Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 13
FIMIVmJDAGUR 5. OKTÓBER1995 13 Samkvœmisdrottning eða leiðtogi? Eitthvert einkennilegasta tabú í ís- lensku samfélagi er þetta forseta- embætti. Um það má helst ekki tala nema í afar hátíðlegum tóni, helst með lotningu. Ekki einungis eru það óskráð lög að ekki megi ræða um for- setann nema í lofgjörðarstíl, heldur hefur líka verið forboðið að fjalla um embættið sjálft, eðli þess, hlutverk og tilgang. Undanfarin ár hafa verið að koma út eins konar ævisögur þriggja fyrri for- seta Iýðveldisins. Þar er hátíðleikinn svo afturvirkur að helst má ekki segja neitt um þessa menn sem gæti nálgast það að vera forvitnilegt eða haft eitt- hvert gildi fyrir stjórnmálasöguna. í staðinn er klippt út úr heimildum í upphafningu, meinleysi og skoðana- leysi sem er fullkomlega óintressant — nema kannski fyrir nánustu ættingja sem geta ornað sér við minningar um góða menn. Og jafnvel um sjálfar embættisfærsl- ur forsetans skal ríkja kurteis þögn. Ég minnist þess að einn morgun fyrir svona áratug voru tveir kollegar mínir úr blaðamannastétt kallaðir á forseta- fund í Stjórnarráðinu. Þar voru þeir ávítaðir fyrir að hafa gert því skóna í blaðagrein að forsetinn hefði íhugað al- varlega að setja á laggirnar utanþings- stjórn eftir kosningar nokkrum árum áður. Blaðamennirnir fengu bágt fyrir og það breytti engu þótt háttsettir stjórnmálamenn staðfestu frásögn þeirra. Þetta var feimnismál, rétt eins og það sé í hæsta máta eðlilegt að pukrast með það fyrir þjóðinni hvernig henni er stjórnað. Mér hefur helst fundist þetta órækt vitni um það sem ég vildi kalla áhuga íslendinga á formi fremur en vitrænu innihaldi, hvernig við erum hæst- ánægð með að hafa hin ytri teikn menningarsamfélags en fáumst síður um gagnsemi þeirra; landlægan og inn- antóman hátíðleika sem Islendingar halda að sé siðfágun en er máski ekki til marks um annað en heimóttarskap smáþjóðar sem velkist milli minnimátt- arkenndar og mikillætis. Satt að segja veit ég ekki annað betra dæmi um þessa tilhneigingu en forsetaembættið. Konurnar og völdin Ekki flökrar að mér að andmæla því að Vigdís forseti hefur verið góð land- kynning, enda hefur hún jafnvel litið á það sem sitt meginhlutverk. Hún er vel kynnt í útlöndum og vinsældir hennar hafa raunar valdið margvíslegum mis- skilningi á erlendri grund. Þar hefur mörgum virst eðlilegt að álykta að ís- lenski forsetinn hafi mikil völd, að hún sé eins konar driffjöður samfélagsins og geti jafnvel ráðið athöfnum ríkis- stjórna. Sökum þessa hefur útlending- um líka verið gjarnt að halda að konur hafi komið sér vel fyrir í íslensku stjórnmálalífi og geti þar farið sínu fram nánast að vild. Þetta er auðvitað af og frá, það vitum við öll íslendingar. Staða kvenna í ís- lenskum stjórnmálum er afar þröng, sérstaklega í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir. Reynslan af valda- ferli Vigdísar hefur heldur ekki sýnt að hægt sé að tala um einhvern karlmann- legan eða kvenlegan stíl sem hefur mótað forsetaembættið; sú staðreynd að kona hefur setið á stóli þjóðhöfð- ingja hefur í sjálfu sér ekki leitt til batn- andi stöðu kvenna svo merkjanlegt sé. Nú þegar Vigdís lætur af embætti finnst mér verðugt umhugsunarefni hvort sú staðreynd að helsta tákn- mynd þjóðarinnar er kona hafi máski verið til trafala í kvennabaráttunni fremur en hitt, svona hin síðari ár; hvort þar hafi íslenskar konur fengið einhverja dúsu sem veldur því að það hefur þótt óþarfi að hleypa þeim til meiri áhrifa en raun ber vitni. Dónalegt mótframboð Jacques Mer, franskur fræðimaður og fyrrverandi sendiherra, hefur fjailað nokkuð um forsetaembættið íslenska. Niðurstaða hans er sú að við stofnun lýðveldisins hafi orðið úr að koma hér á „konungdæmi án kórónu". Þetta kon- unglega eðli (la nature quasi monarc- hique) birtist ekki síst í því að forsetar hér geti setið eins lengi og þeir kæri sig um og í þeirri óskráðu reglu að það sé ósæmilegt að bjóða sig fram gegn sitj- andi forseta. Hann bendir réttilega á að eina fram- boðið gegn forseta í sögu lýðveldisins, þegar Sigrún Þorsteinsdóttir bauð sig fram gegn Vigdísi, hafi verið álitið ókurteisi. Gagnrýni Sigrúnar fólst einkum í því að fo: setinn notaði ekki stjórnarskrár- vald s.d en kysi heldur að opna blóma- sýningar, að henni væri ljúfara að til- einka sér háttalag Danadrottningar en beita sér fyrir umbótum í samfélaginu. Þetta er máski ögn ofmælt, en hinu verður ekki neitað að hér hafa fjórir forsetar vélað svo um, náttúrlega í samspili við pólitíkusa og okkur þjóð- ina, að embættið hefur skroppið sam- an í að vera tákn sem ekki er alltaf gott að segja hverrar merkingar er. Eða „ífimmtán árhefur Vigdfs notið þeirra dœmafáu forrétt- inda að þurfa ekki að svara nema þeim spurningum sem hún kœrirsigum. “ hver er staða forseta sem samkvæmt hefð hefur í raun takmarkaðri völd en stjórnarskráin kveður á um? Er hún máski fremur samkvæmiskona en leið- togi — eða þá drottning án kórónu? Tækifærisræðumaður þjóðarinnar Nú er ég ekki að beiðast þess að for- setinn beiti neitunarvaldi sínu til vinstri og hægri, feli pólitíkusum stjórnarmyndunarvald eftir geðþótta eða láti teyma sig í fjölmiðla holt og bolt. Á hinn bóginn er ekki víst að það sé heppilegt að forsetinn taki alltaf al- mennustu afstöðu sem hægt er að finna í hverju máli. Smátt og smátt fer málskrúðið að líkjast jöfnum og áreynslulitlum kliði; embættið hefur líkt og málað sig út í horn og við stönd- um frammi fyrir þeim orðna hlut að forsetinn er alhliða skrautpersóna sem hefur það hlutverk helst að vera æðsti tækifærisræðumaður þjóðarinnar. Og í tækifærisræðum vilja menn ekki heyra neitt ljótt eða leiðinlegt, enda hefur forsetinn frekar álitið það í sín- um verkahring að skjalla íslendinga en vanda um við þá eða veita þeim mór- alska tilsögn. Einhverjir myndu kannski andmæla og segja að með göf- ugum orðum um tungu, þjóð og bók- menntir sé forsetinn að stappa í Islend- inga stálinu eða hvetja þá til dáða, en ég vil fremur nota sögnina að hrósa — hrósa sér og öðrum í sjálfsánægju sem snýst í hringi kringum sjálfa sig. Götustrákar brjótast inn Morgunblaðið, sem lítur á sig sem eins konar musteri þjóðlegrar rétt- hugsunar, tekur í leiðara upp þykkjuna fyrir forsetann. Blaðið hefur áhyggjur af því að verið sé að draga embættið niður á lágt plan; samkvæmt því við- horfi að atburðir séu í raun ekki mark- tækir fyrr en þeir eru komnir á síður Morgunblaðsins hafa ritstjórarnir látið eins og Vigdís hafi yfirleitt ekki sagt neitt í Kínaferðinni. Það var ekki fyrr en hún kom heim að birtist hátíðarviðtal þar sem hún kvartaði undan óviður- kvæmilegri framkomu fjölmiðla. Það var Ijóst að henni var brugðið og gam- alkunnugt meginstefið í viðtalinu var að embættið sé á einhvern hátt í eðli sínu undanþegið gagnrýni og að það sé fyrir neðan virðingu forseta að svara henni. Hins vegar forðaðist Vigdís að gefa haldbærar skýringar á ummælum sínum eða draga þau til baka — og hún var heldur ekki krafin þess. í staðinn ríkti gagnrýnislaus hollustan; Morgun- blaðið telur fyrst og fremst þörf á að setja ofan í við götustrákana sem líkt og brutust inn í betri stofuna á Bessa- stöðum þegar Vigdís brá sér af bæ og var í Kína. Það er alltaf hentugt að skamma fjölmiðla, en hins vegar er vandséð að Vigdís hafi ekki hlaupið á sig austur í Kína. Kannski var hún ekki nógu vel undirbúin, kannski var léleg- um túikum að einhverju leyti um að kenna, en hvílík helgi má það vera ef ekki má fjalla um að forsetinn okkar gerði lítið úr konunum á óopinberu kvennaráðstefnunni og tók málstað valdhafanna sem voru að beita þær þvingunum og ofríki. Þjóðhöfðingi á auðvitað að vera fyrirmynd annarra um kurteisi, en kurteisin má ekki taka á sig mynd undirlægjuháttar. I fimmtán ár hefur Vigdís notið þeirra dæmafáu forréttinda að þurfa ekki að svara nema þeim spurningum sem hún kærir sig um. Enginn hefur árætt að spyrja hana um kosningalof- orðin sem hún gaf fyrir fimmtán árum og hefur ekki staðið við; að hún myndi greiða skatta eins og aðrir íslendingar, að hún myndi gjörbyita Fálkaorðunni, að hún myndi ekki sitja nema tvö kjör- tímabil. Enginn hefur þorað að spyrja hana um bruðlið sem hefur viðgengist við endurbyggingu Bessastaða, enda yrði sá líklega ekki virtur viðlits. Umræðan í kjölfar Kínaferðarinnar afdrifaríku og áköf leit að nýju forseta- efni kann að breyta þessu öllu, hvað sem Morgunblaðið reynir að blása í glæður hátíðleikans; næsti forseti ís- lands þarf kannski að búa við annað en þá litprentuðu glansmyndaráferð sem hefur einkennt höfuðstofnun Iýðveldis- ins. Höfundur er blaðamaður. Ekki hœtta að skamma Ólaf G. Hann fer að verða býsna þreyt- andi, söngur stjórnmálamanna, sem verður eitthvað á í mess- unni og lenda í ógöngum þess vegna, um að fjölmiðlum sé klúðrið að kenna. Nýjasta dæmið er af Ólafi G. Einars- syni, forseta Alþingis, sem notaði setn- ingu þingsins til að koma því á fram- færi, að umfjöllun um launakjör alþing- ismanna hefði ekki verið nógu vönduð Punkti ar 11 ' i \ KarlTh. Birgisson og hálfgerður múgæsingur hefði orðið til þess að forsætisnefndin neyddist til að gera fjörutíu þúsund króna kostnað- argreiðslu þingmanna tekjuskatt- skylda. Það er svosum hægt að taka undir það með Ólafi að umfjöllunin hafi ekki verið nógu góð á köflum; hins vegar grunar mig að það sem hann kallar „óvandað“ sé það sem kemur honum og forsætisnefndinni hans illa. Helzti vandinn við umræðuna síðustu daga sýnist mér að hún var ruglingsleg — þar var öllu blandað saman í einn graut, ákvörðunum Kjaradóms og þing- manna sjálfra, þar til enginn skildi upp né niður í endaleysunni. Og það kom Ólafi G. og félögum að sumu leyti bein- línis vel, ef marka má niðurstöðuna. Um hvað snerist þessi senna? Fyrst: Kjaradómur úrskurðaði þing- mönnum launahækkun og enginn hef- ur skammað Ólaf G. fyrir það. Flestir eru líklega sammála um að þingfarar- kaup hefur verið lágt og í engu sam- ræmi við önnur laun i þjóðfélaginu. Þessari hækkun er launþegahreyfingin hins vegar (og kannske skiljanlega) ósammála, en það er með ólíkindum ef henni tekst að tromma upp allsherjar- upplausn á vinnumarkaði út á þann málstað. Vandinn er ekki launahækkun þingmanna, heldur ónýtt launakerfi, af- sprengi miðstýrðra samninga sem eng- inn launþegi tekur mark á nema þeir sem eiga ekki annarra kosta völ - lág- launafólk. Á þeirri staðreynd ber laun- þegahreyfingin meginábyrgð. Annað; þingmenn sjálfir ákváðu (í vor, vel að merkja, löngu áður og óháð því hvernig ákvörðun Kjaradómur tók) að borga sjálfum sér hálfa milljón á ári skattfrjálst „vegna kostnaðar". Fyrir það hafa þeir réttilega verið skammað- ir og svo kröftuglega að þeir hafa nú lúffað (þótt þingmönnum sé enn í „Skattmeðferð á greiðslum til þingmanna er enn sem fyrrönnuren hjá venjulegu fólki. “ sjálfsvald sett hvort þeir framvísa reikningum fyrir þessum kostnaði). Þakka skyldi háttvirtum þingmönnum að sætta sig við sömu skattareglur og aðrir landsmenn. Og þó. Þriðja atriðið er nefnilega, að skattmeðferð á greiðslum til þeirra er enn sem fyrr önnur en hjá venjulegu fólki, eins og fram kom hér í bíaðinu fyrir viku. Þingmenn hafa sjálfir ákveð- ið að bifreiðastyrkur og húsnæðis- og dvalarkostnaður sé skattfrjáls. Hjá venjulegum launþegum gildir, að það er háð mati skattstjóra hvernig með- ferð slíkar greiðslur fá og þurfa til dæmis þeir, sem fá bifreiðastyrk, að halda akstursdagbók svo frádráttur fá- ist vegna kostnaðar. Slíkar dagbækur þurfa alþingismenn ekki að halda, enda ákveða þeir sjálfir skattmeðferð greiðslnanna með sérstökum lögum. Olafur G. tók sérstaklega fram í nýlegu sjónvarpsviðtali að ekki væri ástæða til að fela skattstjóra þá ákvörðun. Hann treystir skattstjóra sumsé ágæt- lega til að ákveða þetta hjá venjulegum launþegum, en þykir vissara að fara ekki með svo viðkvæma hluti út í bæ þegar þingmenn eiga í hlut. Fyrir það á hann — og samþingmenn hans — allar skammir skildar, en hefur ekki fengið. í fjórða lagi stendur sú ákvörðun þingsins að ráðherrar fá greiddan fjörutíu þúsund kallinn fræga, þótt þeir fái kostnaðinn, sem sú greiðsla á að bæta þeim upp, nú þegar borgaðan hjá ráðuneytum sínum. Þetta heitir á mannamáli dulin launahækkun, sem ráðherrar neita þó að afsala sér og Ól- afur G. og forsætisnefndin neita að af- nema. Fyrir það eiga þeir líka skammir skildar og fá þær vonandi. Hver er niðurstaðan? Nákvæmlega sú að Ólafur G. og samsekir þingmenn hafa þurft að bakka með eina ákvörðun af þremur vondum sem þeir bera ábyrgð á. Ekki slæmt, miðað við múg- æsinginn. Það er rétt hjá Ólafi G. að umræðan var líklega ekki nógu vönduð. Ef svo hefði ekki verið hefðu þingmenn rétti- lega verið píndir til að bakka með dónaskapinn allan. B&r.i Á uppleið Bjöm Bjaraason mennta- málaráðherra Stjarna hans sem mennta- málaráðherra, yfirmanns grunnskólans og Kvik- myndasjóðs reis enn hærra þegar hann upplýsti í út- varpinu að hann færi oft í bíó og þá helst á spennu- myndir eins og Die Hard. Getiði ímyndað ykkur hvaða myndir Olafur G. Einarsson horfði á? Prince of Tides Sound of Music? Guðni Ágústsson alþingismaður Kemst í fréttirnar viku eft- ir viku án þess að gera neitt og án þess að nokkur hafi sérstakan áhuga á því hvað hann er að gera. Guðmundur Ámi Stefáns- son, varaformaður Aiþýðuflokks Kominn aftur og enn að verja Alþýðuflokkinn fyrir aðdróttunum um spillingu. Vanir menn, vönduð vinna. A niðurleið Edda Þórarinsdóttir, formaður Leikarafélagsins Það þurfti sérstakan mót- mælafund til að þjóðin upp- götvaði að leikarar hafa ver- ið i verkfalli í hálft ár. Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður Einu sinni sótti hann frama til Hollywood, en nú vinnur hann til verðlauna á Rimini. Hvað næst? Costa del Sol Film Festival? Netfíklar landsins Draumur anarkistans, hið stofnana- og landamæra- lausa Internet, hefur eignast verndara. Já, einmitt: fráfar- andi forseta lýðveldisins.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.