Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 32

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 32
HELGARPOSTURINN Gárungarnir óðu af stað með sögusagnir þegar Gunnlaug- ur Sigmundsson, alþingis- maður Framsóknarflokks, gerði meint bruðl Byggðastofnunar að umtali í tengslum við húsnæðis- kaup og breytingar við Engjateig (þar sem stofnunin er nú til húsa eftir að utanríkisráðuneytið hrakti hana úr höllinni við Rauðarárstíg). Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar Steingrímur Hermanns- son, núverandi Seðlabankastjóri og þáverandi forsætisráðherra, sá um að Guðmundur Malmquist yrði ráðinn forstjóri Byggðastofnunar mun Gunnlaugur Sigmundsson, samkvæmt heimildum Helgarpósts- ins, hafa sótt það nokkuð fast að hreppa stöðuna. Eins og kunnugt er hlaut Gunnlaugur hana hins vegar ekki og gárungarnir segja að nú sé „hann Gunnlaugur að borga fyrir sig“... Eins og greint var frá í Helgarpóstinum í síðustu viku hafa gríðarleg sjóflóð valdið miklum vandræðum á ísafirði mörg undanfarin ár. Sérstaklega hefur norð- anverð Eyrin orðið illa úti og sjór flætt inn í garða og kjall- ara fyrirtækja og íbúðarhúsa við Hnífsdalsveg og Fjarðar- stræti. Að sögn íbúanna hefur bæjarstjórnin lítið sem ekk- ert aðhafst í að koma upp hæfilegum vörnum gegn flóðum þessum og þeir eru ævareiðir og krefjast úrbóta strttx. Nú hefur blaðinu borist til eyrna að safnast hafi undirskriftir 162 íbúa og starfsmanna fyrirtækja á svæðinu og þær ver- ið afhentar bæjarráði með áfastri kröfu um úrbætur ekki síðar en strax. Þessu til viðbótar heyrði blaðið af íbúa í húsi númer 10 við Hnífsdalsveg er átti fótum fjör að launa fyrir nokkrum árum þegar sjór ruddi sér leið inn í kjallara hússins þar sem hann stóð við að svíða kindahausa. Eig- inkona hans hafði skömmu áður brugðið sér upp á efri hæðir hússins og munaði þar sannarlega mjóu, því ekki er gott að segja hvernig farið hefði ef flóðið hefði verið ögn meira eða þeir sem björguðust ögn svifaseinni. Nýjustu fréttir í málinu eru síðan þær að bæjarráðið hefur falið bæjarstjóra að vinna ítarlegar tillögur að úrbótum — og íbúarnir bíða spenntir... Greiddu atkvæði! 39,90 kr. mlnútan Síðast var spurt: Á hið opinbera að hafa strangt eftirlit með Internetinu? I hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 904 1516. Nú er spurt: Trúir þú vitnum sem segjast hafa séð geimverur nema fólk á brott á Miklubrautinni? 1. Já 2. Nei ^ , "í .. Éliife " «ltꨃ ÖORA TAKEFÖSA Dóru cr t Stuooib Hhtsions 6J8 Jet Viusatlus r í Ameríkul Fréttaskotið u 552-1900

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.