Helgarpósturinn - 16.11.1995, Síða 28

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Oftast fáklæddir en metnaðarfullir senda verðlaunafélagarnir Kjól & And- erson frá sér sína fyrstu stuttmynd, Nautn (nr. 1), sem frumsýnd verður í Sambíóunum á föstudag. Fersk kvikmyndatækni fram í öllum þeim myndum sem hann hefur starfað við. Má þar nefna Hrafns-mymdirnar; í hita og þunga dagsins, I skugga hrafnsins, Hvíta vík- inginn og Hin helgu vé; þá hefur hann komið fram í kvikmynd Krístínar Jó- hannesdóttur Svo á jörðu sem á himni; Víkingamyndinni; Einkalífi; Nei er ekkert svar og fljótlega eigum við eftir að sjá honum bregða fyrir í Draumadísum þegar sú mynd verður frumsýnd. „Eina kvikmyndin sem ég hef unnið við en ekki komið fram í er kvikmyndin Judge Dredd. Ætli ég hafi nokkuð þótt nógu flottur fyrir þá.“ En vindum okkur í stíl Guðjóns, sem er þekktur mussumaður. „Eg er ekki af mussukynslóðinni ef þú ert að spyrja um það. I seinni tíð myndi ég segja að ég hefði frekar brotið upp hefðina." Það sem verður þó að teljast harla óvenjulegt er að Guðjón rissar upp allan sinn fatnað sjálfur, en hefur svo fimm fatahönnuði í takinu sem útfæra hugmyndir hans. „Á því er eðlileg skýring, því maður af þessari stærð- argráðu gengur ekki inn í hvaða versl- un sem er. Ef ég kaupi mér fatnað er það í London í verslun sem heitir High and Mighty. En áður en maður verslar í London þarf maður að eiga fyrir fargjaldinu," segir Guðjón og kvartar um leið yfir að það vanti verslun fyrir stóra stráka hérlendis. Mussan? „Ég á bæði fínar mussur, sem ég bý til sjálfur úr afgöngum af efnum sem ég nota í leikmyndir, og mussur sem ég nota sem vinnugalla. Þegar ég kaupi efni í vinnumussur kaupi ég gjarnan indverska bómullarborðdúka með kögri, því þá nota ég líka sem svuntur," segir Guðjón og bætir við: „Ég á drjúgt af mussum af öllum litum og gerðum.“ Buxurnar? „Úr enskum gardínum." Jakkinn og húfan? „Þetta er úr frönskum gardínum sem ég keypti í Fríðu frænku, en þar kaupi ég mjög oft efni fyrir leikmynd- irnar sem ég hanna. Efnið í jakkanum og húfunni er afgangar úr kvikmynd- inni Agnesi." Vestið? „Indriði, sem vann sem einn af und- irverktökum Helgu Stefáns búninga- hönnuðar fyrir Benjamín dúfu, saum- aði vestið á mig úr efnisafgöngum úr þeirri leikmynd." Sólgleraugun? „Ég þoli illa birtu þannig að ég nota sólgleraugu mikið eða smelli filmum utan á gleraugun sem ég nota dags- daglega.“ Það var haft á orði við okkur um daginn að það væri alveg lýsandi fyrir okkur að velja bara vinsæla poppara til að leika í myndinni. Það var hins vegar ekki ætlunin, heldur æxlaðist þetta bara þannig að við fengum Daníel Ágúst Haraldsson og Emil- íönu Torrini til að leika aðalhlutverkin, enda vildum við hafa persónurnar passífar og yfir- vegaðar út á við,“ útskýrir Sigurður Kjartans- son, annar meðlima Kjól & Anderson, sem í kvöld, fimmtudagskvöld, forsýna fyrstu stutt- mynd sína, Nautn (nr. 1), fyrir Námufélaga Landsbankans. Frumsýningin (fyrir öllu breiðari hóp) verður hins vegar í Sambíóun- um annað kvöld. Með frumsýningunni er lokið níu mánaða stuttmyndarmeðgöngu Sigurðar og félaga hans, Stefáns Árna. Hingað til hefði mátt ætia að stuttmyndin væri öðrum þræði tón- listarmyndband. Annað kemur hins vegar á daginn, því þrátt fyrir mikla tónlistarvinnu Daníels Ágústs og teknó-bandsins T-World tengda myndinni er diskurinn sérfyrirbæri; aðeins tvö lög af fjórtán er að finna í Nautn- inni. „Það liggja hundrað sinnum fleiri hand- tök að baki stuttmyndinni en diskinum. Þó að hún sé ekki nema 17 mínútur koma jafnmarg- ir að gerð stuttmyndar og kvikmyndar í fullri lengd. Eini munurinn er sá að tökutíminn er styttri,“ segir Stefán Árni. „Á kreditlistanum eru talin upp 300 nöfn. Bara þessi stutta kvik- mynd skapar flutningsmiðstöðvum, fata- verslunum og leigubifreiðarstjórum atvinnu, svo dæmi séu tekin, þræðir hennar liggja jafnvíða og í stórri kvikmynd," bætir Sigurður við. Eftir miklar vangaveltur og undirbúning hófst vinna við gerð myndarinnar í maí með því að hóað var saman ákveðnu gengi sem þeir Kjól & Anderson höfðu augastað á. „Kom þá í ljós að allir voru uppteknir í einhverjum öðrum verkefnum þannig að við ákváðum að bíða með upptökur fram í ágúst,“ segir Sig- urður og bætir við: „í millitíðinni varð hug- myndin að plötu til og Daníel Ágúst og T- world lögðust í stúdíó." En fókuserum á myndina. í henni er fylgt eftir, eina helgi í Reykjavík nútímans, pari, sem þau Daníel Ágúst og Emilíana leika. Fylgst er með viðhorfi parsins til lífsins og ástarinnar og því fólki sem kemur inn í líf þeirra. í öðrum stórum hlutverkum eru Heið- rún Anna Björnsdóttir, Magnús Jónsson og Hafdís Huld, en í þeim heyrist jafnt í mynd- inni sem á plötunni. Stefán og Sigurður útskýra frekar hvers vegna Daníel og Emilíana urðu fyrir valinu: „Daníel sannaði fyrir löngu að hann hefur leikhæfileika, eða þegar hann tók þátt í Herranótt MR á sínum tíma. Draumur hans var að verða leikari en síðan gerðist hann söngvari með Nýdanskri; nú er hann hins vegar smátt og smátt að feta sig inn á leiklist- arbrautina aftur. Og svo er það þetta með Emilíönu; hún er svo mikill snillingur að mað- ur bara gleymdi því að hún er ekki leikkona þar til eftir á, svo létt fór hún með þetta.“ Ástæðan fyrir velgengni Kjól & Anderson á sviði tónlistarmyndbanda — þeir hafa hlotið tvenn verðlaun fyrir gerð slíkra myndbanda — er, auk frumlegra og ferskra hugmynda, notkun ferskrar kvikmvndatækni. Það kemur Kjól & Anderson: Stefán Árni og Sigurður eru þeir einu hér á landi sem hafa tileinkað sér súper 8- tæknina. in sem gerð hefur verið með svokallaðri súp- er 8-vél. Eina bíómyndin sem sýnd hefur ver- ið á íslandi þar sem þessi tækni er notuð er kvikmyndin In bed with Madonna. Munurinn á Nautninni og Madonnu er hins vegar að sú fyrrnefnda var tekin í lit á meðan í bólinu með Madonnu er öll í svarthvítu. „Við vitum að þessi tækni á eftir að trufla marga, enda er mynd sem tekin er á súper 8 mun grófari en þessar 35 millimetra bíómyndir sem við er- um vön að sjá í kvikmyndahúsum. Menn eru orðnir svo ofdekraðir á tæknilegum atriðum að þeir sjá ekkert annað orðið en fullkomlega tærar kvikmyndir,“ segir Sigurður. Einhverja kosti hlýtur súper 8 að hafa? „Já, heldur betur; hún er svo lítil og létt að maður fær örugglega ekki vöðvabóigu af að halda á henni. Kostur númer eitt fyrir utan skemmti- lega áferð er smæðin. Með þessari vél er ekk- ert mál að taka upp í öllum skúmaskotum lít- ils húss, eins og við gerðum." Stuttmynd þessi verður semsé frumsýnd á föstudagskvöld og síðan er skálað í Ingólfs- café. Að því loknu liggur leiðin í Tunglið þar sem haldið verður heljarinnar útgáfupartí. Þar verður m.a. maður að nafni David Her- man, svokallaður „visual“-listamaður frá In- side Lighting í London, í því hlutverki að framkalla sérstakar myndskreytingar við tón- listina á diskinum. Þar með er þó ekki allt upp talið því að viku liðinni, laugardaginn 25. nóvember, verða haldnir „læf“ útgáfutónleik- ar vegna disksins á sama stað. CM Guðjón Sigmundsson er ómiss- andi í kvikmynd, af augljósum ástæðum, enda fáir af hans stærðargráðu jafn djarfir og flottir og hann. Viðurnefnið Gaui litli hefur lengi fylgt honum, en því nafni, að við- b æ t t u k v i k - m y n d a - gerð, heit- ir einmitt fyrirtæki hans, sem nýlega hóf starfsemi á Mýrar- götunni á s a m t 'f j ó r u m ö ð r u m k v i k - myndafyr- irtækjum. A u k þess að fást við að h a n n a leikmynd- ir fyrir kvikmynd- ir og aug- lýsingar hefur Guð- jón komið Orson Welles: The Road to Xanadu Simon Callow Jonathan Cape 1995 Bók vikunnar fjallar um þann stórgallaða og frábæra meist- ara Orson Welles, eða fyrri partinn af ævi hans. Höfundur- inn er breski leikarinn Simon Callow sem flestir þekkja lík- lega tilsýndar, hann var til dæmis glaði maðurinn í Skota- pilsinu sem dansaði hvað mest í Four Weddings and a Funeral og datt svo niður úr hjarta- slagi. En Callow er líka rithöf- undur og hefur meðal annars skrifað rómaða ævisögu leikar- ans snjalla Charles Laughton. En hér er Orson Welles sem- sé til umfjöllunar og þetta er bara fyrra bindið og endar við frumsýningu Citizen Kane. Hún er mjög í anda hinnar ítarlegu og smásmugulegu bíógrafíu sem er firn vinsæl bókmennta- grein í hinum enskumælandi heimi þessi misserin. Það hafa verið skrifuð ókjör af bókum um Orson Welles; það er eitt- hvað einkennilega heillandi við þetta meingallaða snilldar- menni sem gerði eitt helsta meistaraverk kvikmyndanna þegar hann var aðeins tuttugu og fjögurra ára, en mis- tókst eiginlega allt upp frá því af einstakri eðlis- ávísun — já, og snilld. Undrabarn? Orson var beinlínis alinn upp til að vera undrabarn og hann skildi fljótt til hvers var ætlast af sér. Allir dáðu hann og hann baðaði sig í dýrðarljóma frá þriggja ára aldri. Á hann mændu drykkfelldur og kærulaus faðir, móðir sem sá ekki sólina fyrir litla þéttvaxna snillingnum og kenndi hon- um alls kyns listir og ást- maður hennar sem keppti við föðurinn um hylli litla drengsins. í þessari taum- lausu aðdáun álítur Callow að einhverju leyti að fall Or- sons sé falið; hann var afar bráðger, en um leið er varla hægt að segja að hann hafi nokkurn tíma orðið fullorðinn. Hégómleiki hans reið ekki við einteyming, hann var einkar kraftmikill maður, en af því hann hafði yfirleitt þurft að hafa svo lítið fyrir því að fá lof hafði hann lítið úthald; hann byrjaði á ótal verkefnum og missti svo áhugann þegar of- vaxinn persónuleiki hans fékk ekki lengur notið sín. Það er alltaf sagt að Citiz- en Kane fjalli um blaðakónginn William Randolph Hearst, en höfundurinn aðhyllist fremur þá kenningu að myndin fjalli um Welles sjálfan. Fyrir því færir hann gild rök. Simon Callow er flinkur höf- undur og hefur næman mannskilning; vísast hefur ekki verið skrifuð betri ævisaga Or- sons Welles. Þrátt fyrir lengd bókarinnar er hann aldrei leið- inlegur — ekki frekar en Or- son...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.