Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 31
FlMIVmJDAGUR 5. OKTÓBER1995 /i!3 31 HM-bjórínn í ríkid Warsteiner, þýski bjórinn sem fyrst vakti athygli íslendinga á heims- meistarakeppninni í handknattleik í vor er hann þakti nánast öll auglýsingapláss í íþróttahúsum lands- ins, veröur seldur í ríkinu frá og meö 1. nóvember, en bjór- inn hefur til þessa aöeins fengist á krám og börum. Margir eru á þeirri skoöun — þar á meöal drykkju- menn HP - - aö Warsteiner sé einhver bragö- besti bjór í heimi, enda vatniö í honum óvenjumjúkt. En þótt War- steiner hafi margt framyfir annan bjór verö- ur seint sagt um hann aö hann sé sá ódýrasti. Fyrir því er gild afsök- un: einfaldlega meiri gæöi. Útvarp/Sjónvarp Við rnœlum með: Guiding Light (RÚV fimmtudag kl. 17.05) Þessi æsispennandi bandaríska sápa fer í nokkra hringi og lendir á löppunum. Þessi þáttur er númer 243. Hvernig plumar Lujack sig í tónlistarheiminum? Verður Kyle Samson viðurkenndur af Le- wis- ættinni? Þess- ar og fjölmargar aðrar spurningar brenna á sjón- varpsáhorfendum. Radíus (RUV laugardagskvöld kl.20.40) Davíð Þór og Steinn Ármann með sinn fyrsta þátt. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst hjá þessum umdeildu hafn- firsku grínistum. Happ í hendi (RUVföstudag kl. 21.00) Með því að fá sjálfan Hemma Gunn til að stjórna skafmiðaleik í sjónvarpinu sannar Heim- ir Steinsson það að hann kann að reka sjónvarp. Eini maðurinn sem hugs- anlega getur keppt við bingólottóstjörnuna Ingva Hrafn. Lestin til Yuma (Stöð 2, föstud. klukkan 23.20) Hörkuvestri með Glenn Ford. Glópurinn Maltin splæsir þremur og hálfri stjörnu á myndina og fer aldrei þessu vant nokkuð nærri lagi. Að hætti Sigga Hall (Stöð2, laugardagkl. 12.30) Þeir sem misstu af Sigga á mánudagskvöld fá þarna kærkomið tækifæri til að berja þennan geðþekka Kokk augum. Og þá erum við að tala um kokk með stóru K-ái. Fiskur án reiðhjóls (Stöð2, laug- ardag kl. 13.00 (E) Þau eru mætt aftur á skjáinn, snyrtirinn Heiðar og Kolf inna. Það hafa g e n g i ð kjaftasög- ur þess efnis að samstarfið hafi gengið upp og nið- ur en í nýj- asta sjón- varpsvísi má lesa að þarna séu á ferð „perluvinir, mjög ólíkir, en samt með eitthvað á milli sín sem tengir þau saman“. Dagsljós Þó að áhorfendur sakni naglans Fjalars þá verður að viðurkennast að Logi Bergmann Eiðsson er ekki aumur staðgengill. Misery (RÚVlaugardagskvöldkl. 23.15) Bandarísk spennumynd frá 1990. Kathy Bat- es fékk Óskarinn verðskuldað fyrir frammi- stöðu sína í þessari hrollvekjandi mynd. Martin Chuzzlewit (RÚV sunnudagskvöld kl.21.05) Vert er að vekja athygli á þessum breska myndaflokki sem þarna hefur göngu sína. Gerður eftir samnefndri sögu Charles Dick- ens sem nefnd hefur verið fyndnasta skáld- saga enskrar tungu. „Gimme the tone Lárus! „Nœsta lag sem við tökum er frumsamið eftir okkur sjálfa, sko. Og fjallar um vin minn sem er í dópi sko og ákveður að gera uppreisn á móti syst- eminu... því systemið hefur verið að fokkast með hann. Sko. Lagið heitir „Runaway". Gimme the tone Lárus!“ í síðustu viku villtist ég inn á tónleika á Gauki á Stöng hjá rokkhljómsveit sem ég man ekki lengur hvað heitir. Stemmningin á staðnum var jafnsúr og sextán lítra hland- skvetta beint í fésið. Vinstra megin við mig stóðu tveir menn í bláum Kraftgöllum og kepptu hvor við annan í krumlu. Hægra megin sat áhöfnin á ísbjörginni og reifst um hver fengi mest að ríða. Sá elsti í hópnum naut greini- legrar virðingar enda þekktur fyrir að „fá aldrei undir tvö- hundruð tonn í kasti“ og tala ekki ósvipað og skipstjórinn í Tinnabókunum: „Þið kvefuðu kvartpungar gætuð aldrei kveikt í kvenmanni hví kveif- arhátturinn kvelur svo litla hvítháfinn í klaufinni að kvik- indið yrði hvekkt við að sjá loðnu.“ Fyrir framan sviðið dans- hoppskríktu í einfeldni sinni tvær stelpur í svörtum mótor- hjólagöllum sem eflaust hefðu stórslasað sig ef þær hefðu ekki enn verið með hjálmana á hausnum. Á svið- inu stóð svo súpergrúppan, öll í támjóum cowboystígvél- um og snjóþvegnum rokkara- galla. Slithærður söngvarinn fremstur í flokki með fjögur pör af táfýlusokkum inni á pungnum tók sér alltaf „smá- breik“ að loknu hverju lagi og sagði frá því um hvað textinn í því næsta „væri about“. Ég kom að vísu frekar seint og því má vera að þetta hafi ver- ið einskonar þemakvöld hjá bandinu, en mér virtist öll lögin fjalla um það sama. Það er, þennan vin söngvarans sem „systemið var að fokkast með“ af því hann var í „dópi út af þunglyndi“ og „syst- emið“ skildi hann ekki. Hver textalína í lögunum endaði annaðhvort á löngu „úúúhhh“ eða þá „úúúú ye- eah“ og svo snöggum haus- hnykk aftur á bak þannig að ég var dauðstressaður yfir því, fyrir hönd söngvarans, að pungstækkikerfið myndi hoppa upp úr buxnastrengn- um og skoppa um allt svið. Það gerðist þó aldrei, enda enginn vafi á að það var hrein- ræktaður atvinnumaður sem hélt um míkrófóninn. Takt- arnir voru greinilega ætlaðir stelpunum tveimur sem döns- uðu fyrir framan sviðið. Nettir mjaðmahnykkir, vinstri, hægri. Eggjandi strokur yfir brjóstkassann, niður magann, og svo endað í klofinu sem nú var orðið að lifandi sokka- skúffu, eða kannski óhreina- tausgeymslu. Enda þrælvirk- (( aði sviðsframkoman. Það leið yfir báðar stelgurnar og þær skullu í gólfið. Ég áttaði mig á því að þær hlytu að hafa verið á tónleikum hjá bandinu áður og hjálmarnir því hreint og klárt öryggisatriði. Á sviðinu stóð 10.000 rokkstiga maður. Þannig var tískan, menn vissu einfaldlega ekki betur. Hvenær ætla rokkaragreyin að átta sig á því að sítt hár, þröngar og þrælgirtar galla- buxur, sem koma í veg fyrir að rasskinnarnar nái saman svo árum skiptir, og skyrping- „Það leið yfir báðar stelpurnar og þœr skullu ígólfið. Ég áttaði mig á því að mótorhjólahjálmarnir væru hreint og klárt öryggisatriði. “ Þar sem ég sat úti í horni, blótaði helvítis „systeminu“, drakk hvítvín, reykti Salem Lights og fílaði mig eins og homma fór ég að velta fyrir mér hvaðan þessir blessuðu rokkarar kæmu. Einu sinni komu þeir allir spólandi frá Keflavík í upphækkuðum am- erískum bílum með hárið flækt í afturdekkjunum, en það var fyrir tuttugu árum. ar eru eiginlega ekkert svo mikil „uppreisn við systemið" lengur? Súpergrúppan á sviðinu virtist ekkert vera mikið að spá í það, enda brjálað að gera við að halda bandinu nógu „þéttu“ og „grönsuðu". Allt í einu skall annar af gaur- unum í Kraftgöllunum á borð- ið fyrir framan mig, rúllaði sér svo á bakið og snarhentist í sætið hinum megin við borð- ið. Þar sat hann í svona eina mínútu, leit til skiptis á hvít- vínsglasið og Salem Lights- pakkann, sagði svo: „Ríðurðu í rass?“ „Hmm, nei.“ „Af hverju drekkurðu þá ekki brennivín í bjór og reykir Camel?“ „Ha... hérna... en þú, af hverju ertu í skíðagalla?“ „Þetta er ekki skíðagalli fífl- ið þitt. Þetta er rótarabúning- ur fávitinn þinn. Manni verð- ur oft kalt að bera græjurnar út í bíl eftir gigg.“ Gaurinn sagði mér svo frá því að hann væri búinn að vera á túr með bandinu sem væri að spila og í kvöld væri „lokagiggið". Þess vegna hefðu hann og hinn gæinn í „rótaragallanum" verið svona „flippaðir“ áðan að fara í krumlu. Þeir hefðu reyndar oft verið svona að „fríka" á túrnum, farið í „gubbukeppn- ir pg allt“. Ég reyndi að höfða til rótar- ans með því að vera „flippað- ur“ og prumpa, en það heyrð- ist ekki því það var akkúrat tryllt gítarsóló í gangi. Svo stóð hann upp og sagðist ætla að „fella hinn“ því hann hefði tekið sig í krumlunni áðan. Þar sem ég sat eftir og horfði á þá Tussa Puss, Lalla Pall, Pussa Tuss og Palla Lall blasta á sviðinu þá áttaði ég mig á því að kannski hefði ég bara ekki gefið þeim nógan séns. En samt. Hvernig er annað hægt en að vera dáiítið fordómafullur á band þegar aðalstjarnan í því er sami gæ- inn og dældi bensíninu hjá manni fyrr um daginn? popp LAUGARDAGUR Surprice kemur á óvart á Gauki á Stöng. Kol kynda lestina á Kaffi Reykjavík, en þeir hafa nýlega gefið út skífu sem vert er að veita athygli. Karaok með stæl, eða eins og það gerist best á Tveimur vinum og öðrum í fríi. JJ Soul Band er þyngra en tárum taki á Blúsbarnum. SUNNUDAGUR Sælgætisgerðin, sem hvað mesta athygli vek- ur í íslensku tóníistarlifi, tekur upp geislaplötu á Glaumbar. Jón Ingólfsson trúbador endar helgina á Fóget- anum. Dúndurfréttir verða sagðar á Gauki á Stöng, en þó varla meiri en þær sem sagð- ar voru um OJ Simpson. Spuni BB Nokkrir Sniglabands- meðlimir og Berglind Björk slógu í gegn á Jazzbarnum síðasta sunnudag; þvílík stemmning, segja menn. Leikurinn endurtekinn á sama stað. SVEITABOLL Kántrýbær, Skagaströnd Þar skemmtir hljóm- sveitin Langbrók um helgina með laginu „I fe- el fine í lund“. Boðið verður upp á fría klipp- ingu á sviðinu. Víkurskóli, Vík í Mýrdal Bubbi Morthens kom- inn í enn eina hringferð- ina og nú með Þorleif Guðjónsson, fyrrverandi KK-meðlim, upp á arm- inn. Þeir verða í Mýr- dalnum á fimmtudags- kvöld. Sindrabær, Höfn í Homaflrði Bubbi og Þorleifur þar á föstudagskvöld. Þeir verða í Hótel Framtíð á Djúpavogi á laugardags- kvöld en í Valhöll á Eski- firði á sunnudagskvöld. Sæluhúsið, Dalvik Sixties verður þar á ný á föstudagskvöld eft- ir nokkurra mánaða hlé. Sjallinn, Akureyri Þar verður fjör því Sixties sér um bítlatón- listina á laugardags- kvöld, en í kjallaranum verður hvorki meira né minna en Guðmundur Rúnar á fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld. 1929, Akureyri U2 á hvíta tjaldinu á fimmtudagskvöld, Woodstock-hátíð á föstudagskvöld með frelsi þið vitið... til alls og á laugardagskvöldið eitthvað heitt og sætt á sérstöku tilboðsverði.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.