Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 11
HMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 11 afssonar var sigurviljinn aftur til staðar, leikgleðin — og meistaraheppnin. Til erkiandstæðinganna Nokkrum dögum eftir Fey- enoord-leikinn haustið 1993 var Guðjón kominn með KR- nælu í jakkaboðunginn. Tilfinningarnar milli KR-inga og Skagamanna hafa alltaf ver- ið dálítið blendnar. Einu sinni var sú tíð þegar þessi félög skiptu réttlátlega með sér heiminum. Þetta voru erki- fjendur, en þó var þar á milli gagnkvæm virðing, eins og oft er meðal verðugra andstæð- inga. Liðin unnu Islandsmeist- arabikarinn á víxl, önnur lið fengu einfaldlega ekki að kom- ast að. En svo tók þessi ein- falda og góða heimsmynd að riðlast; tímamótaatburðurinn var þegar Eyleifur Hafsteins- son, geysisnjall leikmaður, flutti ofan af Skaga í bæinn um miðjan sjöunda áratuginn. Hann gekk í KR. Svona atburð- ur hefði nánast verið óhugs- andi fyrr en þá. Félögin áttu sína menn með húð og hári. Það varð uppi fótur og fit á Skaganum; heimamenn voru fullir gremju í garð Eyleifs. Tuttugu árum síðar endur- tekur sagan sig. Þá voru leik- mannaskipti reyndar orðin tíð í íslenskum fótbolta, en það var enginn venjulegur leikmað- ur sem skipti um félag. Pétur Pétursson hafði dvalið í út- löndum, náð miklum knatt- spyrnuframa, en svo kom hann heim, spilaði hluta úr keppnis- tímabili með Akranesi og tryggði félaginu bikarmeistara- titil með góðum mörkum. Svo gekk hann í KR og átti mikinn þátt í að drífa upp stemmningu sem hafði vantað í Vesturbæ- inn í mörg ár. En Akurnesingar undu þessu illa og Pétur fékk að heyra það þegar hann spil- aði uppi á Skaga. Og svo Guðjón. Hann er auðvitað ekki maður sem nennir að standa í ein- hverri lognmollu. Kannski var þetta orðið einum of auðvelt fyrir hann uppi á Skaga, að hafa varla að öðru að stefna en að vinna mótið með ennþá meiri mun og skora ennþá fieiri mörk. Samt kom það á óvart þegar hann ákvað að ganga í raðir KR-inga og gerði tveggja ára samning við Vest- urbæjarliðið. Auðvitað var þetta í aðra röndina spurning um peninga og gylliboð, en kannski togaði það ekki síður í Guðjón að þetta var erfiðasta verkefni sem hægt var að hugsa sér í íslenskum fótbolta; lánleysi KR, þessa stóra og virðulega félags, hafði verið svo algjört í tuttugu og fimm ár, þar voru menn orðnir illa krepptir í sálinni af því að mæna löngunaraugum á bikara sem höfðu ekki unnist. Það hafði heldur enginn riðið feit- um hesti frá því að mistakast að gera KR að meisturum; sag- an sýndi að markaðsverðmæti notaðra þjálfara frá KR var ekki mikið. Guðjón tók sem- sagt allverulega áhættu, en KR- ingar hugsuðu á móti að í Guð- jóni hefðu þeir ekki einasta góðan þjálfara heldur ekki síð- ur sigursælan mann, það sem heitir á útlensku „born winn- er“. Söguburður af Skaga Þegar Guðjón hætti að þjálfa á Skaganum var eins og opnuð- ust allar gáttir; snögglega var eins og eitthvert samsæri þagnarinnar hefði verið rofið og heimamenn reyndust boðn- ir og búnir að rifja upp ótal sögur af Guðjóni, flestar mis- fagrar. Hetjan sem hafði verið einn kærasti sonur bæjarins nokkrum vikum fyrr og fært honum stolt og sigurgleði var alit í einu útmálaður sem hinn varasamasti gallagripur. Und- irritaður skrifaði grein um Guðjón á svipuðum tíma árs í hitteðfyrra og varð raunar steinhissa á öllum söguburðin- um af Skaganum og hversu fús- ir Akurnesingar voru til að að greiða úr þessum sálar- flækjum og smita KR-inga af ódrepandi sigurviljanum. Kannski var þetta heldur ekki síður spurning um aga sem lengi skorti í KR-liðið. Fyrri þjálfurum gekk erfiðlega að fá Flestar sögurnar voru tœpast prenthœfar, en yfir- leitt gengu þœr út á vín og konur og hversu óút- reiknanlegur Guðjón er í hátt, til dœmis í keppnis- ferðum erlendis. sverta nafn þessa manns sem hafði fært þeim tvo íslands- meistaratitla. Flestar sögurnar voru tæpast prenthæfar, en yf- irleitt gengu þær út á vín og konur og hversu óútreiknan- legur Guðjón er í hátt, til dæm- is í keppnisferðum erlendis. leikmenn til að haga sér skikk- anlega yfir stutt keppnistíma- bilið og var til dæmis frægt þegar tveir liðsmenn ætluðu að efna til drykkjuveislu þegar meistaraflokkur var í æfinga- búðum í Reykholti. Hjá Guð- jóni kemst enginn upp með er til fyrirmyndar og flestir af leikmönnunum í byrjunarlið- inu eiga sæti í landsliði. Líkum hefur verið að því leitt að Guð- jón taki með sér þá Guðmund Benediktsson og Steinar Ad- olfsson frá KR, óhemjumikil- væga leikmenn, en að auki hyggist Mihailo Bibercic leita á önnur mið. Þetta þýðir, í gróf- um dráttum, að það KR-lið sem Guðjón byggði upp er ekki til lengur. Nýr þjálfari þyrfti að hugsa bæði sókn og vörn upp á nýtt. Kóngurinn og hirð hans Sem þjálfari hefur Guðjón haft orð á sér fyrir að leggja mikla rækt við einstaka leik- menn og skoða þá af mikilli ná- kvæmni, bæði styrkleika þeirra og veikleika. Með þessu móti hafa ýmsir leikmenn tekið gríðarlegum framförum undir stjórn hans. En Guðjón er líka af Skaganum nú þegar hann veit af Guðjóni á Akraborginni. Af þessu er saga sem þykir nokkuð dæmigerð fyrir aðferð- ir Guðjóns og skapgerð: Fyrir nokkrum árum talaði hann við leikmann sem hugsaði sér til hreyfings frá einu Reykjavíkur- féiaginu. Guðjón bauð honum að koma upp á Skaga. Leik- maðurinn fór strax að tala um peninga. Guðjón sagði að hann gæti ekki boðið mikla peninga - en hann hefði gott lið. Það kveikti engan sérstakan áhuga hjá leikmanninum og þá var ekki um fleira að ræða. Ef að líkum lætur mun Guðjón aldrei framar biðja þennan mann að koma í lið hjá sér. Óiíkindatóliö Guðjón Það voru Guðjóni greinilega mikil vonbrigði að vera ekki boðin staða landsliðsþjálfara. Líklega hefði hann þegið hana, Skagaliðinu nægan sóma. Aö fara eða vera Nú hefur Guðjón Þórðarson ákveðið að fara aftur heim á Akranes. Bæði KR og ÍA gerðu honum afar hagstæð tilboð, en þegar á hólminn kom reyndust KR-ingar ekki nógu fjársterkir til að geta staðið í uppboði um þjálfara. Guðjón veit vel að hann getur gert kröfur um laun og vinnuskilyrði sem áður hafa ekki þekkst í íslenskum fót- bolta; um hríð beið hann átekta en ákvað svo að skrifa undir fjögurra ára samning við Akranes. Líklega vita ekki aðrir en hann og forystumenn knatt- spyrnumála á Skaganum hvað í honum felst. Eftir árangur Guðjóns í Evr- ópukeppni síðustu árin hefur manni samt ekki fundist óeðli- legt að erlend lið færu að veita honum athygli og jafnvel leita þekktur fyrir að eiga sína uppáhaldsleikmenn sem hann stendur með gegnum þykkt og þunnt; að því er jafnvel ýjað að honum sé of hætt við að gera upp á milli einstakra leik- manna. Kjarni málsins er hins vegar að Guðjón reynist oftast hafa rétt fyrir sér að lokum. Þannig fór óskaplega í taugarn- ar á KR-ingum fyrripart sumars hversu mikið traust hann bar til Serbans Bibercic sem var nánast fyrirmunað að skora mark og virtist alltof svifaseinn til að spila fótbolta. Seinnipart sumars kom hins vegar í ljós hversu mikilvægur leikmaður Bibercic er; samstarf hans og Guðmundar Benediktssonar varð smátt og smátt mjög fág- að og skilaði mörgum mörkum. Að sumu leyti virðist Guðjón eins og kóngur í sínu ríki sem dreymir um að hafa um sig hirð leikmanna sem honum lík- ar við. Sagt er að hann bjóði mönnum aldrei tvisvar í lið hjá sér; hann hringir aldrei aftur í þá sem einu sinni hafa sagt néi við hann. í hirðinni sem Guð- jón vill helst taka með sér hvert sem hann fer eru meðal annarra leikmenn eins og Kristján Finnbogason mark- vörður, áðurnefndur Bibercic sem Guðjón raunar fékk til landsins á sínum tíma, Steinar Adolfsson og bróðir hans Ólaf- ur, og kannski bætist Guð- mundur Benediktsson í hópinn ef hann fer með Guðjóni upp á Skaga. Við aðra leikmenn líkar honum alls ekki; til dæmis fór Bjarki Pétursson í snarhasti frá KR þegar Guðjón tók við taumunum þar og ekki er ósennilegt að Bjarki forði sér alltént taldi hann sjálfsagt að sér yrði boðin hún. Hann gat ekki leynt gremju sinni í garð forystu Knattspyrnusambands íslands og gaf heldur klaufaleg- ar yfirlýsingar þess efnis í blöð. Fæstir efast um að Guðjón er vel hæfur í starfið, varla heldur Eggert Magnússon, forseti KSÍ, en þótt það hafi ekki verið sagt upphátt hefur flestum fótbolta- áhugamönnum verið ljóst að ástæðurnar fyrir því að Guðjón var ekki valinn eru ekki af fót- boltalegum toga heldur per- sónulegum. Logi Ólafsson hef- ur náttúrlega ekki sannað hæfni sína sem þjálfari neitt í líkingu við Guðjón, en hann er óneitanlega miklu meðfæri- legri maður — og máski við- eftir starfskröftum hans. Hann hefur tekið íslensk lið sem eðli málsins samkvæmt ættu ekki að hafa roð við erlendum stór- liðum og fengið þau til að spila eins og sá sem valdið hefur. Líkt og áður er komið fram er Guðjón afar metnaðarfullur maður og nú hefur hann kosið að fá metnaði sínum svalað heima á Akranesi. Hann getur náttúrlega stefnt að því að gera liðið að meisturum næstu fjögur árin og ná enn betri ár- angri í Evrópukeppni. En er hann þá ekki kominn að ystu endimörkum þess sem íslensk- ur fótbolti getur boðið upp á, svona fyrst hann fékk ekki að stjórna landsliðinu? Er ekki eðlilegt að hann finni sér ný markmið til að keppa að, fylgdi Frysta KSÍ mun einfaldlega hafa óttast að ólík- indatólið Guðjón gœti orðið til vandrœða, í dœmið mun hún án efa hafa reiknað sögurnar sem ganga afGuðjóni — þá frœgustu þegar komst í blöð að hann hefði bitið EinarKárason rithöfund. kunnanlegri. Forysta KSÍ mun éinfaldlega hafa óttast að ólík- indatólið Guðjón gæti orðið til vandræða, í dæmið mun hún án efa hafa reiknað sögurnar sem ganga af Guðjóni — þá frægustu þegar komst í blöð að hann hefði bitið Einar Kára- son, rithöfund og Frammara, á uppskeruhátíð knattspyrnu- manna haustið 1993. Guðjón mun hafa verið undir áhrifum áfengis og mislíkað þegar hon- um þótti Einar, aðalræðumað- ur kvöldsins, ekki sýna sér og kannski í fótspor Þórðar sonar síns og leitaði hófanna um starf í útlöndum? Gæti maður með þessa miklu hæfileika, sérgáfu liggur manni við að kalla það, ekki þjálfað fram- bærilegt lið suður í Evrópu? En kannski er það satt sem Guð- jón hefur sagt sjálfur að það sé næsta vonlítið að margar þjóð- ir fari að leita eftir íslenskum knattspyrnuþjálfurum. lenskt félagslið hefur spilað. Ástæðurnar fyrir því hvað KR hafði gengið illa voru kannski ekki síður sálrænar en líkamlegar. Liðið var alltaf ein- kennilega brothætt, þrátt fyrir að með því spiluðu snjallir ieikmenn sem áttu að geta unnið íslandsmót, að minnsta kosti á pappírunum. Það var líkt og KR-ingar væru löngu búnir að missa trúna á að þeir gætu unnið alvörukeppni og kannski höfðu þeir glatað sig- urviljanum líka. Guðjóni tókst Víst er að nú þegar Guðjón hefur valið að fara aftur heim á Akranes eiga KR-ingar varla eftir að vanda honum kveðj- urnar, fremur en Skagamenn fyrir tveimur árum. Sú spurn- ing leitar líka á marga KR-inga hvort hann muni skilja eftir sig sviðna jörð í Vesturbænum þrátt fyrir velgengni síðustu mánaða. Hann tekur við frá- bæru búi á Skaganum og það er næstum eins og hann hafi aldrei farið; félagið er hið fjár- sterkasta á íslandi, aðstaðan Margir fótboltamenn muna enn viðureignir sínar við Guðjón og bera máski enn merki eftir þœr — kannski mundu sumir hreinlega segja að hann hafi verið tuddi. Eftir þetta kemur nokkuð á óvart að Guðjón skuli kæra sig um að fara aftur upp á Skaga svo stuttu síðar, því náttúrlega fór hann ekki varhluta af sögu- burðinum. En Guðjón er vita- skuld borinn og barnfæddur Skagamaður, hann á einbýlis- hús á Akranesi sem hann hefur ekki selt, svo máski gróa sárin fljótar en vænta mátti. KR-álögin rofin Væntingarnar sem KR-ingar gerðu til Guðjóns gengu eftir. Honum tókst að rjúfa bikar- álögin. Undir stjórn Guðjóns urðu KR- ingar tvívegis bikar- meistarar. Árangur liðsins á ís- landsmótinu í fyrra var raunar ekkert til að hrópa húrra fyrir, það vantaði stöðugleikann í liðið til að svo mætti verða. Sjálfur hafði hann raunar margendurtekið að ekki væri að vænta neinna kraftaverka, íslandsmeistaralið yrði ekki skapað á einni nóttu. Það var í raun ekki fyrr en nú seinnipart sumars að fór að koma í ljós að Guðjón skilaði KR-ingum því sem af honum var ætlast og kannski gott betur. Liðið átti svosem aldrei neina möguleika á að vinna íslandsbikarinn — til þess voru yfirburðir Akur- nesinga of miklir — en í sumar- lok sprakk liðið út og spilaði skemmtilegan og árangursrík- an sóknarfótbolta þar sem handbragð Guðjóns leyndi sér ekki í hröðu spili upp kantana, fáum snertingum við boltann og nánu samspili sem nær frá aftasta manni til hins fremsta. Líkt og til að árétta að KR stæði Akranesi ekki langt að baki vann liðið glæsilegan sig- ur á Skaganum vestur í Frosta- skjóli. Við bættist góður leikur gegn Vestmanneyingum og svo stórleikurinn gegn ensku bikarmeisturunum Everton á Laugardalsvelli sem KR-liðið var óheppið að tapa 3-2. Guð- jón sagði liðinu að spila sókn- arbolta og margir telja að það sé besti Evrópuleikur sem ís- slíkan moðreyk; hann er ein- faldlega of mikill herstjóri til að leikmenn láti sér koma það til hugar. Lltil alþýðuhylli Þrátt fyrir að Guðjón hafi tryggt KR-ingum langþráðan árangur er varla hægt að segja að hann hafi notið sérstakrar hylli meðal áhangenda KR. Kröfurnar sem þeir gerðu til hans voru nánast óbilgjarnar og þeir voru fljótir að finna að þegar eitthvað fer úrskeiðis. Máski er Guðjón heldur ekki maður sem nýtur alþýðuhylli; til þess er hann of einþykkur og sérlundaður og óvanur að beita einhverju rósamáli. Það verður seint sagt að hann sé mjög hlýr persónuleiki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.