Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTÚDAGUR16. NÓVEM6É?? 1995 Þverpólitískur hópur kvenna sem vill konu áfram í forsetastól fundar á næstu dögum: Hvorki samstaða um Guðrúnu Agnarsdóttur né Sigríöi Snævarr Hríngt var í Kristínu Ástgeirsdóttur og hún boðuð á fund með þverpólitískum áhugakonum um nýjan kvenforseta. Ekki fékkst uppgefið hverjar konur aðrar værí að finna í hópnum. Bryndís Hlööversdóttir er þingmaður Alþýðu- bandalags og formaður Kvenréttindafélags íslands: „Ég veit ekki til þess að þetta sé orðið einhver formlegur félagsskapur." „Ég get bara staðfest að þarna er hópur kvenna úr öll- um flokkum sem utan þeirra, en eins og er ganga samræð- urnar eingöngu á með hring- ingum,“ staðfesti Kristín Ást- geirsdóttir Kvennalista, að- spurð um hvort breiðfylking kvenna að baki kvenforseta- frambjóðanda væri í burðar- liðnum, en á landsfundi Kvennalistans um síðustu Sýning föstudag 17, nóv. kl. 23:30 - Örfá sæti laus. Sýning laugardag 18. nóv. kl. 23:30 - UPPSELT \ Höfundurinn, sá sem lék kroppinbakinn í kvikmyndinni frægu, Richard O1 Brien veröur viöstaddur sýningar ' 17. og- 18. nóv. 1 Ýmislegt óvænt gerist. Richard O' Brien & Rocky Horror hópurinn árita Rocky Horror diskinn í Skífunni Kringlunni milli kl: 14-15 Laugardaginn 18. nóv. helgi lét Kristín einmitt þá skoðun sína í ljós að nú væri tækifæri fyrir konur að sýna breiða samstöðu um kvenfor- seta. Kristín segist hins vegar ekki hafa átt hugmyndina held- ur hafi verið hringt í hana og hugmyndin um fylkingu kvenna að baki kvenframbjóð- anda borin upp við hana. „Það hafa hins vegar engin nöfn verið rædd og þess vegna og eins hins, hve skammt þetta er á veg komið, finnst mér ekki tíma- bært að upplýsa hvaða einstaklingar eru þarna að baki. Ég get hins vegar staðfest að vinna er komin á fullt og fundað verður með hópnum á allra næstu dögum.“ Nokkur kvennöfn hafa þegar verið nefnd í tengslum við forseta- framboð og hefur þar nafn Guðrúnar Agn- arsdóttur, fyrrverandi Kvennalistaþingkonu, oftast borið á góma. Samkvæmt heimildum HP úr herbúðum Kvennalista og víðar er þó ekki talið líklegt öðru fremur að breið- fylkingin safnist í kring- um Guðrúnu. Þar komi tvennt til. Annars veg- ar hefur Guðrún ekki mikið gefið út á for- setaframboð við sínar nánustu og hins vegar sú staðreynd að Guð- rún er pólitíkus. „Það kom mér mest á óvart hvað sumt er miklu skemmra á veg komið en mig grunaði, ég varð eiginlega hissa á hvað þetta eru miklar þreifingar ennþá,“ sagði Kvennalistakona í samtali við HP og átti þar við frambjóðend- ur. „Ef þetta er einhver þverpólitísk samstaða kvenna um eitthvert nafn verður hún ekki Samkvæmt heimildum HP mun Guörún Agnarsdótt- ir, fyrrverandi þingkona Kvennalista, ekki hafa gefið mikið út á forsetaframboð við sínar nánustu. Inga Jóna Þóröardóttir segir þverpólitíska kvennasamstöðu aldrei verða um Guðrúnu Agnars- dóttur, ekki frekar en Bryndísi Schram. um Guðrúnu Agnarsdóttur, ekki frekar en Bryndísi Schram og ekki fremur en að fólk úr öllum flokkum tæki upp á því að styðja við bakið á Steingrími Hermannssyni eða Davíð Oddssyni," sagði Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, í samtali við HP, en Inga Jóna er ein þeirra sem héldu á kvennaráð- stefnuna í Kína. Grunur lék á að Kínafararnir stæðu að baki þessari breiðfylkingu kvenna sem nú er í burðarliðnum, en svo virðist ekki vera. Inga Jóna segist ekkert hafa heyrt um þessa þverpólitísku samstöðu, að minnsta kosti hafi hún ekki heyrt þess getið að þar sé að finna neinar konur úr Sjálfstæðisflokknum. „Ég get svosem ekki svarið það af öllum sjálfstæðiskonum, en ég tel afar ólíklegt að þær séu þarna á meðal. Það eru þá að minnsta kosti ekki neinar þunga- viktarkonur í flokknum." Rannveig Guðmunds- dóttir, fyrrverandi ráð- herra Alþýðuflokks, hafði hins vegar heyrt þessu fleygt: „Mér hefur bara ver- ið sagt frá þessu, en ég veit ekki betur en málið sé á því stigi að einhver hafi sagt einhverjum að konur ættu að standa saman og sam- einast um konu, ef hún finnst.“ Rannveig sagði að hvorki hefði verið rætt við sig né hefði hún heyrt nokkur nöfn nefnd. Formaður Kvenréttindafélags íslands og þingmaður Alþýðu- bandalags, Bryndís Hlöð- versdóttir, var á svipuðum nótum og Rannveig. „Ég hef ekki heyrt nein nöfn, en ég veit að það er verið að tala um kvenframbjóðanda í öll- um hornum. Málið hefur hins vegar ekkert komið inn á borð kvenréttindafé- lagsins. Á þessu stigi máls lít ég bara svo á að verið sé að spjalla saman, enda veit ég ekki til þess að þetta sé orðið einhver formlegur fé- lagsskapur." Annar kvenframbjóðandi sem oft hefur verið orðaður við forsetastólinn er Sigríður Snævarr sendiherra. Um hana gegnir hins vegar sama máli og Guðrúnu Agnarsdóttur; ólík- legt er talið að konur fylki sér að baki henni. HP hefur heim- ildir fyrir því að konum innan Kvennalistans þyki hún ekki fýsilegur kostur, sérstaklega með tilliti til þess að eiginmað- ur hennar er Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokks. Það finnst hins vegar Ingu Jónu Þórðardóttur ekki nægjanleg skýring. „Mun- urinn á Sigríði Snævarr og Guðrúnu Agnarsdóttur er sá að Sigríður hefur aldrei verið starfandi stjórnmálamaður og aldrei starfað innan vébanda flokksins. Hún hefur verið embættismaður í fimmtán ár og var orðin það áður en hún giftist Kjartani. Ég er þó ekki að tala um í þessu samhengi — þ.e.a.s. ef það á að mynda þverpólitíska samstöðu um forsetaefni — að fólk megi ekki hafa stjórnmálaskoðanir, held- ur bara að fólk sé ekki og hafi ekki tengst stjórnmálasamtök- um.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.