Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 25 Leiklist Svoddan konur kosta mikið Kaffileikhúsið Kennslustundin EftirEugene Ionesco Leikstjórí: Bríet Héðinsdóttir Um þessa sýningu þarf ekk- ert að segja og öll viska óþörf. Þetta er í einu orði sagt: leiklistin sjálf og sýning í sérflokki. Stundum hef ég reynt að ímynda mér hvernig hinn margrómaði Jóhannes skírari (de Moliére) hafi leikið og sennilega er það þarna til sýnis, í leik Gísla Rúnars. Mað- Eyvindur Erlendsson ur á jafnvel von á að hann kasti fram frumortum vísum þá og þegar af munni fram, exprompto, eins og sagt er að sá gamli hafi leikið sér að þeg- ar sá gállinn var á honum. Gísli hefur löngum verið farsakarl góður, enda nýtur sín þar gott auga hans fyrir því fáránlega. En þegar hann er hér kominn í ekta fáránleikaspil þá fyrst er hann algjörlega heima hjá sér. Vandvirkni við smáatriði og fjölbreytilegt víravirki leiksins slær flest met. Stjarnleikur. Steinunn Ólína er líka stór- góð, undrafalleg lítil námsmær með sluffur, og hefur hina há- alvarlegu, djúphugulu fávisku fullkomlega á valdi sínu. Ekki henni að kenna að þessi ann- ars vel skrifaða rulla gufar upp í miðju leikriti, eftir að tann- pínan byrjar. Og þó. Við skul- um hyggja að því á eftir. Guðrún Stephensen er sjálf- sagt talin þessara leikara „Þegar Gísli Rúnar er hér kominn í ekta fáránleikaspil þá fyrst er hann algjörlega heima hjá sér. Stjarnleikur. “ stærst og stóran hluta þung- ans ber hún með prýði. Samt skil ég ekki alveg hið léttúðar- fulla bros hennar. Mér sýnist kerlingin fyrst og fremst fá sitt kikk út úr hinni geysilegu ábyrgð sem hún fær að hampa á herðum sér. Fáránlegur al- vöruþunginn sem brá fyrir hjá Guðrúnu var bestur. Grát- hlægilegt. í þessari sýningu — þrátt Les ég Hel* Já, pabbi s fyrir auðsæ áhrifameðul og til- tektir leikaranna — tekst að hafa höfundinn og hugsun hans sífellt í skurðpunktinum. Engu líkara en Ionesco sé þarna sjálfur í öllum hlutverk- um og sé að semja leikritið jafnóðum og hann leikur það. Ein hugdetta: Á ekki tann- pínan að vera uppgerð nem- andans til að sleppa frá stagl- inu? Yrði ekki rullan skemmti- legri að leika hana þannig? Og er ekki vitleysa að gera morðið að ástríðuglæp frömdum í einskonar nauðgunaræði? Er það ekki einmitt hið náttúru- lausa stagl sem drepur? Kenn- ari sem ekkert kann að kenna, nemandi sem ekkert kann að læra — báðir þykjast með allt á hreinu, stagla og þvæla. Það er staglað og þvælt uns þvæl- an lokar sjálfa sig inni í vel- gengri síbylju, hnífur-hnífur- hnífur, og loks ekkert til ráða nema manndráp. Sjálfumglöð fáviskan á ekki aðra útgöngu- leið. Og jafnvel lærlingsgreyið sjálft verður lausninni fegið! Nú, það þarf ekki fram að taka að þegar svo vel er leikið, höfundurinn kemur jafnvel út og hér, og leikstjórnin sést nær hvergi, þá er leikstjórn góð. Mestan verður þó að telja hlut Ásu Richardsdóttur sem stendur fyrir þessu öllu. Það er ekki lítil hræring sem hún skapar í kringum sig stúlkan sú. Einn kaviler sem langaði að slá henni gullhamra var svo djarfur að segja: Það ert þú sem heldur lífinu í Reykjavík um þessar mundir. Ábyggilega oft verið meiru logið að kven- manni. Hún er einmitt sú teg- undin sem mest vantar í ís- lenskar listir: manager, — orð sem mig langar mest að þýða sem húsmóðirin, fanggæslan eða reiðarinn. Sá sem umsjón- ina hefur, sér um mannskapinn og kemur hlutunum í kring. Eg vitna í Skugga-Svein: „Svoddan konur kosta nokkuð." Frœgt fólk fullt E m vinkona mín á við vandamál að stríða. Henni þykir sopinn góður, hefur gaman af að fara á skemmtistaði og dansa og Hringborð Davíð Þór Jónsson drekka sig fulla. Þetta hobbí hennar er þó út af fyrir sig ekki vandamálið, enda vin- sælt hobbí á íslandi. Nei, vandamálið er að hún er þjóðþekkt manneskja. Hún getur því ekki rasað út opin- berlega (eins og hver maður hefur rétt til að gera í lýðræð- isríki svo fremi að það angri ekki aðra) án þess að eiga á hættu að af henni birtist myndir að delera, t.d. hér í þessu blaði. En þetta er nú bara einu sinni það sem fylgir djobbinu að vera frægur og ekkert er kært sendandann fyrir blygð- unarsemisbrot. En hvert er brotið nákvæm- lega? Nú er löng hefð fyrir því í „bransanum" að popparar og skemmtikraftar rasi út á Akureyri. Á göngum akureyrskra hótela hefur brugðið fyrir fleiri þjóðþekkt- um rössum en ég hélt að nokkur kærði sig um að vita. Eins gott að internetið var ekki komið í gagnið þegar hljómsveitin Pelican var að túra landið á sínum tíma. Blygðunarsemisbrotið er raun aðeins í því fólgið að halda að nei þýddi ekki nei fyrr en gerð væri tilraun til að varpa manni á dyr eða hringt væri í næturvörðinn og hann beðinn að fjarlægja mann Sanngjörn refsing fyrir slíkt brot er að mati einhverra ævilangur ærumissir. Nema aðrar hvatir búi að baki myndbirtingunum. Til þess ber hins vegar að líta að Akureyringar eru dálít- ið sér á parti. Akureyri er t.d. eini staðurinn í heiminum þar sem fullorðið fólk kallar til þessa manns: Hommi! um miðjan dag í Hafnarstrætinu. En það er nú ekkert að marka það. Akureyri er líka eini „Hugsanlega erhér aðeins um að rœða eins konar menningarlega Vestfjarðaaðstoð fráAkureyri. Nú þorirenginn almennilegur poppari eða skemmti- kraftur að flippa út á Akureyri lengur og ísafjörður uerðurþess uinsœlli uiðkomustaður. “ við því að segja. Frægt fólk verður að sætta sig við að vera á milli tannanna á öðrum og að af því birtist myndir sem það hefði síður viljað láta taka af sér. Hérlendis hef- ur myndbirtingunum til þessa þó verið stjórnað af fólki með lágmarkssiðferðiskennd. T.d. er ekki legið í leyni fyrir utan heimili fræga fólksins í von um að sjá stjörnunni bregða fyrir berri eða í versta falli að fá högg og þjóðþekktir flagar- ar hafa hingað til ekki lent í því að nýjustu hjásvæfurnar selji samfaralýsingarnar hæstbjóðanda eins og tíðkast erlendis. Nú ber þó nýrra við. Þjóð- þekktur einstaklingur hefur neyðst til að biðjast afsökun- ar opinberlega (á athæfi sem enginn hefði áhuga á ef eitt- hvert nóboddí hefði átt hlut að máli) vegna ljósmyndar sem af honum birtist opinber- lega. Ljósmyndin særir ef- laust blygðunarkennd margra og ganga má út frá því sem vísu að á meðan fótósessjón- in stóð yfir hafi ljósmyndar- inn hrópað í sífellu: ,,Guð, hvað ég blygðast mín! Ég get ekki horft upp á þetta! Aðeins meira til hægri og brosa! Ég blygðast mín svo!“ Ljósmynd- arinn hefur enda kært við- komandi fyrir blyðgunarsem- isbrot. Ég var að velta því fyr- ir mér hvort allir þeir fjöl- mörgu sem óumbeðið fengu myndina í hendurnar í gegn- um internet eða faxtæki geti staðurinn í heiminum þar sem fullorðið fólk kallar til virðulegra tónlistarkennara: Kommi! um miðjan dag í Hafn- arstrætinu. Hugsanlega er hér aðeins um að ræða eins konar menningarlega Vest- fjarðaaðstoð frá Akureyri. Nú þorir enginn almennilegur poppari eða skemmtikraftur að flippa út á Akureyri lengur og ísafjörður verður þess vin- sælli viðkomustaður. Hlutur fjölmiðla í málinu er óvefengjanlegur. Internetið er fjölmiðill og í kjölfarið á þessu máli hafa þær raddir gerst háværari að setja beri því einhverjar skorður sem þar fær að birtast. Eðlilegt er að taka undir þær kröfur, því svona myndbirting er nokkuð sem virðulegir fjölmiðlar myndu aldrei stunda. Hvaðan sækja menn sem standa að svona óþverraskap fyrir- myndir? Þeir eru augljóslega á mun lægra siðferðisplani en feitur fréttamaður sem fer með kvikmyndatökulið á Hafnarkrána að taka sjón- varpsviðtöl við delerandi fyllibyttur og kvikmynda slagsmál eða leðurjakka- klæddur ljósmyndari sem lifir á að ráfa á milli skemmtistaða og góma frægt fólk fullt. Er það ekki annars? Hofundur er skemmtikraftur. Hringborðið skrifa: Björn Jörundur Fríðbjörnsson, Börkur Gunnarsson, Davíð Þór Jónsson og Þorri Jóhannsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.