Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 28
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 28 bío BÍÓBORGIN Brýrnar í Madlsonsýslu The Bridges of Madison County ★ ★★ Clint skýtur ekki Mer- yl Steep en ferst þetta samt vel úr hendi. Ástarsaga um miðaldra fólk, fyrir fólk á miðjum aldri. Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður fjallið ★★ Hugh Grant er eins og skopmynd af sínu hummandi sjálfi, að öðru leyti notaleg kómedía. BÍÓHÖLUN Vatnaveröld Waterworld ★★ Kevin Costner er með tálkn og sundfit; kannski há- ir það honum. Casper ★★★ Fínar brellur og ærsl, líka þekkileg angur- værð sem svífur yfir vötn- unum. Hundalíf 101 Dalmatians ★ ★★ Hvolparnir eru ógeðs- lega sætir en kvenvargurinn er með þeim skrautlegri sem hafa sést hjá Disney. Á meðan þú svafst While You Were Sleeping ★★ Sandra Bullock er skotin í manni en fellur svo fyrir misheppnuðum bróður hans. Að eilífu Batman Batman Forever ★ Leiktjöldin eru betri en plottið. Die Hard With a Vengeance ★★ Bruce Willis fær hjá- stoð sem er aumari og kjánalegri en hann. Svona til að þetta verði ekki of leiðin- legt. HÁSKÓLABÍÓ Vatnaveröld Waterworld ★★ Þeir eyddu miklum pen- ingum og fengu semsé lítið fyrir mikið. Braveheart ★★★ Mitt í blóðinu og forinni nær Mel Gibson að kveikja í þessu líf. Það leynir sér ekki hvað hann er vel heppnaður tappi. Casper ★★★ Þeir sem tíma ekki að kaupa Kasper-dót geta fengið sér hvftt lak og klippt á það tvö göt. Congo ★ Mennskasta per- sónan er api sem talar ensku. Franskur koss French Kiss ★ Kevin Kline er flottari en Meg Ryan. LAUGARASBÍÓ Dredd dómari Judge Dredd ★ Það er sjón að sjá Stall- one í fínasta dressi frá Vers- ace, stretsbuxum og planka- skóm. Don Juan de Marco ★★★ Brando, feitur eins og loft- belgur, dregur þetta upp í skýin. Neðan úr honum hangir Johnny Depp. REGNBOGINN Braveheart ★★★ Menn eru höggnir í tvennt og í herðar niður; ekki fyrir þá sem hafa lítið ofbeldisþol. Dolores Claiborne ★ Fjallar ekki um sturlað morðkvendi heldur fórnarlömb heimilis- ofbeldis. Að sama skapi leiðinlegt. Gleymdu París Forget Paris ★ ★ Hjónabandi verður ekki forðað nema gleymist að ástin var eitt sinn skemmti- leg. SAGABÍÓ Ógnir í undirdjúpunum Crim- son Tide ★★★ Smart mynd en hljóðið er smartast. Gefið því eyra. Bad Boys ★★ Þeldökk útgáfa af Lethal Weapon. Bara furðu sniðug. STJÓRNUBÍÓ Tár úr steini ★★★★ Glæsi- leg mynd og á allt annan hátt en þær islensku bfó- myndir sem rísa undir nafni, alvörumeiri, vand- aðri, stærri í sniðum. Einkalif ★★ Þráinn er sum- part eins og fullorðinn mað- ur sem lendir í partii með unglingum. óboðinn. En reynir að þrauka. „Kvennatríó Reykjavíkur" komið til að vera Syngja með stæl „Ég held að það leyni sér ekki að við erum allar skólaðar í söng,“ segir Margrét Pálmadóttir, best þekkt sem stjórnandi Kvennakórs Reykja- víkur, sem ásamt Jóhönnu V. Þórhallsdóttur og Björk Jónsdóttur hefur undanfarin ár verið að byggja upp kvennatr- íó sem náð hefur nokkrum vinsæld- um. Nýverið gerði tríóið meðal annars mikla lukku í frum- sýningarteiti bíó- myndarinnar Tár úr steini. „Hinar voru búnar að finna ótrúlegt nafn á flokkinn, ekki Valkyrj- urnar, en eitthvað í þá áttina. En jú, við erum komn- ar til að vera og ætl- um að velgja leikkonunum, sem hingað til hafa átt þennan markað, undir uggum,“ segir hún kímin. Margrét segir að tríóið ætli að halda áfram æfingum sem léttklassískt tríó. óperustæl og höfum líka hugsað okkur að fara út í klassíska músík eins og Schumann. Og svo erum við að þreifa fyrir okkur í negratónlist og djassi." í raun má segja að tríóið sé kvartett, því Aðalheiður Þor- steinsdóttir píanóleikari hefur að sögn Margrétar svo sannarlega verið þeim betri en enginn. „Hún er alveg frábær útsetjari. Hún sveiflar öllu mögulegu sem mann langar til að syngja yfir í kvenmannsraddir og ef eitthvað er skrifað fyrir eina rödd bætir hún tveimur við.“ Leiðir þessara fjögurra kvenna hafa meira og minna legið saman í Kvennakór Reykjavíkur, sem innan skamms fer til Ítalíu í söngferðalag, að undanskildum þeim Jó- hönnu og Björk, sem leika um þessar mundir í Tróju- dætrum Evripídesar. Tríóið, Margrét Pálmadóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Björk Jónsdóttir, ætlar að velgja leikkonunum undir uggum. Þneykið í Atarí Teenage Riot, sem sló í gegn á Uxahátíðinni um verslunarmanna- helgina. Villtasta hljómsveit Uxa á íslandi um helgina Þýska hljómsveitin Atari Teenage Riot, sem sló svo um munaði í gegn á Uxahátíðinni, verður á íslandi um helgina. Að sögn Kára Sturlusonar, eins aðstandenda Uxa, var það villt framkoma hljómsveitarinnar sem vakti helsta athygli íslendinganna á Kirkjubæjarklaustri. Tónlist Atari, sem skipuð er þeim Alec Empire, Carl Crack og Hanin Elias, má lýsa sem geðveikri blöndu af hröðu „hardcore" í bland við pönk, jungle, teknó, metal, rapp og þungarokk, enda hefur hún hlotið mesta athygli fyrir frumlega tónlist- arblöndu. Atari Teenage Riot kemur fram á tvennum tónleikum á íslandi og ein- um örtónleikum. Verða þeir fyrstu í Hinu húsinu síðdegis á föstudag. Um kvöldið verður sveitin í Vörðu Jðn- skólans og á laugardagskvöld í Tunglinu. Forsala aðgöngumiða er í Hljómalind, Levis-búðinni, Japis Kringlunni og í Hinu húsinu. Eins og fram kemur á öðrum stað hér í blaðinu er ljóðlist nú í mikilli uppsveiflu. Á Kaffi List verður í kvöld stór hópur skálda sem les upp úr verkum sínum undir yfirskriftinni Skáld eru brjáluð og hœttuleg. Að sögn Braga Ólafssonar, sem stendur fyrir uppákom- unni ásamt Michael D. Pollock, er yfirskriftin fengin að láni hjá Jóhanni Hjálmars- syni, þeim skelegga bók- menntagagnrýnanda Moggans. Samsetning hópsins miðast að nokkru við þá sem eru að gefa út ljóð um þessar mundir. Bragi segir einnig að Kaffi List henti upplestri af þessu tagi. „Það sá ég fyrir mér einhvern tíma þegar ég sat þar við bar- inn.“ Hann segir jafnframt að yfirleitt hafi skáld gaman af að lesa úr verkum sínum: „Eink- um á slíkum stöðum — frekar en í einhverju akademísku um- hverfi — svo framarlega að ekki sé of mikill hávaði." Auk skáldanna verður tón- list meðal efnis. Þeir sem Iesa og flytja eru þessir: Haraldur Jónsson myndlist- armaður, sem nýverið gaf út ljóðabókina Stundum alltaf hjá Bjarti. Didda, sem vakið hefur mikla athygli fyrir fyrstu ljóða- bók sína sem heitir Lastafans og lausar skrúfur og kom ný- lega út hjá Forlaginu. Magnúx Gezzon, sem nýver- ið gaf út ljóðabókina Syngjandi sólkerfi. Ólafur Stefánsson, sem er að gefa út sína fyrstu ljóðabók. Michael D. Pollock, sem ætl- ar að lesa upp á ensku úr bók sinni The Martial Arts of Pagan Diaries. Ingunn V. Snædal, en hún gaf fyrir stuttu út ljóðabókina Á heitu malbiki. Bragi Ólafsson, en innan skamms kemur út fjórða ljóða- bók hans, Klink, hjá Bjarti. Gímaldin, ljóðskáld og tón- listarmaður, en hann mun syngja lög við eigin undirleik. Sigfús Bjartmarsson. Frá honum er væntanleg ljóðabók sem Bjartur gefur út. Amar Gunnar er ungur ten- ór á leiðinni í nám erlendis. Hann syngur nokkur lög við undirleik. Elísabet Jökulsdóttir. Síð- asta bók hennar heitir Galdra- bók Ellu Stínu. Kári Waage, útvarpsmaður, söngvari, augtýsingasöiumaður og dægurlagatextahöfundur (svo fátt eittsénefnt): Ævar Örn á réttri hillu H v a ð a orð og setningar notarðu í óhófi? „Eins og aðrir frasa- ffklar nota ég „ekkert smá“ mikið um þessar mundir. Óþolandi frasi.“ Hvert er mesta góðmenni núiifandi fsiendinga? „íslenska húsmóðirin.“ Hvað óttastu mest? „Að Framsóknarflokkurinn verði gerður að trúarflokki og hugarfar og skoðanir þeirra framsóknarmanna verði gerð að þjóðtrú.“ Hver er uppáhaldsbókin þín? „Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov." Hvað kanntu best að meta í fari kvenna? „Bros, og þegar þær eru stuttorðar í síma. Símtöl eru ópersónuiegustu samskipti sem ég þekki.“ Hver er eftirlætismeðlimur þinn í Snigiabandinu? „Emil Nói Söebech, sem hannar á þá fötin.“ Hvaða dýr er í mestu dá- læti hjá þér og af hvetju? „Hundar sem eru lengri en 20 sentimetrar. Alvöru hundar eru gáfaðir, skemmtilegir og, umfram allt; þeir halda skað- ræðisdýrunum köttum frá manni.“ Hvar og hvenær varstu hamingjusamastur? „Þegar Rafveita Hafnarfjarð- ar tók strauminn af Álftanesi þegar rétt var hálfnaður dans- leikur með fslandsvinum, sennilega 1991. Það var ball sem mátti að ósekju taka enda.“ Hvem viltu fá sem forseta fslands? „Björk.“ Hvað telurðu þig hafa ver- ið í síðasta líB? „Ég var djassleikari sem hélt mikið til í Cotton Club og hef að öllum líkindum verið skotinn í andlitið i seinni heimsstyrjöldinni. Ég var þó hailur undir nasista. Ég hef f draumförum upplifað þetta og hef verið heillaður af þessu tímabili jrá því ég var mjög ungur. Ég hélt bæði ljóst og leynt með Þjóðverjum í bíó- myndunum sem ég sá sem barn, þó að það hafi engan veginn fylgt tíðarandanum og hvað þá að styðja ekki sjálfan Verndarann. Þetta og margt annað í gegnum tíðina ýtir undir þessa skoðun (eða full- yrðingu).“ f hvaða íþróttagrein hef- urðu komist til mcstra met- orða? „Tölvugolfi.“ Finnst þér Hemmi Gunn myndarlegur maður? Ef svo er — hvað er það einkum sem gerir hann að þessu glæsimenni? „Já. Það sem gerir hann að glæsimenni er baráttuandinn. Hann reynir alltaf að halda haus og standa beinn þótt móti blási. Það sést oft á hon- um í útsendingu að honum líð- ur ekki alltof vel. En honum tókst það sem engum öðrum sjónvarpsmanni í heiminum hefur tekist; að vera úthýst með 40-50 prósent áhorf. Eða var það jafnvel enn meira?“ Hver var fyrsta ástin í lífi þínu? „Fyrirbærið „ást“ er illskýr- anlegt, en þó held ég að fyrstu alvöru ástina hafi ég fundið á Snæfellsnesi." Hvemig vildirðu deyja ef þú fengir einhveiju um það ráðið? „Þótt Ijótt sé að segja það, þá hafa stærri flugslys alla tíð heillaö mig.“ Finnst þér Ævar Öra Jós- epsson vera á réttri hillu í líf- inu sem útvarpsmaður á Rás 2? „Já, ef hann vill ekki láta heyra í sér. Hafið þið séð nýj- ustu skoðanakannanir?“ Einhver skilaboð til ís- lensku þjóðarinnar? „Já, svo sannarlega. Þeir, sem halda að íslendingar séu tvær milljónir, telji aftur.*

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.