Helgarpósturinn - 20.03.1997, Page 6

Helgarpósturinn - 20.03.1997, Page 6
6 HMMTUDAGUR 20. MARS1997 i ■ Hermann Olason: EiríkurJónsson bannaði að minnst yrði á Jón Ólafsson í viðtals- þætti á Stöð 2. Heimildamaður fyrir ásökunum hendur Franklín Steiner gerir upp við Mannlíf og Stöð 2 ermann Ólason, áfeng- isráðgjafi í Svíþjóð, kom til íslands á vegum tímaritsins Mannlífs og var heimild fyrir umfjöllun tíma- ritsins um fíkniefnaviðskipti Franklíns Steiner, sem Hrafn Jökulsson, ritstjóri Mannlífs, skrifaði. Að sögn Hermanns sagði Hrafn við hann að ástæðulaust væri að fjalla um Jón Ólafsson, stjórnarfor- mann Stöðvar 2, en Hermann og Jón þekkjast frá fyrri tíð. Hermann fór að gruna að hræðsla við raunverulega eða ímyndaða hagsmuni Jóns Ól- afssonar réði ferðinni í umfjöll- un fjölmiðla um Franklín Stein- er. Þegar Eiríkur Jónsson boð- aði Hermann í viðtalsþátt á Jón Ólafsson var til rannsóknar vegna fíkniefnamisferlis á sama tíma og Franklín Steiner á áttunda áratugnum. Sömu lögreglumenn- irnir sinntu þessum rannsóknum. Stöð 2 sannfærðist hann um að ekki væri allt með felldu. „Eiríkur sagði mér í óspurð- um fréttum að við mættum ekki minnast á Jón Ólafsson í þættinum. Ef ég gerði það yrði „köttað“ á mig,“ segir Her- mann. „Ég svaraði að ég myndi ekki úthúða manninum í hans eigin fjölmiðli.“ Hermann og Jón Ólafsson þekkjast frá því að þeir voru skólafélagar á Staðarstað á Snæfellsnesi fyrir rúmum ald- arfjórðungi. „Hermann hafði mikinn áhuga á Jóni,“ segir Eiríkur, „en Jón var ekki til umræðu í þættinum. Ef ég hef sagt þetta við Hermann þá var það í gríni.“ I I I t Rothögg í Síberíu Uppsögn Rússanna reiðarslag f Veröfall hafiö á hlutabréfum í IS Uppsögn rússneska útgerð- arfélagsins UTRF gæti reynst a.m.k. reiðarslag, ef ekki hreint rothögg, fyrir ís- lenskar sjávarafurðir hf. For- stjóri fyrirtækisins hefur borið sig mannalega í samtölum við fjölmiðlafólk undanfarna daga en sannleikurinn er sá að hverfandi líkur eru til að ÍS nái til baka þeim peningum sem nú eru útistandandi vegna Kamtsjatkaverkefnisins. Sú upphæð er tæpast undir hálf- um milljarði króna en gæti hugsanlega slagað hátt í millj- arð. Hætt er við að þeir sem að undanförnu hafa verið að fjár- festa í hlutabréfum í ÍS á allt að fimmföldu nafnverði nagi sig í handarbökin fyrir heimskuna þessa dagana. Talsverð hreyf- ing hefur verið á bréfum í fé- laginu að undanförnu en ekki er ljóst hvort einhverjir „inn- anbúðarmenn“ í ÍS hafa verið að losa sig við hlutabréf áður en þau hryndu í verði. Fyrstu fregnir af uppsögn samningsins bárust til íslands laust fyrir síðustu helgi en fengust ekki staðfestar fyrr en á mánudag. Fréttastofa útvarps- ins gat fyrst hérlendra fjöl- miðla skýrt frá því á mánu- dagskvöld að UTRF hefði ein- hliða sagt samningnum upp. Morgunblaðið og DV greindu svo frá þessu máli á þriðjudag og bæði þessi blöð höfðu eftir Benedikt Sveinssyni, forstjóra ÍS, ummæli sem ekki var hægt að skilja öðruvísi en að engin stórhætta væri á ferðum og ís- lenskar sjávarafurðir myndu einfaldlega leita réttar síns fyr- ir dómstólum ef aðrar leiðir bæru ekki árangur. Rósemin bara á yfirborð- inu Sennilega mun þó fátt fjær sanni en að menn haldi fylli- lega ró sinni innandyra í húsa- kynnum íslenskra sjávaraf- urða. Viðskiptum ÍS og UTRF er ekki þannig háttað að allt sé gulltryggt og ekki þurfi annað en að leita til dómstóla ef Rússarnir halda sig ekki á mottunni. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. Annars vegar hafa íslenskar sjávarafurðir þegar lagt fram mikla fjármuni til rekstrar rússnesku útgerðar- innar en lítið fengið í staðinn það sem af er þessari vertíð. Á hinn bóginn er alkunna að vestrænum fyrirtækjum hefur reynst margt auðveldara en að sækja gull í greipar rússneskra fyrirtækja fyrir dómstólum. Samstarf ÍS og UTRF byggist fyrst og fremst á því að íslend- ingarnir hafa lagt Rússunum til fjármagn og þekkingu. Það fjár- magn sem hér um ræðir er engin smáupphæð. Heildar- veltan í fyrra var um eða yfir fjórir milljarðar króna, en fram hefur komið að upphæðin verði eitthvað lægri á yfir- standandi veiðiári. Utgjöldin fyrst — tekjur á effar Reikna má með að a.m.k. þrír miljjarðar króna fari í rekstur útgerðar rússneska fyrirtækisins á yfirstandandi fiskveiðiári. UTRF er svo skuld- sett og rúið Iánstrausti að það hefur ekki af sjálfsdáðum get- að fengið lánaða olíu á skipin. Sömu sögu er að segja um veiðarfæri, viðhaid skipanna, laun starfsfólks og annan rekstrarkostnað. Raunar telja kunnugir að skuldir rússneska fyrirtækis- ins séu meiri en svo að nokk- urn tíma sé unnt að gera sér raunhæfar vonir um að það komist á réttan kjöl. Það sem heldur fyrirtækinu á floti er m.a. sú staðreynd að erlendir lánardrottnar ná ekki til eigna þess. Mestallt það fjármagn sem í þennan rekstur þarf hafa ís- lenskar sjávarafurðir útvegað og að sjálfsögðu tekið nánast allt að láni. Eina raunverulega tryggingin sem íslenskar sjáv- arafurðir hafa haft fyrir því að sjá þessa peninga aftur er fólg- in í aflanum sem fyrirtækið hefur selt fyrir hönd Rússanna. Andvirði aflans hefur runnið inn á bankareikninga ÍS og það- an hafa svo Rússarnir að lok- um fengið sinn hlut. Eins og vænta má er fjár- magnsþörfin mest í upphafi vertíðar en á hinn bóginn kem- ur aflaverðmætið ekki til greiðslu fyrr en síðar. Lengst af veiðiárinu er þannig veru- legt óbrúað bil milli þess fjár- magns sem íslenskar sjávaraf- urðir hafa lagt af mörkum og þess verðmætis sem skilað hefur sér til baka. Það er ekki fyrr en í lok veiðiársins, þegar allur afli hefur verið seldur og peningarnir fyrir hann eru komnir í hús, sem menn geta dregið andann iéttar í herbúð- um IS. Útilokað er að fá nákvæmar upplýsingar um það hversu miklir peningar eru útistand- andi á þennan hátt, en menn sem Helgarpósturinn hefur rætt við og þekkja til þessara mála telja ekki fráleitt að ímynda sér að upphæðin gæti verið ein- hvers staðar á bilinu hálfur til heill milljarður króna. DV til- greinir í gær töluna 700 millj- ónir en getur ekki um hvaðan sú tala sé fengin. Svo mikið er hins vegar víst að uppsögnin kemur á viðkvæmasta tíma fyr- ir ÍS. Á þessum tíma er bilið milli útlagðra peninga og inn- kominna tekna hvað stærst. Misferli í gangi fyrir upp- sögnina? Aður en Rússarnir sögðu samningnum upp höfðu verið á ferli óstaðfestar fregnir um erfiðleika í peningalegum sam- skiptum milli Rússa og fslend- inga og að Rússarnir hefðu iafnvel haft stórar fjárhæðir af IS. í þessu sambandi má vísa til frásagnar HP af hinni svörtu bakhlið Kamtsjatkaævintýris- ins í desember. Þar kom fram að í fyrravetur stálu Rússarnir beinlínis peningum sem komu frá ÍS og áttu að renna til launa- greiðslna. Þessir peningar voru lagðir inn á reikning UTRF sem tók þá til annarra þarfa. í fyrra stöðvuðu íslending- arnir á Kamtsjatka greiðslur til Rússanna um tíma, eða þar til tryggt var að peningarnir færu í það sem þeir voru ætlaðir til. Samkvæmt heimildum HP mun ekki fráleitt að ætla að eitthvað svipað kunni að hafa gerst nú og deilur af því tagi hafi verið undanfari uppsagnar samn- ingsins. Sé svo gætu enn hærri fjárhæðir verið í hættu. Á hinn bóginn verður að taka fram að hér er um óstaðfestar fregnir að ræða. Rússagullið var um fimmt- ungur af veltu ÍS á síðasta ári. Þegar hagnaðartölurnar eru skoðaðar má næstum því segja að tölurnar snúist við. Við- skiptin við UTRF stóðu nefni- lega undir verulegum meiri- hluta af hagnaði ÍS á síðasta ári. Sáralítil áhætta segja ÍS- I menn Forsvarsmenn íslenskra sjávarafurða vildu lítið tjá sig um þessi mál í samtali við Helgarpóstinn. Hermann Hans- son kvaðst þó telja fáránlegt að ÍS gæti tapað svo miklu sem hálfum milljarði króna þótt svo færi að uppsögn samnings- ins stæði. Benedikt Sveinsson forstjóri sagði að miðað við það hvern- ig þessi viðskipti væru byggð upp væri taphætta sáralítil þótt á hinn bóginn fylgdi því k alltaf óhjákvæmilega nokkur * kostnaður að leggja niður slíka starfsemi. Benedikt kvað ekki rétt af sér á þessu stigi að leggja opinberlega mat á það hvaða líkur væru til þess að samningar tækjust við Rúss- ana um áframhaldandi sam- starf. Hlutabréfin falla I Áhrif Rússasamningsins á verð hlutabréfa í íslenskum sjávarafurðum eru einnig til- tölulega auðrakin. Gengi bréfa )

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.