Helgarpósturinn - 05.10.1995, Side 9
RMMTUDAGUR 5. OKTOBER1395
Hi'
9
ALÞÝÐUHÚSIÐ í REYKJAVÍK hýsir aðalskrifstofur
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks ís-
lands. Húsið sem er að Hverfisgötu 8-10 hefur
undanfamar vikur og mánuði verið þungamiðjan
í miklum hildarleik sem háður hefur veríð innan
flokksins í tengslum við stöðu fram-
kvæmdastjóra hans. Strax eftir síðustu kosn-
ingabaráttu var Ijóst að Sigurður Tómas
Björgvinsson myndi ekki sitja á fríðarstólí sem
framkvæmdastjórí flokksins þar sem brígður
vom bornar á ágæti starfa hans. Hófst þá mikill
atgangur sem enn sér ekki fyrir endann á. Bréf
Sigurðar Tómasar hér á opnunni sýnist í öllu
falli renna nokkuð traustum stoðum undir það,
að fá kurf virðast til grafar komin. Þess má geta
að Sigurður Tómas er með skrifstofu á efrí
hæðum hússins þar sem hann væntanlega
skrifaði bréfið.
sem ég ætlaði að eyða með
fjölskyldu minni, m.a. nýfædd-
um syni mínum. Guðmundur
Oddsson hafnaði bón um frest
og fundurinn var haldinn.
Á þessum fundi gerði ég
ýmsar athugasemdir við fjár-
mál flokksins og spurði gjald-
kera út í sjóði sem ég hafði ný-
lega fengið vitneskju um. Svör
fengust engin. Þegar fram-
kvæmdastjórn tók starfs-
mannamál á dagskrá þá yfirgaf
ég fundinn. Þar lagði Guð-
mundur Oddsson til að Sigurði
Tómasi og Sigurði Arnórssyni
yrði sagt upp störfum með
þriggja mánaða fyrirvara. At-
hugasemd kom fram um að
Sigurður Arnórsson hefði aldr-
ei verið ráðinn í fast starf hjá
flokknum heldur hefði hann
einungis verið verkefnaráðinn
vegna kosninga, eins og reynd-
ar 15-20 aðrir starfsmenn, og
ætti því ekki rétt á uppsagnar-
fresti. Framkvæmdastjórn
féllst á þessar athugasemdir
og formaður flokksins stað-
festi að Sigurður Arnórsson
yrði ekki á launum sumarið
1995. Tillögunni um uppsögn
framkvæmdastjóra var hafnað
af öllum þeim fulltrúum í fram-
kvæmdastjórn sem tóku til
máls. Þar með hafði Guðmund-
ur Oddsson orðið undir í fram-
kvæmdastjórninni. Um þennan
atburð segir Guðmundur
Oddsson í Tímanum 7. sept-
ember 1995: Ég hef ekki komið
nálægt flokkskontórnum síð-
an, enda óskemmtilegt að
ganga þar um dyr hjá fram-
kvæmdastjóra sem ég vil burt.
Guðmundur mun síðan hafa
lýst því yfir í framkvæmda-
stjórn 11. september sl. að
hann hefði haft um tvo kosti að
velja. Annaðhvort að snið-
ganga flokksskrifstofuna, á
meðan ég sæti þar, og halda
ekki fundi í stofnunum flokks-
ins eða segja af sér. Hann sagð-
ist hafa valið fyrri kostinn og
þannig tók hann sinn persónu-
lega metnað og geðshræringar
fram yfir hagsmuni flokksins.
Auðvitað átti Guðmundur
fremur að segja af sér við þess-
ar aðstæður, þegar mest á reið
að halda fundi og styrkja
flokksmenn eftir erfiðar kosn-
ingar, heldur en að leyfa sér
það gerræði að lama allt
flokksstarf og skaða þannig Al-
þýðuflokkinn stórlega þegar
síst skyldi. Á umræddum fundi
í apríl hafði einnig verið sam-
þykkt að flokksforystan notaði
sumarið í að fara yfir fjármál,
starfsmannamál og hugsanleg-
ar skipulagsbreytingar í kjölfar
þess að flokkurinn var nú kom-
inn í stjórnarandstöðu. Þetta
var ekki gert, enda hafði Guð-
mundur Oddsson ákveðið að
halda enga fundi.
Það næsta sem gerðist var
að ég var kallaður á fund Arn-
órs Benónýssonar og Sigurðar
Arnórssonar, laugardaginn 12.
ágúst, þar sem þeir hótuðu
mér að ef ég féllist ekki á að
gera við þá starfslokasamning
yrði framkvæmdastjórn kölluð
saman næstkomandi mánudag
og mér sagt upp störfum. Ég
sagði þeim að ég skildi ekki
hvers vegna þeir tveir ætluð-
ust til þess að ég færi að semja
við þá. Ég lýsti furðu minni á
því að þeir ætluðu að hafa
frumkvæði að því að gera
starfslokasamning við fram-
kvæmdastjóra eftir að fram-
kvæmdastjórn hafnaði því að
mér yrði sagt upp störfum.
Þeir sögðust hafa umboð frá
Jóni Baldvini til þessara hót-
ana. Ég hef enga trú á því að
það hafi verið rétt. Enn í dag
veit ég ekki í hvers umboði
Sigurður Arnórsson og Arnór
Benónýsson höfðu uppi þetta
gerræði, því er enn ósvarað.
Enn furðulegri stefnu tók
málið þegar fréttir tóku að ber-
ast í fjölmiðlum þess efnis að
Sigurður Arnórsson hefði brot-
ið gegn bókun framkvæmda-
stjórnar og gert starfsloka-
samning um þriggja ára biðla-
un við sjálfan sig eða Guð-
mund Oddsson. Þessi einka-
samningur var hvergi ræddur
eða samþykktur í stofnun
flokksins. Guðmundur Odds-
son viðurkenndi í samtali við
fjölmiðil að gjaldkeri hefði
greitt sér laun eftir að hann
hætti störfum í apríl, en hann
myndi bara ekki hversu lengi!
Sigurður Arnórsson hélt því
hins vegar fram í annarri
blaðagrein, að hann hefði ekki
verið á launum í sumar. í fram-
haldi af þessu er óhjákvæmi-
legt að fram komi, að Sigurður
Arnórsson sagði nokkrum
flokksmönnum frá því, þar á
meðal undirrituðum og vara-
formanni flokksins, að á grund-
velli starfslokasamningsins
hefði hann verið á launum út
júlímánuð 1995.
Þegar hér var komið sögu,
þá óskaði ég eftir því að hald-
inn yrði flokksstjórnarfundur
þar sem málið yrði tekið fyrir
hjá þeirri stofnun, sem er
æðsta flokksstofnunin milli
þinga flokksins. Því var neitað.
Þá hafði einnig verið neitað að
sameiginlegur fundur þing-
flokks og framkvæmdastjórnar
fjallaði um málið.
Það var því greinilegt að það
átti að sniðganga helstu stofn-
anir flokksins og knýja þetta
mál í gegnum framkvæmda-
stjórn. Þess vegna hafði ég
frumkvæði að því að óska eftir
viðræðum um starfslok. Guð-
mundur Árni Stefánsson vara-
formaður og Sigurður Arnórs-
son gjaldkeri tóku þátt í gerð
starfslokasamnings fyrir hönd
framkvæmdastjórnar. Starfs-
lokasamningur var síðan und-
irritaður 24. ágúst 1995 eftir
nokkurt þóf um áunnin starfs-
réttindi mín. Nokkrum dögum
síðar voru mín mál á allra vör-
um á kaffistofu Alþýðuflokks-
ins og Alþýðublaðsins.
Eftirmál
Það kom mér því ekki á
óvart að málið skyldi leka út í
fjölmiðla, en það kom sér mjög
iíla fyrir mig þar sem ég hef
undanfarnar vikur verið að
leita mér að nýju starfi. Ég
fylgdi þeirri reglu að segja sem
minnst við fjölmiðla, en varð
þó að bera til baka rangar
ásakanir.
Undanfarið hef ég hins vegar
orðið var við að vissir aðilar í
framkvæmdastjórn flokksins
hafa borið það út að ég hafi
lekið þessum upplýsingum í
fjölmiðla. Ég vísa slíkum ásök-
unum til föðurhúsanna og tel
að þeim sé aðeins ætlað að
skaða mannorð mitt.
Þá vil ég segja þér, kæri
flokksstjórnarfulltrúi, að ég
óskaði eftir að fá að koma á
fund framkvæmdastjórnar 11.
september sl. þar sem starfs-
mannamál- og starfslokasamn-
ingur minn voru tekin fyrir. Ég
vildi fá að bera hönd fyrir höf-
uð mér, svara ásökunum og út-
skýra mín sjónarmið. Því var
hafnað af Guðmundi Oddssyni
og Sigurði Arnórssyni. Fundur-
inn mun svo hafa snúist um
það hversu háar upphæðir ég
væri að fá greiddar vegna
starfsloka hjá flokknum og
mikið gert úr meintum sam-
starfsörðugleikum mínum við
ýmsa forystumenn. En það er
sem betur fer rangt, því eins
og flokksmönnum er kunnugt
hef ég átt mjög gott samstarf
við Jón Baldvin Hannibalsson,
þingmenn flokksins og flokks-
fólk almennt. Einu samstarfs-
örðugleikarnir voru við Guð-
mund Oddsson og Sigurð Arn-
órsson og þeir örðugleikar
stöfuðu af því að ég felldi mig
ekki við í hvaða farveg mér
fannst þeir vera að sveigja fjár-
málastjórn og starfsmannamál
flokksins. Varðandi greiðslur
og starfslokasamning er nauð-
synlegt að eftirfarandi komi
fram:
• Það var ekki ég sem óskaði
eftir að láta af störfum í vor,
heldur var ég neyddur til þess
í haust.
• Ég bauðst til þess að vinna
minn uppsagnarfrest en því
var hafnað. Þess í stað hefur
sú ákvörðun verið tekin að
hafa flokkinn án framkvæmda-
stjóra.
• Þær greiðslur sem ég mun
fá næstu 6 mánuði eru vegna
uppsagnarfrests sem um getur
í ráðningarsamningi frá 4.
mars 1992, uppsafnaðra orlofs-
réttinda, ógreiddrar yfirvinnu,
ógreiddra reikninga vegna rit-
starfa fyrir Alþýðublaðið o.fl.
Þetta eru mín áunnu réttindi.
• Þá má búast við að það
taki mig þessa 6 mánuði að fá
nýtt starf, enda sýnir reynslan
að erfitt er fyrir fyrrverandi
stjórnmálamenn og starfs-
menn stjórnmálaflokka að fá
störf á hinum almenna vinnu-
markaði.
í framhaldi af þeirri atburða-
rás sem hér hefur verið lýst þá
hljóta flokksmenn að spyrja
hver tilgangurinn hafi verið
með öllu þessu fjaðrafoki?
Hvers vegna var framkvæmda-
stjórinn neyddur til þess að
segja af sér þegar jafnframt var
sagt að ekkert væri út á störf
hans að setja? Hvað rekur
menn til þess að hrekja burtu
ráðinn framkvæmdastjóra?
Eru menn svo gráðugir í völd
og fjármuni að þeir eru tilbúnir
til þess að stinga augun úr nán-
ustu samstarfsmönnum vit-
andi að það komi fyrst og
fremst til með að skaða flokk-
inn út á við, eða hafa þeir eitt-
hvað að fela fyrir fram-
kvæmdastjóra flokksins? Eru
það ekki hagsmunaárekstrar að
sami maður sé kjörinn gjald-
keri, ráðinn fjármálastjóri og
fœri einnig bókhald bœði fyrir
flokk og blað? Er ekki kominn
tími til þess að forysta Alþýðu-
flokksins standi við stóru orð-
in varðandi siðvæðingu í
stjórnmálum og opnun bók-
halds stjórnmálaflokka? Er
ekki rétt að við jafnaðarmenn
nýtum krafta okkar í eitthvað
annað en innbyrðis átök og
vígaferli?
Kveöjuorð
Ég vil nota tækifærið og
þakka þér fyrir samstarfið und-
anfarin ár. Þetta hefur verið
góður tími þrátt fyrir að stund-
um hafi verið tekist á. Ég mun
væntanlega láta af störfum
sem framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins 1. nóvember nk.
en ég mun áfram starfa fyrir Al-
þýðuflokkinn og jafnaðarstefn-
una, þannig að leiðir okkar
munu örugglega liggja saman
áfram.
Hér að framan hef ég reifað
afar viðkvœm mál og því vil ég
enn og aftur, kœri félagi, biðja
þig að meðhöndla þetta bréf
sem trúnaðarmál, enda sendi
ég það einungis fulltrúum í
flokksstjórn Alþýðuflokksins.
VirðingarfyUst
Sigurður Tðmas
Björgvinsson,
framkvœmdastjóri.
ARNÓR BENÓNÝSSON. „Ég var kallaður á fund Arnórs
Benónýssonar og Sigurðar Arnórssonar, laugardaginn
12. ágúst, þar sem þeir hótuðu mér að ef ég féllist
ekki á að gera við þá starfslokasamning yrði fram-
kvæmdastjórn kölluð saman næstkomandi mánudag
og mér sagt upp störfum."
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON. „Er ekki kominn tími til
þess að forysta Alþýðuflokksins standi við stóru orðin
varðandi siðvæðingu í stjórnmálum og opnun bókhalds
stjómmálaflokka?"