Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 23
7 1 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 23 öðrum grunni. Þess vegna held ég að bænd- ur hefðu átt að taka skrefið til fulls strax og fá frjálsa fram- leiðslu og verðmyndun, frekar en að búa við þessa óvissu um næstu þrjú ár.“ Ég vil verða ráðherra Sjálfstœðisflokkurinn í Reykjanesi hefur ekki uerið ráð- herralaus síðan 1974, ef flokk- urinn uar á annað borð í ríkis- stjórn. Nú er ekki svo. „Það voru óneitanlega mikil vonbrigði." Segir það ekki sitthvað um stöðu ykkar í valdastrúktúr flokksins? „Það fer eftir því hvaða vigt er gefin embætti forseta Al- þingis, sem Ólafur G. Einars- son gegnir. Það embætti er í mótun og á þessu kjörtímabili mun reyna á hver áhrif þess eru önnur en formlega innan þingsins.“ „ Vera Framsóknar- flokksins í stjórninni hafðiþau áhrifað bú- vörusamningurinn varð ekki eins og bezt varð á kosið. “ Þú ert þó ekki að segja að for- setaembættið jafnist á við að hafa ráðherra íríkisstjórn? „Nei, það er ekki þannig hjá okkur, en víða annars staðar er það metið tij jafns við ráð- herraembætti. Ég held að það séu góðir möguleikar að svo verði hér líka og góður þingfor- seti geti verið fullt eins áhrifa- mikill og ráðherra." Þú segir það ekki við sjálf- stœðismenn á Reykjanesi: „Það skiptir ekki máli hvort við eig- um ráðherra, af því við eigum þingforseta"? „Nei, það hef ég ekki sagt. En frekar en að kasta okkur í gólf- ið og grenja, þá eigum við að beita áhrifum okkar þar sem við erum. Við þurfum kannske að gera það öðruvísi en áður, en notfæra okkur þó þann styrkleika sem við höfum. Styrkur okkar í kjördæminu er vanmetinn, miðað við þessa niðurstöðu. Við eigum þar fimm þingmenn, yfir fjörutíu prósent fylgi og stundum hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið hlutfalislega fylgismestur þar af öllum kjördæmum." Ef við gerum ráð fyrir að Ólaf- ur hætti eftir þetta kjörtímabil, sem má telja líklegt, þá tekur þú vœntanlega við sem leiðtogi flokksins í kjördœminu. „Ég ræð því ekki. Það eru flokksmenn sem ráða því. Auk þess hefur Ólafur ekki gefið neitt út um að hann sé að hætta.“ Er nokkur sem ógnar því að þú takir við af honum þegar hann ákveður að hætta? „Það veit maður aldrei. Það er ótímabært fyrir mig að lýsa yfir framboði í eitt eða annað, en á meðan ég er í pólitík þá reyni ég að hafa eins mikil áhrif og aðstæður leyfa. Og auka þau, stig af stigi.“ Setjum sem svo að þú leiðir listann nœst. Þú myndir ekki sœtta þig við að verða forseti Alþingis ef flokkurinn fœri í rík- isstjórn? „Ef svo fer að ég leiði listann, nái góðum árangri í kosningum og flokkurinn ætti kost á því að vera í ríkisstjórn, þá myndi ég sækjast eftir því að verða ráð- herra, já. Það segir sig nánast sjálft. Én þetta eru orðin ansi mörg „ef“ í einni spurningu. Forsendan fyrir svarinu er sú að maður sækist eftir að hafa hámarksáhrif og efsti maður á listanum í kjördæminu hlýtur að sækjast eftir því að verða ráðherra. Svarið er þess vegna ekki bundið við mína per- sónu.“ Og þá aftur að því sem ég spurði um áðan: niðurstaðan í vor bendir til þess að Reykjanes hafi ekki það vægi innan vald- astrúktúrs flokksins sem maður skyldi ætla. „Þingmenn Reykjaneskjör- dæmis hafa og hafa haft ágæta stöðu. Niðurstaðan í vor er eina snurðan sem hefur hlaup- ið á þráðinn." Hundrað síður af athugasemdum Þú baðst Ríkisendurskoðun um stjórnsýsluendurskoðun á Ríkisútvarpinu, sem nú hefur séð dagsins Ijós. Hefurðu kom- izt að einhverri niðurstöðu út frá henni um hvað þú myndir gera, efþú mœttir ráða? „Það sem mér fannst athygl- isverðast við skýrsluna, sem er rúmlega hundrað síður, er að þar er mjög mikið af athuga- semdum og tillögum um það sem betur mætti fara. Það seg- ir mér að skýrslan hafi verið mjög tímabær og allir sem mál- ið snertir, stjórnendur stofn- unarinnar, ráðherra og Al- þingi, hljóti að verða að skoða hana mjög gaumgæfilega. Skýrslan hlýtur að leiða til breytinga, hvað varðar rekst- ur, hagræðingu og áherzlur innan Ríkisútvarpsins. Ætla menn að leggja áherzlu á að reka Rás 1, sem nær mest með- alhlustun innan við fimm pró- sent, og leggja í það á fjórða hundrað milljóna, eða á að bregðast við erlendu áreiti í sjónvarpsefni með því að setja meira fé í innlenda dagskrár- gerð fyrir sjónvarp? Þar er áreitið og þar er samkeppnin. Ríkisútvarpið verður líka að laga sig að umhverfinu sem til- koma „frjálsu“ fjölmiðlanna skapar. Ríkisútvarpið sem heild má ekki taka svo mikið til sín að þeir geti ekki þrifizt í samkeppni. Það má heldur ekki taka svo mikið til sín af lögboðnum afnotagjöldum að það ryðji örðum af markaðn- um. Því eru takmörk sett hverju fólk getur eytt í fjöl- miðla.“ Af hverju heldurðu að svona sé komið. Hafa stjórnendur stofnunarinnar ekki staðið sig? „Það er kannske hættulegt fyrir mig að draga þá ályktun, en hundrað blaðsíður af gagn- rýni og tillögum til úrbóta hljóta að segja sína sögu. Menn verða að draga sínar ályktanir og það skiptir mestu máli að stjórnendur stofnunar- innar dragi réttar ályktanir. Ef reksturinn stenzt ekki þær kröfur, sem gerðar eru til svip- aðs rekstrar, og stofnunin lifir ekki í sátt við umhverfi sitt, hvort sem eru neytendur eða samkeppnisaðilar, þá er hætt við að hún tapi stöðunni sem „Jóhanna varmjög flink í að koma sínum málum fram áþeim tímapunkti þegar þurfti að hrökkva eða stökkva. Hún varklók. “ hún hefur hjá þjóðinni. Ég held að Ríkisútvarpið hafi hlutverki að gegna. Ég myndi alls ekki vilja leggja Ríkisút- varpið niður. Það væri menn- ingarlegt slys. En við verðum að gera okkur grein fyrir hvað- an þrýstingurinn er, hvaðan erlent áreiti kemur, og hvar þessi litli menningarheimur okkar þarf að bregðast við. Þótt ég hlusti sjálfur á Rás 1 og hafi gaman af að hlusta á fróð- leik um Guðrúnarkviðu hinnar eldri og hvað Guðrún Gjúka- dóttir var að bródera í Dan- mörku eftir að Sigurður Fáfn- isbani var dauður, þá held ég það sé lítið brot þjóðarinnar sem hefur áhuga á því. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af menningaráhuga þess litla brots, en þurfum að bregðast við þessu erlenda sjónvarpsefni.“ En ef Ríkisútvarpið þjónar einhverju menningarhlutverki, þá dugar ekki að útvarpa að- eins því sem „fólk hefur áhuga á“, heldur hlýtur það að hafa einhuers konar uppeldishlut- „Það er ástœðulaust að selja Rás 2. “ verk, að bjóða fram efni burt- séð frá því hvort það nœr topp- hlustun eða -áhorfi. „Já, það þarf að blanda þessu saman. Sjónvarpið þarf að setja sér markmið um hvað það ætlar að fá mikla hlustun eða áhorf á tiltekið efni og hvað er viðunandi miðað við kostnaðinn. Það eiga að vera viðbrögðin við áreitinu frá öðr- um menningarsvæðum.“ Myndirðu vilja selja Rás 2? „Nei. Ég held það sé ástæðu- laust að selja hana, það eru það margar stöðvar fyrir. Það þarf hins vegar meira samstarf á milli Rásar 1 og 2, samtengja þær meira og nýta dagskrár- gerðina og fjármunina betur. Það er ástæðulaust að reka hreina tónlistarstöð, þegar fullt er af þeim fyrir. Það þarf að reka stöð sem býður upp á fjölbreytt efni sem fellur inn í það val sem fólk hefur fyrir. Ríkisútvarpið þarf að fylla upp í það sem vantar, en ekki apa eftir öðrum. Það þarf sér- staklega að gera innlendu sjón- varpsefni hærra undir höfði." Það kostar heilmikla pen- inga að búa til innlent efni fyrir sjónvarp. „Það þarf að spara þá annars staðar. Það eru tillögur í þess- ari skýrslu um sparnað og hag- ræðingu upp á 200-500 milljón- ir og einar fjórar tillögur um hvernig ætti að fjármagna Rík- isútvarpið. Þær þarf að skoða.“ Þegar þú fœrð svona skýrslu á borðið og hefur sjálfur skoð- anir um önnur markmið, nýjar áherzlur, við hverju á að bregð- ast og hvað á að gera, þá hlýt- urðu að komast að þeirri niður- stöðu að þetta sé hálfónýtt batt- erí eins og það er rekið? „Við skulum segja að ef ég fengi að ráða því, þá myndi ég gera það dálítið mikið öðru- vísi.“ Finnst þér að ráðherra œtti að geta rekið yfirmann stofnun- ar þegar hann fær svona skýrslu í hendurnar? „Já, alveg hiklaust. Hann á að geta það, ef nægar ástæður eru til þess. Það má ekki ráðast af duttlungum hans, en svona skýrsla gæti verið tilefni til þess. Ég held að samkvæmt þeim lögum sem gilda í dag sé það hægt. Að minnsta kosti „Stjórnanái Ríkisútvarpsins virðist geta rekið menn. Hvers vegna skylái hann ekki sitja sjálfur unáirsama aga?“ virðist stjórnandi Ríkisút- varpsins geta rekið menn. Hvers vegna skyldi hann ekki sitja sjálfur undir sama aga?“ Myndirðu leggja það til við Bjöm Bjamason að hann skipti um yfirmenn íþessari stofnun? „Það sem ég legg til við Björn Bjamason geri ég við hann undir fjögur augu.“ Davíð á að vera forsætisráðherra áfram Því hefur verið fleygt að landsfundi Sjálfstœðisflokksins hafi verið frestað jafnlengi og raun ber uitni vegna þess að forsetakjör er nœsta sumar og Davíð Oddsson vilji ráðrúm til að meta stöðuna. Viltu að Dav- fð verði forseti? „Nei, ég vil hafa Davíð áfram sem forsætisráðherra. Það er mikilvægasta embætti þjóðar- innar í dag. Ég veit reyndar ekki um neinn sem yrði betri forseti, en ég held að hans sé þörf í forsætisráðuneytinu. Það er mikilvægara fyrir þjóð- ina.“ Þannig að þú ýtir ekki undir forsetaframboð hans? „Nei, ég myndi ekki ýta undir það. En hann verður náttúr- lega að ákveða það sjálfur og gerir eflaust." I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.