Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 05.10.1995, Qupperneq 7

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 7 Þessi völdu sér forseta- eftii fyrir Helgar- póstínn Ágúst Þór Árnason blaða- maður; Amal Rún Qase stjórn- málafræðinemi; Andrés Magn- ússon blaðamaður; Anna Sig- ríður Guðmundsdóttir texta- gerðarmaður; Anna Svava Sverrisdóttir framkvæmda- stjóri; Arnaldur Indriðason kvikmyndagagnrýnandi; Amar Sigmundsson framkvæmda- stjóri; Amar Jónsson stjórn- sýslufræðingur; Ámi Snævarr fréttamaður; Árni Þórarins- son blaðamaður; Ámi Geir Pálsson framkvæmdastjóri; Amór Björasson skrúðgarð- yrkjumeistari; Amór Hanni- balsson prófessor; Arthur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda; Art- húr Björgvin Bollason sjón- varpsmaður; Atli Eðvaldsson knattspyrnuþjálfari; Baldur Hermannsson blaðamaður; Birgir Hermannsson stjórn- málafræðingur; Bima Þórðar- dóttir blaðamaður; Bjarai Tryggvason tónlistarmaður; Bjarai Frostason flugmaður; Bjami Finnsson kaupmaður; Bjarai Sigtryggsson upplýs- ingafulltrúi; Bjöm Þór Sig- bjömsson fréttamaður; Bolli Runólfur Valgarðsson ís- lenskufræðingur; Bonni ljós- myndari; Bragi Ólafsson ljóð- skáld; Bryndís Kristjánsdóttir blaðamaður; DJ Þossi skífu- þeytir; Drífa Kristjánsdóttir, starfsmaður Jafnréttisráðs; Einar Ólason ljósmyndari; Ei- ríkur Stefánsson verkalýðsfor- ingi; Eiríkur Sigurbjörasson sjónvarpsstjóri; Elín Þóra Friðfinnsdóttir kvikmynda- gerðarmaður; Elísabet Jökuls- dóttir ljóðskáld; Elsa B. Vals- dóttir læknisfræðinemi; Finn- ur Malmquist, grafískur hönn- uður; Friðjón Ölafsson smið- ur; Gísli Marteinn Baldursson stjórnmálafræðinemi; Gisli Rúnar Jónsson leikari; Guð- bergur Bergsson rithöfundur; Guðlaugur Þór Þórðarson, formaður SUS; Guðný Guð- björnsdóttir alþingiskona; Gunnar Þorsteinsson, aðstoð- ardagskrárstjóri RÚV; Gylfi Þór Gíslason framkvæmda- stjóri; Halla Helgadóttir, graf- ískur hönnuður; Heiðar Jóns- son snyrtir; Hrafn Jökulsson ritstjóri; Jón Óskar Hafsteins- son myndlistarmaður; Jón Kaldal blaðamaður; Jón Ás- bergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs; Kolbrún Bergþórsdóttir bókmennta- fræðingur; Kolbrún Högna- dóttir skrifstofustjóri; Kristín Þorsteinsdóttir framkvæmda- stjóri; Kristján E. Karlsson, grafískur hönnuður; Magnús Arason, grafískur hönnuður; Magnús Bjamfreðsson sjón- varpsmaður; Ólafur Gunnars- son rithöfundur; Pálmi Gests- son leikari; Rósa Ingólfsdóttir fjöllistakona; Sigmar B. Hauks- son matgæðingur; Sigurður L. Hall matreiðslumeistari; Stef- án Snær Grétarsson, grafískur hönnuður; Steinunn Ólafs- dóttir leikkona; Steinunn Hall- dórsdóttir, formaður Félags stjórnmálafræðinga; Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgar- fulltrúi; Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir leikkona; Sæ- mundur Guðvinsson frétta- stjóri; Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona; Tómas Hermanns- son tónlistarmaður; Viktor Sveinsson hótelstjóri; öm Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeig- enda. Örlltil athugasemd Mig langar til að gera örlitla athuga- semd við skondna úttekt á persónu minni, raunum og lánleysi. Ég vil þakka fyrir vinsamieg orð í minn garð, en jafn- framt undirstrika að greinin var alger- lega unnin án samráðs við mig (blaða- maðurinn var reyndar svo tillitssamur að vara mig við og fyrir það er ég hon- um þakklátur). Það sem mér þykir hins vegar miður við þessa úttekt (fyrir utan þá leiðu staðreynd að lesandinn er engu nær um manninn sem leikstýrði Tári úr steini, þótt hann hafi fræðst heilmikið um ærslafullan ungling í útlöndum) er að mér er hrósað á kostnað vinar míns og félaga, Friðriks Þórs. Ekki veit ég hvaðan lýsingin á vinnuaðferðum okkar er komin, en ég reikna með að hún sé frá einhverjum sem hefur unnið með okkur báðum, því annars er hún ein- ungis getgáta eða kjaftasaga. Það sem mér þykir verst er að það er látið í veðri vaka að hinn mikli og glæsti árangur kvikmynda Friðriks Þórs sé nokkurs konar glópalán; Friðrik mæti meira eða minna óundirbúinn til vinnu sinnar og treysti síðan á Guð og gæfuna. Nú veit ég vel að Guð elskar Friðrik og gæfan hefur verið honum hliðholl, en samt er það nú þannig að Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Við Friðrik erum mjög ólíkir kvik- myndagerðarmenn og nálgumst við- fangsefni okkar eflaust á ólíkan hátt, en mér þykir bæði vænt um Friðrik og myndirnar hans og ber mikla virðingu fyrir hvoru tveggja. Því svíður mér und- an hóli sem varpar skugga á þann mann sem hefur borið hróður íslenskrar kvik- myndagerðar mest og víðast (og það hefur sannarlega ekki verið „hart“ að horfa upp á velgengni hans, því hún er verðskulduð). Að lokum: Mér þykir afskaplega vænt um það lof sem menn hafa borið á verk mitt (og annarra) og það hefur bæði styrkt mig og eflt. En það hafa áður ver- ið unnin glæsileg afrek í íslenskri kvik- myndagerð, og munu áfram verða. Því er allur samanburður á myndum og höfundum þeirra erfiður og kannski ekki svo ýkja sanngjarn þegar öllu er á botninn hvolft. Hilmar Oddsson Hilmar Oddsson: Guð elskar Friðrik Þór Friðriksson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.