Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 10
F1MMTUDAGUR16. NÓVEMBER1995 Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdasljóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar: Guðrún Kristjánsdóttir Stefán Hrafn Hagalín Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Heilagsanda- hoppið Ur Vestmannaeyjum hafa borizt fregnir af óvenjulegum kristilegum trúarhita undanfarn- ar vikur. Hann lýsir sér í því að frelsað fólk safnast saman og brennir bækur, plötur og geisla- diska sem innihalda efni sem er „Guði ekki þóknan- legt“. Þetta hefur valdið nokkrum kurr, enda óvenju- legt hér á landi. A þessu máli eru að minnsta kosti tvær hliðar. Sú fyrri er ánægjuleg, sumsé að á íslandi skuli enn finn- ast fólk sem tekur kristna trú og Biblíuna alvarlega. Það trúir því sem stendur í Biblíunni, orð fyrir orð, og tekur hana bókstaflega, trúir og lifir af innri sann- færingu. Það er ólíkt hentikristninni sem almennt er borin á borð fyrir landsmenn, allt eftir smekk og lundarfari einstakra presta og enginn veit hvað snýr upp eða niður á. Hin hliðin getur verið ógnvænleg og hefur birzt í ljótum myndum erlendis. Það er þegar heittrú brýzt fram í hatri og ofbeldi. Það fylgir nefnilega bókstaf- legri trú á Biblíuna að líta með vanþóknun á þá, sem þóttu vanþóknunar virði fyrir nokkur þúsund árum. í því felast fordómar gagnvart konum og stöðu þeirra í samfélaginu, hatur á samkynhneigðum, gyðingum og alls kyns minnihlutahópum. Þessar skoðanir hafa birzt erlendis í óhugnanlegum myndum og nú örlar á þeim hér. Hitt er umhugsunar virði fyrir þjóðkirkjuna að hin- ir svokölluðu sértrúarsöfnuðir (les: þeir sem ekki eru ríkisreknir) hafa reynzt þeim, sem af einhverjum ástæðum eru lánlausir og bágstaddir, raunbetra og hlýrra athvarf en hin opinbera kirkja. Það er heldur ekki tilviljun að prédikarar á borð við Benny Hinn, sem hingað kom í sumar, safna til sín gestum þús- undum saman í von um kraftaverk. Það gæti þjóð- kirkjuprestur aldrei. Þegar kemur að hinum dýpsta og merkilegasta kjarna trúarinnar, kraftaverkum og heilögum anda, leitar fólk nefnilega ekki fyrst til þjóðkirkjunnar. Það er ekki tilviljun. Er ekki kominn tími á Heimi? Arni Mathiesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir í Helgarpóstinum í dag að skýrsla Ríkis- endurskoðunar um Ríkisútvarpið sé hugsan- lega tilefni til að útvarpsstjóri verði leystur frá störf- um, slíkur áfellisdómur sé hún yfir honum og stofn- uninni. Þetta er þörf áminning. Aldrei hefur ríkt jafnmikill ófriður um Ríkisútvarpið og frá því Heimir Steinsson tók þar við æðstu stjórn og gildir þá einu hvort í hlut eiga starfsmenn, neytendur, stjórnmálamenn eða áhugafólk um íslenzka menningu. Sú sorgarsaga verður ekki rakin hér, en minnt á að líklega hefur Björn Bjarnason menntamálaráðherra aldrei fengið jafngott tækifæri, og jafnærna ástæðu, og nú til að leiðrétta mistökin sem forveri hans gerði fyrir nokkr- um árum. Helgarpósturinn Vesturgötu 2 101 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 5524777, auglýsingadeild: 552-2211, símboði: 84-63332, símbréf: 552-2241, dreifing: 5524999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði ef greitt er með greiðslukorti, en kr. 900 annars. Veik böm og fjárlagahalli * Asíðasta áratug lentu mörg þróunarríki í miklum erfið- leikum vegna erlendra skulda. Upp úr 1980 var til í dæminu að afborganir og vextir af erlendum skuldum væru meiri en sem nam útflutnings- Stjórnmál Guðmundur Ólafssson tekjum. Vitaskuld geta erlendar lántökur verið réttlætanlegar ef verið er að byggja upp atvinnu- vegi sem gefa mikið af sér síðar. En í mörgum tilvikum var því ekki að heilsa, lánin voru oft tek- in til að fjármagna neyslu spilltr- ar yfirstéttar eða vopnakaup. En það kom að skuldadögum og mörg Suður-Ameríkuríki urðu að beita mikilli hörku til að greiða hinar erlendu skuldir. Og eins og oft vill verða voru það ekki hinir ríku og voldugu sem fóru verst út úr þeim hremmingum. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna hafa áætlað að samdráttur í heilsugæslu og félagslegri að- stoð, vegna greiðslna erlendra skulda í Suður-Ameríku einni ár- ið 1988, hafi kostað 500.000 börn lífið. Stjórnmálamennirnir leiddu 500.000 smábörn í dauð- ann vegna þess veiklyndis, að taka erlend lán frekar en eiga á hættu að ná ekki kjöri næst eða beinlínis vegna vopnakaupa eða sukks. Ríkissjóður íslands hefur nú verið rekinn með halla í meira en áratug. Þessi halli hefur verið fjármagnaður með erlendri skuldasöfnun að verulegu leyti. Sum erlendu lánin eru til langs tíma og því eftirlátin börnunum og hinum óbornu, en vægi þeirra er ekki mikið í kosningum og skoðanakönnunum sem kunnugt er. Það er hins vegar orðin árlag hefð, að ýmiskonar mannvitsbrekkur fara í reikniæf- ingar til að sýna fram á, að hægt sé að draga saman í ríkisrekstr- inum án þess að koma að ráði við nein gæluverkefni stjórn- málamanna. Allt kemur fyrir ekki; stjórnmálamennirnir halda áfram að safna skuldum, hvort sem það er góðæri eða kreppa. Skuldasöfnunin er því ekki hag- fræðilegt eða reikningslegt vandamál. Út frá efnahagslegu sjónarmiði er ekkert því til fyrir- stöðu að hætta skuldasöfnun- inni umsvifalaust. Vandinn er miklu fremur stjórnmálalegur, sálrænn og kerfislægur. Stjórnmálamennirnir eru veik- ir gagnvart þrýstihópunum sem þeir telja að veiti sér stuðning. Til dæmis eru stjórnmálamenn nú að vakna upp við það, að bændur og búalið eru ekki leng- ur neinn þrýstihópur. Þrír þing- menn Sjálfstæðisflokksins í þétt- býli hafa áttað sig á þessu og styðja ekki þann búvörusamn- ins sem fyrir þinginu liggur. Arni Mathiesen, Kristján Pálsson og Pétur Blöndal hafa gert það að pólitískri vöru, að vera á móti búvörusamningn- um. í næsta prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins verður því ekki síst spurt um það, hver var afstaða manna til búvörusamningsins. Þess vegna má telja það næsta víst, að stuðningur ríkisins við hinn svonefnda íslenska land- búnað er senn á enda. En þótt takist að afskaffa eina óværu, þá rís sú næsta við hinn pólitíska sjóndeildarhring. Heil- brigðiskerfið siglir hægt og síg- andi í þá átt að verða meirihátar þjóðfélagsböl, sem tekur sinn bróðurpart af erlendum skuld- um. Heilbrigðisstéttirnar svo- kölluðu eru miklu fjölmennari en bændur og búalið, miklu ríkari og áhrifameiri. Stjórnmálamennirnir virðast varnarlitlir gagnvart sérfræð- ingastóðinu í heilbrigðisgeiran- um. Ástæðan er að verulegu leyti ruglingur sem ríkir í skoð- unum þjóðarinnar á því, hvað ríkinu ber að sjá um og hvað einkaaðilum. Umræða um þetta efni hefur ekki enn farið fram í fullri alvöru á vettvangi stjórn- málanna. Til dæmis hefur Sjálf- stæðisflokkurinn staðið að meiri útþenslu opinbers rekstrar á vegum ríkis og sveitarfélaga en aðrir flokkar, eftir því sem hann er áhrifameiri en aðrir flokkar. í þessum skilningi er Sjálfstæðis- flokkurinn hinn eini sanni sósíal- istaflokkur í landinu, Davíð Oddsson hinn eini sanni fram- sóknarmaður. Mörgum finnst sjálfsagt að rík- issjóður taki á sig byrðar þegar þeir sjálfir eiga í hlut, en frábiðja sér aukna skatta. Þessi tvískinn- ungur gengur eins og óyfirstíg- anlegur veggur í gegnum haus- inn á flestum íslendingum, að þingmönnum ekki undanskild- um. Stjórnmálamenn sem eiga í höggi við gíruga hagsmunahópa verða að hafa það fullkomlega á hreinu hvað þeir telja að sé hlut- verk ríkisins og hvað ekki. Ann- ars lenda þeir í sömu súpu og stjórnmálamenn Suður-Amer- íku, sem fyrr var vitnað til. Nýjasta dæmið um kröfur á hendur skattborgurum er kyn- skiptingar. Karlmenn, sem ekki kunna við sig í eigin líkama, vilja láta skattgreiðendur borga fyrir mjög kostnaðarsama aðgerð til að þeir geti ímyndað sér að þeir séu konur, sem þeir verða auð- vitað aldrei. Sérfræðingarnir, sem lært hafa þessar kúnstir, kynda undir og tala um íslenskt hiigvit og framleiðslu. Kynskipt- ingu heim, segja þeir. Yfirlæknarnir, sem telja það heilagan rétt sjúklinga að ríkið borgi þarflausar utanlandsreis- ur fyrir lækna, telja sjálfsagt að þetta sé þjóðhagslega hag- kvæmt. í raun mega menn þakka fyrir að aðgerðir af þessu tagi skuli ekki vera bannaðar með lögum, en það er þó ekki aðalat- riði þessa máls. Nú bíða um 25 lítil börn eftir því að fara með foreldrum sín- um til útlanda í erfiðar skurðað- gerðir vegna hjartagalla. Það er óþarft að orðlengja hve erfið ferðalög taka á litla sjúklinga og aðstandendur þeirra, hve bata- „Nýjasta dæmið um kröfur á hendur skatt- borgurum erkynskipt- ingar. Huernig væri nú að landlœknirinn og heilbrigðisráðherrann fœru að beita sér í þágu þeirra barna, sem ætlað er að greiða er- lendu skuldirnar, í stað þess að fjölyrða um kynskiptinga?“ horfur þeirra dvína eftir því sem farið er yfir fleiri heimsálfur til að leita lækninga. Síðan bætist það við, að hægt er að gera flest- ar þessara aðgerða hér heima. Kostnaður vegna tækjakaupa og annarra fjárfestinga mundi borga sig upp á um fjórum árum vegna þess að aðgerðirnar yrðu ódýrari hér heima. Samt sem áð- ur mæta þessi litlu börn tómlæti hjá kerfinu. Hvernig væri nú að landlæknirinn og heilbrigðisráð- herrann færu að beita sér í þágu þeirra litlu barna, sem ætlað er að greiða erlendu skuldirnar, í stað þess að fjölyrða um kyn- skiptinga í fjölmiðlum? Höfundur er hagfræðingur. Palladómur Nýmóðins jafnaðarmaður Eftir að hafa setið næstum tvo áratugi á Alþingi íslend- inga hefur Svavar Gestsson komist að þeirri niðurstöðu að nú sé kominn tími til að hann fari að hugsa um pólitík. Eftir að hafa verið í pólitíkinni líkt og af gömlum vana í mörg herrans ár telur hann sig meira að segja vera farinn að hugsa stjórnmálin upp á nýtt: Svavar er búinn að finna út að hann sé nútíma jafn- aðarmaður. Samkvæmt skil- greiningu Svavars á nútíma jafn- aðarmaður á íslandi raunar ekki samleið með jafnaðarmönnum í útlöndum, sem kannski eru ekki eins nýmóðins; hann er á móti Evrópusambandinu, EES, hern- um og Nató, og fullur tortryggni í garð hagvaxtar og fjórfrelsis. Svavar setur það ekki fyrir sig að hvað sem hann brýtur heil- ann og reynir að hugsa sig inn í sósíaldemókratíuna, þá er hún að hugsa eitthvað allt allt annað. Nú hefur lengi verið augljóst að Alþýðubandalagsmenn lang- ar að smjúga inn um bakdyrnar á klúbbi sem þeim finnst fjarska óréttlátt að Jón Baldvin og krat- arnir skuli eiga einkaaðild að. Þeir vita að það er svo miklu smartara að vera í félagi með Ol- of Palme, Willy Brandt, Frangois Mitterrand og Gro Harlem Brundtland í stað þess að paufast úti í horni með gömlu myndirnar af leiðtogunum sem skoðanasystkin hans hafa að- „Svavar setur það ekki fyrirsig að hvað sem hann brýt- urheilann og reynir að hugsa sig inn í sósíaldemókrat- íuna, þá erhún að hugsa eitthvað allt allt annað. “ hyllst í tímans rás og eru upp til hópa dauðir eða afsettir með skömm. En blóð er þykkara en vatn og Svavar er ekki bara að hugsa pólitíkina upp á nýtt, hann er líka að hugsa söguna upp á nýtt. Svavar er nefnilega ekki reiðubú- inn að fórna læriföður sínum Einari Olgeirssyni eða einkavini hans, gamla Marx. Hann er bú- inn að komast að þeirri niður- stöðu að klofningur Alþýðu- flokksins 1930, þegar Kommún- istaflokkur íslands varð til, hafi verið Alþýðuflokknum að kenna. Kratar hafi flæmt Einar úr Al- þýðuflokknum, en fyrirskipun Komintern um að stofna komm- únistaflokka út um allar jarðir ekkert haft með það að gera. Af þessum sökum finnst Svav- ari hreinasti óþarfi að kalla Ein- ar kommúnista, heldur þykir honum nákvæmara og sannara að nefna hann „róttækan jafnað- armann". Og hafi einhver haldið að Einar og Marx félagar hafi beðið ósigur í stjórnmálum, þá skundar Svavar fljótt á vettvang til að árétta að í ósigrinum hafi í raun verið fólginn sigur. Því eins og Svavar segir sjálfur: „Kapítal- isminn hefur að vísu ekki hrunið eins og Marx spáði, en hann hef- ur molnað niður hægt og bít- andi. í dag er kapítalisminn hvergi í framkvæmd hreinn og ómengaður.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.