Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 24 Ekki alveg frítt við mengun Þjóöleikhúsiö Glerbrot Eftir Arthur Miller Þýðing: Birgis Sigurðssonar Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Hjálmar H. Ragnar Lýsing: Páll Ragnarsson Fagnaðarefnið er fyrst og fremst það að Arthur Mill- er er kominn aftur. Hann er nær óumdeildur allsherjar- goði í leikritun vorra tíma og gnæfði þar yfir aðra menn fyrst eftir heimsstyrjöldina miklu, fram undir miðjan sjö- unda áratuginn. Trúlega er það hans verk að við, sem ólumst upp við stórsniðna og alvar- lega hugsun hans og þvílíkra, höfum átt erfitt með að taka mark á því allsherjardelluverki sem síðan hefur gengið yfir heiminn og fyrst varð sýnilegt í Bítlum og blómabörnum, síðar í vitsmunalegri jafnréttistil- gerð, sem hvorugt tók tillit til dýpri raka: ógnareðlisins, sjálfseyðingarhvatarinnar eða tortímingaráráttu guðanna sjálfra; þess kristna og þess júðska ekki síst. Leikhús vorra tíma hefur, vegna skorts á innri sannfær- ingu, að mestu leyti snúist upp í fyrirgang, tækniumsvif og áhrifameðul „for the pit“. Mik- inn sýningafjölda, reyk, ljósa- gang, fyrirferðarmikla líkams- tilburði, háværar raddir, bún- inga og leikmyndir sem eru „veisla fyrir augað“ og mússík flokkaða undir „eyrnakonfekt": Sýndarfyrirgang náttúruleys- ingjans. Og svo allt þetta endalausa kyniífsstuð! Fyrr má nú vera andleg eymdin. Trúlega er óhætt að fullyrða að þessi mórall, eða mórals- leysi, hafi tortímt heilli kyn- slóð iistamanna — í fyrsta lagi þeim sem hafa lent á þeim vill- ustigum að taka þátt í vitleys- unni og í öðru lagi hinum sem ekki gat heyrst í fyrir gjammi hinna fyrrnefndu. Æ, það er líkt og svalt steypi- bað í svækju að fá færforð Mill- ers yfir sig á nýjaleik eftir langa bið. Að vísu er það í þessari sýningu ekki alveg frítt við mengun. Góð leiksýning í anda Millers og annarra slíkra sósíalrea- lista, kominna af Ibsen (e.t.v. líka Strindberg), einkennist af því að athygli áhorfandans hvíiir á persónum leiksins og umræðuefninu alfarið; ekki á verki leikaranna, hvað þá leik- stjórninni, leikmyndinni, klæðnaði, gervum eða lýsingu sviðsins. Átökin búa í hugsun- unum. Þetta tekst ekki hér og mig grunar að ekki hafi verið að því keppt sérstaklega. Jafnvel að margur hafi reynt að gera sitt hlutverk í sýningunni sem mest áberandi og ennfremur reynt að pota inn í verkið auka- boðskap sem kemur höfundin- um ekki við en afvegaleiðir at- hygli áhorfandans, skemmir hið þráða, beina samband við hinn góða höfund. Vonandi stafar þetta ekki af vondum metnaði eða auglýs- ingamennsku fyrir eigin hönd, heldur áköfum vilja til að gera vel og kannski að halda fram einhverjum göfugum málstað sem þarna kemur því miður ekki málinu við. Eftirtekt manna eru takmörk sett. Það er; hún verður aldrei meiri en 100%. Fari nú 10% á ljósadýrð, 10 á leikmynd, 20 á uppátæki leikstjórans og önn- ur 20 um hvipp og hvapp, þá er ekki mikið eftir fyrir það sem mestu máli skiptir; sjálfa hugsun skáldsins. Nefnum nokkur dæmi. Leikmynd Siguijóns Jó- hannssonar er svo íturglæsi- legt myndlistarverk að ég hef vart séð annað eins. Þess vegna dregur hún athygli út af fyrir sig. Það er slæmt vegna þess einnig að andinn sem frá henni stafar hittir ekki kjarna málsins. Þetta eru glæsilegir brotnir gluggar. Minna kannski á glerbrotanóttina frægu í Berl- ín 7. nóv. 1938. En hún er held- ur enginn kjarni máls hér enda þótt hún henti ágætlega sem hjálpartæki til að auglýsa sýn- inguna „for the pit“. Annað: Vinna Sigurðcur Sig- uijónssonar, búningahönnuða hans og gervissmiða við að skapa hinn dæmigerða gyðing er mikið meistarastykki. Einnig það dregur athygli út af fyrir sig. Hvað eftir annað hrekkur áhorfandinn upp við að hann er að missa af einhverju mikils- verðu í gangi leiksins, sem í þessu verki fer mestan part fram í samræðunni sjálfri, vegna þess að hann er orðinn heillaður af týpískum gyðing- legum handahreyfingum Sig- urðar, týpískum gyðinglegum gleraugum hans, týpískum gyðinglegum ótta hans, kvik- um viðbrögðum hans o.s.frv. En hinn týpíski gyðingur er hér ekki heldur kjarni málsins. Það gæti jafnvel hafa verið sterkara að hafa þennan mann, sem svo mjög er haldinn af gyðinglegu útliti sínu, gyðinglegum örlög- um og ótta, alls ekki mjög gyð- inglegan í sjón. Það er hug- mynd hans sjálfs sem skiptir máli; sá dómur sem hann sjálf- ur hefur kveðið upp yfir sér: Ég er öðruvísi. Að því kemur að einnig ég verð knúinn niður á knén af öðrum mönnum, jafn óttaslegnum, og látinn skrúbba gangstéttir með tann- bursta. Þetta er mergurinn málsins. Þetta er ekki sér-gyðinglegt. Við erum nefnilega öll öðruvísi og óttumst að verða látin gjalda þess: Konur eru öðru- vísi, sveitamenn eru öðruvísi, Þjóðverjar eru öðruvísi, börn eru öðruvísi og nú síðast eru karlmenn upp til hópa orðnir öðruvísi og í háska staddir fyr- ir það eitt. Clark Gable-gervi Arnars Jónssonar dregur athygli út af fyrir sig. Ég trúi heldur ekki að þessi læknir sé svona týpísk karlhetja og sökksessgæ sem hann er hafður þarna. Eg hygg hann ætti að líkjast meir Art- huri sjálfum en Clark gamla. Áhugi hans á lömun konunnar stafar ekki af kvensemi, eins og við liggur að þarna sé gefið í skyn. Sé hann kvennamaður í alvöru þá er hann fyrst og fremst fyrrverandi kvenna- maður og áhugi hans á Sylvíu er áhugi á afli óttans. Þess sama ótta sem hann sjálfur og allir aðrir karakterar leiksins eru haldnir af (þar með talinn viðskiptakóngurinn Case, sem óttast að keppinauturinn muni fyrr eða síðar láta sig skrúbba gangstéttir auk þess sem hann óttast að verða svikinn af sín- um nánasta samstarfsmanni). „Menn veikjast ekki einn í einu heldur saman í hóp...“ Allir í leiknum dragast að þeg- ar þessi ótti nær undirtökum í lífi eins þeirra, svo hastarlega að veldur Iömun og hjartaáfalli hjá öðrum, vegna þess að þeir þekkja hann innra með sjálfum sér. Reiðmennska læknisins er ekki velgengnistákn. Hún er eitt af birtingarformum óttans við að verða króaður af, — þvingaður á kné. Reiðmennska er það yfirleitt! Samanber: Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest...“ Gervifrelsi. Yfir- hylming innilokunarkenndar. Afneitun þess að horfast í augu „Hafi Miller fundið upp á þessum fjanda sjálfur þá er kallinum meir en Iftið farið að förlast vit, eðaþáhitt, að krafa hans um heið- virðuleik er, frá því ég sá hann síðast, mjög tekin að dvína. “ við skelfinguna, að sjá eigin ímynd í speglinum. Þessarar vitundar vegna dregst hann að lífsháskanum, líkt og Jakob sem glímdi við Guð. Þess vegna er hann reiðubú- inn að svara, þegar Gellburg spyr hver sé þá lausnin: „Ég veit enga... nema spegilinn." Þetta eru rándýr orð, — lyk- ilhendingar leiksins og þær þurfa að standa. Þær þurfa að fylla andrúm leikhússins út í hvert horn plús huga og líkami áhorfenda alla leið oní tær. Þeim þarf að gefa gott rúm, og tíma. Það var ekki gert. Enginn hinna góðu kollega taki orð mín svo að ég sé á móti ítarlega unnu eða glæstu handverki. Nei, nei og aftur nei. Einungis þetta: að því ítar- legar sem smáatriði hand- verksins eru unnin þeim mun nákvæmar verða þau að hitta í mark og er þá átt við það mark eitt sem höfundurinn einn hef- ur sett en ekki eitthvert annað. Endir leiksins er ákaflega mikið millerskur: Þegar aðal- persónan loks hefur sætt sig við sjálfan sig og lífið, þá deyr hann! Og þá, nokkuð að óvör- um en þó rökrétt, hverfur kon- unni (sem fram að þessu virð- ist helst hafa viljað hann dauð- an) öll lömun, hún sprettur á fætur til bjargar: „Bíddu.“ Og tjaldið fellur. En þarna var aukið í meir en lítið kyndugu viðhengi. Ljósin falla, maðurinn hverfur úr rúminu og konan lallar burt út í rísandi birtu, hin pattaraleg- asta. Þetta er einhvers konar markaðssetningartrikk stílað upp á kvenfrelsismarkhópinn og bjartsýnistískuna („for the pit“). Hafi Miller fundið upp á þessum fjanda sjálfur þá er kallinum meir en lítið farið að förlast vit, eða þá hitt, að krafa hans um heiðvirðuleik er, frá því ég sá hann síðast, mjög tekin að dvína. Þýðing Birgis er auðvitað góð, enda næsta óhugsandi að maður með hans löngu og vandvirku umgengni við tung- una geri slæman texta. En nafnið er mislukkað. Glerbrot hefur fyrst og fremst merking- una flísar, mylsna á íslensku. Broken Glass er aftur á móti gild Iíking í amerísku um niður- brot mannssálarinnar, — hinn brákaða reyr. Brotið, Brothætt eða Brotgjarnt gler var betra. Að öðru leyti: Til hamingju og þökk fyrir áhrifamikið kvöld í leikhúsinu. Mikið púður ber lítinn árangur Oft er rætt um það hvort starf málverndarmanna beri nokkurn árangur, hvort þetta sé ekki bara til- gangslaust tuð. Við skulum líta á tvö dæmi um baráttu sem náði tilgangi sínum. Fyrir um hundrað árum var svonefnt flámæli orðið al- gengt. Það fólst í því að þar sem rétt er talið að segja langt i sögðu flámæltir nánast e. Þeir báru sem sagt orðin situr og setur eins fram. Þegar þeir þurftu að ræða um þessa bók- Mál málanna Guðni Kolbeinsson stafi og aðgreina þá töluðu þeir jafnvel um e með gati (e) og e með punkti (/)• A hlið- stæðan hátt báru menn langt u fram nánast eins og ö, þann- ig að orðin fíugu og fíögu urðu eins í munni þeirra. Með markvissri baráttu kennara, útvarpsmanna og annarra tókst að snúa þessari framburðarbreytingu við, þannig að nú orðið er fátítt að heyra flámæli í framburði. — Þó er rétt að geta þess að tals- vert ber nú á flámæli og öðr- um röngum framburði sér- hljóða hjá poppsöngvurum og apar þar hver eftir öðrum ósómann. Þessi goð verða að gera sér ljósa ábyrgð sína og áhrif á æsku landsins og vanda framburð sinn eftir bestu getu — jafnvel þótt heimsfræg séu. Annað dæmi um árangur af starfi „mállöggunnar" má sjá í orðum sem beygjast eins og lœknir. Fyrir nokkrum áratug- um var algengt að r-ið væri látið haldast í allri beyging- unni og þá talað um nærfærna lœknirinn eða að læknirarnir hefðu sagt þetta eða hitt. Nú er þessi beyging orðin fremur fátíð þótt leifar af henni sjáist í ýmsum föstum orðasam- böndum. Konur komast enn á steypirinn og málshátturinn „í upphafi skyldi endirinn skoða“ hljómar, hrynjandinn; ar vegna, betur þannig en „í upphafi skyldi endinn skoða“ eins og hann ætti að vera sam- kvæmt málfarslegri hreintrú- arstefnu. Þessi tvö dæmi, sem rakin voru hér að framan, sýna að hægt er að stöðva málfars- breytingar og jafnvel kæfa þær gjörsamlega, hvort sem þær tengjast hljóð- eða beyg- ingarkerfi málsins. Einnig má finna dæmi um hitt; að áköf barátta hafi lítil sem engin áhrif. Skýrast dæmi um slíkt er án efa baráttan við svonefnda þágufallssýki. Allnokkrar sagnir eru óper- sónulegar sem kallað er. Það merkir að þær beygjast ekki í persónum eins og langflestar sagnir gera. Ég tek, þú tekur, við tökum eru dæmi um beyg- ingu sagnar í persónum. Hún breytir um mynd eftir því hvort það er ég, þú eða við sem talar. Mig dreymir, þig dreymir, okkur dreymirer hins vegar dæmi um ópersónulega sögn. Form hennar er eins hvern sem er að dreyma. Sumar ópersónulegar sagn- ir taka með sér orð í þolfalli, eins og mig dreymir eða mig langar. Aðrar taka með sér orð í þágufalli, t.d. mér finnst og mér sýnist. Svo má nefna sögnina svíða sem ber kápuna á báðum öxlum: Mig svíður í legginn eftir spark þitt og mér svíður þessi framkoma þín. Meira að segja getur sagnar- skömmin verið persónuleg líka: Ég svíð alltaf nokkra hausa á hverju hausti. Rík tilhneiging er til þess að fara eins með allar ópersónu- legar sagnir af þessu tagi og nota orð í þágufalli með þeim öllum: segja bæði mér sýnist og mér dreymir. Á þessari tilhneigingu hafa kennarar og aðrir málvendir barið um allmargra áratuga skeið. Sennilega hefur þeim tekist að halda nokkuð í horf- inu en alls ekki að snúa taflinu sér í hag. Hin svonefnda þágu- fallssýki er enn gríðarlega al- sem svo: „Vitið þið það að mig dreymdi alveg sama draum- inn og honum Gunna.“ Þarna er um tiltölulega fáar sagnir að ræða og að minni hyggju hefur verið eytt allt of miklu púðri í tiltölulega smá- vægilega málbreytingu — að minnsta kosti ef miðað er við hinn litla árangur sem náðst hefur. (Sumir menn eru gjarnir á að mismæla sig og verður útkom- an oft skondin. Rifjum upp sög- una af norðlensku konunni sem kom í kaupfélagið og „ Talsvert bernú á flámœli og öðrum röngum fram- burði sérhljóða hjá poppsöngvurum og aparþar hver eftir öðrum ósómann. Pessi goð verða að gera sérljósa ábyrgð sína og áhrifá æsku landsins og vanda framburð sinn eftir bestu getu — jafnvel þótt heimsfrœg séu. “ geng, og þótt kennaranum hafi með þolinmæði, elju og dugnaði, eða hörku og skömmum, tekist að kenna nemandanum að segja ævin- lega mig dreymir er eins víst að þessi sami nemandi segi sagði: „Ég œtla að fá eina baun af grœnni dós. “ Þá áttaði hún sig á hvað hafði hrokkið út úr henni, sló sér á lær og bætti við: „Ja, sástu hvað ég sagði?")

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.