Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 05.10.1995, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER1995 10 Stórliðin KR ogAkranes hafa að undanförnu bitist um Guðjón Þórð- arson knattspyrnuþjálfara. Hann tilkynnti í gœrkvöldi að hann hefði ákveðið að ganga á nýjan leik til liðs við Skagamenn, enda er vitað að þeir buðu honum meira fé en áður hefur þekkst í íslenskum fótbolta. Egill Helgason skrifar hér um Guðjón Þórðarson, manninn og knattspyrnuþjálfarann. Um Winston Churchill hefur verið sagt að hann hafi verið maður sem var frábært að eiga að í stríði en óþolandi í friði. Þetta vissu Bretar mætavel; þegar heimsstyrjöldin síðari braust út var Churchill nánast sjálf- kjörinn leiðtogi breska heims- veldisins, þegar friður komst á voru Bretar ekki lengi að koma honum úr stóli forsætisráð- herra. Kannski má heimfæra þessi orð upp á Guðjón Þórð- arson. Hann er óneitanlega framúrskarandi liðsmaður í því stríði sem fótboltinn er, en þegar boltanum sleppir fer honum að leiðast og þá er eins líklegt að liðveisla hans geti orkað meira tvímælis. Lýðræðislegar aðferðir hafa svosem sjaidnast dugað til að ná einhverjum árangri í stríði — hvað þá fótbolta — og Guð- jón ber vissulega með sér nokkuð hermennskulegt yfir- bragð. Hann vill ráða öllu sem snertir liðið hans og þolir ekk- ert múður; á einhverju annars konar íslandi hefði hæglega mátt hugsa sér hann sem liðs- foringja í her. En það er enginn her og Guðjón fór í fótboltann, í Akranes, KA og KR. Hörkulegur maður Þeir sem hafa minnstu snoð- rænu af knattspyrnu ættu að vera farnir að kannast við svip- inn á Guðjóni þegar hann fylg- ist með leikmönnum sínum í keppni; einbeitingin er algjör, hann kiprar augun sem eru dökk og sterk, stundum virðist hann fram úr hófi áhyggjufull- ur, stundum kankvís, — kannski af því honum finnst þetta svo skemmtileg íþrótt — en svo er skorað mark og þá kemur fram sigurvímusvipur sem er orðinn kunnuglegur af myndum; augun leiftra og kipr- ast ennþá meira saman, brosið eins og brýst fram á andlitið. Þeir sem muna dálítið aftur í tímann kannast við þessi svip- brigði frá því að Guðjón var sjálfur leikmaður. Kannski heitir það ekki síður að vera glaðbeittur en einbeittur. Samt er líka eitthvað hörkulegt í fasi hans; maður mundi ekki vilja abbast upp á þennan mann, enda er sagt að hann reyni að hafa járnaga á leikmönnum. Það kemur varla á óvart að metnaður er einn ríkasti eigin- leikinn i fari hans, hann þykir svo metnaðargjarn að mörgum þykir reyndar nóg um. Sjálfur telur hann metnað góðan og já- kvæðan eðliskost, hann er í knattspyrnunni til að ná ár- angri, ekki til að gaufa í ein- hverri meðalmennsku. Sigur skiptir mestu máli. Auðvitað. Hvað annað? Sumir íþrótta- menn eiga langan feril án þess að sigra nokkurn tíma. Guðjón þekkir hins vegar varla neitt annað en sigra. Sem leikmaður og þjálfari hefur hann unnið eina sextán alvörubikara, átta íslandsmeistaratitla og átta bikarmeistaratitla. Hann sagði eitt sinn í viðtali við Eirik Jónsson á Stöð 2 að sigurtil- finningin væri betri en kynferð- isleg fullnæging; eftir því sem maður finni þessa tilfinningu oftar vilji maður meira og meira. Sjálfstraustið virðist líka óbilandi. í viðkynningu þykir hann frekar lokaður maður sem ekki gefur mikil færi á sjálfum sér. En sjálfstraustið smitar út frá sér. Á Akranesi, þar sem atvinnuástandið hefur stundum verið bágt, var haft á orði að hann hefði sjálfstraust sem dygði heilu byggðarlagi. Undir stjórn hans beygir lið eins og KR sig ekki fyrir Ever- ton, frægu félagi sem kostar jafnmikið að reka á viku og KR á heilu ári. Ekki fllnkur leikmaöur Guðjón Þórðarson er enginn nýgræðingur í fótboltanum. Hann var farinn að leika með meistaraflokki Akranesliðsins aðeins sextán ára og spilaði flestalla leiki liðsins í fimmtán ár. Guðjón spilaði alla tíð í vörn og þótti með fádæmum harður af sér og mikill baráttu- maður, en ekkert sérstaklega leikinn með knöttinn. Margir fótboltamenn muna enn viður- eignir sínar við Guðjón og bera máski enn merki eftir þær — kannski mundu sumir hrein- lega segja að hann hafi verið tuddi. Guðjóni hefur þó verið sagt það til hróss að hann hafi gert sér fullkomna grein fyrir takmörkunum sínum sem leik- maður og vitað upp á hár hvað hann gat og hvað hann gat ekki og því verið fjarska áreiðanleg- ur. Það má kannski segja Guð- jóni til afbötunar sem leik- manni að hann hlaut fremur stopula þjálfun, því faðir hans Þórður var skipstjóri og Guð- jón var oft með honum á sjó, meðal annars bæði árin sem hann var í þriðja flokki. Sjálfur hefur hann sagt að hann hafi alltaf þurft að hafa mikið fyrir hlutunum; það hafi að vissu leyti orðið sér til skilningsauka og til gagns í þjálfarastarfinu. Ekki það að Guðjón væri ekki nógu sigursæll sem leikmaður: Fimm sinnum varð hann ís- landsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Með honum léku stórleikmenn eins og Ámi Sveinsson sem var honum lengi samferða í fótboltanum, Sigurður Lárusson, Jón Al- freðsson, Karl Þórðarson, Teitur Þórðarson og Pétur Pétursson, svo fáeinar knatt- spyrnuhetjur Skagans á þess- um árum séu nefndar. Meistarí á Akureyri Árið 1987 tók Guðjón við þjálfun Skagaliðsins í fyrsta sinn, þá aðeins 32 ára og nýbú- inn að leggja fótboltaskóna á hilluna. Þetta var fremur erfið- ur tími, því ýmsir lykilmenn liðsins voru hættir og Pétur Pétursson farinn til KR. Liðinu tókst þó að ná Evrópusæti. Guðjón fór á sjóinn á loðnuver- tíð, en þaðan fór hann norður í land og tók við þjálfarastarfinu hjá Knattspyrnufélagi Akureyr- ar, enda var hann þá skilinn við fyrri konu sína og ekki enn kvæntur þeirri seinni, Hrönn Jónsdóttur. Með henni á hann tvo syni, Atla sem fæddur er 1988 og Tjörva sem fæddist 1990, og fóstursoninn Leó. Af fyrra hjónabandi á Guðjón syn- ina Þórð, Bjama Guðjón og Jóhannes Karl sem allir hafa getið sér gott orð í knatt- spyrnu. Fyrsta árið sem Guðjón var á Akureyri varð KA í fjórða sæti í fyrstu deild og þótti ágætur ár- angur. Næsta ár, 1989, gerðust svo þau undur og stórmerki að Akureyrarlið varð íslands- meistari í fyrsta skipti og þótti furðu sæta, enda ber flestum saman um að KA-liðið hafi varla verið nema miðlungslið þrátt fyrir árangurinn. Liðið „datt óvænt í að vinna mótið“, eins og Guðjón hefur sjálfur orðað það; fékk aðeins 34 stig og skoraði 29 mörk sem er ekki mikið miðað við stigin 49 sem Skagaliðið fékk á sig undir stjórn Guðjóns 1993 og mörkin 62 sem það skoraði. Kannski skildi það KA-liðið helst frá öðrum liðum í deildinni að það virtist ekki skorta sjálfstraust; það var þarna fyrir norðan að menn sáu að kominn var fram knattspyrnuþjálfari sem þyrfti að reikna með. Næsta ár var KA-liðið hins vegar í mestu brösum, það hafði misst marga leikmenn, meðal annars Þorvald Örlygs- son, leikmann íslandsmótsins 1989, og sýndi engin tilþrif sem hafa náð að festast í minni. Þetta ár, 1990, er síðasta árið á þjálfaraferli Guðjóns að hann hefur ekki skilað einhvers kon- ar titli, og segir sína sögu um árangur hans. Fáeinum árum eftir að Guðjón fór frá Akureyri var KA komið niður í aðra deild og er þar enn. Besta lið á íslandi Eftir þetta fór Guðjón heim á Akranes og tók aftur við Skaga- liðinu, sem þá var aldrei þessu vant í annarri deild. Þangað hafði liðið farið undir stjórn George Kirby sem Skagamenn og Guðjón þekktu að engu öðru en góðu, því hann gerði liðið tvívegis að íslandsmeist- urum á áttunda áratugnum. Nú var annað upp á teningnum og rigningardaginn haustið 1990 þegar KR sendi Akranes niður í aðra deild var lítil kátína á Skipaskaga. En liðið átti í sínum röðum efnilega leikmenn sem líklegir voru til afreka. Guðjón notaði árið í annarri deild mjög vel og kannski er það þá að knatt- spyrnuáhugamenn fóru að fá alvarlegan pata af því til hvers hann var líklegur. Sjálfur hefur hann sagst hafa viljað ná upp liði sem yrði „sterkara, kvik- ara, hvassara, betur þjálfað og í betra formi en áður hafði tíðkast á íslandi". Þetta gekk eftir og undir stjórn Guðjóns varð Skagalið- inu ekki skotaskuld úr að vinna sig upp úr annarri deild, en lík- lega hefur ekki einu sinni hann sjálfur látið sig dreyma um að Akranes yrði íslandsmeistari jafnskjótt og liðið kæmist í fyrstu deild. Það hefur aldrei gerst áður í íslenskri fótbolta- sögu. Guðjóni hafði tekist að koma saman liði sem flestir telja að sé besta félagslið á ís- landi fyrr og síðar, og er vissu- lega það sigursælasta, liðið sem settist í efsta sæti íslands- mótsins í fótbolta í 8. umferð mótsins 1992 og hefur setið þar síðan; liðið sem hefur að kjarna Sigurð Jónsson, Harald Ingólfsson, Sigurstein Gísia- son, Alexander Högnason, ÓI- af Adolfsson — leikmann sem Guðjón uppgötvaði og tókst að breyta úr slökum meðalmanni í landsliðsmann. Og að auki menn sem hafa komið og farið: Ólaf Þórðarson, Lúkas Kostic, Mihailo Bibercic, tvíburana Amar og Bjarka Gunnlaugs- syni og Þórð Guðjónsson, einn af fimm sonum Guðjóns. Ekki færri en átta af þessum máttar- stoðum Skagaliðsins hafa leik- ið mikilvæga landsleiki fyrir Is- land. Nýr og betri fotbolti Það var einfaldlega eins og hefði opnast ný vídd í íslensk- um fótbolta sem satt að segja hafði ekki verið neitt tiltakan- lega beysinn árin á undan. Undir stiórn Guðjóns varð Akranes Islandsmeistari 1992 og ísiands- og bikarmeistari 1993. Sama haust vann Akra- nes frækinn sigur á hollenska liðinu Feyenoord í Evrópu- keppni. Áhorfendur gátu held- ur ekki annað en hrifist með, þetta var hraður, einfaldur, stílhreinn, glaður og árangurs- ríkur fótbolti, því gátu ekki einu sinni þeir sem finnst út í hött að halda með Skaganum neitað. Það var einfaldlega eins og liðið væri gætt ein- hverjum töframætti og önnur íslensk lið stóðust ekki sam- jöfnuð, ekki einu sinni helstu meistaralið eins og KR upp úr 1960, Valur 1978, Fram upp úr 1985 eða önnur og eldri gull- aldarlið Skagamanna. Að auki virtist liðið hafa til- einkað sér það viðhorf að leyfa sér einfaldlega ekki þann mun- að að tapa leikjum, ólíkt til dæmis KR-liðinu, en á árunum tveimur í Vesturbænum hefur Guðjóni ekki tekist að afstýra því að KR á til að leika afar illa, sérstaklega gegn slakari liðum. En þá sjaldan að Skagaliðið hans Guðjóns lék illa bættu piltarnir það upp með næstum látlausri meistaraheppni sem oftast fylgir góðum liðum. Skagaliðið dalaði ögn undir stjórn Harðar Helgasonar sumarið 1994 en vann samt fs- landsmeistaratitilinn örugg- lega. Skagamenn sættu sig ekki við það — þeir vilja bara það besta - og undir stjórn Loga Ól- Hann er óneitanlega framúrskarandi liðsmaður í því stríði sem fótboltinn er, en þegar boltanum sleppir fer honum að leiðast og þá er eins líklegt að liðveisla hans geti orkað meira tvímœlis. Máski er Guðjón heldur ekki maður sem nýtur al- þýðuhylli; til þess er hann ofeinþykkur og sérlundaður og óvanur að beita einhverju rósamáli. Það verður seint sagt að hann sé mjög hlýr persónuleiki.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.