Helgarpósturinn - 21.09.1995, Side 30
30
FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER1995
FIMMTUDAGUR
Speedwell Blue
rokkar víst jafnt sem blús,ar á
Blúsbarnum.
Sóldögg
er eins og hinar sveitirnar á
fimmtudögum, tregablandin; á
Gauki á Stöng.
INRI og Vindva Mey
halda tónleika á Jazzbarnum.
Þessar hljómsveitir leika, eins
og nafn þeirra gefur til kynna,
afar framsækna tónlist.
Trípólí
er eitthvað sem maður gæti
ímyndað sér að væri eins og
Stuðmenn. Þeir verða á Fóget-
anum.
Útlagarnir
eru ef til vill eina fimmtudags-
grúppan sem spilar eitthvað
annað en trega, — annars get-
ur kántrý verið tregablandið.
Útlagarnir verða á Kaffi
Reykjavík.
Blome
er tiltölulega ný gleði- og dans-
sveit sem heldur útgáfutón-
leika á Tveimur vinum.
FÖSTUDAGUR
Rúnar Júlíusson
og Tryggvi Húbner
eins nálægt aðdáendum sínum
og hugsast getur á Blúsbarn-
um.
Jón Ingólfsson
trúbador — var hann ekki að
norðan? Á Fógetanum.
Sixties-böllin
á Ömmu Lú eru að verða
fréttaefni, svo fjörug eru þau.
Það er vonandi að enn eitt
skelli á á föstudagskvöld.
Lucky People Center,
einhver frægasta teknósveit
heims og jafnframt sú pólitísk-
asta, leikur á dúndurballi fyrir
18 ára og eldri í Tunglinu.
Stefán Jökulsson
og Ragnar Bjarnason
sjá um fjörið á Mímisbar Hót-
els Sögu.
Hljómsveit Geirmundar
Valtýssonar
leikur gegn engu gjaldi á Hótel
íslandi. Þeir eru enda farnir að
hita upp fyrir Þorrablótin.
Langbrók
og var það ekki löggufælan
hann Ofur-Baldur. Þeir verða á
Gauki á Stöng.
Blússveit Bjarna Tryggva
leggur undir sig Jazzbarinn, en
auk Bjarna skipa sveitina Kor-
mákur Geirharðsson og Þor-
leifur Guðjónsson, fyrrverandi
meðlimir KK.
Hafrót
leikur ljúfu lögin á Kaffi
Reykjavík.
LAUGARDAGUR
Tryggvi Húbner
og Rúnar Júlíusson
kyrja blúsrokk og taka nokkra
góða hnykki á Blúsbarnum.
Lipstick Lovers
ferskir í Rósenbergkjallaran-
um, enda nýkomnir úr vel-
heppnaðri tónleikaferð frá
Norðurlöndunum þar sem þeir
slógu í gegn. Þar sannaðist
enn og aftur að enginn er spá-
maður í sínu föðurlandi.
Úr kargaþýfinu til stjarnanna
Atriðin milli Lífar og tónskáldsins eru gerð afnákvœmni og fals-
lausri tilfinningu sem ég held að hafi aldrei áðursést í íslenskri
kvikmynd. Samleikur Þrastar Leós Gunnarssonar og Bergþóru Ara-
dóttur er einstakur og ekki síðurhvernig umhverfið — skógur,
strönd, hús með köldum veggjum — ernotað til að tja dýptina í
sambandi þeirra og hversu þau virðast oft ein íheiminum.
TÁR ÚR STEIIUI
STJÖRIUUBÍÓ
****
Kvikmyndir
Egill Helgason
Ég, og það held ég að eigi við um
miklu fleiri íslendinga, er alinn upp
við þá skoðun að Jón Leifs hafi verið
hálfgildings skopmynd af tónskáldi
sem samdi hrikaleg verk, fuli af
óvenju kjánalegum hávaða og þjóð-
ernisbelgingi. Að auki hef ég heyrt frá-
sagnir af því hvílíkur fauti hann hafi
verið í mannlegum samskiptum, svo
forskrúfaður að hann eirði engu þegar
þessi mikla músík var annars vegar,
hvorki vinum né óvinum. Svona hefur
hún lengi verið, sagan af Jóni Leifs.
Mér dylst ekki að þetta er harla fá-
tækleg söguskoðun og ég sakna þess
að hafa ekki neina nothæfa ævisögu
Jóns Leifs til að slá upp í. Eftir að hafa
séð Tár úrsteini þykist ég nokkuð viss
um að Jón Leifs er annar maður en
þjóðarsálin hefur álitið hann, en ég er
hins vegar ekki miklu nær um hver
hann var í raun og veru. En ég læt það
ekki á mig fá og sé ekki að það dragi úr
gildi kvikmyndarinnar. Því þótt Hilmar
Oddsson sé virkur þátttakandi í þeirri
endurreisn á Jóni Leifs sem hefur
gengið á með undanfarin ár — og
stundum hefur tekið á sig mynd trú-
boðs — þrammar hann sem betur fer
ekki undir neinum fána; persóna tón-
skáldsins í myndinni lifir sínu lífi, al-
veg burtséð frá því hversu mikinn
svip hún ber af þeim Jóni Leifs sem
dró lífsanda.
Tónlist Jóns Leifs varð til í basli;
kvikmynd Hilmars er líka orðin til í
gegndarlausu basli, kannski hefur
engin íslensk bíómynd átt erfiðari
fæðingu. Margir voru löngu búnir að
missa trú á fyrirtækinu, það var al-
talað, en nú gleðst maður yfir því að
Hilmar þráaðist við og hefur grun um
að verkið hafi þroskast á sex ára
þrautagöngu — eða stóð ekki í latínu-
bókunum í menntaskóla; per ardua ad
astra og útlagðist: úr kargaþýfinu til
stjarnanna.
Hilmar er að vissu leyti að fjalla um
sama efni og í fyrri bíómynd sinni,
togstreitu milli hamingju í prívatlífi og
listsköpunar sem útheimtir sérgæsku,
fórnir og málamiðlanir sem erfitt er að
sætta sig við — og endar í harmi. Þar
lýkur samanburðinum. Eins og skepn-
an deyr var flausturslegt byrjendaverk
og átökin þar eins og hjónaskens sem
engum kemur við; hérna ber hins veg-
ar allt merki um að Hilmar hefur vand-
að sig ógurlega við að segja örlaga-
sögu sem sannarlega gæti aldrei virst
auðveld viðfangs.
í upphafi myndar er áhorfandanum
vísað inn í heim þar sem loga björt
ljós og mið-evrópskur hákúltúrblær er
yfir öllu; fljótlega smýgur rökkrið inn
um allar glufur og umhverfist f slíkt
svartnætti að varla sést ljóstýra nema
í litla húsinu tónskáldsins úti í skógi;
þar lenda hjónin í deilum um hvort
eigi að vera dregið fyrir gluggana — til
að halda myrkrinu úti eða Ijósinu
inni? Þetta fíngerða samspil ljóss og
myrkurs er eins og þráður gegnum
alla myndina, það einkennir glæsilega
kvikmyndatökuna en líka samband
tónskáldsins við konu sína Annie og
dótturina Líf. Mæðgurnar eru að vissu
leyti eins og skuggi og Ijós; móðirin,
gyðingakonan, er dökk, leyndardóms-
full og yfir henni vofir ógn, dóttirin er
björt, einlæg og full af fyrirheitum.
Þegar tónskáldið fer eitt síns liðs til ís-
lands virðist landið framandlegt; þar
liggur yfir sífellt hálfrökkur sem undir-
strikar einsemdina í landi þar sem ást-
vinir eru fjarri og enginn skilur neitt.
Atriðin milli Lífar og tónskáldsins
eru gerð af nákvæmni og falslausri til-
finningu sem ég held að hafi aldrei áð-
ur sést í íslenskri kvikmynd. Samleik-
ur Þrastar Leós Gunnarssonar og Berg-
þóru Aradóttur er einstakur og ekki síð-
ur hvernig umhverfið — skógur,
strönd, hús með köldum veggjum —
er notað til að tjá dýptina í sambandi
þeirra og hversu þau virðast oft ein í
heiminum.
Þetta er líka saga um ást sem kulnar
í heimi þar sem er dyggð að tala sér
þvert um geð og hneigja sig fyrir
valdi. í upphafi myndar eru tónskáldið
og konan hans hamingjusamt fólk sem
stendur í kossaflensi; í lokin á ást
þeirra ekkert skjól lengur og hún fýk-
ur út í veður og vind. Það dregur ögn
úr áhrifamættinum að þrátt fyrir koss-
ana skynjar maður aldrei að í sam-
bandi þeirra sé mikil ástúð eða hita-
stig sem gæti lækkað; milli þeirra
Ruthar Ólafsdóttur og Þrastar Leós
skortir það sem Ameríkanar kaila
kemíkina, þau gera flest ágætlega
hvort í sínu lagi en ná tæplega saman.
Steinninn, sem er hvort tveggja
steinn og tár, er tákn sem oft er vísað
til í myndinni og ástæðulaust að skýra
það nánar. í lokaatriðinu sekkur
steinninn hægt í regindjúp, svo hægt
að það er líkt og Hilmar hafi ekki alveg
treyst áhorfandanum fyrir tákninu
sem steinninn er. Það var óþarfa van-
trú.
í nýlegri bók sem útlendur gagnrýn-
andi skrifaði um íslenskar kvikmyndir
er margt fjölyrt um íslenskan kvik-
myndastíl. Sjálfur mundi ég ekki
treysta mér til að finna hann eða skil-
greina — nema fjöll, hestar og skrítið
fólk teljist stíll. Islenskar myndir eru
margvíslegar en koma sjaldan eins fal-
lega á óvart og Tár úr steini. Þetta er
glæsilegt verk og á allt annan hátt en
þær íslensku bíómyndir sem rísa und-
ir nafni, alvörumeiri, vandaðri, stærri
í sniðum.
í samanburði við þann árangur sem
hér hefur náðst í íslenskri kvikmynda-
list finnst mér fullkomið aukaatriði að
endurmeta Jón Leifs. Það mun ábyggi-
lega takast í fyllingu tímans, enda er
tónlistin sem hljómar í myndinni og
gefur henni aukinn þunga afar til-
komumikil.
UTT EÐAL
GINSENG
Skerpir athygli
- eykur þol
| Virkar m.a, gegn:
\ Einbeitingarskorti,
sfre/fu, þreytu og
afkastarýrn un.
Einnig gott fyrir aldraba