Helgarpósturinn - 21.09.1995, Síða 4

Helgarpósturinn - 21.09.1995, Síða 4
4 Klám á Sígilt FM Eg er hundfúll. Á FM 94.3 á útvarp- inu mínu er útvarpsstöð sem heit- ir Sígilt FM. Hún hefur helzt unnið sér það til frægðar að Markús Örn Antonsson var þar einu sinni útvarps- stjóri. Nú bætist við að hún er að svíkja hlustendur sína. Sígilt FM átti að vera einmitt það, út- varpsstöð sem spilaði sígilda tónlist, eitthvað í ætt við Ljósvakann eða hvað það hét sem Byigjan rak á sínum fyrstu árum. Og hún var það raunar lengi vel. Ég vandist því á sínum tíma að stiila á þessa stöð þegar mig langaði að heyra eitthvað annað en popp eða taiað mál og varð ekki fyrir vonbrigðum: þarna var spiluð vönduð sígild tónlist og ein- staka þáttagerðarmenn höfðu metnað fyrir sína hönd og stöðvarinnar. En svo var það búið. Einn góðan veð- urdag í sumar horfði ég í forundran á útvarpstækið mitt og neitaði að trúa eigin eyrum. Út í loftið lak einhver upp- poppuð trommuheilakellingamúsík — það sem Ameríkanar kalla muzak eða lyftumúsík og er notað í stórmörkuð- um til að fólki iíði betur við innkaupin. Þetta stóð blessunariega ekki lengi í einu, en var nóg til þess að sá fræjum tortryggni gagnvart þessari útvarps- stöð. Það reyndist vera fyllsta ástæða til. Síðastliðinn laugardag langaði mig ein- mitt í góða klassík við vinnuna og stillti á Sígilt FM. Dágóða stund hélt ég að tækið mitt væri bilað. Þetta var það sem ég heyrði: House ofthe Rising Sun, Vorkvöld í Reykjavík, Hvítu mávar, Ellý og Vilhjálmur, Pálmi Gunnars og Bjöggi. Og Kinks. Kinks! „Einn góðan veðurdag í sum- arhorfði ég í forundran á út- varpstœkið mitt og neitaði að trúa eigin eyrum. Út í loftið lak einhver upp-poppuð trommuheilakellinga- músík... “ Nú veit ég ekki hvaða skilning ráða- menn þessarar stöðvar leggja í orðið sígilt. Eflaust er það rétt að Ellý og Vil- hjálmur séu sígild, að minnsta kosti sí- gilt popp, en einhvern veginn eru þau og Kinks ekki þeir fyrstu sem koma í hugann þegar minnzt er á sígilda tón- list. En ég er, vel að merkja, ekki há- menntaður í músík. Þið sem ráðið einhverju á þessari út- varpsstöð: ekki gera hlustendum ykkar þetta. Þetta er klám. Ekki spila Pálma eða Bjögga. Ekki frekar en Purrk Pilnikk eða Tappa tíkarrass. Það er líka fín músík og sígild á þar til gerðum út- varpsstöðvum. En ekki á ykkar stöð. Ef það er rétt, sem mig grunar, að þetta sé það sem þið haldið að „fólkið vilji heyra“, þá er það ekki bara stórkost- legur misskilningur, heldur líka metn- aðarleysi út fyrir öll velsæmismörk. Þið gátuð betur. Geriði það aftur. KARL TH. BIRGISSON RMIVmJDAGUR 21. SEPTEMBER1995 Hafna því að tilfinningar sýni veikleika Róbert H. Haraldsson er heimspekingur að mennt og^starfar sem stundakennari við Háskóla (slands. Á endurmenntunar- námskeiði í Háskólanum hélt hann fyrir nokkrum árum fyrirlestra um skynsemi og tilfinningar. Á samskonar námskeiði í vetur ætlar hann hins vegar að gera til- raun til að greina á heimspekilegan hátt samband tilfinninga og valds. En er það mögulegt? „Gamli Ford er sígildur bíll“ Hvað kemur til að útvarps- stöð, sem gefur sig út fyrir að œtla að leika klassíska tónlist, er farin að spila dœgurlög? „Það sem við spilum er sígilt efni.“ Er þá sígilt í ykkar huga ekki það sama og í hugum annarra? „Jú, en við gerðum stefnu- breytingu og spilum nú sígilt efni í víðustu merkingu þess orðs. Þarna er til dæmis fullt af djassi sem er sígildur, Frank Sinatra er sígildur...“ Er þetta ekki hrein og bein blekking? „Nei, en það varð hins vegar stefnubreyting þegar Markús Örn Antonsson lét af störfum. Upphafiega var spiluð klassík, djass og blús en nú hefur sú breyting orðið á að í þáttunum á milli fimm og sjö er spiluð söngleikjatónlist, sígild tians- tónlist, Frank Sinatra, Bing Crosby og Benny Goodman... ... og Kinks og Ellý og Vil- hjálmur, sem seint munu falla undir klassíska skilgreiningu. „Nú, hafa Kinks verið spilaðir á Sígilt FM? Ég viðurkenni að Kinks falla alls ekki undir sí- gilda tónlist, en það gera hins vegar Ellý Vilhjálms, Haukur Morthens og Vilhjálmur Vil- hjálmsson. Þeirra tónlist fellur undir sígilda danstónlist, en eins og segi erum við að víkka út okkar sígildu tónlist." Afhverju gátuð þið ekki hald- ið ykkur við hið fornkveðna í stað þess að falla í sömu gryfju og allar hinar stöðvarnar? „Þetta er krafa frá hlustend- um og auglýsendum. Þetta er bara það sem fólk hefur viljað fá inn í þetta.“ Það eru semsé markaðssjón- armið sem ráða því hvað telst sígilt og hvað ekki? „Við höfum lagt meiri metn- að í dagskrárgerðina á milli sjö og fimm á daginn en nokkur önnur útvarpsstöð á sama tíma. Við spilum Vínartónlist í morgunsárið, óperutónlist á milli níu og tólf og konserttón- iist eftir hádegi. Síðdegis spii- um við hins vegar sígild dæg- urlög, djass og fleira. Það var krafa frá auglýsendum að fá inn viðtöl og léttari tónlist og það var leyst með þessum síð- degisþætti. Hluti af þeirri skýr- ingu er samkeppnin. Markað- urinn ber einfaldlega ekki tvær eða fleiri klassískar útvarps- stöðvar." Þið hafið semsé víkkað skil- greininguna „sígild tónlist"? „Er ekki sagt að gamli Ford sé sígildur bíll?“ Ja, meginspurningin sem ég spyr er þessi: Eru til djúp- ar tilfinningar sem eru óháðar valdatengslum? Eru til tilfinningar sem ná að yfirstíga alla valdabaráttu? Sumir halda því fram að slíkar tilfinningar séu til og nefna sem kandídata samúð, ást og velvild. Aðrir telja hins vegar valdabaráttu alls staðar, ekki síst í tilfinn- ingum eins og ást og samúð. Á námskeiðinu mun ég einmitt ræða samúð og ást ítarlega. Spurningin sem ég ætla að varpa fram er semsagt sú: Eru til tilfinningar sem eru handan allrar valdabaráttu? Ég mun skoða rök manna fyrir þessu, en dæmi um heimspekinga sem merkja valdabaráttu ná- lega alls staðar eru Nietszche, Freud og Focault.11 Hefurðu sjálfur mótað þér skoðun á því hvort til séu til- finningar handan allrar valda- baráttu? „Já, en það er með þá spurn- ingu eins og svo margar aðrar heimspekilegar spurningar, að því miður eru svörin aldrei einföld. Ein af grundvallar- spurningunum sem ég mun fást við er hreinlega spurning- in: Hvað er vald? Hver er mun- urinn á völdum og áhrifum? Er tii réttmætt vald eða órétt- mætt vald og hvað er átt við þegar við tölum um valda- tengsl á milli einstaklinga?" Ferðu eitthvað út í valda- munstur í þjóðfélaginu, til dœmis stjórnmálaleg völd? „Ég er mest að skoða tengsl- in í hversdagslífinu. Stjórn- málaleg völd eru vissulega ein mikilvægasta tegund valds og auðvitað tala ég um vald í mjög víðri skilgreiningu einn- ig: Hver stjórnar túlkunum á hinum og þessu? Hver ræður viðhorfum manna? og svo framvegis." Muntu í þessu samhengi ein- beita þér að valdatengslum karla og kvenna? „Vissulega verður komið inn á þá spurningu með ýmsum hætti. Til dæmis telur Nietszc- he að konur og karlar hafi þró- að með sér ólíka tækni til að ná völdum. Ég mun einmitt skoða hvort eitthvað sé hæft í slíkum hugmyndum." Geturðu sagt í stuttu máli frá þeirri þróun? „Ef ég á að segja alveg eins og er er það frekar erfitt. Eitt af því sem Nietszche bendir á er hið augljósa: Karlmenn hafa í sögunni verið þeir sem hafa haft völdin og þar af leiðandi mótað sér ákveðnar strategíur í samfélaginu. Konur hafa aft- ur á móti orðið að þróa með sér annars konar valdatækni, sem mætti þá frekar heimfæra yfir á völd hinna kúguðu eða völd þeirra sem verða eða eitt- hvað í þá áttina." Hvernig endurspegla tilfinn- ingar valdatengsl? „Stundum er það augljóst, að því er margir mundu segja, og benda á reiði, ótta, stolt og öfund í því samhengi. Það sem ég held hins vegar að geri spurninguna athyglisverða er að skoða hvernig valdatengsl endurspeglast óbeint í tilfinn- ingum. Sjálfur tel ég að ákveð- in valdabarátta geti verið í gangi þegar menn hafa samúð með öðrum. Samúð getur nefnilega þróast yfir í að vera aðferð til að halda fólki niðri. Ef við tökum dæmi af manni sem feilur á prófi og fyllist sjálfsvorkunn, þá gæti ég haft meðaumkun með honum og sagt sem svp: Aumingja þú, aumingja þú. í slíkum tilefnum geta menn oft verið að skoða ófarir annarra sem merkileg- ustu staðreyndirnar um þá.“ Er ástin af svipuðum toga; endurspeglar hún líka valda- tengsl? „Nei, því ástin er miklu flóknara fyrirbæri, hún birtist í svo mörgum myndum. Hún birtist sem foreldraást, róm- antísk ást, ást á milli barna, ást á hlutum. Ástin er margs- konar. Ég hef að minnsta kosti trú á þvt að ástin geti birst á margan hátt.“ En ef við höldum okkur við rómantíska ást, sem nánast all- ir velta einhvern tíma fyrir sér? Róbert H. Haraldsson. „Völd og valdabarátta geta verið svo Iúmsk að allt getur orðið að vopn- um. Ást, sem að þínu mati er mjög einlæg, getur líka verið ákveðið tæki.“ „Ég held að fyrsta athuga- semd mín við það sé sú, að margir telja tiltölulega aug- ljóst að í rómantískri ást felist alltaf valdabarátta. Hvernig menn öðlast næmi fyrir valda- baráttunni held ég hins vegar að sé merkilegt að stúdera. Skáldunum tekst einmitt oft að gera okkur næm fyrir því hvernig valdabaráttan mótar okkur. Völd og valdabarátta geta verið svo lúmsk að allt getur orðið að vopnum. Ást, sem að þínu mati er mjög ein- læg, getur líka verið ákveðið tæki. Til að sjá það held ég að menn þurfi ákveðið næmi. Á meðan einhverjir segja að sá, sem sér valdabaráttuna alls staðar, sé paranoid túlka aðrir það sem djúpt innsæi. Sumir segja að nálega allar tilfinning- ar sýni veikleika. Því ætla ég að hafna á námskeiðinu." GK Fjölmiðlar Yfirheyrsla Hjörtur Hjartar- son, útvarpsstjóri Sígilt FM, sem spilar Frank Sim atra og Kinks

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.