Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 lasii Island Plús Er ísland ekki alveg frábært land, og þjóðin sem byggir það einstök meðal þjóða? Hér skýra nokkrir íslendingar, og út- lendingar búsettir hér, Agli Helgasyni frá fáeinum atriðum sem valda því að þeir búa hér og vildu helst hvergi annars staðar eiga heima. Á íslandi ratar maður alltaf heim einhvern veginn. Togart að nálgast bryggju með hundrað tonn af óunnum fiski um borð. Hlemmur-Lækjartorg í strætó eftir klukkan eitt þegar strætisvagnarnir keyra Sæbrautina. Sigurður Sveinsson handknattleiksmaður Júní. Hvað hér eru mörg veiðivötn og laxveiðiár. Júlí. Náttúran. Ágúst. Ingunn V. Snædal skald og nemi Tjaldútilegur á björtum sumarnótt- um í lopapeysu og strigaskóm með brennivín í pela. Fjallasýnin og sólsetrið í Möðrudal á Fjöllum. Fornsögurnar. Afgreiðslufólk sem brosir, fágætt en frábært. Hvað hér er mikið af fallegum konum. Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður Fegurð náttúrunnar. Þegar sólin skín. Lóan. Lindubuffið. Sumarnætur. Gísli Snær Erlingsson kvikmyndagerðarmaður Smæð þjóðfélagsins. Allir þekkja alla. Hörmungar dynja yfir og þjóðinni finnst að sér vegið. Sam- hugur kemur upp og menn styðja hver annan, einmitt þar sem mann- eskjan er viðkvæmust, í sorginni. Náttúrufegurð landsins. Á erfiðum stundum þarf ekki að fara langt til að hlaða sig orku. Krafturinn sem streymir frá náttúr- unni er slíkur að örstutt ferð nægir til að fleyta manni í gegnum ótrúleg- ustu erfiðleika. Sagnahefðin. Hér þurfa menn ekki að vera rithöfundar til að búa yfir frásagnartækni og vitneskju um atburði. Ótrúleg- ustu menn geta haldið miklum fjölda uppi á skemmtun. Og hér virða menn þá sem kunna að segja sögu. Veðrið. Stilltir og kaldir haust- dagar. Sólin skín, lágt á lofti og faðmar endurnar á Tjörninni. Ákaflega Zen. Slíkir dagar gera að verkum að hér vill maður ætíð búa. Sú staðreynd að jólasveinninn er íslenskur. í alvöru! Húbert Nói myndlistarmaður Hnattstaðan. Tungumálið. Malarvegir. Að ekki skuli vera her. Fjallahringurinn í það og það skiptið. Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi Skáldsögur Halldórs Laxness. Ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Fornsögurnar. Sjálfstæðir einstaklingar sem fara sínar eigin leiðir, óháð tískustraum- um — og finnast sem betur fer þó nokkrir. íslensk jól. Amal Rún Quase Lítið þjóðfélag, mikill samhugur. Fallegt og hreint land. Stöðugt stjórnarfar. Góð lífskjör. Góðar bókmenntir. Sigmar B. Hauksson Islensk náttúra í sinni víðustu mynd. Hún er engu lík og kemur mér alltaf jafn mikið á óvart. íslenska vatnið, heita vatnið og laugarnar sem ég sakna alltaf jafn mikið þegar ég fer út í hinn stóra heim, og líka kalda vatnið sem passar einstaklega vel í gott malt- viskí. Fólkið, þá á ég við íslendinga sem þjóð, einkum þá sem búa hvað af- skekktast og helst vestur á fjörð- um. Veiðarnar, hvergi er betra að veiða fugl eða fisk en hér. Mokkakaffi sem er griðastaður, einkum þegar veðrið er vont og maður vill fá gott kaffi. Páll Rósinkrans söngvari Fallegt kvenfólk. Jet Black Joe. Góður matur. Fámennt en góðmennt. Bingólottó. Gary Gunning blaðamaður Slátur. Sólarlag á sumri. Fáir íbúar. Lögregla sem er ekki glæpsamlega geðveik. Fullar unglingsstelpur. Hulda Hákon myndlistarmaður Kindurnar. Dimmar vetrarnætur. Kristinn Sigmundsson. Rás 1. Sverrir Ólafsson myndlistarmaður og reykkofinn hans. Dr. Gunni Nóg pláss. Hvaða vitleysingur sem er getur orðið alþingismaður, poppstjarna eða vakið á sér gríðarlega eftirtekt og fengið pláss í fjölmiðlum. Skammdegi. Landið er í alla staði svo dúkkulegt að þjóðremba er dæmd til að verða hlægileg. Yfirþyrmandi skandínavískt sósíalöryggi svífur yfir þjóðfé- laginu eins og feit fóstra í lopasokkum. Dóra Takefusa dagskrárgerðarmaður Matur og sælgæti. Uppeldisaðstæður. Fjölskyldan. Vinirnir. Húmorinn. Ari Matthíasson leikari Konurnar. KR. Drykkjumenningin, það er ljóst að engir aðrir en íslendingar kunna að fara með brennivín. Þórðargleðin. Sundlaugarnar. Gérard Lemarquis kennari og fréttaritari Agaleysi, ímyndað eða raunveru- legt, sem á að vernda með kjafti og klóm. Norðanátt og bjartviðri.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.