Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 16.11.1995, Blaðsíða 11
RMMTUDAGUR16. NÓVEMBER1395 11 Ein þjóð „Skýringarnar eru eflaust margar. Ein er botnlaus og glórulaus offjárfesting opinberra aðila, arðlaus fjár- festing í orkugeiranum og í sjáuarútuegi, byggingar- iðnaði oguerslun. Tugmilljarða afskriftir bankanna uerða ekki að kjarabótum. “ Stundum hafa pólitískir ákafamenn og leiðarahöf- undar á vegum stjórn- málaflokka viðrað þær hug- myndir að hyldýpisgjá hafi myndast þvert um þjóðlífið og nú séu tvær þjóðir búsettar í iandinu: Önnur sé alþjóðleg og svolítið spillt yfirstétt, sem heldur sig hvað lífskjör snertir og lífsviðhorf til jafns við yfir- stéttir grannríkjanna, en segi almenningi að súpa gams; hins vegar sómakær alþýða, vinnu- söm en þröngsýn í þjóðlegri íhaldssemi sinni, sem sé reiðu- búin að sýna yfirstéttinni tals- vert umburðarlyndi svo lengi sem hún nýtur þeirra forrétt- inda að vinna myrkranna á milli — og helst svolítið leng- ur. Tvær þjóðir í landinu, sem ekki eigi lengur neitt sameigin- legt. Stundum hafa menn beitt þessari samlíkingu fyrir sig í svonefndum þjóðfrelsismálum (les kalt stríð), stundum í stéttabaráttunni. Tvær þjóðir í einu landi sem ekki nái saman. Nú síðast hefur þessari sam- líkingu verið beitt vegna þró- unar launamála síðan samn- ingar ASÍ voru gerðir í febrúar, úrskurðar Kjaradóms og að- gerða ýmissa sjálftektarhópa, sem hafa makað sinn krók nokkuð ríflega og telja sig eiga rétt á því að bera úr býtum eins og starfsfélagar erlendis, „ella missum við þetta fólk úr landi“, eins og fjármálaráð- herrann hefur bent á. En svo koma atburðir og stundir, sem minna okkur á að við erum ein þjóð í okkar litla landi. Slíkur atburður var gangan niður Laugaveg í kjölfar harmleiksins á Flateyri og sú alvarlega og tígulega athöfn sem fram fór á Ingólfstorgi. Þar voru hugir okkar allra samstilltir um stund; við fundum og vissum að við vorum ein þjóð, að öll deilum við einu hlutskipti í þessu landi, þegar á herðir getur enginn skorist úr leik. íslendingar hafa um áratugi verið í hópi 10 eða 20 ríkustu þjóða heims. Því eigum við að geta borið kjör okkar saman við aðrar þjóðir í klúbbi ríku þjóðanna. Við eigum ekki að- eins á hættu að missa mennta- fólkið úr landi, ef kjörin eru langt neðan kjara starfsfélaga erlendis. Dugmikið iðnaðar- fólk og sérhæft starfsfólk, eins og verkafólk í fiskiðnaði, á ým- issa kosta völ erlendis. Á und- anförnum árum hafa utanfarir landans verið almennar og al- gengar og viðhorf manna til hinna fjarlægu landa breyst. Framandi tungumál er ekki lengur óyfirstíganlegur þrösk- uldur. Ef lífskjörin eru hér ekki almennt sambærileg við kjör nágrannaþjóðanna er ekki að- eins hætta á að við missum menntafólkið úr landi, það er engu minni hætta á að það sæti hér eftir án vinnuafls til að vinna erfiðisstörfin til sjós og lands. Því er ekki hægt að þola til lengdar stórfelldan lífskjara- og launamun hér á landi. Lengst af lýðveldistímanum gat almenningur unnið upp töluverðan taxtamun með því að leggja harðar að sér og vinna lengri vinnudag. Saman- burður við Norðuriöndin sýndi líka að þannig unnum við upp muninn á milli kaup- taxta okkar og sambærilegra stétta þar. Heildarafkoman varð svipuð. En með sam- drætti og atvinnuieysi síðustu ára hefur dregið mjög úr þeim möguleikum og nú erum við að dragast langt aftur úr öllum — með allt að helmingi hærra vöruverði og helmingi lægra kaupi. Við verðum að komast til botns í því hvers vegna því er þannig farið og koma okkur upp áætlun um að ráða bót á því — til dæmis fyrir aldamót- in árið 2000, sem nú eru rétt handan við hornið. Skýring- arnar eru eflaust margar. Ein er botnlaus og glórulaus of- fjárfesting opinberra aðila, arðlaus fjárfesting í orkugeir- anum og í sjávarútvegi, bygg- ingariðnaði og verslun. Tug- milljarða afskriftir bankanna verða ekki að kjarabótum. Botnlaus hít landbúnaðarkerf- isins á hlut að máli líka — og enn er þar haldið áfram á sömu braut. Verðtryggingin, sem tryggir hér hæstu vexti á heimskringlunni í sessi og hef- ur gert að engu vonir heilu kynslóðanna um að eignast þak yfir höfuðið með eðlilegri fyrirhöfn á eðlilegum tíma, er sá þáttur sem engan á sinn líka meðal samanburðarþjóða — og því líklegur til að vega mjög þungt. Margföldun skulda heimilanna á undan- förnum hálfum öðrum áratug og verðtryggingin haldast í hendur. Og síðast en ekki síst kann það að vera að fram- leiðni sé hér miklu minni en annars staðar eins og ýmsar athuganir hafa leitt í Ijós. Við höfum vanist því að hafa ótak- markaðan vinnutíma til ráð- stöfunar. Viðvera fólks á vinnustað var hér lengri en annars staðar. Kannski er það meginþátturinn í því að skipu- lagning tímans fór forgörðum, verkstjórn og vinnuaga hefur verið verulega ábótavant, af- köst hafa verið hér sýnu minni en í þeim löndum, þar sem vinnandi fólk neitar að vera til ráðstöfunar nema takmarkað- an hluta úr degi — en telur verulegan hluta kjara sinna fel- ast í tíma til frístundaiðkana með fjölskyldu sinni. Vinnu- fíknin kann að vera okkar versta böl. Úrskurður Kjaradóms og kjarabætur alþingismanna skiptu engum sköpum í launa- þróun undanfarinna ára. Hins vegar reyndist þetta tvennt vera þeir dropar sem fylltu mælinn og ollu trúnaðarbresti milli þorra launþega þjóðar- innar og valdhafanna. Vilji menn ekki sjá hér landflótta á borð við Ameríkufarir á síð- ustu áratugum síðustu aldar er brýnt að beina réttlátri reiði almennings inn á jákvæðar brautir: Rannsaka vendilega hvað fór úrskeiðis í hagkerfi okkar miðað við aðra og setja upp áætlun um að ráða bót á því á næstu fimm árum. Árið 2000 eigi allar starfsstéttir að geta borið sig saman í launum við hliðstæðar starfsstéttir í þeim löndum, sem um áratuga skeið hafa haft svipaðar þjóð- artekjur á mann og íslending- ar. Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmál Ólafur Hannibalsson Samkomulag um lögbrot Kvennalistakonur sáu ekki ástæðu til að álykta á landsfundi sínum um flest það sem öðrum finnst yf- Punktar KarlTh. Birgisson irleitt skipta nokkru máli í pól- itík, svo sem sjávarútvegsmál, landbúnað eða ríkisfjármál. Þær ákváðu ekki einu sinni hvort þær ætluðu að bjóða fram næst. Þær hafa auðvitað fullan rétt til þess, en það nálg- ast uppgjöf fyrir eigin skoð- analeysi eða viðurkenningu á að það skipti ósköp litlu máli hvað Kvennalistanum finnst um stærstu viðfangsefni stjórnmálanna. Annað en launajafnréttisbaráttuna. En skoðanalausar fóru kon- urnar þó ekki heim. í skjali sem landsfundurinn skildi eft- ir sig er nefnilega rætt um nauðsyn þess að „leita tilefna til að taka inn varaþingkonur eftir föngum“ og „að varaþing- kvennalistinn verði eins lang- ur og virkur og kostur er. Þannig verði ekki einungis sú efsta eða tvær efstu á vara- þingkvennalista gjaldgengar en hver víki fyrir annarri sam- kvæmt samkomulagi þing- flokks og þeirra“. Á mannamáli þýðir þetta að þingkonur Kvennalistans eigi að leita allra afsakanlegra leiða til að komast hjá þeim skyldustörfum sem þær voru kosnar til. Þetta þýðir líka að ef í þessum tilgangi eru notuð ferðalög á vegum þingsins til ■útlanda felur það í sér aukin útgjöld úr ríkissjóði, sem greiðir laun beggja þingkvennanna meðan á þessu stendur, þeirrar sem er í útlöndum og þeirrar sem leysir hana af. Auk þess er „samkomu- lag þingflokks og þeirra“ um að taka inn frambjóð- endur neðar af lista hreint "" brot á lögum um þing- sköp. Þar er skýrt kveðið á um að næsti maður á framboðs- lista skuli taka sæti þegar for- föll verða, nema hann sé lög- lega afsakaður samkvæmt ákveðnum reglum. Þetta eru lög frá Alþingi og getur aldrei orðið eitthvert „samkomulags- atriði“ innan flokksins. Það kann að vera að þetta sé aðferð Kvennalistans til að „ala upp“ þingkonur framtíð- arinnar vegna útskiptaregl- unnar sem flokkurinn hefur fylgt á þingi. Það er auðvitað líka réttur Kvennalistans að skipta reglulega út þingkon- um, en það er aumt og dapurt að róttæki grasrótarflokkurinn þurfi annaðhvort að gera út á peninga skattborgara eða brjóta lög um þingsköp til að þessi regla virki almennilega. Einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar... Það gladdi mig sérstaklega að sjá að Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskrá í þá veru, að skilið skuli á milli framkvæmdavalds og löggjaf- arvalds með því að ráðherrar „Það erauðuitað réttur Kuennalistans að skipta reglulega út þingkonum, en það er aumt og áapurt að róttœki grasrótarflokkurinn þurfi annaðhuort að gera út á peninga skattborgara eða brjóta lög til að þessi regla uirki megi ekki jafnframt vera þing- menn. Þetta er einfalt en mikil- vægt umbótamál, en fyrir ekki mjög mörgum árum hefði það þótt bylting að þingmaður Framsóknarflokksins legði slíka tillögu fram. í það minnsta minnist ég ekki harka- legri verjenda þess, að þing- menn sinni líka framkvæmda- valdsstörfum, en þingmanna Framsóknar í gegnum tíðina, að undanskildum Ólafi Þ. almennilega. “ Þórðarsyni. Kannske er þetta hið margumtalaða nýja andlit Framsóknar. Endanleg sönnun þess fæst þó ekki fyrr en Siv og skoðanasystkin hennar beita sér innan eigin flokks gegn því að þingmenn sitji í ráðum og nefndum fram- kvæmdavaldsins. Af þing- mönnum Framsóknarflokksins má nefna Guðna Ágústsson, bankaráðsmann Búnaðar- banka, og Stefán Guðmunds- son, stjórnarmann í Byggða- stofnun. Og ef Siv vill hreinsa til í stjórnarflokkunum má benda henni á að Vilhjálmur Egilsson finnur sér einhvern veginn tíma frá framkvæmda- stjórn Verzlunarráðsins og þingmennsku til að vera stjórnarformaður Kvikmynda- sjóðs í ofanálag. Og svo fram- vegis. Það er af nógu að taka, Siv. Ég bíð spenntur. Á uppleið Sveinn Einarsson, verðandi forsetaframbjóðandi Nýtur þeirrar ranghugmynd- ar Helga Hálfdanarsonar og fleiri að enginn geti orðið al- mennilegur forseti nema fyrrverandi leikhússtjórar. Guðjón Petersen, forstjóri Almannavarna Búinn að vera ríkisforstjóri lengur en elstu menn muna, en flytur sig nú í sveitasæl- una undir Jökli. Svona eiga sýslumenn að vera. Magnús Skarphéðinsson, fljúgandi furðuhlutur Fékk staðfestingu á geim- verubrottnáminu á Miklu- braut. Næst mun hann sýna fram á að hvalirnir séu í raun háþróaðar geimverur í dulargervi. Á niðurleið Kristín Ástgeirsdóttir, þing- kona Kvennalista Tókst með einni setningu að eyðileggja forsetaframboð Guðrúnar Agnarsdóttur með því að reyna að eigna Kvennalistanum það. Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins Hann er á góðri leið með að missa einkaleyfið á heilög- um anda til einhvers Eyjapeyja. Dyzslexsíufélag íslands Það er ekki nokkur leið að stafsetja það rétt. Zorrý.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.