Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 4
4 RMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 Yfirheyrsla Gísli Örn Lárusson er framkvæmda- stjóri Arctic Air, sem er hætt flugi og stendur nú í stríði við Flugleiðir. Fyrst trygg- ingarnar, svo flugið — hvað nœst? Eruð þið að leggja upp laup- ana? „Nei. Menn skoðuðu stöðuna og ákváðu að ekki væri raun- hæft að leggja í þá áhættu að lialda áfram. Þá áttum við fund með Flugleiðum og náð- um samkomulagi við þá um að fljúga fyrir okkur.“ Ertu að meina samninginn sem þeirsegja að sé ekki til? „Það er náttúrulega ljóst að við erum búnir að borga inná þennan samning og það er ekki hægt nema hann sé fyrir hendi.“ Um hvað snýstþessi samn- ingur? „Um að þeir flytji fyrir okk- ur ákveðinn fjölda af farþeg- um frá íslandi og tilbaka, sam- kvæmt umsömdu verði. Það samkomulag gildir frá og með föstudeginum og framí miðjan desember og vissulega þurfa báðir aðilar að uppfylla skyld- ur samningsins.“ Hefurðu fundið fyrirófrœg- ingarherferð gegn ykkur? „Óhjákvæmilega skil ég ekki þegar blaðafulltrúi Flugleiða heldur fram öðrum hlutum en kveðið er á um í samkomulagi sem gert er við framkvæmda- stjóra markaðssviðs Flug- leiða.“ Einhver segir ósatt: annað- hvortþú eða blaðafulltrúinn. „Ég gæti ekki borgað Flug- leiðum fyrir farþega á um- sömdu verði og þeir gætu ekki verið með farþegalista frá okkur ef enginn væri samningurinn. Það þarf ekki mjög háa greind til að sjá það.“ Þannig að blaðafulltrúi Flug- leiða segir ósatt? „Þú verður að meta það sjálfur. Það iiggur vitaskuld fyrir að við ákváðum ekki að hætta flugi fyrren eftir að ég átti fund með Pétri J. Eiríks- syni, framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða." Tapa aðstandendur Arctic Airstórfé á fyrirtœkinu? „Nei.“ Þú hefur um hríð verið ein- fari í íslensku viðskiptalífí og glfmt við kolkrabba og smokk- fiska bœði t fluginu og trygg- ingabransanum. Eru þeir að bregða fyrirþig fœti núna? „Eg átti ekkert von á því að ég fengi einhverja blómvendi, ' en mér fannst vel þess virði að kanna þennan möguleika og viðbrögð fólks gagnvart ódýrum flugfargjöldum. Fyrir tuttugu árum hefði ég sjálf- sagt haldið áfram og lent í ógöngum, en ég er raunsærri í dag. Líttu bara á Skandia. Menn héldu að það væri ekki hægt að lækka iðgjöld og græða jafnframt. Annað kom í ljós. Hvað hefur gerst nú? Far- gjöld hafa lækkaðtil London.“ FyrstSkandia og svo flugið, hvað œtlarðu að gera nœst? „Hvað dettur þér í hug?“ SHH Sunna Borg, hin stórmagnaða prímadonna Leikfélags Akureyrar, hefur jafnframt verið formaður félagsins á níunda ár. í snaggaralegu spjalli við Stefán Hrafn Hagalín tjáir leikkonan sig um húsið sem er að hruni komið, leik- húsfólk sem notar leikfélagið sem stökkpall annað og leikhússtjórann sem er á förum „Ég er orðin svakalega pirruð - segir Sunna Borg um ástand húsakostsins 66 Leikkonan Sunna Borg hefur verið prímadonna Leikféiags Akureyrar frá því sá sem þetta ritar man eftir sér. En Sunna hefur ekki einungis — ásamt snillingum á borð við Þráin Karlsson og Gest Einar Jónas- son — verið lífið og sálin í at- höfnum á leiksviðinu norðan heiða, því embætti formanns Leikfélagsins hefur hún nú gegnt á níunda ár. í máli Sunnu Borg á aðalfundi félagsins ný- lega kom meðal annars fram að viðhalds- og endurbótamál húsnæðisins sjálfs væru í mikl- um ólestri og lífsnauðsynlegt fyrir leikhúsið að fá fjármagn til framkvæmda. Annað sem verið hefur áberandi varðandi Leikfé- lag Akureyrar er að ungt Ieik- húsfólk hefur til fjölda ára nýtt það sem stökkpall yfir í „stærri og betri“ hlutverk í leikhúsum á höfuðborgarsvæðinu. Til að bæta síðan gráu ofaná svart er Viðar Eggertsson leikhússtjóri að flytja sig um sess eftir skamma dvöl fyrir norðan og gerast æðstiprestur Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Helgarpósturinn sló á þráðinn til Sunnu Borg og athugaði gang mála. Byrjum d húsinu, Sunna, segðu mér aðeins frd því máli. „Húsið þarnast viðhalds fyrst og fremst. Það hefur nánast ekkert viðhaid verið á því svo árum skiptir... Þettaer náttúru- lega gamalt hús — byggt í byrj- un aldarinnar — og þarfnast mikils viðhalds. Til dæmis hef- ur það árum saman verið mál- að með rangri málningu og þyrfti að skrapa hana allasam- an af sem fyrst og setja rétta málningu á til að fyrirbyggja fúa og grotnun. Virkileg synd að sjá svona falleg hús koðna niður. Ennfremur er allt aðgengi til há- borinnar skammar fyrir bæinn og bílastæðin eru svotil engin. Þegar vel árar er stundum hátt á þriðja hundrað manns sam- tímis í húsinu og þú getur rétt ímyndað þér hversiags kaos myndast vegna fólksins, sem á bæði í erfiðleikum með að kom- ast að húsinu og frá því. Sér- staklega er þetta slæmt fyrir eldra fólk og fatlaða. Þetta er auðvitað mikið öryggisatriði og verður að sinna því.“ Hafið þið lengi barist fyrir auknu viðhaldi og endurbótum á húsinu? „Maður er vitaskuld búinn að halda þessum skoðunum á lofti til fjölda ára. Sjálf hef ég verið formaður Leikfélags Akureyrar á níunda ár og þetta hefur alltaf verið með efstu atriðum á stefnuskránni. Til að mynda hafa í mörg ár legið tilbúnar en ósnertar teikningar að víðtæk: um endurbótum á húsinu. í þeim teikningum er fyrirhugað að stækka húsið, breyta sal og sviði og stórbæta aðstöðu fyrir leikara, sem núna eru í algjör- um bráðabirgðakofa sem brak- ar og brestur í. Það þarf nú að hlú að okkur líka. Til alls þessa þarf mikla peninga og við ger- um okkur fulla grein fyrir því. Hinsvegar bólar ekkert á því að nokkur skapaður hlutur verði gerður. Því er nú verr og mið- ur.“ En þetta viðhaldsspursmál er náttúrulega grundvallaratriði, er það ekki? „Jú, mikil ósköp. Bærinn á þetta hús og hann á að sjá um sínar byggingar; sérílagi þar- sem húsið er friðað." Hamlar þetta ekki starfsemi félagsins? „Við erum lengi búin að bíða í voninni um að komast ofarlega á forgangslista hjá bæjarstjórn- inni, en virðumst hinsvegar færast neðar á honum með hverju árinu sem líður. Það eru ávallt einhverjir sem þurfa að komast að á undan. Ég er orðin svakalega pirruð á þessu og sömuleiðis fólkið sem vinnur hjá leikhúsinu; svo við tölum nú ekki um áhorfendur.“ Hvaða svör fenguð þið þegar þið kvörtuðuð í ár — „við skul- um athuga málið“ og svo fram- vegis? „Við ætluðum til dæmis að fá málningu á húsið úr Húsfriðun- arsjóði, en það er sama við- kvæðið þar og annarsstaðar: Því miður, við þurftum að setja peningana annað. Og síðan ekki söguna meir.“ Fáið þið sömu svör við þess- um stóru endurbótahugmyndum — er hlegið að ykkur? „Neinei. Þeir hlæja nú ekki. Þetta er kostnaðarmikið verk, en ef stjórnendur bæjarins vilja halda leiklistarlífinu áfram blómstrandi — einsog það hef- ur verið undanfarin ár — þá verða menn bara að gera sér grein fyrir því að svona geta málin ekki lengur gengið. Ég er búin að tapa þolinmæðinni.“ Og ofaná alltsaman ertu síðan að missa þennan fína leikhús- stjóra þinn. „Já. Viðar Eggertsson sótti um stöðu leikhússtjóra Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleik- húsinu og fékk hana.“ En var maðurinn ekki búinn að segja ykkur frá því að hann hygðistsœkja um? „Viðar óskaði nafnleyndar í umsókn sinni vegna þess að honum fannst ekki rétt að nafn hans væri í umræðunni á sama tíma og við vorum að kynna starf Leikfélags Akureyrar á leikárinu.“ Ertu ekki hundfúl yfir að missa Viðar? „Nei, við erum ekki fúl. Hann er búirtn að standa sig ágætlega og ég óska honum bara velfarn- aðar í þessu mikla starfi sem hann hefur tekið að sér.“ Nú hefur verið talað um Leik- félag Akureyrar sem stökkpall fyrir leikhúsfólk sem vill komast i onnur og „ b e tri “ verkefni í stóru hús- u n u m . Hvernig finnst þér að vera stökkpall- ur? „ Þ a ð getur nú verið dá- lítið leið- inlegt til lengdar. Hitt er aftur annað mál að það er náttúrulega athyglisvert hvað fólkið okkar er eftirsókn- arvert. Það hlýtur að vera útaf einhverju." En afhverju í ósköpunum er stórleikkona líktog þú ekki löngu farin annað? „Vegna þess að ég hef fyrir löngu gert mér grein fyrir því að grasið er nú ekkert grænna hinumegin. Það er nú einhvern- veginn þannig. Mér hefur líkað mjög vel að vinna hérna.“ Hefurðu ekki reynt að útskýra þetta með grasið fyrir þessum ungu leikurum sem eru í sífelld- um ferðahug? „Jú, ég hef gert það. Og sumir hafa hlustað á mig og aðrir ekki. Það er skiljanlegt. Fólk getur hinsvegar ekki sagt ann- að en að þær sýningar sem við höfum sett upp hér á Akureyri hafi verið mjög metnaðarfullar. Þannig er það ómetanleg reynsla fyrir fólk sem er kannski nýkomið útúr skóla að komast að hérna hjá okkur.“ Hvað er það sem gerir að verkum að unga fólkið sérstak- lega lætur sig hverfa frá ykkur í hrönnum eftir eitt eða tvö ár — er þetta ekki bara svona leiðin- legur bœr? „Nei. Akureyri er yndislegur bær. Ég fer ekki ofanaf því. Það er til dæmis ekki sama stress- inu til að dreifa hér einsog í Reykjavík — þótt ég sé náttúr- lega Reykvíkingur. Það er sem ég segi: Það eru býsna margir sem halda alltaf að lífið sé betra einhversstaðar annarsstaðar. Þú veist hvernig það er.“ Jújú... „En svo hafa auðvitað margir komið til okkar aftur og hafa ílengst. En þetta verður til þess að þarsem svona mikil breyting og hreyfing er ávallt á ieikara- hópnum þá fá áhorfendur síður leið á okkur. Hér er alltaf nýtt og ferskt fólk á fjölunum, en ekki alltaf „sömu“ andlitin ein- sog suður í Reykjavík." Þannig að sú staðreynd að sumir leikaranna hafa notað leikhúsið sem stökkpall er ekki bara galli? „Neinei. Ertu eitthvað gal- inn?“ Ertu farin að svipast um eftir nýjum leikhússtjóra? „Við erum búin að auglýsa eftir nýjum leikhússtjóra. Sú auglýsing birtist um næstu helgi.“ Ætlarðu ekki bara sjálf að sœkja um? „Veistu það, að ég er ekki til- búin til að upplýsa það á þess- ari stundu. Er þetta ekki voða vinsælt svar?“ Fjölmiðlar Vikuleg fylubomba Fyrir svosum tíu árum var ég náms- maður langt inni í Ameríku, nokkuð einangraður og þyrsti mikið í fréttir af íslandi. Ég keypti tvö íslenzk blöð: Helgarpóstinn og Þjóðviljann. HP af því hann var skemmtilegur og í gegnum hann var hægt að fá nokkuð skýra mynd af því sem var að gerast hér heima. Þjóðviljann keypti ég af því þar höfðu menn vit á að bjóða námsmönn- um erlendis sérstök vildarkjör. Þau urðu raunar afar sérstök, því á þessu tveggja eða þriggja ára tímabili var ég aldrei rukkaður um áskriftargjaldið. Ég fékk blaðið semsagt gefins. Sem var eins gott — ég hefði hætt að „kaupa“ blaðið með það sama. Þjóðviljinn var samt ekki alvont blað. Hann var flokksblað, og þess vegna skelfilega fyrirsjáanlegur, en hann var oft vel skrifaður. Það lá við að ég sakn- aði hans þegar hann hætti að koma út. Á vissan hátt er Þjóðviljinn samt enn til. Það er í formi Vikublaðsins, sem er málgagn sama flokks og ÞjóðvUjinn var. Það nægir að benda á nokkrar nýlegar fyrirsagnir: „Samstaða gegn valdastétt- inni“, „Græðgi kaupmanna banamein „Þjóðviljinn sannaði að það er hœgt að komast upp með eintómar fre'ttir um „hœgri öflin“ ef innan um er skemmtilega skrifaður texti. Vandi Vikublaðsins er hins vegaraðþað ersvo yfirgengilega leiðinlegt. “ Pokasjóðs“, „íhaldsráðherrar kaupa drossíur" og svo framvegis út í það óendanlega. Þjóðviljinn sannaði að það er hægt að komast upp með eintómar fréttir um „hægri öflin“ ef innan um er skemmtilega skrifaður texti. Nýrra dæmi er vitanlega af Alþýðublaðinu, sem líka er flokksblað, en er oft bæði skemmtilegra og efnismeira en til dæmis ónefnt síðdegisblað. Vandi Vikublaðsins er hins vegar að það er svo yfirgengilega leiðinlegt. Efn- ið í því er að uppistöðu til útsíðufréttir um íhaldið, pólitísk umfjöllun og að- sendar greinar um aðskiljanlegustu mál, sem flestar eiga það sameiginlegt að vera einfaldlega — leiðinlegar. Pólit- ísk umfjöllun er líka þessu marki brennd; það er í henni einhver þung- lyndisnöldurtónn sem kæfir alla hugs- un sem hugsanlega leynist undir niðri og stíllinn í samræmi við það. Það er eins og blaðið hafi gripið einhver alls- herjarfýla. Ég kann ekki alminlega skýringu á þessu, en kannske er þetta spegilmynd sálarlífs Alþýðubandalagsins. Fyrir tíu árum skipti Alþýðubandalagið nokkru máli; það hafði verið í stjórn 1978-79 og aftur 1980-83 og sjálfstraustið var í samræmi við það. Þá var líka enn kalt stríð. Ég held að í samanburði þessara ára skipti ósköp iitlu máli hvað Alþýðu- bandalagið segir eða gerir nú. Það er ábyggilega ferlega svekkjandi fyrir Allaballa og kannske birtist það í þess- ari fýlu Vikublaðsins. Frá faglegu sjónarmiði er kannske fyndnast í öllum skringilegheitunum að þessi tólf blaðsíðna fýlubomba kostar 250 krónur í lausasölu (áskriftarverð er ekki gefið upp), jafnmikið og blaðið sem þessi orð eru skrifuð í. Ef ég þyrfti aftur að velja mér tvö blöð í áskrift í útlöndum myndi ég lík- lega lenda í svolitlum vandræðum. Held þó að niðurstaðan yrði HP (nema hvað) og líklega Alþýðublaðið, i trausti þess að þar haldi nú enginn utan um bókhaldið úr því að Ámi er hættur. En ekki Vikublaðið. Ekki einu sinni gefins. KARL TH. BIRGISSON

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.