Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 31
 FIMMTUDAGUR 16. NOVEMBER 1995 31 1. Ástsæll íslandsvinur bar beinin á eyjunni Tasmaníu sem er kippkorn suður af Ástr- alíu. Hver var þessi ágæti mað- ur? 2. Hvaða reikistjörnur eru milli jarðarinnar og sólarinnar? 7. í kvikmyndinni From Here to Eternity frá 1953 er einhver frægasti koss kvikmyndasög- unnar. Hvaða kvikmynda- stjörnur kyssast þar í fjöru- borðinu? 3. Þessi heimspekingur og frið- arsinni andaðist í hárri elli 1970, 97 ára. Hann hét? 4. 1988 hélt kanadískur tónlist- armaður hijómleika í Laugar- dalshöll og var gerður góður rómur að. Hver er hann? 8. Hvað heitir þessi franski knattspyrnumaður sem leikur með Manchester United? 5. Þingmaður Framsóknar- flokksins varð fjármálaráð- herra 1934, aðeins 27 ára og yngstur manna sem hafa gegnt ráðherraembætti á íslandi. Hann hét? 6. Hvað heitir nesið milli Skjálf- anda og Öxarfjarðar? 9. Þrír gítarleikarar hafa verið meðlimir Rolling Stones, auk Keiths Richards. Nöfn þeirra eru? 10. Hvað heitir arkítektinn sem teiknaði Norræna húsið í Reykjavík? 11. Hvað heitir þessi kona, sem er fræg fyrirsæta, mikill blaðamatur og gift frægum leikara? 12. Andategund ein hefur lat- neska heitið Bucephala Island- ica og verpir hvergi nema við Mývatn og Laxá. Á íslensku heitir hún? puosnH zi XajjnH ipaqeziia xi •0}|BV JBA|V 01 ■poo^ uoy So jo|Xbx J|a|iM ‘sauof ueug '6 euojuep aug '8 jja>l qejoqaQ So jajseaueq yng i saujofx '9 uossuof uuiafsXg g uaqoQ pjeuoaq p Iiassng puejyag £ snuay\ So jnijjaiv z jnSunuojjeSepepunH jnpunjof jujeu njpo ‘uasuaSjof uaSjof q H^?3||Oy| QIA JOAS Heiðrún Anna og hinir naglarnir í Cigarette halda útgáfutónleika í Loft- kastalanum í kvöld með tilheyrandi sjói Einar Tönsberg, Heiörún flaggskip, Rafn Marteinsson, Sigtryggur Ari Jóhannsson og Haraldur Jóhannsson skipa vinsælustu ungsveit Islands um þessar mundir. Fáránlegt að reyna bara ísland Hin bráðefnilega unghljóm- sveit Cigarette, sem hefur með- al annars að geyma hæfileika- drottniriguna Heiðrúnu Önnu Bjömsdóttur, hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað að gefa út tíu lög. Þar af hafa tvö þeirra þegar náð nokkrum vinsældum, sérstaklega lagið I don’t belive you, sem var eitt af aðaldan- slögum sumarsins á diskótekun- um. Þó svo hljómsveitin sé aðeins nokkurra mánaða gömul má rekja aðdragandann að tilurð hennar allt aftur til ársins 1986, en þá kynntust nokkrir meðlima hennar í skóla. „Ég held að við séum í hálft ár búin að segja alls staðar að hljómsveitin sé hálfs árs,“ segir Sigtryggur Ari Jó- hannsson, hljómborðsleikari Cigarette. „Við byrjuðum samt ekki að vinna saman að ráði fyrr en í vor, þó að aðdragandann megi rekja til síðustu áramóta." Samvinna sveitarinnar hófst þó ekki fyrir alvöru fyrr en I don’t belive you sló í gegn. Þar grípur Rafn Marteinsson trommari inn í: „Eftir að ég heyrði lagið fullbúið úr stúdíói var ég aldrei í vafa um að hljóm- sveitin slægi í gegn. Það hefur heldur ekkert nýtt komið fram í íslensku tónlistarlífi í tvö ár, nema kannski hljómsveitin Spo- on, sem lifði alltof stutt.“ Cigarette virðist uppfull af áhugasömum tónlistarmönn- um, að minnsta kosti á hver meðlimur hljómsveitarinnar um tvö lög á diskinum. Ekki er um samvinnu að ræða heldur hefur hver verið í sínu horni að semja. „Lögin hafa bara orðið sterkari fyrir vikið," heldur Rafn áfram. „Menn halda ekkert aga ef þeir setjast niður í hóp og semja.“ Þegar við snúum okkur að hinni umdeildu nafngift Cigar- ette fer Sigtryggur aftur á flug: „Við höfum misst gigg út á þetta nafn, t.d. í félagsmiðstöðvum, en það er orðið of seint að breyta því. Við vonumst bara til að fólk fari að líta á það sem við erum að gera en einblíni ekki endalaust á nafnið, enda er það gjörsamlega meiningarlaust." „Eiginlega jafnmeiningarlaust og nafnið á plötunni, Double Talk,“ bætir Rafn við, en þver- tekur um leið fyrir að textarnir á plötunni séu merkingarlausir. Þið viljið, eins og flestar aðrar hjómsveitir, láta líta á ykkur sem einingu. Verðið þið ekki samt að viðurkenna að Heiðrún Anna er tlaggskipið? „Góðir frontar í bandi skipta auðvitað miklu máli. Það er hægt að komast mjög langt á vondum hljóðfæraleikurum og góðum frontara... en ég held að það sé nú ekki þannig með okk- ur.“ Og eru það svo bara heimsyfír- ráð eða dauði? Sigtryggur verður fyrir svörum: „Það er klisja, en þær reynast oft sannar. Það skal viðurkennt að það er eins með okkur og alla hina sem horft hafa upp á heimsfrægð Bjarkar; auðvitað stefnum við út líka. En við ætl- um að byrja á að spila fyrir salti í sárið.“ Rafn: „Salti í sárið hvað?“ Sigtryggur: „Salti í grautinn þá. Það væri fáránlegt að jeyna ekk- ert annað en bara ísland. En mann óar samt óneitanlega við því þegar maður heyrir að gefn- ir séu út 2.000 smáskífutitlar á viku í Bretlandi. Maður fer ekk- ert bara þarna út og segir hæ.“ Rabbi: „Maður er samt bjart- sýnn.“ Það sakar að minnsta kosti ekki að hafa bartsýnina með á útgáfutónleikana í Loftkastalan- um í kvöld, en eins og aðrir tón- listarmenn samtímans — til dæmis Zebra, sem á næstunni ætlar að spila í samvinnu við Cigarette — viðurkenna dreng- irnir að það sé á mörkunum að hljómsveitin geti spilað ná- kvæmlega það sem hljómar á plötunni. Engu að síður á að reyna það með tilheyrandi ljósasjói og myndböndum." Og hvað tekur svo við? „Geðveik jólakynning og ef til vill enn meira fjör síðar, ef við náum einhverri athygli, í Lond- on til dæmis. Ef ekki þá eru það bara sveitaböllin næsta sumar,“ segja þeir Sigtryggur og Rafn, næstum samtaka. popp SUNNUDAGUR Súkkat, Tríó Jóns Leifs og fleiri í tilefni tólf ára afmælis Gauks á Stöng. Hugsið ykkur, 12 ár síð- an bjórlíkið var upp á sitt besta! Bjarni Ara og Grétar Örvars enn og aftur á Gauknum. Raggi Bjarna og Stefán Jök- ulsson með frábært gigg, eins og venjulega, á Mímis- bar. Haraldur Reynisson; svei mér þá ef platan hans er ekki bara góð. Á sama stað og venjulega; Fógetanum. SVEITABÖLL Deiglan, Akureyri Hörður Kristinsson harmonikkuleikari spilar á fimmtudagskvöld í til- efni hagyrðingakvölds skáldfákanna þarna fyrir norðan. Pizza 67, Egilsstöðum Diskósveitin Hunang heldur uppi Travolta- stemmningu á föstu- dagskvöld. Skálafell, Mosfellsbæ Hljómsveitin Trípólí leikur fyrir dansi föstu- dags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Hreiðrið, Borgarnesi Bubbi og Þorleifur með gigg á föstudagskvöld. Miðgarður, Skagafirði Síðbúið sumarsveitaball með hljómsveitinni Sixties. Jólaæði heitir ný glensplata sem er í bí- gerð hjá sveitinni. Vín vikunnar Ódýmsti vodkinn íríkinu Það lítur út fyrir að landabrugg- arar séu búnir að fá dágóða sam- keppni og ekki vonum framar. Nú er kominn til reynslusölu í Ríkinu eðalvodkinn Jazz Jamboree, pólskur að uppruna og þjóðþekkt- ur þar í landi. Jazz er 40 prósent að styrkleika, þríeimaður (alSenS‘ ustu tegundir munu vera tvíeim- aðar) til að tryggja að hann sé laus við öll óhreinindi og spírabragð og verðið er kr. 2.150 — það sama og á íslensku brennivíni, sem hing- að til hefur verið ódýrasta áfengið í ríkinu. Nafnið er þannig til komið að þegar Djasshátíðin í Varsjá, elsta djasshátíð Evrópu, var sett á lagg- irnar árið 1956 var valið milli 101 vodkategundar sem opinbers drykkjar hátíðarinnar. Þá keppni vann eimingarhúsið Polmos Starograd með þessum öndvegis- vodka, sem er furðumildur af 40 prósenta sterkum drykk að vera og hentar því einkar vel í ískaldan snafs. Enn sem komið er fæst Jazz Jamboree aðeins í Heiðrúnu, í Kringlunni, á Eiðistorgi og á Akur- eyri, en ef neytendur taka við sér fer hann í almenna dreifingu. Verðið ætti ekki að tefja fyrir því. sjónvarp HP mælir með Sinbað sæfarí ★ ★★★ (Sjónvarpið, föstudag kl. 21:50) — Príma skyimingamynd með Douglas Fairbanks jr, Maureen O’Hara & co. Litríkt ævintýri. II tuffo ★★★ (Sjónvarpið, sunnudag kl. 22:40) — Ljómandi ítalskur Evr- ópuklassi um þroskandi samveru kennara og nem- enda. Jennifer 8 ★★★★ (Stöð 2, föstudag kl. 02:10) — Súperskutlan Uma Thur- man og stælgæinn Andy Garcia fara á kostum í mögn- uðum trylli. Under Siege ★★★ (Stöð 2, laugardag kl. 23:40) — Steven Segal sýnir okkur Die Hard-takta úti á rúmsjó og er alls ekki síðri en rindill- inn Bruce Willis. HP varar við Bingólottó (Stöð 2, laugar- dag kl. 20:00) Happ í hendi (Sjónvarpið, föstu- dag kl. 21:10) Á meðan við hljót- um að lofa Kínó- leikinn í hástert fyrir þær sakir einar að hann tekur aðeins mínútu í sýn- ingu (þó að upp á hvern dag sé) þá verður að telja Bingólottóinu sérstaklega til lasts að það tekur heilan klukkutíma. Meira að segja Happ í hendi er ekki nema fjörutíu mínútur og samt er Hemmi Gunn margfalt færari skemmtiþáttastjórnandi en Ingvi Hrafn. Hæfileg lengd á hvorum tveggja þessum þáttum verður þó að teljast fimm mínútur. Empire City ★ 1/2 (Sjónvarpið, föstudag kl. 22:55) — Bandarísk lágspennulág- kúra. Ódýrt. Royce ★ 1/2 (Stöð 2, föstudag kl.23:00) — James Belushi kominn út á afskaplega hálan ís. Dangerous Heart ★ (Stöð 2, föstudag k I. 00:40) — Æi, hvers eigum við sak- lausir áhorfendur að gjalda? To My Daughter ★ (Sjónvarpið, laugardag kt. 21:35) — Bandarísk ofurvella um mæður og dætramissi. Pass- ið ykkur. Sjónvarpsmaður vikunnar Sjónvarpsmaður vikunnar er Páll Magnússon, Eyjapey- inn geðþekki, sem góðu heilli er aftur tekinn til við að lesa fréttirnar annað veifið á Stöð 2. Páll er einn af okkar fær- ustu sjónvarpsfréttamönnum og það var sannarlega sjónar- sviptir að honum úr imbanum á sínum tíma. En nú er Palli semsagt mættur til leiks á ný og les fréttir af alkunnri snilld. Og við fréttafíklar getum loks varpað öndinni léttar yfir að þurfa ekki að hafa síður færa sjónvarpsfréttamenn fyrir augunum á hverju einasta kvöldi. Nú er bara að vona að Palli karlinn gerist ekki of upptekinn við stjórnunar- störfin á Sýn svo við fáum meira af svo góðu. — Skila- boð áhorfenda til stjórnenda Stöðvar 2 eru þessi: í guðanna bænum nýtið hæfileika Palla á því sviði þar sem þeir njóta sín best; við fréttalestur. Egilsbúð, Neskaupstað Auk diskós með Hun- angi ætla Norðfirðingar að halda uppi sérstakri kvölddagskrá þar sem austfirskar stúlkur keppa um titilinn „Ljós- myndafyrirsæta Austur- lands“. Gjáin, Selfossi Októberfest er nú fyrst að fara út á land með Nuno Miguel og Millj- ónamæringunum á föstudagskvöld. Duggan, Þorlákshöfn Bubbi Morthens og Þor- leifur Guðjónsson með allt milli himins og jarð- ar á laugardagskvöld. Apple - umboðið hf. Skipholti 21, simi: 511 5111

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.