Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 2

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 2
2 Vtsir Laugardagur 19. ágúst 1972 VfelBSP7B: Hvað finnst yður um fjárkröfur Fox á hendur Fischer? Ingvar Björnsson, iönverka- maður: Það er sjálfsagt hjá Fox að kæra Fischer, ef hann hefur verið búinn að skrifa undir kvik- myndasamninga. Hitt þori ég ekki aö dæma um hvort fjár- kröfurnar séu of háar, þaö er annað mál. Guðbergur Auðunsson, auglýsingateiknari: Þetta er ekki litil upphæð þó miðað sé við Bandarikin. En bandariska þjóð- félagið er byggt upp á þessu. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá eru menn komnir með himinháar kröfur hver á annan. Það er kannski allt i lagi þó Fox kæri Fischer en fjárkröfurnar eru alls ekki sanngjarnar. Ilaraldur Kr. vegfarandi: Þekki það ekki svo. Les frekar litið blöðin. Hef ekki efni á þvi. Þetta eru jú ansi stór upphæði sem maðurinn vill fá fyrir sinn snúð, ég held bara allt of miklir peningar. Albert Erlingsson, kaupmaður: Ég þori ekki að segja neitt um þær. Ég vildi minnsta kosti ekki verða fyrir þeim. Annars finnst mér ekki nema rétt að dæma Fischer eins og hann hefur hagað sér. Eyþóra Eliasdóttir húsmóðir: Þær eru alls ekki réttlátar. Þó finnst mér eiginlega alveg rétt hjá Fox að kæra Fischer. Það var ekki nema sjálfsagt. Marta Finnsdótt ir, nemandi: Þetta var ágætt hjá Fox. Mér finnst þetta ekkert of mikið sem hann fer fram á. fl '*"**>* Annaö skilti til leiöbeiningar um, hvaða akrein skuli velja, ef mann ætla á Digranesveg eða Alfhólsveg — en menn eru einfaldlega komnir framhjá gatnamótunum, þegar þeir loks geta lesið svona smátt letur. (Ljósm.. A.M.) KÓPAVOGSBRÚIN Ökumenn villost þar enn Vegaflækjan við um- ferðarbrúna i Kópavogi hefur kostað margan ökumanninn aukakrók og sektarmiða að auki. „Það var nú rétt fyrstu vikurnar eftir áramótin, eða i janúar og febrúar, meðan þetta kom ökumönnum spánskt fyrir sjónir. Nú orðið er mjög litiö um brot á umferðarreglum við brúna,” sagði Ingibergur Sæmundsson, yfirlögregluþjónn i Kópavogi. „Annars er þetta enn allt með bráðabirgðasniöi, og sifellt að bætast við nýir afleggjarar sem hafa i för með sér nýjar breyting- ar, svo að eðlilega flaskar einn og einn ökumaður á þvi fyrst i stað.” bætti hann við. Eins og menn muna kvað svo rammt að þvi fyrstu vikurnar, hve erfiðlega mönnum gekk aö ramba i gegnum „flækjuna” (eins og þeir verst leiknu kalla brúna), að nær annar hver öku- maður átti yfir höfði sér sektir fyrir umferðarbrot. En sektirnar voru þó látnar niður falla. Eftir það hefur umferðin gengið skaplega þarna, en enginn vandi er þó ennþá að villast af réttri leið i gegnum allar slaufurnar, eins og blaðamaður Visis fann, þegar hann var á leiðinni á lögreglu- stöðina að hitta að máli Ingiberg yfirlögregluþjón. — Auðvitað fór hann of langt, og varð að beygja út af Reykjanesbrautinni inn á Kópavogsbrautina og aka heilan hring út á Kársnes og til baka aftur, áður en hann rambaði á rétta slóð. Við göturnar er þó komið fyrir leiðbeiningaskiltum hér og hvar, en sannast sagna mættu þau vera ögn skýrari. Stóra skiltið, sem blasir við, þegar komið er frá Reykjavik, en þar eru rissaðar upp leiðirnar i Kópavoginn — er svo óhreint, aö letrið er ólæsilegt. Annað minna skilti, sem þjónar sama tilgangi, er staðsett svo, að ökumenn eru komnir framhjá af- leggjaranum, sem það visar til, þegar þeir loks geta lesið, hvað á skiltinu stendur. Og það verður ekki aftur snúið, þegar einu sinni er komið af langt. Já,þaðernógafleiðarvisum og umferðarmerkjum, og spurning, hvort ekki sé of mikið af þeim. Sums staðar er nefnilega eins og heill skógur af þeim, og skyggja þá sum hvert á annað. Eða þá, eins og á brúnni yfir stóru gjána, þar sem sum skiltin hanga svo skökk, að manni kemur fyrst i hug, hvort gatnagerðarmennirnir hafi lagt þessi aukaskilti þarna frá sér og gleymt aö taka þau með sér, þegar þeir fóru i mat. „Samt verðum við nú orðið litiö varir við, að ökumenn séu á neinn hátt hikandi, þegar þeir fara hérna um,” sagði Ingibergur, yfirlögregluþjónn. Fyrir kunnuga er sjálfsagt létt að rata i gegnum þetta, en fyrir ókunnuga er það hreint ekkert grin. Enda hafa þó nokkrir öku- menn komið að máli við undir- ritaðan, og sagt sinar farir ekki sléttar af Kópavogsbrúnni. Reynsla sumra er heldur ekki al- veg beizkjulaus. Eins og öku- mannsins, sem átti þarna leið um i fyrsta sinn i rigningarsudda og slæmu skyggni. Þegar hann var búinn að paufast áfram lúshægt, skimandi i allar áttir eftir skiltum, var hann stöðvaður af lögreglunni, sem sagðist hafa veitt honum eftirtekt og séö til hans brjóta stöðvunarskyldu. — „Að sitja i launsátri og sjá mann i erfiðleik- um, láta mann afskiptalausan og biða heldur eftir þvi að manni verði eitthvað á, og þá hremma mann eins og fiskiörn bráð sina — það finnst mér satt að segja....” sagði ökumaður og við hlaupum yfir niðurlagið. En hann sagðist hafa fengið sektarmiða. Ingibergi yfirlögregluþjóni fannst þetta ótrúleg saga. — „Við reynum eftir þvi sem við getum fyrir önnum að leiðbeina þeim, sem eiga i erfiðleikum með að rata.” —GP Sumum skiltunum er þannig komið fyrir, að þau skyggja á hin. . Þetta eraöal skiltiö, er sýnir kort af afleggjurunum frá brúnni, (á bak viö Kópavogsmerkið) en óhreinindi hafa setzt á þaö, og ökumaður veröur að stööva bilinn og alla umferö á eftir sér, ef hann ætlar aö rýna i letriö. Leiðbeiningarskilti eru á hverju strái, en þaö er á mörkum þess, aö ökumaðurinn treysti þvi, aö gatnagerðarmennirnir hafi ekki stillt þess- um merkjum upp viö staurinn, á meöan þeir brugöu sér frá í kaffi. Og hcilu linuna I götunni veröa ökumenn aö aka yfir og jafnvei lfka tvö- földu linuna, sem jeppinn er að fara yfir bak viö staurinn. LESENDUR J& HAFA ORÐIÐ Innflutningur ó konum? II.B. skrifar „Einhver E. SK. skrifar i Visi undir fyrir sögninni „Smekkur is- lenzkra stúlkna” og ræðir þar um Malaja sem margar hafi upp á arminn. Ekki veit ég hvort E.SK. er karlmaður eða kvenmaður, en vonandi kvenkyns þó. Ég er hins vegar karlmaður og vil segja þetta. Lofum hverri sem löngun hefur til að fara burt með Malaja eða öðrum. En við karlmennirnir eigum að gera okkur grein fyrir staðreyndum, og þær eru þessar. Einu sinni á ári segja blöðin frá þvi að við íslendingar séum orðnir þetta og þetta margir, karlar fleiri, en konur þó fleiri i Reykjavik. Með þvi vitlausara sem maður hefur heyrt. Fyrir- sögn fréttanna ætti að hljóða eitt- hvað á þessa leið: „Þrjú þúsund islenzkir karlmenn dæmdir til einlifis.” Með öörum orðum, karlar eru meira en 2000 fleiri en konur, gamlar konur fleiri en gamlir menn og þar með um eða yfir 3000 karlmenn sem hafa enga möguleika á að ná sér i konu i landinu. íslenzkir karlmenn, verið ekki þessir bölvaðir vesa- Iingar. Allir þið sem hafið tök á að ná ykkur i erlenda konu, gerið það. Þið eruð færari i lifs- baráttunni en karlmenn flestra annarra þjóða, þið getið ekki að- eins náð i þessar 3000 sem vantar núna, heldur 30.000. Ef viö byrjum i dag og 400 ná sér i er- lendar konur á ári er liklegt aö hlutfallið veröi okkur karl- mönnum hér eins hagstættog það er karlmönnum annarra landa i dag. Ég skal vera I fyrsta 400 manna árganginum. Með fullri virðingu fyrir félaga okkar islenzku konunni, en köld staðreynd hlýtur alltaf að ráða.” Tjaldið var eyðilagt í þvotti Birgir Guöbjartsson skrifar: „A Langholtsvegi er þvottahús sem tekur að sér að þvo og þétta tjöld. Slikt er ekki i frásögur fær- andi ef tjöldin kæmu heil úr þvottinum. Fyrir verzlunar- mannahelgina var sett þangað svo til nýtt tjald i hreinsun og hafði það aðeins verið notað tvisvar en óhreinkast i seinna skiptið. En hvað gerist i þvottin- um? Botninn á tjaldinu er allur sundurskorinn og tættur og tjaldið sjálft þannig leikiö að það verður aldrei hægt að nota það. Forstjóri þvottahússins hlær að neytendasamtökunum, og segist ekki borga krónu, þvi enginn geti gert neitt i málinu. Hver á fólk að snúa sér i svona tilfellum? Það skal tekið fram að hringt var til þvottahússins áður en komið var með tjaldið og spurt hvort botninn myndi þola hreinsunina. Þvi var svarað játandi.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.