Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 13

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 13
Vísir Laugardagur 19. ágúst 1972 13 „Hálfu" skrefi ncer krúnunni Fischer þráskákaði í biðskákinni Þeir sem höfðu keypt sig inn é biðskákina í gær urðu fyrir sárum von- brigðum. 200 krónur var gjaldið fyrir örfáar mínútur. Fischer tók nenfilega það ráð að þrá- skáka eins og margir höfðu búist við m.a. Vísis- menn. Eftir að hafa leikið þrjá leiki og skákað í sífellu stóð Fischer upp og rétti Spasskí hendina til merkis um að hann sætti sig við jafnteflið. í fljótu bragði datt manni i hug að Fischer gæti reynt að koma drottningu sinni til dl og siðan i framhaldi af þvi, hróknum til d7 og þannig hrakið drottninguna hvitu úr leppstöð- unni. En þá tekur reyndar ekki betra við þvi að Spasski á ágætan reit fyrir drottninguna á e5 og biskup Fischers getur sig hvergi hrært. Jafntefli var þvi ekki ósann- gjarnt þó landar Fischer yrðu margir hissa og segðu að hann hefði neitað að vinna skákina. En hálfur vinningur færir Fischer nú skrefi nær krúnunni. Staðan er 9:6 áskorandanum i vil. Það dregur að leikslokum og tæplega verða skákirnar fleiri en 6-8 i viðbót. Fischer þarf nú aðeins 3 1/2 vinning úr 11 skákum en Spasski verður að fá 6 vinninga i viðbót. Á sunnudag- inn verður svo 16. skákin tefld i Höllinni og þá stýrir Fischer hvitu mönnunum. Nær húsfylli hefur verið að undanförnu (1500) i Höllinni þrátt fyrir að mesti spenningurinn sé horfinn. Enn er þó ekki að efa að áhorf- endur muni streyma til leiks á sunnudag og fylgjast með skemmtilegri skák. GF ' ™ .............< Heimsmeisfara- einvígið í skák 15. skákin Hvítt: B. Spassky Svart: R. Fischer - - Dómararnir stilla klukkuna fyrir biðskákina. Lothar: Er þetta ekki nokkuð nærri lagi hjá mér, eða er ég að draga citthvað af Fischer! Guðmundur: Nei, nei þetta er alveg nákvæmt. 41. Hb2 Dal + 42. Ha2 Dcl + 43. Hb2 Dal + Biðstaðan Jafntefli / Fœreyingar fá undanþágu fyrir línu og handfœri A tveim dögum var gengið frá samningum um réttindi Færey- inga til linu- og handfæraveiða innan 56 milna landhelginnar. Hins vegar var samkomulag um að ræða undanþágur vegna tog- veiða síðar og lögðu Færeyingar áherzlu á nauðsyn þess að slíkar undanþágur fengjust. Samningunnn gerir ráð fyrir að færeysku skipin sæki um veiði- leyfi sem ráðuneytið getur veitt og gildi það i ákveðinn tima, þó ekki skemur en i fjóra mánuði. Skuiu færeysku skipin hlita sömu reglum og þau islenzku. Þá er enn i gildi samningurinn frá 1961 um handfæraveiðar milli 4 og 12 milna markanna. Hvor aðili um sig getur ákveðiö niðurfellingu þessarar skipan með sex mánaða fyrirvara. —SG Daily Telegraph: „FISKVERNDUN UTAN VERKA- HRINGS ALÞJÓÐADÓMSTÓLSINS" „Verndun fiskistofna er ekki mál einnar rikisstjórnar, en hún er i rauninni lika utan við verka- hring alþjóðadómstólsins,” segir i forystugrein brezka blaðsins Daily Telegraph i morgun. „1 þess konar deilum semja þjóðir, sem hafa heföbundinna fiskveiöihagsmuna að gæta, yfir- leitt um málið”. „Það gerðist til dæmis fyrir skömmu I deilumálinu um rek- netjaveiði á laxi I Atlantshafi, þegar samþykkt var á alþjóðlegri ráðstefnu i Washington aö draga smám saman úr veiðunum” „Islendingar munu verða, áður en lýkur, að leggja mál sitt fyrir einhverja slika ráðstefnu, i stað þess að standa fast á 50 milunum. Ef þeir koma ekki til móts við aðrar fiskveiðiþjóðir i málinu, eru þeir að hrifsa. Akvörðun Haag-dómstólsins er viðeigandi aövörun til þeirra,” segir Daily Telegraph. — HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.