Þetta er mjög hefð- bundinn undirbúningur hjá mér, ég geri ekkert sem aðrir hafa ekki gert. Tóti notar tannstöngla voðalega mikið og það er kannski hans sérkenni.“ stræti, förum í skrúðgöngur og verðum með kaffisölu, þrauta- braut og fjöldasöng. Skátarnir hafa náttúrulega mikla reynslu af þessari vinnu þannig að undir- búningurinn hefur ekki verið neitt gífurlegur. Við hittumst þó uppi á Akranesi um daginn í eins konar æfingabúðum og svo hafa verið gönguæfingar og fundir. En það má eiginlega segja að 17.júní sé okkar æfingadagur því í sum- ar verður mikil hátíðarstund hjá okkur þegar um 300 skátar fara til Hollands á skátamót. Við ætl- um þannig að prufukeyra dag- skrána sem verður í Hollandi niðri í bæ á 17.júní.“ ■ LAUGARDAGUR Richard Scobie er kom- inn heim til Islands í ör- stutta heimsókn. Því á heldur betur að fagna með risarokkkvöldi á Tveimur vinum í samvinnu við Sig- urgeir Sigmundsson, Hall 13 Ingólfsson og Jón Inga. Þetta lítur því úr fyrir að ætla að verða all- þéttur rythmi. Jóhann F. Álfþórsson og Eyjólfur Þorleifsson á Sólon Islandus. Fánar flagga sínu besta á Feita dvergnum í tilefni Þjóðhátíðardags. Tin rokkar og rólar á Gauki á Stöng. Kos og Eva Ásrún Al- bertsdóttir í sparifötun- um á Kaffi Reykjavík. Jón Ingólfsson seinna kvöldið á Fógetanum. Valdimar Örn Flygering og svartir kettir á Blúsbarn- um. SUIUIUUDAGUR Vinir vors og blóma með framhaldsútgáfutón- leika á Gauki á Stöng. Ingvar Valgeirsson trúbadúr leysir Jón af á sunnudagskveldi á Fóget- anum. SVEITABÖLL Sjallinn, Akureyri 16. júní ball með SSSól sem segjast vera í góðum gír eftir að þeir fylltu Ýdali um síðustu helgi. Höfðinn, Vestmanna- eyjum Sálin skemmtir eyjaskeggjum á upphitun- arhátíð fyrir 17. júníá föstudagskvöld. Hótel Selfoss Popp-flokk- urinn Sjálverjar (Sálin hans Jóns míns) bruna á Selfoss á 17. júní eftir að hafaleik- ið í miðbæ Reykjavíkur. Það er annars að frétta af skífunni, Sól um nótt, að útgáfu hennar hefur seink- að um fáeina daga. Skálafell, Mosfellsbæ hljómsveitin 66 verður með upphitunar- og þjóðball í bænum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.