Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 íÉHí Bragi Ólafsson Ijóðskáld settist niður með Stefáni Hrafni Hagalín á þokudrunguðu mánudagskvöldi og spjallaði við hann um nýju bókina, Klink, ogfleiri skemmtilega hluti. Fyrir utan að vera „hæglátur heimsmaður með kímið yfirbragð“ er Bragi óumdeilanlega eitt flinkasta Ijóðskáld Islendinga — reyndar mörgum gæðaflokkum fyrir ofan allflesta af samtíðarmönnum sínum. Og hann hefur aukþess þann sið að gægjast innum glugga nágranna sinna... Bragi Ólafsson Ijóðskáld vitnar í Dag Siguröarson og kastar fram: „Það er enginn vandi að yrkja ef maður kann það. Það er bara að raða orðunum rétt saman." Bætir svo við sjálfur: „En svo er náttúrlega spurning hvort maður kann að yrkja.“ Það Þaö kallar ekki á kirkju- byggingu. Þaö hefur enga skoöun á henni. Þaö kallar ekki á Guö, þaö kallar ekki á neinn, ekki einu sinni prest- inn sem af tilviljun er staddur í þorpinu. Þaö biöur ekki um athygli, ekki einu sinni á sunnudegi, ekki einu sinni í hléi á bíósýningu á sunnu- degi. Viö sjáum þaö ekki heldur þegar viö sitjum þegj- andi meö sykraö kaffiö inni í gangandi bílnum viö brim- garöinn. Úr Klinki eftir Braga Ólafsson. burði til þess hengda." Ég játa mig sigraðan, en held þó áfram: Hvað með kímni? Það er svona þægilegra hugtak... Og þá viðurkennir hann punktinn: „Jú, mér finnst að það verði að vera undirliggjandi kímni. Kannski ekki alltaf, en maður er afturámóti fljótur að leggja frá sér skáldskap sem er gjör- sneyddur allri kímni.“ Kyrrstöður í fyrri og hraði í seinni Er Bragi að segja ákveðna sögu í bókinni; er að finna þar frásögn sem rennur einsog rauður þráður gegnum hana (spyr ég þarsem ég kom hrein- lega ekki auga á samfelluþráð- inn, en þori ekki að greina frá því vegna þess að það gæti lit- ið svo fávíslega út)? „Nei. Ég hef alltaf litið á bækurnar sem samtíning. Sögurnar í bókinni eru ekki hluti af línulegri frá- sögn heldur jafnmargar ljóðun- um. Mér finnst í sjálfu sér mjög heillandi hugmynd að byggja bækur uppá einhverri ákveð- inni hugmynd eða tilteknu efni til að yrkja útfrá. En mín ljóð koma hinsvegar héðan og það- an. Skáldsögur byggjast yfir- leitt á einni ákveðinni frásögn og þegar maður er búinn að lesa þær leggur maður bæk- urnar frá sér og opnar þær sjaldan á nýjan leik. í ljóð er alltaf hægt að sækja aftur —og aftur. Og finna þar eitthvað nýtt. Ég skipti bókinni að vísu upp í tvo hluta, en það er ein- faldlega vegna þess að í fyrri hlutanum er meira um kyrr- stöður og ferðin eykst svo í síðari hlutanum." Einu sinni var kona sem skildi ekki Ijóð íhyglin og yfirliggjandi róleg- heit á móti undirliggjandi sprengikrafti (og kímni) eru vörumerki Klinks — og Braga. „Ég hef ekki gaman af að lesa ljóð sem eru með mikinn há- vaða. Hugmyndir mínar um ljóðagerð eru frekar gamal- dags. Ljóð eiga að geta staðið ein og sér. Ljóð eiga að vera íhugul og á lágum nótum. Þó að vitaskuld geti falist sprengi- kraftur í þeim ef þau ná að lifna við fyrir fólki. Það er ekkert sjálfgefið. Of frakkt sennilega að ætlast til þess að lesendur skilji ljóðin eða hafi yfirhöfuð áhuga á að lesa þau. Þetta er eitthvað sem kemur bara frá manni sjálfum og ef fólk nær hugsuninni — eða jafnvel les eitthvað annað í hana en ég — þá verð ég himinlifandi." Bragi hefur einu sinni — að- eins einu sinni — lent í því að kona gekk uppað honum eftir ljóðaupplestur í Noregi og spurði um titilljóð bókarinnar Ansjósur. „Um hvað er þetta ljóð eiginlega?“ Honum fannst það ákaflega skrýtin tilviljun, því þetta tiltekna ljóð sé eitt af fáum sem hann hefur ort og eru um eitthvað sérstakt. „Jú, skilaboðin eru nefnilega mjög ákveðin í þessu ljóði: að maður geti neitað þeim hlutum sem manni líkar ekki við. Einfalt mál.“ Ljóð eiga að vekja folk til umhugsunar Bragi vitnar í einhvern mann sem sagði að ljóð væru bara niðurröðun á orðum og vitnar síðan í enn annan mann — í þetta skiptið Dag — og segir: „Það er enginn vandi að yrkja ef maður kann það. Það er bara að raða orðunum rétt saman. — En svo er náttúrlega spurning hvort maður kann að yrkja." Hann kveðst jafnframt vera afar lukkulegur með það, að fólk segist eiga auðvelt með að sjá ljóðin fyrir sér. And- rúmsloftið þyki sterkt. „Ég er mjög ánægður með þetta...“ Þetta hól... „Ljóð eiga að vekja fólk til umhugsunar ánþess að skilja eftir einhverja tiltekna hugmynd — eða tilgang." „Mér finnst mikilvægt að benda á staði sem einskonar vegvísi gegnum ljóðin. Ég er ánægðastur með ljóðin ef ég get horfið inní þau eða haft skjól af þeim. Fyrst og fremst skrifa ég nú fyrir sjálfan mig þráttfyrir að þetta sé fjórða ljóðabókin mín. Útgáfan kemur alltaf síðast." Við ræðum um Spán og dvöl Braga um eins árs skeið í Gran- ada. Hann játar væntumþykju sína í garð spænskra ljóð- skálda — hefur þýtt dálítið eft- ir þau, en segist jjó lesa meira af rússneskum og frönskum skáldum. Les mikið. Mjög mik- ið. Gamlir meistarar í sérstöku uppáhaldi. Fyrst lióð, svo leikrit og skaldsaga Þriggja barna faðirinn Bragi er mikið með yngri börnin sín tvö á daginn. Og svo skrifar hann og horfir innum glugga nágrannanna. „Já, ég á fína ná- granna. En við skulum ekki nafngreina þá.“ Skrifar leikrit núna. Bráðum frumflytur Út- varpsleikhúsið eitt. Það fyrsta. Annað er hann að fínpússa fyr- ir sviðsuppfærslu. „Ég hef mik- ið gaman af því að skrifa leik- rit. Það á vel við mig. Líka að lesa leikrit. Skapa aðstæður þarsem samtöl eiga sér stað. Atvik.“ En hvað með skáldsögu úrþví hann er búinn að skrifa ljóð og leikrit? Er kannski Vegfarendur „Hvaö þér skynjiö umhverf- iö á skringiiegan hátt, “ segir eistneski feröalangurinn, sá sem ég hef reynt í rúman stundarfjóröung aö iýsa fyrir leiöinni frá Ingólfsstræti aö Nönnugötu. „Þótt ég muni aldrei rata þessa flóknu leið, “ segir hann, „hafið þér gert yöar besta til aö liösinna mér, á því er enginn vafi. “ Fundur okkar fer fram í mestu vinsemd. Ég segi hon- um frá dvöl minni í fööurlandi hans fyrir nokkrum árum og hann launar mér hjálpsemina og spjallið meö því aö rekja fyrir mér stystu leiöina frá ráöhústorginu í Tallinn niöur á ferjubryggjuna við Kirjála- botn. Úr Klinki eftir Braga Ólafsson. móðgandi að spyrja svona? Gæti ef til vill skilist sem: „Nú ertu búinn að leika þér með Ijóð og leikrit, hvenær ætlarðu að fullorðnast og skrifa skáld- sögu?“... Bragi tekur þetta hinsvegar ekkert óstinnt upp og segist vera að skrifa sögu. „Þetta er efni sem er búið að vera lengi í kollinum á mér. Fólk hefur bent mér á að í prósaljóðunum mínum felist vísar að sögum. Skáldsögum. En ég lít ekki á þetta þannig. Þó að ég setji upp Ijóð í prósa þá er það bara tilfinning eða form.“ Fáir lesa Ijóð og popparinn er hættur Og Bragi segir að fáir lesi ljóð og kynni sér þau af ein- hverri kostgæfni. „Því hefur verið haldið fram að hefðbund- in íslensk ljóðagerð sé afskap- lega föst í forminu með sínum stuðlum, höfuðstöfum og fleiri reglum. Ég er ekki sammála því. Frönsk ljóðahefð er til að mynda mun strangari og fast- ari í forminu. Maður verður að þróa með sér hæfileika til að lesa ljóð. Ég les nær eingöngu það sem kallað er nútímaljóð því mér finnst aðrir bragar- hættir yfirþyrma ljóðið. Hrynj- andin truflar mig. Oftast nær.“ Tónlistarmaðurinn Bragi — Sykurmoli, príma bassaleikari — er hann hættur að spila? „Jájá. Ég er búinn að koma mér upp þessari þörf fyrir að skrifa. Fíkn. Ég er altént búinn að fá nóg af þeim lífsstíl sem fylgir tónlistinni. Var eiginlega búinn að því 1984 eða 1985. Síðan atvikaðist það að við stofnum útgáfufyrirtækið Smekkleysu og ákveðum að reka popphljómsveit samhliða því til að búa til peninga fyrir fyrirtækið. Ég eiginlega datt þannig inní þetta aftur og það tók mig nokkur ár að losna. En annars græddi maður að sjálf- sögðu heilmikið á þessum ferðalögum — og góðum fé- lagsskap." Falin tilvistarangist og umtalsverð Rímni I kynningu bókarinnar segir að þú skáldið yrkir um angist- arblandna sælu hversdagsins. Hvar er þessi angist í bók- inni...? Ég kom ekki auga á hana. í mesta lagi angurværð. „Ef það er einhver angist þarna þá er hún falin. Ég held að ég lesi ljóðin annars ailt öðruvísi en flestir aðrir gera. Þarna eru atvik og stemmningar sem fyr- ir mér þýða allt annað en sést í orðunum. Ég hef hinsvegar mest gamanið af því þegar fólk les eitthvað annað útúr ljóðun- um mínum en ég. Þannig við- brögð finnst mér mest uppörv- andi.“ En það er hinsvegar rétt sýn- ist mér (sem stendur í kynn- ingunni), að það sé töluvert um kankvísi í bókinni — dálítið svona grín... „Mér finnst ekk- ert grín vera þarna.“ En hvað með NæturleikP. — Dagarnir með skátunum/urðu að nótt- um. Við vorum sendir út í myrkrið/með vasaljós og raf- hlöður;/út að leika póst- menn/með bréf handa þeim hengda/í hlöðunni í Salt- vík./Sumir sneru aftur. Aðrir/- fundu sig í póstburðinum./ — Er ekki vottur af spaugi í þess- um hendingum? „Ég skil grín þannig, að það sé eitthvað til að hlæja að. Og ég sé ekkert grín í því að finna sig í póst- BragÍ gluggagœgir Niðdimm þoka liggur einsog mara yfir borginni á hjara ver- aldar og við gægjumst laumu- legir útum glugga á efri hæð veitingahúss á Bernhöftstorfu. Tvö forvitin andlit í myrkrinu. Varla sála á ferli þetta mánu- dagskvöld. Bragi Ólafsson, sem var að senda frá sér fjórðu Ijóðabók sína, tekur dræmt í þá fullyrðingu mína að þetta sé veður fyrir ástsjúka og morð- ingja. Ekki einu sinni ástsjúka morðingja. Seinna kemur í ljós að hann skrifar mestmegnis fyrir hádegi og á kvöldin, en er með hugann við verkið allan sólarhringinn. Ljóðin koma fyr- irvaralaust utanúr tóminu — eða eitthvað svoleiðis skilst mér. Get ekki gert það uppvið mig hvort hann sé „hæglátur heimsmaður með kímið yfir- bragð“, einsog einhver hafði á orði. Hugsanlega líkari Jóni Kurteiz í teiknimyndabókun- um Svalur og félagar. Bragi neitar vitaskuld að taka þátt í þeim pælingum. Hefur ekki einu sinni hugmynd um hver þessi Jón Kurteiz er. Annað væri nú. Við gægjumst í viskí- staup og veltum fyrir okkur kokkteilglösunum á kápu Klinks. Þar er einnig lest og gluggi og við erum sammála um að það sé fínt að ferðast með lestum. Bragi segist frekar vilja líta innum glugga en útum þá. Það er aldrei neitt í Helgarpóstinum Hann les bara Helgarpóstinn á kaffihúsum afþví að það er aldrei neitt í honum. Ég humma þunglega, en nenni ekki mótbárum afþví að Bragi er svo feiminn og hikandi og Jón Kurteiz og maður rífst ekki við svoleiðis menn. Ekki ég að minnsta kosti. Okkur finnst staða ljóðsins vera fín. Barasta fín. Hann tileinkar annars Degi Sigurðarsyni bókina afþví að Dagur var svo fínt ljóðskáld (eitt það allrabesta, segir Bragi) og einnig svo fínn mað- ur þegar hægt var að setja sig niður með honum einum og spjalla. Við erum á einu máli um að leiðinlegt hafi verið að sjá hvernig Degi var stillt þann- ig upp sem persónu — hálf- gerðu hirðfífli — að Ijóðin urðu hálfpartinn undir: aukaatriði. Synd. Bragi er með bókstafinn „K“ húðflúraðan í hægri olnboga- bótina. Liturinn er eiturgrænn og húðflúrshöfðingi í Los Angeles á heiðurinn af lista- verkinu sem táknar Konráð (eða fjallstindinn K2, eftir því hvorum megin hann fer útúr rúminu á morgnana, skilst mér) og Bragi notast stundum við Konráð sem alteregó. Kannski þegar hann verður leiður á Braga. Mikilvægi vegvísa og Ijóðalestur Og svo spyr hann blátt áfram: Ertu með fleiri spurn- ingar, eða? Reykjavík, Éyrar- bakki, New York, Pétursborg, Noregur, Stokkhólmur, Córdoba, Nice, Skriðufell, Þýskaland, Bretlandseyjar, Skagafjörður, Portland, Maine, Seltjarnarnes, Maldíveyjar, Ox- ford, Malé, Albayzín, Granada, Tallinn, Kirjálabotn — svara ég... Þetta eru nokkrir þeirra staða sem þú nefnir í Klinki. Ertu að gefa eitthvað í skyn? (Hér kem ég heimsmaðurinn!)

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.