Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 4
4 F1MMTUDAGUR16. NÓVEMBER1995 Yfirheyrsla Onundur Asgeirsson um siöspilíingu í Ríkissjónvarpinu: „Heimir Steinsson gersamlega gagns- laus og óhœfur“ Hvað fer einkum í taugamar á þér i dagskrá sjðnvarps? „Allt þetta klám og samfara- vesen. Að hafa þetta inni á heimilinu endalaust. Þessi skrif mín hafa hlotið miklar undirtektir og mjög margir hafa hringt f mig úr öllum landshornum. Þetta er óþol- andi. Það er ekki hægt að borga fyrir þetta.“ Er ekkert uppbyggilegt dag- skrárefni að finna í sjónvarp- inu? „Jújú. En þeir bara nenna ekki að vinna þetta þessir menn. Það er ósköp einfait að gera bara einhvern samning upp á 30-40 þætti. Svo sitja þeir bara og naga neglurnar.“ Finnst þér Heimir Steinsson þá áhœfur útvarpsstjóri? „Ég veit ekki til þess að hann hafi gert neitt síðan hann kom þarna. Hann er gersamlega gagnslaus og óhæfur í þetta. Það hefur enginn skilið hvern- ig hann villtist inn í þetta. Hann var óhæfur í skóla, óhæf- ur í Skálhoiti, óhæfur á Þing- völlum og er það enn.“ Þetta liafa þá verið algjör mistök hjá Ólafi G. Einarssyni að ráða hann á sínum tíma? „Auðvitað. Hann hefur hvergi verið nothæfur þessi maður. Og nú vill hann verða forseti?!“ Hvað er til ráða? „Bara að gefa honum inn svolítið. Hann getur ekki kom- ið svona fram. Maður í hans stöðu á að vera fullkomlega ábyrgur. Mér sýnist heidur hafa versnað í sjónvarpinu eft- ir að fyrra bréfið birtist. Þessi samfarasamkeppni milli byggða á íslandi... Hvers kon- ar helvítis della er þetta? Hef- ur fólk um ekkert að tala nema þetta?“ Það er ákveðinn dðnaskapur af honum að svara þér ekki — eða hvað? „Hann gat ekkert svarað þessu. Hann veit skömmina upp á sig.“ Finnst þér þá ekki einkenni- legt af prestlœrðum manni að standa fyrir slíkri dagskrá? „Hann hefur alltaf verið svona. Frá þvf í skóla á Akur- eyri. Hann hefur alls staðar verið óþolandi þessi maður — alls staðar.“ Og atkvœðalitill? „Nei, hann vill láta bera á sér. Þess vegna komst hann í þetta. Mér skilst að hann hafi gengið í Sjálfstæðisflokkinn til að fá embættið og gekk svo úr honum aftur út af Hrafni Gunn- laugssyni." Tvö lesendabréf Önundar Ásgelrssonar í Mogganum til útvarpsstjóra, har sem hann krefur hann um afsökunarbeiðni vegna siðspillandi óþverra í sjónvarpinu, hafa vakið mikla athygli. „Konur hafa vaðið uppi með sínar skil- ereiningar allt of lengi“ Á laugardaginn flytur Jóhann Loftsson sálfræðingur fyrirlestur í Norræna húsinu sem heitir „Upplifanir karla á stöðu sinni“. I samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson segir Jóhann meðal annars: Þetta eru erfið mál sem trúlega koma við kaunin á konum,“ sagði Jóhann Loftsson sálfræðingur í samtali við HP og vildi ekki tala mikið um það fyrirfram hvað hann ætlaði að segja í Norræna húsinu á laugardaginn. Jóhann gerir ráð fyrir að fá hörð við- brögð við fyrirlestrinum og færðist undan því að fara of ítarlega í efni hans. Eins býst hann ekki við að verða neinn augnakarl kvennahreyfingarinnar eftir fyrirlesturinn. Hann fékkst þó til að segja undan og ofan af því um hvað hann fjallar: „Málið snýst um það að mér finnst umræðan um samskipti karla og kvenna undanfarin ár hafa helgast af því að konur hafa algerlega ráðið ferð- inni. Þær hafa komið með hugtökin sem karlmenn skilgreina sig svo eftir eins og karlrembusvín, pungrotta og svoleiðis. Mér finnst eiginlega komið nóg af þeirri einhæfu umræðu að konur séu saklaus fórnarlömb þeirra samskipta sem eiga sér stað milli karla og kvenna,“ segir Jó- hann og bendir á að kominn sé tími til að horfa á að konur eru fullkomnir þátt- takendur í þessu geimi öllu saman. „Það er billeg afgreiðsla fyrir þær sjálfar og líka fyrir karlmenn að leyfa þeim að komast upp með að sleppa svona frá umræðunni. Jafnframt er það ákaflega geld nálgun að konur fríi sig ábyrgðinni með svona umræðu. Einnig finnst mér karlmenn hafa fríað sig ábyrgð með því að taka sig ekki saman í andlitinu og skilgreina hvað þeir ætli sér með hlutina eins og þeir eru í dag. Ég mun nefna nokkur dæmi um sam- skipti kynjanna þar sem ákaflega ein- hliða skýring hefur verið gefin á ástand- inu eða einhliða mynd af flóknu Jóhann Loftsson sálfræðingur: „Kvennahreyfingin eins og ég sé hana byrjaði í píslarvættiskjaftæði og það skelfi- lega sem er að gerast núna er að karlmenn ætla að byrja á að sýna umræðunni nákvæmlega sama píslarvættis- vælið." ástandi. Þar tel ég kon- ur hafa verið fulla þátt- takendur en ekki fórn- arlömb.“ Aðspurður um hvort það samræmdist eðli karla að tala út um til- finningar sínar, eins og virðist meira hafa tíðk- ást meðal kvenna, segir hann það ekki aðferðir karlmanna og hann kemur einnig inn á það í fyrirlestrinum. En er hugsanlegt að þetta sé krafa runnin undan rifjum femínista, það er eftir að þœr sáu að allt var komið í ógöngur með þennan svokallaða mjúka mann? „Þessi mjúki maður hefur eiginlega aldrei verið til heldur bara sem ímynd. Eitt sem ég mun koma örlítið inn á er að kvennahreyfingin eins og ég sé hana byrj- aði í píslarvættiskjaft- æði og það skelfilega sem er að gerast núna er að karlmenn ætla að byrja á að sýna umræðunni ná- kvæmlega sama píslarvættisvælið: „Við erum víst svo vondir gæjar.“ „Við erum alltaf að meiða konur.“ Svona píslar- vættiskjaftæði finnst mér versta hugs- anlega byrjun á karlaumræðunni sem hægt er að hugsa sér. Steindautt og dæmt til að auka aðskilnað kynjanna og jafnframt auka ofbeldi." Eri er þetta þá aðferðarfrœði sem kon- ur hafa þröngvað upp á karlmenn? „Ja, karlmenn eru dæmdir til að verða undir í samskiptum kynjanna af því að vinnuaðferðir kvenna eru miklu flóknari, duldari og sumir segja óheið- arlegri en þeirra, þó að það sé kannski ekki endilega það sem ég vildi sagt hafa. En karlar eru yfirleitt opnari og gegnsærri í sínum vinnuaðferðum." Eins og áður hefur komið fram gerir Jóhann ekki ráð fyrir að verða dáður af konum eftir fyrirlesturinn. „En þetta er svona það sem karlmenn tala um og þeir tala um þetta einslega og í hljóði. Og þeir þora ekki að kveða upp úr um þetta og ræða opinberlega vegna þess að þeir eru orðnir svo hræddir við konur. Karlmenn eru orðn- ir alveg skíthræddir við konur. Og hræddir við dóma þeirra. Enda hafa þær fengið að vaða uppi með sínar skil- greiningar allt of mikið — fyrirgefðu Fjölmiðlar Súsanna og hagsmunirnir — annar kafli að er rúmlega mánuður síðan ég reyndi að rífa hér kjaft út af því sem mér þótti óviðunandi hags- munaárekstrar eins af bókmennta- gagnrýnendum Dagsljóss. Já, ég er að tala um Súsönnu Svavarsdóttur. Til upplýsingar þeim, sem ekki hafa frétt það, þá hefur Súsanna nýlega sent frá sér bók sem er til sölu eins og aðrar bækur á jólamarkaðnum. Á sama tíma er hún bókmenntagagnrýnandi í Dags- ljósi. Og nú vitna ég í sjálfan mig: „Vand- inn er sá, að bókin hennar mun keppa við bækurnar, sem hún gagnrýnir, um hylli lesenda og kaupenda. Sem aftur þýðir, að öðru óbreyttu, að því betur sem bók Súsönnu selst, því verr seljast hinar. Og öfugt. Það er umtalsvert fjárhagslegt atriði fyrir bæði höfunda og forlög hvernig bækurnar þeirra seljast fyrir jólin. Ég á ekki von á að öðru máli gegni um Súsönnu Svavarsdóttur. Þetta gengur ekki.“ Amen. Síðan þetta var skrifað hef ég horft upp á Súsönnu gagnrýna hverja bókina „Síðan þetta varskrifað hef ég horft upp á Súsönnu gagnrýna hverja bókina áfœturannarri...“ á fætur annarri fyrir framan tugþús- undir landsmanna, þá sömu og munu fara út síðustu vikurnar fyrir jól og kaupa bækur í jólagjöf handa vinum og vandamönnum. Mér er lítið skemmt. Ég get auðvitað rifizt hér þangað til ég verð blár í framan án þess að það breyti nokkru. En því geri ég þetta að umræðuefni núna að mér er kunnugt um að annar gagnrýnandi hjá Dagsljósi hefur tekið allt aðra og prinsippmeiri afstöðu í sinni vinnu. Sá heitir Ámi Þórarinsson og gagn- rýnir bíómyndir. Á síðustu vikum hafa verið frumsýndar nokkrar íslenzkar bíómyndir, sem að öðru jöfnu væri eðlilegt að Árni gagnrýndi. Staðreynd- in er hins vegar sú, að undanfarna mánuði hefur hann unnið hjá einu ís- lenzku kvikmyndafyrirtækjanna við kynningarstörf og fleira. Það myndi ef- laust hjálpa vinnuveitanda Árna (og þar með óbeint honum sjálfum) ef hann gagnrýndi íslenzkar bíómyndir. Hann er góður gagnrýnandi og færi létt með að gera það vel. En hvað gerir Árni? Hann stendur upp eins og almennilegur maður og lætur annan gagnrýnanda um íslenzku bíómyndirnar. Af hverju? Af því að hann á hagsmuna að gæta. Af því að hann er tengdur framleiðslunni. Það kallast á íslenzku hagsmunaárekstrar. Nú veit ég ekki hvort Árni fann þetta upp hjá sjálfum sér — þykir það þó lík- legast, af því ég þekki hann að heiðar- leika og heilindum. Og ekki síður af því að stjórnendur Dagsljóss virðast ger- samlega sneyddir öllum skilningi á því hvað er sæmandi og hvað ekki. Karl Th. Birgisson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.