Alþýðublaðið - 24.12.1970, Side 26
aukastörfum og þau orðið mér
til gæfu.
Þá er fyrst að n'efna. ritstörf-
in. Barnablaðið „Vorið“ hef ég
gefið út með Hannesi J. Magnús
syni í rúm þrjátíu ár. Nú hvílir
það eingöngu á mér og nýt ég
þar hjálpar konu minnar, Jón-
ínu Steinþórsdóttur. Sennilega
er það mín mesta gæfa. hve
(hún hefur stutt mig vel í áluuga-
málum mínum t. d. bindindis-
málunum.
Þá hef ég skrifað allmai'gar
barnábækur, auk þess nokkrar
bækur fræðilegs efnis. Það er
ekki mitt að dæma um .hvernig
þetta hefur tekizt. En það heifur
vieitt mér ánægju. Auk þess hef
ég þýtt mikið af barnabókum.
Síðan ég ihætti í skólanum
hef ég getað lagt meiri vinnu í
barnabækurnar og mér finnst
sjálfum, að síðustu tvrær bækur
mínar séu betri-en hinar „Strák
ar í Straumey" komu út í fvrra,
og fraimhald af 'henni „Frissi á
flótta" kemur út í ár.
Æsfcudeildum G.' Beglunnar
(ungmennast. og barnast.) hef
ég veitt forstöðu í 20—30 ár.
Oft ihefur það verið tímafrekt
starf. Og erfitt er að dæma um
árangurinn. Þegar fræi er sáð,
er aldrei öruggt hvort ný planta
kemur upp af því eða ekki. En
mér hefur alltaf þótt gaman að
starfa með börnum og ungling-
um.
Þá má nefna hér annan fé-
lagsmálaþátt. Ég hef verið for-
maður Barnaverndarfélags Ak-
ureyrar í 15 ár. Um það starf
fjölyrði ég ekki, en það félag
rekur nú leikskólann „IðaveUi".
Þegar ég lít nú til.baka yfir
þessi félagsstörf mín, þá tek ég
eftir því, að flest eru þau tengd
við börnin, og iþví nátengd ævi-
starfiníu: Barnablað, barna-
bækur, ’barnastúkur og Barna-
verndarfélag. Þetta er ekki til-
viljun. Þessi störf héf ég valið
til að fást við í tómstundum
mínum af innri hv'öt. Við þurf-
um ekki að vera svro hátíðleg
að kalla það hugsjónir.
— En eitthvað liefur þú einn-
ig skrifað um austfirzk fræði?
— Já, ég hef ritað nokkra
sagnaþætti um það efni. Og nú
er að koma út mín fyrsta bók
á því sviði. Það eru um 20 ár
síðan ég byrjaði á henni. Bókin
er frá bernskuslóðum mínum
fyrir austan og nefnist: „Undir
Búlandstindi“.
— En hvað lieíur þú að segja
um austfirzku kvikmyndina?
—■ Ég hef starfað talsvert í
Austfirðingafélaginu á Akur-
evri og verið þar stundum foi--
maður. Fyrir 10 árum hóf fé-
lagið kvikrnyndagerð á Austur-
landi. Myndin er nú fullgerð og
nær vfir Múlasýslur. Fram-
kvæmd þessa verks hefur að all
miklu leyti hvílt á mér. Myndin
er hugsuð sem heimildarmynd
frá þessum árum t. d. er aust-
firzka síldveiðin geymd í mynd-
inni. Þann 4. júlí s. 1. afhentum
við Akureyringar sýslu- og bæj-
arfélögunum á Austurlandi.
mynd þessa að gjöf í Valaskjálf.
— Þú minntist á, að þú iií|?ðir
eitthv'að starfað fyrir bindindis-
málið eftir að þú hættir s':5!a-
störfum, Viltu ségja mér oí;u'-.‘
Iítið unt viðhorf þitt til bindind-
ismátsins?
— Öflugasta bindindisfélag
hér hefur verið G. Reglan. Nú
er daufara v.fir starfsemi henn-
ar én áður. Stúkurnar eru marg-
ar fámennar og slarfslitlar. Marg
ar barnastúkur eru hins vegar
mjög vrel starfandi, og sums stað
at- eru þær eiria félagið, sem
heldur uppi merki bindindis-
málsins á sínum stað. Auk bind-
indisboðunar stórstúkunnar er'
starfsemi óféngisvarnaráðs gild-
ur þáttur í fræðslu um áfengi
og tóbak. '
Ýmislegt lorveldar árangur af
bindindisstarfi nú á dögum.
Meðal annars meirj fjárráð fóllcs
og tilhneiging til aukinnar.
nautnasýki.. Manneskjan héfur
ríkar .tilhneigingar til nautna,
hvað sem skynsemin segir. Mér
v.irtist skólafólkið hlusta vel á
skaðsemi tóbaksreykinga, ef
máJflutningur var raunsær og
sannur. Þó megnar 'ekki nema
litill hluti þess að rísa gegn
venjunum sem ríkja um tóbaks-
reykingar.
ískyggilegl er hvre margt ungt
fólk hefur V'anið sig á áfengis-
nautn, einkum í sambandi við
skemmtanir. Ég held að áfengis
vandamálið sé stærsta ivandamál
þjóðarinnar. Það sundrar fjöl-
skyldum og leggur he.imili í
auðn. Það veldur fleiri slysum
og meiri ógæfu ien nokkuð ann-
að.
Maðurinn ’er félagsvera. Með-
an almenningsálitið er með á-
fengisnautninni, þá er erfitt að
vinna gegn henni. Bindindissam
tökin verða því að vinna almenn
ingsálilið á sitt mál. iSennilega
yrðú fjölmiðlunartæki áhrifá-
mest í því !efni. Kivikmyndin er
síerk auglýsing Ef okkur er
alvara með að draga úr skað-
semi áfengisins, verðum við að
taka fjölmiðlunartækin í þjón-
ustu bindindismálsins í miklu
ríkari mæli en nú ler. Og þar
sem bæði útvarp og sjónvarp er
ríkiseign ætti þetta að vera
hægt, ef vilji er fyrir hendi. Þá
ætti að banna hinar fiannastóru
tóbaksauglýsingar, sem blöðin
flyíja frá eriendum tóbalcsfram-
leiðendum um ágæti reykinga.
— Þii minntist á samband viff
Eiffadvöl þína á nýtt lífsviffhorf.
Hvað getur þú sagt mér um
það?
— A Eiðum kynntist ég bæði
spíritisma og guðspeki. Hvor-
tveggja var nýtt fyrir mér. Þar
fékk ég svör við ýmsu, sem ég
hafði brotið heilann um. Þar
las ég nokkrar af bókum Sig-
urðar Kr. Pétu.rssonar. Síðan
hef ég affhylilzt þessar skoðanir.
Bækur -hans allar fékk ég send-
ar nokkru síðar. Ekki hefur
þetta dregið úr aðdáun minni á
Kristi, en aukið skilning og víkk
að sjóndeildaiihringinn. Ég' var
trúhneigður að eðlisfani, en guð
spekin beindi trúrækni minni
inn á vitræn svið. Mér finnst
það hafi orðið mér til gagns og
gæfu.
Ég hef .starfað dálitið í sam^
tökum guðspekisinna í nær þrjá-i
tíu ár og vegna þessa áhugamála'
minna ritaði ég „Skyggnu kon.--
una“ I. og II. um Margréti frá'
Öxnafclli og merkilega reynslu
hennar.
Ég hef alltaf verið bjartsýnn
og mér er lika tamt að líta á!
eilífðarmálin í því ljósi. Ég trúí
fastlega á framhald þessa lífgj
og virðist sálarrannsóknirnati
hafi fært sterkar líkur fyrir þvl.’
Á hdnu mun sennilega verðá
bið, að færðar verði á það fullj
komnar sannanir.
Ég held við verðum að treyst#
almættinu fyrir framlífinu. En'
sjálfur trúi ég einnig á fortilveruí
mannsins. Ég er sammála Pálí
postula að kærleikurinn sé mesj
'ur í heimi og okicur sé óhætt a S
treysta honum fyrir framtíð-;
inni. Við ættum ekki að deilaí
um trúmál, en trúa því, sení
okkur fellur bezt.
— Hvaff þykir þér vænzt um?
— Fólk, fagurt landslag, gó5~
ar bækur og söng vorfuglanna.
KAUPFÉLAG
A USTUR-SKAFTFELLINGA
HÖFN, HORNAFIRÐI
óskar viðskiptavinum sínum
svo og öllum landsmönnum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar á komandi ári.
Kaupfélagið Höfn
Selfossi - Búrfelli - Eyrarbakka - Stokkseyri
óskar viðskiptamönnum sínum,
svo og landsmönnum öllum
GLEÐILEGRA JÓLA
og farsældar á komandi ári.
1 (aupfélag Tálknaf. rálknafiröí sendir öllum beztu óskir un GLEÐILEG JÓL ! og farsælt komandi ár. Með þökk fyrir viðskiptin á jaröar i líðandi ári
MIÐNES HF.
SANDGERÐI
ÚTGERÐ — VERZLUN
Gleðileg jól! \
farsælt komandi ár1
þakkar viðskiptin á liðnum áriun-
26