Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 27
FlMMTtíÓÁGUR 5. OKTÓBER1936-« - Ágúst Guðmundsson verður með debút í Borgarleikhúsinu á laugardagskvöldið sem leikstjóri á nálinni og heitir Tvískinnungsóperan. „Ég er ekki ég - cg er annar finningu er akkúrat sá að með þessu getur maður séð veröld- ina með augum annarra bók- staflega." Ágúst er ekkert endilega á því að það sé dónalegt að spyrja um niðurstöðuna en segir að það sé erfitt að útlista hana í stuttu viðtali. „Niður- staðan er margbrotin — það er bara að koma og sjá verkið." Þá segist hann ekki vera byrj- aður á nýju verki. „Ég hef ekki hugsað mér að gera það fyrr en áhorfendur hafa kveðið upp dóm yfir þessu.“ Hann viðurkennir að það hafi verið nokkur áreynsla að takast á við þetta nýja form sem leikhúsið er honum. Ágúst segir jafnframt að þetta hafi verið ákaflega lærdómsríkur tími. En frumsýningarskrekk- urinn? Er hanri farinn að gera vart við sig? „Það er farið að örla á hon- um. Annars hefur maður svo mikið að gera við svona upp- setningu að það er varla tími til að óttast frumsýninguna. Ég held að þetta gildi sérstaklega um gamanleiki. Það er svo erf- itt að spá fyrir um viðtökurn- ar.“ JBG Ágúst Guðmundsson er reyndar enginn nýgræðingur þegar leikstjórn er annars veg- ar, en það er á sviði kvikmynd- anna sem hann hefur gert garðinn frægan. Það þarf ekki annað en rifja upp titla á borð við Land og syni, Gullsand, Út- lagann, Með allt á hreinu og sjónvarpsseríuna Nonna og að maður þekkir það ekki til fullnustu. Þetta vandamál mannkynsins kemur strax fyrir í fyrsta þætti og hugsanleg lausn felst í því að það er búið að finna upp vél sem gerir fólki kleift að hafa skipti á líkömum. Þannig að til þess að kynnast annarri persónu verulega vel þarftu ekki annað en að fara í líkama hennar um stundarsak- ir.“ Er það ekki háskalegt geð- heilsu hvers manns? „Það er einmitt spurningin sem þetta leikrit leitast við að svara.“ Það hafa sjálfsagt margir veit þeim möguleika fyrir sér að bregða sér í annars manns líki og Ágúst ieggur á það áherslu að þarna sé ekki um það sama að ræða og þegar krakkar koma út úr bíó sem einhverjir allt aðrir. „Það kom gjarnan yf- ir mann sem krakki. Þegar ég var að labba út úr bíó þá var ég sjálfur Jean- Paul Belmondo. Ég býst við að það sé Arnold Schwarze- negger núna.“ Blaðamann HP rekur einmitt minni til þess að karate- myndirnar hafi verið einkar áhrifaríkar í þessu samhengi. „Jú, það var rétt. En hér er ekki um það að ræða. Kost- urinn við þessa upp- Ágúst Guðmundsson segist meðal annars vera að velta fyrir sér spurningunni um hvort ekki sé háskalegt geðheilsu manna að fara í annars manns gervi í nýju verki sem verður frumsýnt í Borg- arieikhúsinu nú um helgina. Manna því til staðfestingar. Ág- úst er þó ekki alveg blautur á bak við eyrun þegar sviðslistin er annars vegar. Hann var í leiklistarskóla Þjóðleikhússins á sínum tíma og útskrifaðist með síðasta árganginum sem þaðan lauk prófi. Ágúst segir að það hafi verið í eldgamla daga og bendir á að það sé langur vegur milli kvikmynda og leikhúss. En í hverju er sá munur fólginn? „Það er nú einmitt það sem ég er mikið að velta fyrir mér þessa dagana," segir Ágúst. „Þetta eru önnur vinnubrögð og undirbúningur er allur allt annar. Maður einhvern veginn kemst mjög fljótt upp á að líta á það sem mikinn kost að geta tekið kvikmyndirnar í litlum bútum. Því er náttúrulega ekki að heilsa í leikhúsi.“ Og leikstíllinn vœntanlega öðruvísi? „Vissulega. Hér erum við með verkið á stóru sviði. Þar að auki er þetta mjög stílfært og í rauninni stílfærðara en nokkuð sem ég hef gert í kvik- mynd, ef til vill að undanskildu einu áramótaskaupi. Tvískinn- ungsóperan er sem sagt í gam- anleikstíl sem þarf að ná aftur á aftasta bekk.“ í kynningum sem Borgarleik- húsið hefur sent frá sér er lögð talsverð áhersla á að hér sé um að ræða nýtt rómantískt gamanleikrit með söngvum en ekki söngleik. Ágúst, sem jafn- framt semur tónlistina í sýn- ingunni, segir að sér sé inni- lega sama um slík skilgreining- aratriði og segist hafa látið leikhúsið um að ákveða það. Hann vonast bara til þess að áhorfendur skemmti sér hvort sem þeir halda að þeir séu að horfa á gamanleikrit eða söng- leik. En hver var kveikjan að verkinu? „Upphaflega hugmyndin er þessi hvað það sé erfitt að þekkja vel sína nánustu; jafn- vel fólk sem maður býr með kemur manni stöðugt á óvart og maður er alltaf að reka sig á Útvarpsmaðurinn góðkunni og skáldið Þorsteinn J. er um þessar mundir að senda frá sér Ijóðabók sem hann kýs að kalla Litabók. Það sem fyrst vekur eftirtekt varðandi bókina er að hvert eintak er hand- skrifað af höfundinum. Vissulega sérstakt á gervihnattaöld. Eg held að þetta sé ágœt- lega skrifað hjá mér“ - segir Þorsteinn um rithönd sína „Enskukennari minn nokk- ur sagði mér að hann hefði eitt sinn þurft að senda próf frá mér upp á Handritastofn- un til að láta þá þýða það. Svo hroðaleg var skriftin," segir Þorsteinn J. þegar hann er spurður hvort hann sé þekktur fyrir fagra rit- hönd. „En það hefur breyst. Ég skrifa vel læsilega lækna- skrift í dag. Þetta eru svona nettir prentstafir.“ Litabókin er gefin út í hundrað eintökum og kostar væntanlega kaupendur 3.800 krónur en hún inniheldur 23 Ijóð auk mynda sem Þor- steinn hefur teiknað. Hann sver fyrir það að þetta sé eitthvert grín á borð við það þegar Sverrir Stormsker gaf út á sínum tíma bók í sjö ein- tökum sem innihélt eingöngu setninguna: „Þú hefðir hvort eð er aldrei lesið hana,“ og seldi fyrir dágóða upphæð. „Nei, nei, alls ekki. Það eru ljóð þarna og hver síða skrif- uð þannig að það er mikið fyrir peningana,“ segir Þor- steinn hinn sölumannlegasti. Þó verður að álykta sem svo að tímakaupið sé ekki hátt þó svo að öll eintökin rjúki út sem heitar lummur. Formlegur útgáfudagur er á morgun en samhliða því opnar Þorsteinn sýningu á síðum úr upprunalega hand- ritinu. „Ljóðin hafa breyst pínulítið eftir því sem á hefur liðið, þ.e.a.s. þegar ég byrjaði að handskrifa breytti ég orði og orði þannig að ekkert ein- tak er alveg eins,“ segir Þor- steinn. Hann viðurkennir að þegar hann var búinn að skrifa ein- tak númer þrjú þá hafi hann hugsað sig um tvisvar. Að þetta hafi nú kannski ekki verið svo ofboðslega góð hugmynd. „Þetta er töluvert verk. Ég er svona um þrjá tíma að meðaltali með hverja bók.“ Höfundurinn veit engin „Ég er svona um þrjá tíma að meðaltali með hverja bók,“ segir Þorsteinn J. sem lagst hefur í það mikla verk að handskrifa 100 ein- tök af nýrri Ijóðabók sinni. dæmi þess að hvert einasta eintak ljóðabókar hafi verið handskrifað. „Þetta er auðvit- að fáránleg hugmynd og full- komlega absúrd miðað við þá tíma sem við lifum á, þeg- ar hægt er að fara með disk í prentsmiðju að morgni og fá bækurnar að kvöldi. En mér fannst þetta einhvern veginn passa við þessi ljóð.“ Það sem Þorsteinn hefur sent frá sér á vettvangi ljóð- listarinnar er allt með óhefð- bundnu sniði. Ljóðasýning hans í Laugardalslauginni í fyrra vakti athygli. Þá kom ljóðspóla frá honum árið 1992. Þorsteinn hafnar því þó að frumlegheitin sem slík ráði ferðinni. „Ég held að hver hugmynd fæði af sér til- tekið form og þá er eitthvað í þessu sem kallast á. Þetta á bara að vera svona og engan veginn öðruvísi. Ekki að það sé eitthvert atriði í sjálfu sér að þetta sé öðruvísi. Þetta eru svona frekar lágvær ljóð og persónuleg. Litlar sögur sem mér fannst falla að þessu formi. Það var ekki af því að mér fyndist þetta svona sniðugt. Það var eitt- hvað í þessu sem mér fannst hljóma." Þorsteinn bendir á að þeg- ar rithönd sé lesin fari eitt- hvað sérstakt í gang. „Þú þarft að rýna meira í rithönd- ina, sem kveikir ákveðna möguleika á því hvernig þú upplifir ljóðin. Þú nærð öðru- vísi sambandi við skrifaðan texta en þann sem er vélrit- aður hvort sem það er svo gott eða vont — ég veit það ekki.“ Þorsteinn J. telur engan vafa leika á að rithandarhæfi- leikum landsmanna hafi stór- lega hrakað á undanförnum árum vegna tölvuvæðingar- innar. Hann gerir því jafnvel skóna að margir séu komnir með tölvuforrit fyrir inn- kaupalista. „Ég held að þeir séu fáir sem handskrifa nú orðið.“ JBG Hvemig fannst þér nýtt Dagsljós? Magnús Bjarnfreðsson bjaðamaður „Ég nennti ekki að horfa á það eftir fréttir. Mér fannst það einfaldlega of langt.“ Guðmundur Arason í Fönn „Að vísu horfði ég ekki á Dagsljós nema með öðru auganu þar sem ég var á fundi, en það sem ég sá fannst mér alveg frábært, fyrir utan grínþáttinn. Þess- ir karlar þarna voru ekkert fyndnir. Áð öðru leyti; bara til hamingju, aðstandendur Dagsljóss. Nú held ég að Stöð 2 megi fara að vara sig.“ Klara Egilson ,jÉg varð fyrir vonbrigðum. Ég hef samt trú á þessu fólki sem að baki stendur, þetta er allt hæfileikafólk. En auð- vitað er ég bara búin að sjá einn þátt. Ég fylgist spennt með framhaldinu." EUsabet Jökulsdóttir rithöfundur „Ég sá ekki Dagsljós fyrr en á þriðjudag en ekki þó allan. Ég var mjög fegin að sjá þá Jón Gnarr og Sigurjón Kjart- ansson, sem ég er svo skot- in í, en myndsetningin við þessa fylgdarstúlku fannst mér hins vegar mjög klisju- kennd. Annars var ég að hugsa, á meðan ég horfði á þáttinn, að á bak við hann gæti verið fólk sem hefði gaman af því sem það er að gera.“ leikhús RMMTUDAGUR Súperstar - Borgarleikhús Söngleikurinn frægi sem hefur farið mjög vel í landsmenn og flest bendir til að ætli að standa uppi sem sigur- vegari í söngleikjakeppninni miklu. Uppfærsla Páls Baldvins hefur einna helst verið gagnrýnd fyrir að vera ívið stöð. Uppselt. í djúpi daganna - Lindarbær Leikrit eftir rússneska stórskáldið Gorkí. Athyglisverð sýning sem hlotið hefur góða dóma gagnrýnenda ef und- an er skilinn Gunnar Stefánsson, en þýðing Megasar fór í taugarnar á hon- um. FÖSTUDAGUR Sannur karlmaður - Þjóðleikhús, Litla svið Leikrit eftir Þjóðverjann Dorst í leik- stjórn Maríu Kristjánsdóttur. María er leikhússtjóri Útvarpsleikhússins en þar er lítið að gera um þessar mundir. Leikarar í verkfalli þó að það hafi ekki farið hátt. Frumsýning og uppselt. Þrek og tár - Þjóðleikhús Enn eitt samstarfsverkefni Óla Hauks sem skrifar og Þórhalls Sigurðs- sonar sem leikstýrir. Ef vísað er til leik- húsumfjöllunar Dagsljóss þá brá svo við að Jón Viðar var hinn ánægðasti en ritstjórinn Sigurður Valgeirsson var á því að söguþráðurinn væri klénn. Himnaríki - Gamla bæjarútgerðin í Hafnarfirði Nýr gamanleikur eftir Árna Ibsen í uppfærslu Hafnarfjarðarleikhússins þar sem leikstjórinn Hilmar Jónsson fer fremstur í flokki. Sýning sem hlotið hefur frábæra dóma enda Ibsen eitt okkar fremsta leikskáld. Uppselt. Súperstar - Borgarieikhús - Uppselt. Rocky Horror - Loftkastalinn Söngleikur úr smiðju Flugfélagsins Lofts. Baltasar Kormákur leikstýrir og Helgi Björnsson fer á kostum sem per- vertinn Frank N’Furter. Uppselt. LAUGARDAGUR Sannur karimaður - Þjóðleikhús, Litla svið. Uppselt. Stakkaskipti - Þjóðleikhús Guðmundur Steinsson tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Stundarfriði. Sýning frá síð- asta leikári í leikstjórn leikhússtjórans Stefáns Baldurssonar. Tvískinnungsóperan - Borgarleikhús Nýtt gamanleikrit með söngvum eft- ir Ágúst Guðmundsson en hann hefur hingað til verið kenndur við kvik- myndagerð. Frumsýning. Cannina Burana - íslenska óperan Söngur og dans í leikstjórn breska danshöíundarins Terence Etheridge. Himnaríki - Gamla bæjarútgerðin í Hafnarfirði Ævintýrabókin - Möguleikhúsið við Hlemm Nýtt barnaleikrit eftir Pétur Eggerz. Tónlist eftir Guðna Franzson. Mörgum þekktum persónum úr ævintýrum bregður fyrir. Frumsýning ktukkan 16.00. Rocky Horror - Loftkastalinn. Mið- nætursýning. SUNNUDAGUR Taktu lagið, Lóa - Þjóðleikhús, Smíðaverkstæði Sýning sem naut fádæma vinsælda á síðasta leikári. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer á kostum. Lína langsokkur - Borgarleikhús Ein af þessum skotheldu barnasýn- ingum. Margrét Vilhjálmsdóttir í hlut- verki rauðhærða fjörkálfsins. Klukkan 14. Uppselt. Hvað dreymdi þig, Valentína? - Borgarleikhúsið Leikrit eftir Ljúdmílu Razumovskaju í leikstjórn Hlínar Agnarsdóttur. „Leik- ritið er rangtúlkað. Persónurnar á sviðinu eru ekki þær sem höfundur reynir að lýsa í leikritinu. Þar eru þær - í sem stystu máli — miklu vitlausari og allt sem þær iðka falskara” (EE). Upp- selt. Haustvísa - Hlaðvarpinn. Strangt til tekið ekki leiklist þó að vísnasöngkonan Anna Pálína hafi íeng- ist við leik. Hún syngur Ijóð um ástina, haustið og lífið við undirleik Gunnars Gunnarssonar á píanó og Jóns Rafns- sonar á kontrabassa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.