Helgarpósturinn - 23.05.1996, Page 4
4 ,j
• HP spyr Erfend Baldurs-
son hjá Fangelsismála-
stofnun um notkun fanga
á samskiptatækjum eins
og sjónvarpi, síma og
tölvu. Af hvetju í ósköpun-
um mega þeir til dæmis
eingöngu hafa 14“ sjón-
varpstæki í klefum sín-
um?
„Svona er
það bara
meðan maður
er lokaður inni“
„t>að er nú sjálfsagt aðallega út
af plássinu.“
Er ekki eðlilegast að þeir
ráði því sjálfir hvernig þeir
nýta plássið í klefununi sín-
um?
„Nei. Það er sérstök hilla fyrir
sjónvörp í nýja fangelsinu sem
tekur ekki stærri tæki og nær
allir hlutir í klefunum eru
staðlaðir."
En hvað mœlir gegn því að
fangar endurhanni vistar-
verur sínar sjálfir?
„Það gengur aldrei að fangar
fái að hafa það sem þeim sýn-
ist í klefum sínum. Til dæmis
myndi það torvelda fíkniefna-
leit í klefunum. Fangar leita í
að safna að sér alls konar mun-
um sem myndu fylla klefana.
Þess vegna er til listi, til dæm-
is í nýja fangelsinu á Litia-
Hrauni, yíir leyfilega hluti í
klefum. Þetta er þó misjafnt
eftir fangelsum."
Hvað með tölvur. Fá fangar
að hafa heimilistölvur í klef-
unum sínum?
„Þeir geta sótt um það. Þeir
liafa enga heimtingu á því, en
það er heimilt að leyfa það.“
Hvað með aðgang að Inter-
netinu?
„Nei. Aðgangur að símalínum
er ekki leyfður."
En þegar rannsókn er lokið
og dómur genginn. Hvað
stendur þá í vegi fyrir al-
mennri simanotkun fanga?
„Rökin eru fyrst og fremst þau
að það samrýmist ekki góðri
fangelsisreglu að fangar geti
hringt um allar trissur. Það eru
ákveönir símatímar í fangels'-
um.“
En hver er ástœðan fýrir
þessu?
„Hún er meðal annars sú að
reyna að hindra að menn séu í
einhverri óiöglegri starfsemi
meðan þeir sitja inni og panti
sér jafnvel fíkniefni eða skipu-
leggi eitthvað slíkt. Það er til
dæmis algengt að menn reyni
að hringja t einhverja sem
þeim er illa við og við getum
ekki staðið undir því að menn
séu að hringja úr fangelsum í
tíma og ótíma. Því að vera lok-
aður inni í fangelsi og fá refsi-
dóm fylgja fjölmargir aðrir
hlutir sem hefta athafnafrelsi.
Svona er það bara meðan
menn eru lokaðir inni. Al-
menna stefnan er að fækka
hlutum inni í klefum fanga.
Menn geta auðveldlega falið
dóp í sjónvarpstækjum, tölv-
um og öðrum slíkum hluturn."
-EBE
Heimili hvers fanga er klefinn sem hann er
lokaður innl í. Miklar takmarkanir eru á
þeim hlutum sem fangar fá að hafa i klef-
um sínum og til dæmis er kvöð um
ákveðna stærð af sjónvarpi sem ekki má
fara yfir. Flestallt er staðlað. Samskipti
fanga við helminn utan veggjanna eru
einnig Irtil og samskiptaregfur harðar og
mjög svo takmarkandi.
FIMIVmjDAGUR 23. MAÍ1396
Sérmenntaður athafnamaður sem
kominn var á svartan lista í bönk-
um sló víxil í viðskiptabanka sínum
með því að dóttir hans skrifaði sig
sem greiðanda og hann var sjálfur ábyrgð-
armaður. Dóttirin, sem er eignalaus og
einstæð þriggja barna móðir, situr nú uppi
með 1,5 milljóna króna kröfu frá bankan-
um. Sæmundur Guðvinsson ræddi við
hana um þessa lántöku sem hún segir
tengjast misheppnuðum viðskiptum
með demanta.
Svikamylla
bankastjórans
og föður míns
Mér líður eins og fórnarlambi í ein-
hverri svikamyllu bankastjóra og
föður míns. Þegar faðir minn var kom-
inn í þær kröggur að hann fékk ekki lán
sagði bankastjórinn honum að fá bara
annað nafn sem greiðandi en sjálfur
gæti faðir minn verið ábyrgðarmaður.
Eg glaptist til að lána nafnið mitt á víxil
sem faðir minn ábyrgðist og seldi bank-
anum. Víxillinn er fallinn og ég sit nú
uppi með kröfu uppá 1,4 milljónir
króna. Bankastjórinn vissi frá upphafi
að ég á engar eignir og get ekki borgað
neitt, enda atvinnulaus og einstæð
móðir með þrjú börn.“
Þetta sagði ung kona í Reykjavík í við-
tali við Helgarpóstinn. Fyrir skömmu
fékk hún innheimtubréf frá lögfræði-
stofu þar sem henni var gefinn tíu daga
frestur til að greiða fallinn víxil í einu
útibúa Landsbankans í Reykjavík. Höf-
uðstóll víxilsins er 1,1 miiljón króna en
með dráttarvöxtum og kostnaði nemur
krafan 1,4 milljónum króna. Konan hef-
ur skrifað sig sem greiðanda á víxla
sem faðir hennar hefur selt í þessu úti-
búi Landsbankans þar sem hann var í
viðskiptum, en hann var eini ábyrgðar-
maðurinn. Nú er faðirinn hins vegar
gjaldþrota og bankinn krefur konuna
um greiðslu. Bróðir hennar skrifaði
sömuleiðis nafn sitt sem greiðanda á
víxli upp á mörg hundruð þúsund í
sama útibúi og sá víxill er líka fallinn.
Konan segir einsýnt að lánveitingar úti-
bússtjórans til föður hennar hafi ekki
verið með eðlilegum hætti þar sem hún
sé sjálf eignalaus og faðir hennar kom-
inn á svartan lista í bönkum þegar hann
tók lán í hennar nafni og gerðist sjálfur
ábyrgðarmaður lánsins. Hún telur að
útibússtjórinn og faðir hennar hafi ver-
ið saman í demantabraski sem átti að
skila þeim miklum gróða, en endaði
með stórtapi.
Víxill til demantakaupa
„Fyrir fáeinum árum kom faðir minn
til mín og bað mig að skrífa mig sem
greiðanda á 700 þúsund króna víxil en
hann yrði sjálfur ábyrgðarmaður. Hann
sagði að útibússtjórinn gæti ekki lánað
honum nema hann fengi annan til að
vera greiðandi víxilsins. Þetta kom mér
á óvart þar sem faðir minn virtist alltaf
eiga nóga peninga, enda hafði hann
mikil umsvif og var í viðskiptum í þessu
útibúi. Mér var lofað að víxillinn yrði
greiddur upp nokkrum mánuðum síðar
og lét tilleiðast að gera föður mínum
þennan greiða,“ sagði konan.
Hún segist hafa frétt síðar, að faðir
sinn hafi slegið þennan víxil til að
kaupa demanta af fyrirtæki í Amster-
dam sem hann ætlaði að selja aftur
með miklum gróða. Hún telur bankaúti-
bússtjórann liafa verið viðriðinn þau
viðskipti. Hollenski seljandinn reyndist
hins vegar svikahrappur og „demant-
arnir“ einskis virði. Þegar víxillinn var
kominn á gjalddaga kom faðirinn til
dótturinnar og sagði að hún yrði að
skrifa undir nýjan óútfylltan víxil til að
bjarga fyrri víxlinum. Þegar hún spurði
hvers vegna engin upphæð væri á víxil-
blaðinu sagði faðir hennar að útibús-
stjórinn ætti eftir að reikna út vexti og
kostnað.
Leist ekki á blikuna
„Nokkrum dögum eftir þetta fékk ég
tilkynningu um að búið væri að leggja
1.350.000 inn á bankabók með mínu
nafni sem faðir minn hafði heimild til að
taka út af. Sjálf sá ég ekki krónu af þess-
um peningum og það veit bankastjór-
inn mætavel. Síðan féll þessi víxill og
eftir að hafa kvartað mikið við föður
minn greiddi hann þann víxil með því
að ég samþykkti að verða greiðandi á
nýjum víxli upp á 1,1 milljón. Mér leist
hins vegar ekki á þessi viðskipti og fór
því og ræddi við útibússtjórann ásamt
þáverandi sambýlismanni mínum.
Bankastjórinn sagði að ég þyrfti ekki að
hafa neinar áhyggjur. Hann og faðir
minn væru að ganga frá þessum málum
og faðir minn væri maður með mikla
tekjumöguleika. Ef illa færi mætti hins
vegar alveg semja um greiðslu á víxlin-
um. Þetta þótti okkur ekki gott tilboð
og fórum aftur á fund útibússtjórans,
sem gaf svipuð svör og sagði að málið
væri alveg að leysast. Ég spurði hvort
það væri ekki hægt að útvega annan
greiðanda á víxilinn en það var ekki við
það komandi," segir konan.
Faðirínn gjaldþrota
Gekk nú hvorki né rak um greiðslu á
þessum síðasta víxli upp á 1,1 milljón
króna. í lok síðasta mánaðar fór konan
til útibússtjórans og bað um 70 þúsund
króna lán fyrir sig. Hún fékk neitun á
þeim forsendum að hún ætti stóra víxil-
inn í vanskilum. Hún spurði hvort hún
fengi þann víxil í hausinn en útbússtjór-
inn gaf loðin svör og sagði enga ákvörð-
un liggja fyrir um það. Ellefu dögum síð-
ar fékk hún bréf frá lögfræðistofu sem
krafðist þess að hún greiddi víxilinn
innan tíu daga og var upphæðin þá
komin upp í 1,4 milljónir með kostnaði.
„Það fyrsta sem ég gerði var að
hringja í föður minn og segja honum frá
þessu. Þá segist hann hafa látið útibús-
stjórann fá þrjár milljónir króna sem
áttu meðal annars að fara í að borga
þennan víxil og víxil bróður míns, sem
er eitthvað undir einni milljón. Faðir
minn sagðist ætla að hringja í útibús-
stjórann en ég hef ekki heyrt í honum
„Eflaust endar þetta með því að ég verð gerð gjaldþrota."
síðan. Ég veit hins vegar að faðir minn
er kominn í gjaldþrot. Hann missti hús-
ið sitt á nauðungaruppoði en keypti
það aftur á nafni móður sinnar. Faðir
minn er mjög þekktur í sínu fagi og hef-
ur haft ýmis stórverkefni með höndum.
Hann virðist hafa næga peninga milli
handa en ég tel enga von til þess að
hann borgi þennan víxil og eflaust end-
ar þetta með því að ég verð gerð gjald-
þrota vegna þessarar skuldar,“ sagði
konan í viðtalinu við Helgarpóstinn.
Furðulegir viðskiptahættir
Blaðamaður HP hitti konuna á heimili
hennar í austurborginni þar sem hún
býr ein með þremur börnum sínum.
Hún á ekki einu sinni húsgögnin sem
þar eru og ljóst að hún á ekki möguleika
á að greiða umræddan víxil. En getur
hún ekki sjálfri sér um kennt fyrir að
hafa samþykkt að gerast greiðandi á
víxlum föður síns?
„Auðvitað má segja það, en ég var
undir mikilli pressu frá föður mínum.
Auk þess datt mér ekki í hug að útibús-
stjórinn færi að lána peninga með þess-
um hætti nema vera fullviss um að faðir
minn greiddi lánið. Ég var ekki með
nein viðskipti þarna og átti engar eign-
ir. Sjálfur gat faðir minn ekki tekið lán á
sínu nafni vegna vanskila sem námu
milljónum í þessu útibúi. En banka-
stjórinn lætur hann þá hafa peninga út
á mitt nafn. Það hljóta allir að sjá að
þetta eru furðulegir viðskiptahættir og
geta ekki verið í samræmi við þær regl-
ur sem bankar eiga að fara eftir. Ég er
búin að fara með þetta mál í höfuð-
stöðvar Landsbankans en hef engin
svör fengið um hvað bankinn ætlar að
gera í málinu. Það má áfellast mig fyrir
að hafa nokkru sinni skrifað nafnið mitt
á þessa víxla. En hvað er þá hægt að
segja um útibússtjórann, sem vissi allt
um fjárhagsstöðu föður míns? Ber
bankinn enga ábyrgð?" sagði þessi
kona.