Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 23
RMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 «23 Röndóttir dagar í Mörður Árnason sleppur órotaður úr ferðinni á leik KR og Everton og gefur skýrslu um leikinn sem ekki var framlengdur, með viðkomu á Penny Lane og Cavern Club. stórt sjónvarp, þangaðtil kunn- uglegir menn í enn kunnuglegri búningum eru hiaupnir inná og leikurinn er byrjaður. Er þetta ekki bara í þokka- legu lagi? KR-ingar í stúkunni láta vel í sér heyra og eru nokkurnveginn einir um það fram eftir leik, og svo allt í einu mark! Left-winger Danielsson kemur okkur yfir í fyrri hálf- leik, og þá verður ball í Bár- unni; sælar stundir, hér eru menn með mönnum. Skotrað augum samt soldið feimnislega á risastóra markatöflu og mað- ur trúir varla því sem við blas- ir: EVERTON 0, KR REYKJAVIK 1. Allir ansi hressir í hálfleik. Einn af eldri kynslóðinni þó til muna hressastur; hann hafði hitað heldur of vel upp um daginn og þessvegna aðeins dottað á leiknum en svo opnað augun aftur og hélt að allt væri búið: KR-sigur á Goodison! Svo byrjar skyndilega leikurinn aft- ur, og þá spyr hann hissa: Ha? Var framlengt? En það var auðvitað ekki framlengt og smám saman unnu atvinnumennirnir vihn- una sína þótt Nígeríumaðurinn frægi liefði slasast í fyrri hálf- leik; jafna, kotnast yfir og ná síðasta spælandi markinu rétt fyrir Ieikslok. *! Hópurinn er samt glaður á leiðinni í rúturnar, menn gefa litlum Evertondrengjum trefl- ana sína og fánana og fá sumir í staðinn samskonar dót frá „the Blues“; síðatt er brunað í bæinn og að lokum hist á barn- um á liðshótelinu frant eftir nóttu allir sem einn; stuðnings- menn og forustumenn og liðið. Nema Guðjón sem ekki kemur niður en sést þó á klóinu frammi, er eftir hamingjuóskir og hrós spurður um íslenskar blaðafréttir, og sfinxin brosir ... Að lokum hverfa hinir skyn- samari hver til síns heima en nokkrir fífldjarfir ætla á nætur- klúbba, og morguninn eftir fréttist af einum á sjúkrahúsi Bftlarnir lifa enn í Liverpool. Hér í bronsi yfir Bítlabúðinni í Mathew StreeL Yóu know you should be glad... Þar fyrir utan voru menn kát- ir en að vísu nokkuð móðir (— hresstust talsvert morguninn eftir ; þegar það fréttist að skoska liðið Raith Rovers hefði dregist gegn Bayern Mu- nchen), og héldu svo á vit borgarinnar næstu daga. Liverpool er ansi margt, en aðallega samt tvennt: fótbolti og bítlar. Túristastaður númer eitt eru bítlaslóðir í miðbæn- um og bitlasafnið útvið gömlu höfnina sem hefur verið endur- gerð fagurlega. í minni píla- grímsferð þangað var meðal annarra gamli Rooftopsarinn Sveinn Guðjónsson á Moggan- um, og við þurftum báðir að skoða mikjð; þetta er ágætlega gert pg skipulagt sem ferðalag þannig að maður gengur gegn- um bítla-Liverpool í byrjun sjö- unda áratugarins, á klúbbana í Hamborg og til London og svo Auðvitað KR! Glaðir stuðningsmenn á leið til Goodison Park. Greinarhöf- undur falinn bakvið hnefa. og öðrum haltrandi eftir viður- eign við innfædda á skemmti- staðnum Buzz; þetta á að vera frægur staður, einn myrtur þar í hittifyrra, ekki ljóst hvort þetta var tengt fótbolta. Ein sagan segir að barðasti íslend- ingurinn hafi vikið sér að sex svörtum steravöxnum dyra- vörðum og tilkynnt þeim á bjagaðri ensku fremur forn- eskjulegar skoðanir sínar um atgervi viðkomandi kynstofns. Það getur enginn KR-ingur ver- ið svona vitlaus þannig að þessi saga er ekki sönn. í tryllinginn í Ameríku, gegnum Flower-powerið útí jógann og Yoko; alltaf bítlalög og myndir og stemmningar og sjónvörp. Hver hugsar sitt, og þrátt fyrir allt hélst maður nokkurnveg- inn rólegur fram að síðasta kafla þarsem skyndilega upp- hófst Imagine; hvítt herbergi og í því eitt hvítt píanó og pí- anóstóll, og ofan á píanóinu svört sólgleraugu. Á veggnum hinumegin spjald með æviat- riðum Johns Winstons frá Bítlalokum til 8. desember 1980. Það var aðeins snúið að ganga þaðan út ... but I’m not the only one... Svo fórum við líka í túrista- ferð að sjá verkarahjallana þarsem Ringo og Georg ólust upp og kirkjuna þar sem Páll var kórdrengur og húsið henn- ar Mimie frænku; þetta var svona la-la, gaman líka að sjá meira af borginni en miðbæinn og fótboltavellina; og þarna voru líka Penny Lane (rakara- stofan enn á horninu) og inn- gangurinn að munaðarleys- ingjahælinu Strawberry Fields. Hérna hittust Lennon og McCartney í fyrsta sinn, og þarna bjó mamma Epsteins, hún sagði Brian að koma aldrei með þennan strákalýð heim til sín aftur ... Af hverju gast þú ekki orðið svona frægur? spurði konan hans Svenna Guðjóns. Niðrí Mathew Street í mið- bænum er líka ennþá Cavern Club, náttúrlega stærri og disk- ótek núna, en sennilega jafn- heitt og jafnhátt og forðum daga. Þegar þeirri pílagríma- göngu niðrí þriðja kjallara er lokið er skemmtilegra á stóra írska barnum við hliðina þar- sem yðar einlægur átti meðal annars nokkuð stórkarlalegan flóðhestadans við gildvaxinn samferðarmann og var ákaft fagnað, og hinumegin er líka ágætur staður og velhljóm- andi: Lennon’s Bar með rokki frá öllum tímum; þetta er allt meira og minna sótt af the Li- verpuddlians og Japanarnir í miklum minnihluta. Skemmti- legasta kvöldið var nokkurn- veginn öll ferðin mætt á Mat- hew Street og nágrenni, stuðn- ingsmenn og starfsmenn og liðsmenn; KR-ingar af öllum kynslóðum á hverjum pöbbi og úti á þröngum göngugötum, tónlist úr öllum áttum; menn í ákaflega góðu skapi — líka þeir frá gullöldinni sem ekki fött- uðu Stóns ‘64, brandarar á ýmsum gáfnastigum fljúga á milli, og á einu horninu stend- ur enginn nema Guðjón Þórð- arson hvers manns hugljúfi einsog hann færi létt með að stjórna líka þessu litla kokteil- partíi þarna í Liverpool Center með sinni ágætu konu. Og aldr- ei þessu vant látinn í friði útaf ráðningarmálunum. Áttum bæinn. MYNDIR: ÓTTARR MAGNIJÓHANNSSON Já, kominn aftur! Nei, alveg órotaður! Og þetta var auðvit- að feikigaman -... Maður er allt í einu kominn uppí rútu við KR-heimilið eld- snemma með Guðjón Þórðar- son og KR-lagið hans Bubba ennþá í eyrunum úr morgun- þætti Bylgjunnar í leigubílnum; bíðum ekki eftir tossum, hróp- ar Sveinn Jónsson og þegar síðustu tossarnir eru mættir er keyrt af stað á Goodison-völl, Everton-hverfi, Liverpool, Eng- landi. Út; það er alltaf þessi ein- staka tilfinning hvert sem er- indið er, einn bjór eldsnemma á Leifsstöð, flugfreyjur með flugvélamat og sitthvað með kaffinu, vinnupuð og peninga- mál og litlir atburðir í litlu samfélagi gleymdir heima; og það skemmir ekkert að vera partur af heilu flugvélarhlassi af KR-ingum, gömlum KR-ing- um og miðaldra KR-ingum og ungum KR-ingum, KR-ingum úr Vesturbæjarkjarnanum og KR- ingum utanaf landi og svo sjálfu liðinu sem menn gjóta til augunum kurteislega og heilsa í mesta lagi með smáglettni (ekki að stressa þá!). Stóns, Wilson og KR Þetta eru auðvitað mest karl- menn, samt nokkrir kvenkáerr- ingar líka, vinkvennahópar og auðvitað eiginkonur. Og ein- hverjir eru reyndar fyrst og fremst komnir útaf enska bolt- anum, og svo eru nokkrir fréttamenn, reyndar aðallega væru frægir. Svo þegar Stóns voru farnir flutti inn pólitíkus þarna af svæðinu sem var að byrja í kosningabaráttu: Har- old Wilson. Þessi þrenning á sama hóteli fyrir þremur ára- tugum! Það eru sagðar fleiri sögur í fluginu, til dæmis sú af sama Bjarna sem alltaf fórnaði sér aðdáanlega fyrir félagið; í Evr- ópukeppninni árið eftir eða þar á eftir var Bjarni í stöðug- um látum við hægri framherj- ann og stoppar hann oft en einusinni kemst hann innfyrir og nær að dúndra á markið; það var nánast útilokað að komast fyrir skotið en bak- vörðurinn knái rennir sér samt fótskriðu eftir boltanum — sem fer í stöngina, út í Bjarna og inn í markið. Svo er talað um leikinn fram- undan og sumarið liðna en mest samt í hálfum hljóðum um stöðu samningaviðræðna við Guðjón Þórðarson þjálfara: Hvað er stjórnin að gera? Hvað vill Guðjón eiginlega? Er Skag- inn með tilboð? Ég var að heyra ... Mér finnst... Mikið í þetta lagt Útlönd; fyrsta tilfinningin er kannski hvað áhyggjumál eru léttvæg og yndisleg: hvenær ætli maður sé orðinn of séinn í morgunmatinn? lager eða bitt- er? hvar ætli sé best að kaupa sér skó? voða eru margar teg- undir af smápeningum! Og þetta er Engiand, með leigubíl- um sem amma mín hefði kallað St. Georges Hall með augunum og síðan gefið sanníslenskt komment: Mikið í þetta lagt. Og umræður yfir matnum þegar loksins finnst velútlít- andi restorantur snúast með örskotshraða að boltanum: fé- lögin tvö í Liverpool, frammi- Þrír áratugir síðan síðast: Bjarni með hattinn og Arnar Bjömsson Leeds- ari við upphaf ferðar. KR-ingar, þar á meðal Haukur af Stöð tvö og náttúrlega Bjarni Fel með sinn rauðgráa koll undir englandslegum hatti sem gæti þessvegna verið úr ferðinni frægu frá 1964 þegar stórliðin KR og Liverpool léku hvort um sig sína fyrstu Evr- ópuleiki; það hangir víst enn leikskráin frá leiknum í Reykja- vík í bikarherberginu á Anfield Road og úrslitin líka: 5-0. En KR náði marki úti... Núna voru með fjórir eða fimm frá ‘64; þeir bjuggu víst á Adelphi, gamalflottasta hótel- inu í L’pool, og skildu fyrst ekkert í öllu stelpustóðinu á torginu fyrir utan nótt og dag þangaðtil kom í ljós að þarna voru líka frægir músíkguttar sem þeir yngstu í hópnum könnuðust við: Rolling Stones, og voru bara kammó við þetta fótboltalið onaf norðurpólnum og reyndu að gefa þeim eigin- handaráritanir og Stónsdót. En gullaldarlið KR var ekkert að sverma fyrir skítugum og síð- hærðum bítlum hvað sem þeir drossíur, og rólegum pöbbum opnum til ellefu, og dagblaða- kosti frá Times gegnum Inde- pendent niðrí Daily Mirror og Sun; aðalfréttin er alveg einsog síðast um einkalíf Dæ, — nú er það fyrirliðinn í rúbbílandslið- inu. Það er rok og rigning í Li- verpool við ána Mersey: Þetta er bara einsog útá Nesi, segir einhver. Annar svarar: Nei, þetta er einsog uppá Skaga! Menn týnast í miðbænum, sinna ýmislegum verslunar- skyldum (það heitir að ljúka því af), líta eftir á Icránum, uppá hótel að fikta í sjónvarp- inu (aðallega Júrósport), og svo er farið í smáhópum að leita sér að stað að éta á. Þetta er nokkuð voldugt pláss og menn líta í kringum sig á bygg- ingarafrek heimsveldisins; rétt hjá hótelinu er nýklassískur 19. aldarkassi á stærð við fót- boltavöll með súlum og breið- tröppum og hálfgrískum stytt- um og voldugum breskum ljónum fram á fætur sér liggj- andi. Það er svona rúllað yfir söfnurum í Liverpool var alveg sama um framtíð Guðjóns Þórðar- sonar. staða Gullitts með Chelsea. möguleikar Newcastle. Ætla menn í rútunni að skoðajOld Trafford á morgun? Það var víst af kúrtéisi við gestgjafana bláu að sú ferð var ekki farin til Liverpool-manua á Anfield. Margir ætla með til Mauchest- ér, en aðrir segja að hvað sem líður knattspyrnuhetjum frá George Best til Eric Cantona þá sé sá leikvöllur ekki þess heiðurs virði að vera sóttur um langan veg þar sem menn kjósa að keppa í Valsbúning- um. Og skal eg hvergi fara; Síðan koma auðvitað þjálf- aramálin ... Var framlengt? Fimmtudagurinn kominn, sól, hiti og fiðringur í íslensk- um gestum; hvernig verður nú þetta fyrir framan tugþúsundir á Goodison Park og sýnt á Sky? Má allavega ekki fara mjög illa. Og hver veit nema ... Gordon Lee hefur þjálfað bæði Everton og KR og rekur inn nefið á iiðshótelinu rétt um hádegisbil, tekur í höndina á Kidda Jóns, fyrirgefið: Kristni Jónssyni formanni KR: Sá „the boys“ á æfingu í morgun, í fínu formi og mjög afslappaðir, gangi ykkur vel ... Svo þegar að líður er farið aðeins að hita upp á pöbbunum; síðan uppá hótel sem er að verða alrönd- ótt af væntanlegum vallargest- um: treflar, bolir, fánar, húfur, KR-treyjur; og einhverjir hafa náð í stríðsmálningu sem af miklu örlæti er smurt framan í hvern sem hafa vill. Ég líka kominn með tvær rendur á kinnarnar, í bol með KR-merkj- um og gamla trefilinn um háls- inn. Svo koma rútur og fyllast af syngjandi svarthvítum stuðningsmönnum (KRúlígön- um): Hverjir eru bestir? — Allir sem einn! — Gamla góða KR! Löggurnar taka kirfilega á móti okkur eftir svolitla ferð gegnum nóttina og leiða mann- skapinn gegnum þvögu innum gestainngang þar sem saman er safnast inní vallarhúsinu á bjórbar fyrir aðkomumenn; síðan er víst Ieikurinn að byrja og það er farið upp á pallana. Goodison Park tekur eitthvað um 50 þúsund manns og fyrst hélt maður flestir væru mætt- ir: mannmergð allt í kringum völlinn ónáttúrlega grænan í flóðljósunum, — þetta var eig- inlega einvítt, einsog við vær- um staddir fyrir framan risa-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.