Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Forsetaefni vikunnar Ásgeir S i g u r- vinsson er ekta h el m s - maður. H a n n h e f u r búið á erlendri g r u n d s í ð a n 1973 og þá var hann einungis sextán ára. Hann er mæltur á þýsku og frönsku og fáir íslendingar hafa getið sér jafngott orð í útlöndum. Eða þekkti ekki hvert mannsbarn í Evrópu hann fyrir svona tíu árum og þekkir kannski enn? í alþjóð- legri frægð keppa engir ís- lendingar við Sigi nema kannski Björk og Vigdís for- seti. Ásgeir Sigurvinsson er maður sem tengir. 1 fótboltan- um var hann alla tíð í stöðu tengiliðar, en það er leikmað- urinn sem tengir saman sókn og vörn og er í raun sálin í lið- inu. Hvaða betri eiginleika er hægt að hugsa sér í fari for- seta? Að auki má benda á tengslin við atvinnulífið sem Ásgeir hefur vegna uppruna síns í Vestmannaeyjum, tengslin við viðskiptalífið sem hann hefur vegna svaia- drykkjaverslunar sinnar í Þýskalandi, og þá saka heldur ekki tengslin sem hann hefur í gegnum bróður sinn, Andr- és Sigurvinsson leikstjóra. V il 1 ... SL Ásgeir Sigurvinsson ínn Enginn hópur nethausa er jafnfjölmennur og kynlífsfíklarnir — og í hópi netpornófríka eru jafnt byrjendur sem lengra komnir; sendlar og stjórnmálamenn; konur og karlar; börn og fullorðnir (sorrý!). Þarafleiðir að ófært er að fjalla um netið ánþess að taka tillit til vinsælda netklámsins. Lítum á nokkur dæmi af handahófi. Aðdáendur kvenna sem státa af brjóstum í stærri kantinum geta smellt sér inná http://www.danni.com/danni/securi.html og velt sér þar uppúr framstæðu sælgæti sem hin góðbrjósta Danni Ashe býður uppá. Á netfanginu http://www.videoalt.com/ hef- ur síðan verið komið upp fyrirtaks klám- síðu fyrir áhugamenn sem geta sett þar inn nektarmyndir (eða jafnvel heilu myndböndin) af sjálfum sér í kynlegu starfi og léttum leik — með eða án félaga. Hafið ávallt í huga að leita samþykkis allra viðkomandi. Hmmm. Þriðja og síðasta netfangið sem við veitum klámhundum er svo http://ww.io.com/-rwilhelm/asm/- aarle/porn.html#stars þarsem þið finn- ið lista og tengla á alla mögulega og ómögulega staði á netinu þarsem klám eða eitthvað þvíumlíkt er að finna. Þetta ætti að duga fyrir ykk- ur í bili... * Á netinu er ört vaxandi samfélag Klám á netinu? Já, hell- ingur, og þaraðlútandi netföng eru einfaldlega langlanglangvinsælustu heimsóknarstaðir net- hausa. David Bowie á net- inu? Já, hvort hann er og sá hefur nú listamanna sem einbeita sér ýmist að því að kynna list sína á netinu með því að hengja upp skönnuð verk sín í sýndarveruleikagalleríum eða fókusera eingöngu á tölvulist; helst netlist. Fyrstan ber að telja erkipopparann David Bo- wie, sem í samstarfi við nethaus að nafni Davi- de De Angelo kynnir nýju plötuna sína, Out- side, að hætti margmiðlunar og netlistar á vef- fanginu http://www.davidbowie.com/ og hvílíkur brilljans! Það eru vitaskuld ófáir popp- arar á netinu (meðal þeirra færustu er trommu- aldeilis tekið foryst- leikari bresku sveitarinnar Blur) en Bowie tek- una í hinni hörðu ur þetta með trompi og fer langt framúr kolleg- samkeppni poppara um sínum í listfengi, innihaldi og skemmtana- á netinu. gildi. Staðreynd. Ef þið farið síðan inná http://www.drci.co.uk/drci/shamen/axis- mutatis/ finnið þið fyrir netgallerí listaverka annars poppara sem kallar sig Shamen og hefur dundað sér við netmennsku um allnokkra hríð. Því miður gerir Shamen þau afdrifaríku mistök að líta á sig sem jafnfæran netlistamann og poppara og útkoman er býsna ruglingsleg. En þó er fyllilega sörfsins virði að kíkja á kapp- ann. LifeHó're-Iistamannasamfélagið hefur svo hreiðrað um sig á http://www.drci.co.uk/lifewire/ og þar er nútímalistin á heimavelli því einhverjir ákaflega flinkir nethausar hafa komið málum svo haganlega fyrir að unun er að fletta í gegn. Síðast en ekki síst komum við að flokki sérstakra netlistamanna sem gera ekkert annað við tíma sinn en að skapa slíka list. Á veffanginu http://artaids.dcs.qmw.ac.uk:8001/ er þeirra gums og víst er að sitthvað geta þeir lært af David okkar Bowie um aðgengi og skemmtanagildi. Þetta er altént fullsýrt fyrir hinn fábrotna smekk undirritaðs. En endilega bregðið ykkur þó í heimsókn... - shh I júní árið 1972 náðust helstu forsprakkar hryðjuverkasamtak- anna Baader-Meinhof og HP stóð í þeirri meinlngu að þeir hefðu fyrirfarið sér í Starnmheim-íangeisinu í Stuttgart haustið 1977. Það olli því nokkurri furðu á ritstjórnarskrifstoíum blaðsins, og reyndar skelfingu einníg, þegar teikningu sem gerð var við réttarhöldin bar fyrir augu. Meðai þelrra íjögurra terrorista senr sjást á myndinni er Jan Carl Raspe en það verður ekki betur séð en þar sé Óttarr nokkur Proppé lifandi kominn. Það skýrir ýmislegt, eins og til dæmis það að sú hljórasveit sem Ottarr er i forsvari fyrir kallar sig Funkstrasse. Fær Denni ekki að vera með? 0306586 vygjPl!ð sg&é Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að í síð- ustu viku kom út nýr tvö þúsund króna seðill. Þetta var fyrsta tækifæri nýrra Seðla- bankastjóra, Eiríks Guðnason- ar og Steingríms Hermanns- sonar, til að fá nafnið sitt á seðil og hafa þeir örugglega beðið spenntir eftir þessum tímamótum. N o k k u r fjöldi nýju seðlanna hef- ur orðið á vegi HP og blaðið hefur óneitanlega veitt því at- hygli að nafn Steingríms er hvergi að finna á þeim seðlum sem þegar eru í umferð. Þar eru þeir hvor um annan þveran, Ei- ríkur og Birgir ísleifur Gunn- arsson, en enginn Denni. Ann- aðhvort hefur hann því verið sniðgenginn og ekki fengið að skrifa nafnið sitt á nýja seðil- inn, sem er fremur ólíklegt, eða þá að bankinn hefur ekki þorað að setja Steingrím í um- ferð strsix af ótta við við- b r ö g ð almennings. Sem er kannski eins gott, því eins og einn kunningi HP orðaði það: það er eitthvað sérlega ógeðfellt við tilhugsunina um að hafa Stein- grím Hermannsson á milli fingranna. Birgir Ísleifur og Eiríkur, en enginn Denni. Hvers á hann að gjalda Saumaklúbburinn hennar Gurru „ og svona “ Eg hafði alltaf ímyndað mér saumaklúbb sem ein- hvers konar leiðindi þar sem nokkrar afleggjarakelling- ar sitja penar inni í stofu, bródera í púða, drekka kaffi og narta í Ritzkex með rækju- salati, milli þess sem þær skiptast á upplýsingum um hvort börnin séu „gengin út“. En svo hringdi Gurra frænka. Satt að segja... Huldar BreiðQörð Hún sagði mér að „klúbbur- inn“ ætlaði að hittast næsta sunnudagskvöld til að halda upp á afmælið hennar og hún vildi hafa þetta „dálítið grand og kúltí og svona“ og hana vantaði einhvern til að hjálpa sér við að bera fram matinn „og svona". Og hefði „svona" látið sér detta ég í hug af því ég hefði nú verið að vinna á bar „og svona“. Gurra er gædd þeim vestur- bæska húsmóðureiginleika að skipa fyrir í spurningum og fá sitt fram á endanum, alltaf. Enda er maðurinn hennar löngu orðinn andlaus tauga- hrúga sem stendur yfirleitt sveittur í að sortera „Se og Hor“-safn Gurru þegar maður kfkir inn, meðan hún keðju- reykir „More“ og plottar heilu heimsstyrjaldirnar í gegnum símann. Þannig að þegar henni hafði „dottið í hug“ að fá mig var það sjálfkrafa ákveðið. Þegar ég mæti er sauma- klúbburinn búinn að koma sér fyrir inni í stofu. Á gólfinu blasa við mér fimm haugfullar kellingar um fimmtugt í fatap- óker. Allar í svitakófi að reyna að átta sig á hvort þeim sé „HEITT!“ eða „KALT!“. Allar með vísi að yfirvaraskeggi og ein nánast með hökutopp. All- ar á breytingaskeiðinu. Gurra frænka, sem hefur greinilega fengið léleg spil og er farin úr öllu nema brjósta- háldaranum og magabeltinu, kemur á móti mér og segir þvoglumælt að þær hafi bara ákveðið að „sleppa öllu svona matstússi" og bara pantað pizzu. Eina sem ég þurfi að gera sé að fylla „svona annað slagið“ á glösin hjá „stelpun- um“. Þar sem miðaldra frænka mín stendur fyrir framan mig pisshaugamökk- uð, með útklíndan varalit, nánast allsber og lætur eins og ekkert hafi í skorist! þá þjóta fjórar hugsanir í gegn- um hausinn á mér: 1) Ég er í vitlausri íbúð. 2) Þetta er FLÓÐVÖRN ekki brjóstahald- ari! 3) Er þetta alltaf svona? 4) Er ekki örugglega dregið fyrir gluggana...!? Það sem ég hafði séð fyrir mér sem rólegheitahangs og leiðindi breyttist fljótlega í hreina og klára martröð og þrælavinnu. Æðahnútapartíið inni í stofu var komið á bull- andi sving og ég hafði ekki undan að hella „svona annað slagið“ í glösin. Smátt og smátt tíndust spjarirnar af kerlingunum og það varð æ erfiðara að fóta sig á stofu- gólfinu fyrir spiki og brjóst- um. Þegar „stelpurnar" los- uðu um verkfræðihönnuð og þungaprófuð lífstykkin SPRUNGU þær út og minntu mig á Michelin-karlinn í Ghostbusters. Þeim þótti allt- af jafnmergjað þegar risastór og æðaber brjóstin fossuðu yfir spikfellingar í mitti og í ýktustu tilfellunum alla leið niður að loðnum „skóförum" í klofi. í kjölfarið fylgdi þessi viðbjóðslega skræki frænku- hlátur sem getur látið blokkir hrynja. Áhugi minn á kynlífi fór skyndilega hratt þverr- andi. Eftir að hafa verið gripinn í punginn og klipinn í rassinn u.þ.b. milljónogsex sinnum komst ég loksins í sígarettu- pásu. Innan úr stofunni bár- ust stunur úr sjónvarpinu, það var komin klámmynd í tækið og hvatningaróp saumaklúbbsins glumdu um alla íbúð. „LÁTTU HANA HAFA ÞAÐ!“ „Á ÞETTA AÐ VERA TITTLINGUR!!!“ „ÞVÍLÍK- UR RÆFILL! HAHAHAHAHA- HAHA!“ Allar í kór: „ÁFRAM- ÁFRAMÁFRAMÁFRAM!" Gurra frænka: „OOOH, GAMLI KLÁÐ- INN GERIR VART VIÐ SIG! FRÆNDI, HVAR ERTU!“ Og þær allar í kór: „HAHAHAHÍHI- HÍHEHE!!“ Mér var orðið óglatt og „/ dyrunum stóð brosandi ungur maður og sagðist vera „afmœlisgjöfin “. Auðvitað, gömlu greddurnar inni í stofu höfðu að sjalfsögðu pantað strippara. “ Á toppnum árið 2000 „í Sjálfstæðisflokknum telja menn, að um aldamót gætu ungir menn eins og Jón Magnússon, Jón Orm- ur Halldórsson og Kjartan Gunnarsson hafa tekið við forystu, að ógleymdum Þorsteini Pálssyni, sem er reyndar þegar kominn hátt í virðingarstiganum. Af ungum Alþýðuflokks- mönnum er helst talað um þá Eið Guðnason og Sig- hvat Björgvinsson af þeim, sem þegar eru komnir á þing. Þá eru margir á því, að Bjarni P. Magnússon, framkvæmdastjóri flokks- ins, og Ágúst Einarsson gjaldkeri eigi eftir að ná langt og skjóta ýmsum, sem nú eru þekktari, ref fyrir rass.“ Úr úttekt HP á þeim sem yrðu „á toppnum" árið 2000. ákvað að láta mig hverfa áður en ég þyrfti að horfa upp á frænku og vinkonur rífast um eldhúsrúllustatífið eða slást um hornin á þurrkaranum inni í vaskahúsi. En þegar ég var að læðast út var DINGLAÐ. í dyrunum stóð brosandi ungur maður og sagðist vera „afmælisgjöfin“. „Ha?“ „Ég er afmælisgjöfin.“ Auðvitað, gömlu greddurnar inni í stofu höfðu að sjálfsögðu pantað strippara. Og þar sem hann stóð á pungbindinu inni í eldhúsi og makaði feiti á líkamann undir frygðarstunum saumaklúbbs- ins, sem beið trylltur og klof- blautur eftir „afmælisgjöfinni“, þá fannst mér... þá fannst mér ég eitthvað svo ótrúlega heil- brigður náungi. Þegar stripparinn labbaði inn í stofu kváðu fyrst við píku- skrækir, því næst frygðarstun- ur, síðan brjálæðislegt GREDDUÖSKUR!!!! Eftir nokk- urra sekúndna þögn heyrðist svo í gegnum blautt smjatt- hljóð dauft kall á HJÁLP! Ég rauk inn í stofu. Upp úr iðandi spikpytti á miðju stofugólfinu sást glitta í fituborna hönd. Miðaldra saumaklúbburinn hafði kastað sér ofan á stripparann og barð- ist nú af offorsi um fenginn drenginn. Eftir að hafa dregið djúpt andann stakk ég mér á kaf og synti á móti spiköldum sem liðuðust í gegnum rassa á stærð við heimsálfur. Náði svo taki á aumingjans manninum og reif hann lausan. Eftir geðbilaða baráttu og flótta í gegnum íbúð Gurru frænku var ég skyndilega staddur á Suðurlandsbrautinni með einhvern strippara í far- þegasætinu í bílnum mínum. Ennþá allsberan, skjálfandi og nagaðan, stjarfeygðan í losti. Ég aftur á móti hrjáist af kyn- kulda um þessar mundir og býst ekki við að hann fari fyrr en fimmtugu allsberu kerling- arnar hætta að ofsækja mig í martröðum mínum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.