Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 12
12 RMMTUDAGUR16. NÓVEMBER1995 X „Sá yðar sem syndlaus er...“ Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta í Háskólanum, hélt í gær fjölmennan fund með Snorra Óskarssyni, safnaðarhirði í Betel, og Davíð Þór Jónssyni, guðfræðinema og skemmti- krafti. Umræðuefnið var bóka- og geisladiskabrennur unglinganna í Vestmannaeyjum. Hér fer á eftir samantekt Egils Helgasonar frá fundinum, en rétt er að taka fram að þótt frásögnin sé orð- rétt er mörgu sleppt og eitt og annað fært til. Snorri: Mér skilst á öllu að þetta eigi að vera svolítill æsingafundur, því fjöl- miðlar hafa að minnsta kosti dregið upp þá mynd af mér að ég sé æsingamaður. Engu að síður er mitt lífsmót að flytja öllum sem í mér heyra þetta heilaga orð, ritninguna, Biblí- una, guðs orð. Það er mál mál- anna. Ég verð að segja það mér til stuðnings að fleiri háskóla- menn hafa reynt að gagnrýna þessa bók en eru samankomn- ir hér inni og þeir hafa allir tap- að. Svo mér finnst ég hafa ákaf- lega góðan hjarl að baki. Davíð: Stærsti gallinn við sértrúarsöfnuði er sá að þeir hafa getað rekið áróður haturs og mannfyrirlitningar í Jesú nafni á einhvern undarlegan hátt. Þeir eru hneykslunar- gjarnir, sem lýsir sér í því að ef þeim líkar ekki eitthvað brenna þeir það á báli. Á hvaða forsendum setja menn sig á svo háan hest að þeir geti fordæmt, sakfellt og kastað grjóti í allar áttir? Ég vitna í frelsarann: „Sá yðar sem synd- laus er kasti fyrstur steini." Til að vera siðferðilega stætt á að kasta grjóti þarf maður sjálfur að búa í ansi rammgerðu virki. Þeir hins vegar kalla sig ekki syndlausa — sagan um það þegar Jesús bjargaði Maríu Magdalenu er of þekkt til að þeir geti notað það orð — þannig að þeir fundu sér ann- að orð sömu merkingar til að réttlæta ofstopann. Þeir eru frelsaðir. Snorri: Ég vil segja við ykkur háskólamenntaða fólk: Takið orð Jesú Krists ykkur til fyrir- myndar, þá fáið þið mjög góð- an lífsfarveg. Það er Jesús Kristur sem er aðalmálið í þessu öllu saman og þeir ung- lingar sem hafa verið með mér suður í Vestmannaeyjum og brennt sína geisladiska og tek- ið til í sínu lífi, þetta er fólk sem vill fagnaðarerindi Jesú Krists fyrst og fremst. Og ég segi amen við því. Davíð: Við skulum velta fyrir okkur undan hverju og til hvers þeir eru frelsaðir. Þeir eru greinilega ekki frelsaðir undan þröngsýni og fáfræði. í stað þess að fylgjast með fram- þróun tækni og vísinda og til- einka sér vísindaleg vinnu- brögð við biblíurannsóknir brenna þeir þróunarkenningu Darwins á báli. Og það árið 1995. Þessi bók hefur meira eða minna verið brennd á báli síðastliðin 150 ár og sýnir best hve vel þeir fylgjast með fram- þróun vísinda. Þeir eru ekki frelsaðir frá óttanum. Heims- mynd þeirra er svo óstöðug að stafir á bók sem storka henni verða fyrir barðinu á móður- sýkislegu ofbeldi. Þeir eru ekki frelsaðir til umburðarlyndis og náungakærleika. Hommar og eiturlyfjasjúklingar, svar nú- tímans við tollheimtumönnum og bersyndugum, eiga ekki upp á pallborðið hjá þeim. Þeir eru frelsaðir. Punktur. Ku Klux Klan? Snorri: Ég hef dæmi um það í Eyjum að hægt sé að rekja sjálfsmorð til svona efnis. Drengurinn sem framdi sjálfs- morð gerði ekki annað en að hlusta á svona neikvætt efni og því miður tók hann mark á því. Og ég vil bara segja við ykkur og íslensku þjóðina að það er óþarfi að láta þetta gerast. Ég veit líka að það eru ungir drengir heima í Eyjum sem eru núna farnir að sækja samkom- ur hjá mér. Þeir eru þekktir fyr- ir það í minni heimabyggð að hafa gengið um rænandi og ruplandi og eyðileggjandi eign- ir manna án tilgangs. Bara vegna þess að þeir fóru að klæða sig alveg eins og þunga- rokkarar, þeir fóru að haga sér nákvæmlega eins og þeir, þeir tóku þá sér að fyrirmynd, og sjá — þeir urðu mjög svipaðir. Hláturskliður í sal. Davíð: Það má ekki vera lát- ið óátalið af neinum sem er annt um þann heilaga anda sem Jesús starfar í eða neinum sem er annt um lýðræði og skoðanafrelsi að bækur og geisladiskar með efni sem er einhverjum ekki að skapi sé brennt í stórum stíl, þó ekki sé nema vegna þess hvert fyrir- myndin er sótt. Annars förum við sem aðhyllumst frjálslynd- ar og umburðarlyndar skoðan- ir í trúmálum að eiga það á hættu að ofsatrúarfólk sæki okkur heim í skjóli nætur, dragi okkur út á náttfötunum og brenni okkur á báli fyrir skoðanir okkar. Fyrst þetta fólk veigrar sér ekki við að sækja fyrirmyndir til nasista, er þá ekki ósköp eðlileg þróun að næsta fyrirmynd verði Ku Klux Klan? Stúlka í sal: Mig langar að spyrja Snorra. Af hverju að brenna, af hverju ekki að snið- ganga hlutina og treysta á mannlega skynsemi? Snorri: Því er að svara að þetta var ákvörðun sem fólkið tók sjálft, það vildi bara losa sig við þetta. Við teljum ekki óeðlilegt að sorpinu okkar sé brennt, við teljum það alveg sjálfsagt hreinlætismál. Þegar fólkið tók sínar eigin eigur og brenndi var í raun ekki annað að gerast. Hommar þurfa að frelsast Snorri: Hjá þér, Davíð Þór, er meiri mannfyrirlitning en í því sem við leyfum okkur að segja. Við mundum aldrei leyfa okkur að tala eins og þú talar til þjóðkirkjunnar og okkar. Við erum aldrei með neina mannfyrirlitningu, hvorki á homma né annað. En hommar þurfa líka að frelsast, það er málið. Allir þeir sem eru undir synd þurfa að frelsast. Við er- um með mörg dæmi, aðallega erlendis frá þó, um að menn sem hafa verið í þessari kyn- villu hafa frelsast og tekið við Kristi og orðið bara réttir og hreinir. Almennur hlátur. Davíð: Ertu að segja mér að þeir hafi fundið Jesúm og af- hommast? Snorri: Og miklu meira en það. Nei, Davíð, þeir afhomm- uðust vegna þess að þetta var mjög rangur lífsmáti. Svo vil ég líka benda ykkur á að þegar Biblían talar til okkar er hún á móti framhjáhaldi, hún er á móti lauslæti. Okkur finnst al- veg sjálfsagt að fólk sem er í hjónabandi sé ekki að halda framhjá. Það er ákveðin krafa á kynferðislega hegðun. En hvað þá þegar Biblían er á móti kyn- villu — er það eitthvað verra? Davíð: Snorri sakaði mig um að tala með mannfyrirlitningu til sértrúarsafnaða. Nú þekki ég ekki vel áróður þeirra Betelinga í Eyjum gegn sam- kynhneigð, en ég vil hins vegar meina að það sem Gunnar Þorsteinsson hefur sagt um homma, og að því hef ég vitni, sé ekkert annað en mannfyrir- litning, nefnilega að á efsta degi verði þeir hengdir upp á punghárunum. Er réttlætan- legt að segja slíkt í Jesú nafni? Roskinn maður í sal: Má ég spyrja Davíð Þór. Jesús sagði: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum..." Hvernig hélt hann áfram? Davíð: Bíddu, ég er ekki mættur í Biblíusögupróf hérna. Hvernig hélt hann áfram? Roskinn maður: Ég hélt þú værir í guðfræðideild. Var það ekki rétt að hann sagði: „Far þú og syndga ekki framar." Davíð: Jújú. Roskinn maður: Þetta vant- ar alltaf þegar menn eru að tala, framhaldið sem skiptir máli gleymist. Það var til dæm- is svo með prestinn á Seltjarn- arnesi, það var bara talað um að kasta ekki steininum, en það var ekki talað um að hún skyldi ekki syndga framar. Biblían út í hafsauga Davíð: Við verðum að at- huga að Biblían er full af mót- sögnum, hún er skrifuð á mjög löngum tíma. Það er engin ástæða til að taka allt sem þar stendur bókstaflega, enda eru þar fjórar eða fimm mismun- andi afstöður til einföldustu hluta. Annars vegar stendur: „Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn.“ Og hins vegar: „Launa skaltu illt með góðu“ — svo ég nefni augljóst dæmi. Ung kona í sal: Eigum við þá bara að taka Biblíuna og lesa það sem okkur hentar? Ég sem femínisti get til dæmis ekki lit- ið á mig sem kristna mann- eskju vegna þess sem Páll postuli segir um konur. Davíð: Nei, þú átt að kynna þér það samfélag sem hún er sprottin úr og markmiðið með ritun hennar. Páll postuli lifði náttúrlega í patríarkasamfélagi og það var ekki tilgangur hans með ritstöfum að boða kosn- ingarétt kvenna eða jafnrétti kynjanna. Páll postuli hélt að jörðin væri flöt. Þú ert að lesa Snorri Óskarsson: „Við erum með mörg dæmi, aðallega erlendis frá þó, um að menn sem hafa verið í þessari kynvillu hafa frelsast og tekið við Kristi og orðið bara réttir og hreinir." bækur eftir mann sem hélt að jörðin væri flöt! Snorri: Þetta er komið á svo- lítið húmanískt stig, að við ætl- um að taka Biblíuna og velja og hafna eins og okkur hentar. Þá erum við að tala um að taka blaðsíðurnar hreinlega og segja: Þetta hentar mér ekki í dag, hitt hentar mér ekki á morgun, og hvar endum við þá? Rífur nokkur blöð úr Biblí- unni til áhersluauka. Þá erum við komin með Biblíuna út í hafsauga. Og því miður verð ég að hryggja þig með því, Davíð, að Biblían er ekki full af þver- sögnum. Pílatusarlykt Maður í sal: Þegar ég heyrði um krakkana sem héldu brenn- una komu upp í huga mér myndir af helförinni og öðru slíku miðaldamyrkri. Þú segir að þetta sé sjálfstæð ákvörðun krakkanna. Ég fékk nú á tilfinn- inguna að það væri svona píl- atusarlykt hérna inni, því hver var það sem sýndi þeim þenn- an ritningarstað og hvatti þau til að tileinka sér þetta vald? Snorri: Ég tek hiklaust þá ábyrgð á mig að ég hafi bent þeim á ritninguna. Ég man samt ekki hvort ég var sá fyrsti sem benti þeim á þennan ritn- ingarstað. Maður í sal: Ákvarðanir þeirra voru semsagt ekki jafn sjálfstæðar og þú vilt láta í veðri vaka... Snorri: Jú, þær voru það, þær voru sjálfstæðar, þær voru sjálfstæðari en þú vilt láta í veðri vaka. Maður í sal: Höfðu krakkarn- ir vitneskju um þessar mið- aldaaðferðir áður en þeir hittu Þig? Snorri: Þetta eru ekki mið- aldaaðferðir. Það eru ekki mið- aldaaðferðir að brenna. Þetta er miklu eldra... Hlátur. Sumt þarf að banna Davíð: Einhver einn ræður við að horfa á klámmynd heima hjá sér í vídeóinu án þess að nauðga konu um kvöldið, einhver annar er svo viðkvæmur að hann meikar það ekki. Einhver einn getur hlustað á heví rokk allt sitt líf og komist í trans við að hrista hárið, annar hleypur í sjóinn af því hann meikar það ekki. Það eina sem við getum gert er að treysta á að fólk hafi skynsemi til að fara sér ekki að voða á þessu öllu saman. Við getum ekki bannað allt sem hefur slæm áhrif á okkur. Snorri: Ég vil benda ykkur á að sumt þarf að banna, hrein- lega. Vegna þess að maðurinn fer þannig í málin að hann of- gerir öllu og ofkeyrir allt. Og hvað viljið þið gera? Viljið þið fá yfir ykkur svo mikið af vond- um verkum og glæpahneigð að þið ráðið ekkert við þjóðfélag- ið? Foreldrar verða að banna, þeir eru eins og æðsti dóm- stóll barnanna, við köllum þetta uppeldi og erum alveg inni á því. Síðan ætlumst við til þess að löggjafinn setji okkur ákveðnar reglur. Þetta er gert til að við lifum heilbrigðu lífi og uppbyggjandi kristilegu lífi. Það þarf nefnilega að banna sumt, enda eru boðorðin tíu. Þetta fer eftir því hvað við er- um af hjarta hlýðin, hvað við erum tilbúin að gera Drottins vegna. Og þegar við erum að tala um þessar bókabrennur, þá var það einfaldlega þetta fólk sem tók þessa sjálfstæðu ákvörðun vegna Drottins. Og þess vegna sagði ég amen. Davíð Þór Jónsson: „Ertu að segja mér að þeir hafi fundið Jesúm og afhommast?"

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.