Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 HP spyr Efhún Hrafnhildur okkar „Ungfrú ís- land“ hefði fengið að keppa í „Miss World", sem nú stendur yfir, myndi hún ekki örugglega vinna? Jakob Þór Jakobsson púlkarl: „Alveg örugglega. Gull- falleg hreint.“ Börkur Gunnarsson blaðburðardrengur: „Jú, það er engin spurn- ing. Ég hef að vísu ekki séð hana, en hún er ís- lendingur þannig að hún hlyti að vera sigur- strangleg." Róbert tsleifsson nemandi: „Hún myndi að minnsta kosti fara í topp þrjú. Ég þori ekki að fara með það hvort hún ynni.“ Hunter ljósmyndari: „Fær hún ekki að fara? Það er synd og skömm. Heimskulegar reglur eru skapaðar til að brjóta. Það er heilbrigt að skulda og það er heimskulegt að hún skuli ekki fá að keppa út af einhverri smáskuld." Hilmar Ramos nem- andi: „Pottþétt. Þetta er slæmt mál.“ Róbert Baldvinsson hugsuður: „Alveg örugglega. Hver er „Ungfrú ísland“? Hrafnhildur? Hún myndi vinna.“ Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fékk ekki að keppa í yfirstandandi Miss World-keppni sem haldin er í Jóhannesarborg vegna kostnaðar. Fétur Gautur myndlistar- maður hyggst kæra kollega sinn fyrir hönnunarstuld. Ef af verður er um að ræða prófmál fyrir Myndstef, hagsmunafélag SÍM, og önnur skyld félög. ,4 ugljósasti hönnunar- stuldur sem fólk hefur séðu Mí RtyisS'.íí/í MywMhtft' fíiífifrfi ■Stmxi 'íh/tmhU i KtMtttMsi tt $ý/t/»yjir; }{<//yýn<itÍf!i$/<> /993 /'<••>'«'.1 iití'tM/jtvit Í99'< 7ÍT JL 'ér fannst þetta bara fyndið í fyrstu, sérstak- lega þegar ég sá hversu nákvæm eftirlíking- .in er af sýningarskrá minni, en svo fóru að renna á mig tvær grímur, enda er þetta augljósasti hönnunarstuldur sem fagfólk og fólk almennt hef- ur séð,“ segir Pétur Gautur myndlistarmaður, sem brá heldur betur í brún þegar hann kom til lands- ins á dögunum í þeim tilgangi að opna sýningu. Það fyrsta sem hann fregnaði við komuna til lands- ins var að sýningarskrá, sem hann lét hanna fyrir sig fyrir rúmu ári, hefði verið nákvæmlega endur- gerð af kollega hans, Ragnari Jónssyni, að sögn með þeim hætti að annað eins hefur ekki sést á ís- lenskum hugverkamarkaði. Pétur segir eðlilega hafa fokið í Björn Jónsson á auglýsingastofunni Atómstöðinni, sem sá um að hanna bæklinginn fyrir hann. „Þegar Björn komst í bæklinginn hans Ragnars hringdi hann upp í Gut- enberg, þar sem bæklingurinn var prentaður, og fékk þær upplýsingar að Ragnar hefði skellt bæk- lingnum mínum á borðið og beðið um alveg eins bækling. Ég lít ekki bara á þetta mál sem stuld af hálfu Ragnars heldur líka af hálfu prentsmiðjunnar og er reyndar miklu reiðari út í þann í prentsmiðjunni sem kópíeraði bæklinginn — þetta hugmynda- snauða strákgrey sem ég verð að kalla svo — því prentsmiðjan á að passa upp á allt svona." Eftir að hafa íhugað málið vandlega segist Pétur nú hafa í hyggju að kæra stuldinn til Myndstefs, sem er tiltölulega nýtt hagsmunafélag SÍM og ann- arra skyldra félaga. „Ég veit ekki hversu langt ég fer með þetta prófmál; hvort ég fer í skaðabótamál eða hvað. Það er bara prinsippmál að menn séu ekki að stela svona hver frá öðrum. Það má líka benda á að á meðan ég borga háar upphæðir fyrir hönnun borgar hann ekkert nema prentkostnað- inn.“ Bæklingar Péturs Gauts og Ragnars Jónssonar eru nánast eins og fullyrt að annar eins hönnunarstuldur hafi vart sést. Ragnar benti á það í samtali við HP að hann væri að auglýsa myndir sínar, ekki bæklinginn. í samtali við HP kvaðst framkvæmdastjóri Gut- enberg-prentsmiðjunnar, Steinþór Hálfdánarson, ekki kannast við málið. „Það kemur flest til okkar á diskum og er yfirleitt prentað beint, sérstaklega eru sýningarskrár afar sjaldan hannaðar hér.“ En nú er bœklingurinn augljósiega merktur Atóm- stöðinni? „Eins og ég segi þá þekki ég ekki þetta mál, en mikii ósköp; hér er alltaf mjög vel passað upp á höfundarrétt á myndum og öðru hugverki." HP náði einnig tali af Ragnari Jónssyni myndlist- armanni, sem játti því að hann hefði sýnt skrá Pét- urs Gauts í Gutenberg þegar hann lét prenta sína skrá þar í fyrra. „En það var með brotið í huga. Hann hefur ekki einkarétt á litum.“ Nú er þetta svo augljóst; litirnir, stafagerðin og allt í bœklingnum. „Stafirnir eru kannski keimlíkir og litirnir líka, en eins og ég segi sýndi ég þeim, sem hannaði bækl- inginn fyrir mig hjá Gutenberg, þennan bækling með stærðina í huga. Annars vil ég benda á að ég er að auglýsa myndirnar mínar í bæklingnum — ekki hann sjálfan. Mér þykir leitt ef þetta er of líkt. Er þessi viðskiptaheimur ekki annars hver stæling- in ofan í aðra?“ GK Síðasta vígi íslenskra sósíalista? Nú hefur Helgarpósturinn loks- ins fundið það sem við telj- um næsta víst að sé síðasta vígi íslenskra sósíalista eftir að Óli kommi flutti frá Hornbjargsvita. Og viti menn: Athvarfið fannst á Akranesi þar sem félagsheimilið Rein dafnar sem aldrei fyrr. í símaskránni er það skráð sem Rein, félagsheimili sósíalista og er til húsa á Suðurgötu 67, sími 431-1630. Gott er að vita, fyrir til- vistarkreppta sósíalista á land- inu, að þarna á Akranesi geta þeir fundið skjól fyrir skoðanir sínar, enda bærinn löngum þótt umburðarlyndur og sérstæður í meira lagi (steinsteypta gatna- kerfið og allt það). Óli hlýtur að vera vikulegur gestur... O’Brien djammar með þotuliðinu Höfundur söngleiksins Rocky Horror Picture Show, sem nú er sýndur í Loftkastalanum, kemur til landsins á föstudag. Er tilefnið að tuttugu ár eru lið- in frá því samnefnd kvikmynd, sem tilheyrir orðið cult-kvik- myndaflokknum, var frumsýnd. Samkvæmt heimildum HP mun höfundurinn, Richard O’Brien, hafa I nógu að snúast þá tvo sólarhringa sem hann dvelur hér á landi. Fyrir utan að fara á sýningar í Loftkastalanum bæði á föstudags- og laugardags- kvöld verður til dæmis gert vel við hann í mat; fyrir sýningu á föstudag eldar Sigurður Hall ofan í hann og áhangendur hans á Kaffibarnum; á hádegi á laugardag verður sest að snæð- ingi á veitingastaðnum Við Tjörnina og um kvöldið liggur svo leiðin á Astró. Til marks um virðinguna sem O’Brien nýtur í heimalandi sínu má geta þess að nýlega birtist myndasyrpa af fimmtíu þekktustu leikurum og leikritahöfundum Breta í tíma- ritinu Vanity Fair og var Ri- chard O’Brien, alías Riff Raff, þeirra á meðal... Umrœðuefni vikunnar Heimir Steinsson fékk áfram kröfugerðir frá Onundi Asgeirssyni um skýringar og afsök- unarbeiðni vegna kláms og siðleysis í Sjónvarpinu. Presturinn haggast ekki í helli sínum. Gunnlaugur Sigmundsson upplýsti að Byggðastofnun hefði bruðlað stórkostlega þegar hún innréttaði nýtt hús sitt við Engja- teig. Þjóðinni þótti þetta álíka stórtíðindi og að sólin kæmi upp í austri. Steingrímur Hermannsson og Seðlabankinn gáfu út 2000 krónu seðil og 100 krónu mynt og sáu sérstaklega til þess að blindir gætu illa not- að seðilinn. Þeir sem ætluðu einmitt að gera sér glaðan dag fyrir fátæklegar tryggingabæturnar. Kristín Ástgeirs og hinar í Kvennalistanum hnakkrifust við sjálfar sig á landsfundi um allt milli himins og jarðar. Þó náðist samkomulag í hópastarfi um að efla hópastarfið — einkum með auknu hópastarfi. Var myndin afHeiðarí sett á Inter- netið í Svíþjóð? Enn eru svonefnd „Akur- eyrarmál” Heiðars Jóns- sonar snyrtis — þar með talið hið meinta blygðunar- semisbrot hans — og spurn- ingin „hver setti myndina af Heiðari á Internetið?” í brenni- depli. Nú hefur Helgarpðstur- inn fregnað að getgátur séu uppi um að sé íslenskur nem- andi í sænskum skóla eigi þann vafasama heiður að hafa sett myndina á Netið. Ekki er ljóst nákvæmlega hvernig þessi hugsunarlitli landi okkar hefði getað fengið myndina, en tveir möguleikar eru fyrir hendi. Annaðhvort fékk hann myndina eða filmuna með hefðbundnum pósti eða þá að einhver svipað þenkjandi hér á landi sendi myndina einfald- lega með tölvupósti. Þess má geta að þótt myndir séu send- ar með tölvupósti eru þær ekki endilega þar með komnar á Netið. Til jaess þarf að koma þeim fyrir á heimasíðum fyrir allra augum (en það var nú væntanlega ekki gert í þessu tilfelli þar sem sú aðferð er auðrekjanleg) eða raðpósta þær á svokallaða tölvupóst- sendilista. Og það getur hvaða barn sem er gert. Ætlunarverk- ið var væntanlega að íslend- ingurinn í Svíþjóð setti mynd- ina atarna á Netið þarna úti svo erfiðara væri að rekja upp- runann. Og það virðist hafa tekist. Starfsfólk virðulegs tryggingafyrirtækis í Reykjavík hafði að minnsta kosti ekki hugmynd um hvaðan eða hvernig myndin barst inn á tölvunetið þeirra fyrir skemmstu — en það dró að vísu ekki úr áhuganum á að skoða hana... 2? ...að þessu sinni enginn annar en Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eim- skipafélagsins. Hann er að auka þjónustu við þéttbýl- isstaði á landsbyggðinni og auka skipastól sjáifs óska- barns þjóðarinnar úr fjór- um í sex. Með nýju siglinga- kerfi skipafélags hans kem- ur ram hagkvæmari flutn- ingstími og rúsínan í pylsu- endanum: Breytingarnar auka samkeppnishæfni íslands á tímum vaxandi alþjóðasamkeppni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.