Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER1995 Alvöru riddarasaga BenjamIn dúfa KVIKMYND HFi'IR GÍSLA SNÆ ERLIXCISSON Sturla Sighvatsson Gunnar Atli Cautiiery SigtúsSturiuson H)öru!jfur BjÓrnsson 4 'j&ss < Benjamín dúfa Bíóhöllinni/Stjörnubíói ★★★★ Mesta afrekið í bíómyndinni hans Gísla Snæs Erlingssonar er hvernig honum hefur tekist að fá fjóra stráka til að leika af innlifun og sannfæringarkrafti. Ekki veit ég hvernig hann fer að því, líklega þarf eitthvert hæfilegt sambland af fortölum, ástríki og strangleika, en það er aðdáunarvert hversu skýrar og skilmerkilegar persónur smádrengjunum tekst að skapa. Ég þykist viss um að Gísli Snær verður ekkert harmi sleginn að minnst sé á Fran^ois Truffaut í þessu sam- bandi; leikstjóranum franska var það einstaklega lagið að fá börn til að leika af óvenjulegu hispursleysi — Gísli Snær sýn- ir sig hér að vera góður læri- sveinn meistarans. Strákarnir í riddarafélaginu Rauða drekanum eru alvöru riddarar, svo hjartahreinir og hugprúðir að af ber, og húsa- lengjan með sólbjörtu portinu á bak við þeirra kastali, en slippurinn með sínum dimmu skúmaskotum er á mörkum óvinalandsins og þar gín ógur- legur vélkjaftur, dreki sem máski er ekki annað en nauða- venjulegur krani en ferlíki samt. Eins og í öllum góðum riddarasögum bjarga hetjurn- ar konu í nauðum, þeir koma fram maklegum hefndum vegna illvirkis og einn riddar- anna gengur úr skaftinu vegna þess að honum þykir sér ekki nægur sómi sýndur. Allt er þetta í senn fyndið, fjarska ein- lægt og fallega dapurt eins og óafturkræf bernskan. Sögusviðið er einhvers kon- ar Reykjavík sem er samt ekki endilega Reykjavík, því þetta er ævintýraveröld ný og merki- leg þar sem hlutirnir hafa ekki endilega sín venjulegu heiti, heldur bíða þess að láta upp- götva sig; þetta er bernsku- sumar þar sem drengir rata í raunir sem þroska þá en fela um leið í sér eins konar paradísarmissi glataðs sak- leysis þegar strákaleikir breyt- ast óvænt í dauðans alvöru. Úti í bíósalnum strýkur bog- inn vísifingur um hvarm: Þetta er hugljúf mynd, raunar svo hugljúf að hún rambar stund- um út við hyldýpi tilfinninga- seminnar, skrikar kannski ein- staka sinnum fótur, en dettur aldrei fram af. Frásögnin er endurminning, saknaðarfullt flassbakk úr bernsku eins af riddurunum sem orðinn er fullorðinn mað- ur. Það er eitt angurværasta og fallegasta atriði myndarinnar þegar hann í lokin finnur eins konar kynjagrip sem vísast má skilja sem tákn um sættir við fortíðina. Eitt dæmið um hug- kvæmar myndlausnir er að seinna tímaskeið myndarinn- ar, nútíminn, er að miklu leyti myndað á súper 8-kvikmynda- vél sem gefur grófa og þoku- kennda áferð, meðan fortíðin er skýr og litrík. Annars staðar er hvergi fúskað eða syndgað upp á náð- ina eða ætlast til að áhorfand- inn taki viljann fyrir verkið. Kvikmyndataka Sigurðar Sverris Pálssonar er unnin af mikilli nákvæmni; kvikmynda- vélin er mjög hreyfanleg og skjót í svifum sem gerir ekki lít- ið til að magna upp frásagnar- gleðina og ævintýrablæinn. Tónlist Ólafs Gauks hefur þann eiginleika góðrar kvik- myndatónlistar að maður heyrir hana varla, hún lyftir undir heildaráhrifin næstum án þess maður taki eftir því; þegar öllu er á botninn hvolft er þetta kannski best heppn- aða músík sem hefur verið samin fyrir íslenska kvikmynd og kemur ekki á óvart þegar þessi ágæti tónlistarmaður á í hlut. Það var löngu vitað hversu saga Friðriks Erlings- sonar er snjöll í einfaldleika sínum og hið sama er hægt að segja um kvikmyndahandritið. Það er víst að ekki hefur áður tekist betur að færa bók í mynd á íslandi, þótt máski sé hægt að finna að því að sam- tölin verði stundum ívið of bókmálsleg. Fólki er gjarnt að halda að myndir um börn hljóti í eðli sínu að vera snotrar og smáar. Sú er alls ekki raunin um Benj- amín dúfu. Þegar allir þræðir renna saman í lokin uppgötvar maður að sagan hefur sína ep- ísku stærð — líkt og allar al- vöru riddarasögur. Fyrir utan hvað liggur í augum uppi ákaf- inn og ánægjan sem fór í að gera myndina. „Þetta er hugljúf mynd, raunarsvo hugljúfað hún rambar stundum út við hyldýpi tilfinningasem- innar, skrikar kannski einstaka sinnum fótur, en dettur aldrei fram af. “ í Loftkastalanum / kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan 21:30

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.