Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 26
FIMIVmJDAGUR 5. OKTÓBER1995 26 Hann er ríkur, hún er fögur: Sannur karlmaður frumsýndur á Litla sviðinu á föstudagskvöld Nálæst íslenskri karlmennsku „Verkið kemst eitthvað ná- lægt þeirri ímynd sem við höf- um af sannri íslenskri karl- mennsku.“ Hvað er sannur karlmaður? „Það vil ég alls ekki upplýsa. Það verða bara þeir að sjá sem koma að sjá leiksýninguna," segir María Kristjánsdóttir leikstjóri, sem er um það bil að koma heim og saman verkinu Sannur karlmaður sem frum- sýnt verður á Litla sviði Þjóð- leikhússins á föstudagskvöld. „Sem leikstjóra finnst mér leik- ritið að sjálfsögðu spennandi, enda kemur það inn á ýmsa sammannlega þætti eins og furðuandlit ástarinnar og sannleikann.“ Meðal spurninga í þessu verki Tankred Dorst eru: Má kaupa ást fyrir peninga? Geta peningar breytt lygum í sann- leik? Þau sem setja sig inn í at- burðarásina eru Ingvar E. Sig- urðsson, Halldóra Björnsdótt- ir, Hilmar Jónsson og Rúrik Haraldsson. Leikmyndin er eftir Óskar Jónasson. Talsverður uppgangur virðist í Ijóðlistinni um þessar mundir og nýlega sendi Magnúx Gezzon frá sér sína fimmtu Ijóðabók: Syngjandi sólkerfi. Verulega hástemmdur titill og HP sló á þráðinn til skáldsins — meðal annars vegna þess. Skáldið var bratt og ánægt með Irfið. „Space is THE PLACE’ ‘ Magnúx Gezzon er 39 ára Reykvíkingur og hefur Iengi fengist við skáldskap. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1979 í takmörk- uðu upplagi undir titl- inum Vasabók. En það sem kannski verður fyrst til að vekja at- hygli á ljóðskáldinu er sérkennilegur rithátt- ur á nafni hans. Magnúx segist reynd- ar hafa fengið frið fyr- ir Nafnanefndinni al- ræmdu, enda viti hann ekki til þess að hún hafi skipt sér af dulnefnum. Hann er nefnilega skrifaður sem Magnús Gestsson í þjóðskrá — Magnúx Gezzon er eingöngu höfundarnafn. En hvernig erþessi rithátt- ur til kominn? „Þetta er hannað af mér sjálfum og sumu leyti eldri dóttur minni. Hún vildi leggja áherslu á mál sitt og sagði alltaf Magnúx. Ég var með tvær z-ur í föðurnafninu þannig að mér fannst þetta ríma ágætlega. Þetta er flott og passar við víðátturnar. Rímar við framandi heima.“ Skáidið er augljós- lega ekki feimið við orðin. Þannig er titill nýju ljóðabókarinnar óneitanlega há- stemmdur. „Jú, er ekki Matthí- as Jochumsson mikið í himingeimnum?" segir Magnúx. „Ég segi ekki að ég fari í fötin hans, en það er til- hneiging hjá skáldum núna að leita út fyrir jörðina og fara út t himingeiminn. Ég get nefnt Óskar Ama Óskarsson og ísak Harðarson sem dæmi, en þeir hafa verið mikið utan jarð- armarka.“ Magnúx hafði lítinn áhuga á að fara út i einhverjar geimveru- spekúlasjónir við blaðamann HP og benti á Magnús Skarphéðinsson í því samhengi. Og mikið rétt. í bókinni er hvergi minnst á geim- verur. í fréttatilkynn- ingu sem Magnúx hef- ur sent frá sér talar hann um að Syngjandi sólkerfi sé stefnumót við óendanleikann í okkur öllum. Hvað á hann við með því? „Það snýst um það að maðurinn sjálfur er ekkert takmarkaður. Hann getur náð miklu lengra en honum hef- ur verið sagt að hann geti náð. Möguleikarn- ir eru takmarkalaus- ir.“ Með öðrum orðum: Þú œtlar ijóðunum stóra hluti? „Já, já. Þetta eru stór orð. Til dæmis er þarna tekin afstaða með Hallgrími Þ. Magnússyni lækni. í bókinni er ijóð sem er tileinkað honum...“ ... sem þú hefur með orðinu „hvítlaukur? „Já, náttúrulækn- ingaaflið er hluti af þessu dæmi. Þá erum við náttúrulega líka komnir niður á jörð- ina. Maður er ekki bara einhvers staðar úti í víðáttunni. Ræt- urnar eru í jörðinni. Svo má nefna ástar- ljóð, kvæði um bíla (ökuljóð) og fjölmargt fleira.“ Og talandi um fréttatilkynninguna þá vill Magnúx nota þetta tækifæri: „Ég hefði átt að hafa þar tilvitnun í djasstónlistarmann sem nú er látinn. Hann hét Sun Ra. Hans helsta slagorð var: „Space is the place“ og gaf út plötu með því nafni. Þetta var einn mesti framúr- stefnudjassari sem uppi hefur verið og rak mjög harðan fram- úrstefnuskóla í Banda- ríkjunum. Ég er hik- laust til í að gera þetta slagorð að mínu. Talið berst næst að litlum möguleikum ljóðskálda til að selja verk sín, en Magnúx vísar því alfarið til út- gefenda og einhverrar minnimáttarkenndar í þeim. Hann verði ekki var við annað en ljóð- skáldin séu hvergi bangin og gefi út bæk- ur í gámavís. Þegar blaðamaður nefnir ný- lega skoðanakönnun Sunday Times um list- greinarnar í þessu sambandi — en þar lenti ljóðlistin í neðsta sæti ásamt ballett — telur Magnúx að þar hafi einfaldlega ekki verið rætt við rétta fólkið. Að þetta sé sér- breskt vandamál sem erfitt sé að herma upp á íslenskar aðstæður. Að endingu má benda á að Magnúx er einn af fjölmörgum Ijóðskáldum sem lesa úr verkum sínum á Kaffi List í kvöld. „Ég fyrir mitt leyti lofa öfi- ugum upplestri. Ég las í Norræna húsinu ásamt Einari Má og dönsku skáldi á dög- unum og það virkaði mjög vel sem við vor- um að gera þar.“ JBG Magnúx Gezzon um rttháttinn á nafni sínu: „Þetta er flott og passar við víðáttumar. Rímar við framandi heima." ' < i ■ . Halldóra Björnsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson eru rík og falleg í verkinu Sannur karlmaður, sem frumsýnt verður í Þjóð- leikhúsinu á föstudagskvöld. Áframhaldandi uppbygging íslenska dansflokksins „Mesta tilhlökkunarefnið að fá Robert LaFosse hingað til lands “ Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins, segir mjög marga efniiega íslenska dansara á heimleið á næstu áram. íslenski dansflokk- urinn er nú að vakna af Þyrnirósarsvefni sumarsins og níunda nóvember verða sýndar í Borgarleik- húsinu perlur úr gömlum og nýjum sí- gildum verkum. Hafa náðst samningar við aðaldansara og dans- höfund New York City Ballet, Robert La- Fosse, um að hann setji upp verk sitt „Rags“ við tónlist Scotts Joplin og verð- ur hann af því tilefni hér á landi í vikutíma. Á sama tíma verða sett upp verkin „Blómahátíðin í Genzao" og „La Sylp- hide“ eftir Bourne- ville, stutt brot úr „Rauðum rósum“ eftir Stephen Mills við söngva Edith Piaf, kaflar úr „Hnotu- brjótnum" og „Álfa- steinn" eftir Ingi- björgu Björnsdóttur. Útsetningu og undir- leik annast Szymon Kuran. Enn vekur athygli hve margir útlending- ar skipa íslenska dansflokkinn, en mikil umræða varð einmitt um það mál fyrir þremur árum þegar María Gísladóttir list- dansstjóri tók við og s t o k k a ð i f 1 o k k i n n upp. Ólíkt því sem flestir hefðu talið hefur þ r ó u n i n orðið sú að útlending- um hefur f j ö 1 g a ð fremur en hitt á þessu tímabili og skipa þeir nærri helm- ing dans- flokksins. Við forvitn- uðumst frek- ar um málið hjá Vilborgu Gunn- arsdóttur, fram- kvæmdastjóra flokks- ins. „í fyrsta lagi er ballett ung listgrein hér á landi samanbor- ið við önnur lönd og margir mjög efnilegir íslendingar eru í ball- ettnámi erlendis. Til að þeir hafi áhuga á að snúa aftur heim verðum við hafa upp á eitthvað að bjóða; við verðum að byggja flokkinn upp með því að bjóða upp á spenn- andi sýningar og svo viljum við hvetja áhugafólk um dans til þess að koma á dans- sýningar og sýna þannig stuðning sinn í verki. Ástæðan fyrir því að svo margir er- jendir dansarar eru í íslenska dansflokkn- um er sú að endurnýj- un er ekki næg.“ Ef fram heldur sem horfir með uppbygg- ingu dansflokksins segir Vilborg þess ekki langt að bíða að íslenskir nemendur í útlöndum skili sér, meðal annars sé einn mjög efnilegur dans- nemi væntanlegur heim næsta haust. „Mesta tilhlökkunar- efnið á þessu ári er hins vegar það að fá Robert LaFosse hing- að til lands. Þá er það stórkostlegt fyrir ís- lenskan ballett að Ingibjörg skuli ætla að semja dans fyrir flokk- inn,“ segir Vilborg. Næsta uppfærsla ís- lenska dansflokksins verður svo í kringum páska. Þá verður sett upp sýning unnin af þeim Nönnu Ólafs- dóttur danshöfundi og Sigurjóni Jóhanns- syni um ævi Guð- mundar góða.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.