Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 21
FlMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1995 Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður Hinn þögli skoðanalausi meirihluti. Fórnir þjóðarinnar til fjórtán fjöl- skyldnanna og auðurinn á fárra manna höndum. Að alþýða manna, það er allflest vinnandi fólk, geti ekki lengur lifað af laununum sínum. Val fólks á þeim sem fara með landsmálin þessa dagana. Náttúruhamfarir. Húbert Nói myndlistarmaður Ofbeldi. Stórtækir stóriðjudraumar. Blý sem dreift er úr haglabyssum. Minnimáttarkennd íbúanna. Víkingablóð — menn í viðskipta- heiminum sem gera strandhögg og láta sig svo hverfa. Kolbrún Bergþórsdóttir gagnrýnandi Andstyggileg veðrátta. Þjóðarsálin eins og hún birtist í samnefndum útvarpsþætti. Kjördæmakerfið. Áfengisverðið. Húmorsleysi landans. Sigmar B. Hauksson Veðrið í Reykjavík, aldrei heitt og aldrei kalt og eiginlega ekkert veð- ur. Verðið á hlutunum, flestallt er hér dýrara en annars staðar, ekki síst verðið á rauðvíni og öli, sem veldur því að fjöldi unglinga hrekst út á götur til að kaupa landa og annan viðbjóð. Vitleysan, sú árátta íslendinga að vera á móti öllu útlendu, ég tala ekki um hvað það er talið vafasamt ef einhver vesalings útlendingur vill gera eitthvað hér. Veitingar, hér eru mörg góð veit- ingahús en víðast hvar afburða vont kaffi. Og hitt að maður þurfi að borga sama verð í einhverjum grill- skálum úti á landi og á Hótel Holti. Vont útvarp, síbyljustöðvarnar með sínum heimskulegu símavið- tölum og hræðilegri poppmúsík. Mikið þjóðþrifamál væri ef þó ekki væri nema einn dagur í viku sem væri bannað að útvarpa. Amal Rún Quase Óblíð og óvægin veðrátta. Dýr ríkisrekstur. Alltof dýrar landbúnaðarvörur. Seinvirkt dómskerfi. Of væg refsing við ofbeldisbrotum. Ari Matthíasson leikari Pálmi Matthíasson, guð hjálpi okk- ur ef hann verður forseti. Skattstofa Reykjavíkur. Alþýðuhetjurnar allar saman. ‘68-kynslóðin sem rændi mig með- an ég var í Melaskóla. Óstundvísin. Gérard Lemarquis kennari og fréttaritari Þjóðarátök í nafni samhugar þegar ætti að taka á málum og leita að ábyrgð. Minnkandi framleiðnis-ríkiskirkja sem guð, sem er markaðshyggju- sinni, skilur ekki af hverju er ekki búið að einkavæða fyrir löngu. Vera í flugvél á leið til íslands, opna Morgunblaðið, og gera sér grein fyrir að maður er dæmdur til að fá þennan fréttaflutning næstu mán- uði. Glaðhlakkalegar yfirlýsingar um blómaskeið í listgreinum. Stórafmæli. Ingunn V. Snædal skald og nemi Þjóðarsálin á rás 2. Vetrarmyrkrið og kuldinn. Jólaskreytingar í október. Verðskráin hjá Flugleiðum. Hvað hér er alltof mikið af fallegum konum. Mínus Er ísland ekki óttalega ömurlegt land, ogþjóðin sem byggir landið hálfóþolandi? Sama fólk- ið og á síðunni hér á móti skýrir frá því hvers vegna er nánast óbúandi á íslandi og eiginlega réttast að forða sér hið fyrsta. Hvað veturinn er langur. Janúar. Febrúar. Mars. Hvað bjórinn er dýr. Páll Rósinkrans söngvari Veðráttan. íslenskir ökumenn. Verðlagið. Einangrunin. Soðin ýsa með kartöflum. Gary Gunning blaðamað- ur Hátt bókaverð. Sú stefna sem virðist ríkjandi að útrýma fótgangandi fólki. Hlé í bíó. Dagskrá Ríkissjónvarpsins. Fullir íslenskir unglingspiltar. Sigurður Sveinsson handknatt- leiks- maour Hulda Hákon myndlistarmaður Fámennið. Rokið. Framsókn. Rás 2. Þröngsýni. Dr. Gunni Einangrun. Skattpíning. Handónýt launastefna. Einlitur múgur. Of sjaldan koma þrumur og eldingar. Dóra Takefusa dagskrárgerðarmaður Veðrið. Efnahagurinn. Gróa á Leiti. Fámennið. Dónajegir og óforskammaðir blind- fullir íslendingar. Gísli Snær Erlingsson kvikmyndagerðarmaður Smæð samfélagsins. Hér þekkja allir alla og um leið og einhver fer að skara fram úr á einhvern hátt spretta upp hindranir, skapaðar af hreinni öfund. Illar tungur sem ávallt eru reiðu- búnar að sjóða saman illgjarnar kjaftasögur um náungann. Aðdáun á fúski! Hér geta menn vaðið uppi bara með því að full- yrða nógu sterkt að þeir hafi vit á hlutunum. Dæmin sýna okkur bókmenntafræðinga sem halda að þeir geti gagnrýnt kvikmyndir án þess að þekkja nema brot af listforminu, sem er hið ritaða. Sveitamennska í framkomu. Virð- ingin við umhverfið og aðrar manneskjur er í algeru lágmarki. Við þurfum ekki að líta lengra en til ráðamanna þjóðfélagsins og hvernig þeir hugsa um sig og svo okkur hin. Augljósasta dæmið er þó þetta með hurðina. Hér hleyp- ir enginn karlmaður konum á und- an sér, jafnvel kvæntir menn. Allir þessir gallar eiga sömu upp- sprettu og hún er sú að hér eru allir að reyna að horfa á sig með augum annarra í stað þess að nota eigin augu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.