Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 5
5 Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND UMSJON: HAUKUR HELGASON Rœndi flugvél fyrir „örkumlo börn" Flugræninginn hlaut fimmtán gullstangir, og um 180 milljón krón- ur i reiðufé var fært til flugvallarins i Seattle. Miðaldra maður með byssu hafði rænt flugvélinni, hjólað á reiðhjóli sinu um gat á girðingu flugvallarins i Reno og tekið vélina. Hann lét fljúga til Van- couver og sagði, að peningana ætti að nota til að hjálpa börn- um, sem hefðu hlotið örkuml i striðinu i Vletnam. 1 Vancouver lagði hann fram kröfur sinar, sem smám saman urðu meiri og meiri. Hann lét þá fljúga til Seattle. Hann sagði auk þessa, að þetta væri þáttur i tilraunum til að eyðileggja flugfélagið United Airlines, unz Vietnamstriðinu væri lokið, en flugvélin er eign United. Einnig sagði hann, að United legði mikið að mörkum til striðsreksturs Bandarikja- manna I Vietnam. Hann kraföist meðal annars að fá,þótt ekki kæmi fram I hvaða skyni: Fállbyssukúlur, vélbyssur, skammbyssur, föt, vasaljós, mat, lyf og handjárn. Þegar maðurinn hjólaði til flugvélarinnar i Reno, hafði hann skiöagrimu fyrir andlit- inu. Einn farþega sem ekki var kominn um borð, hljóp til flug- stöðvarinnar og sagði tlðindin. Maðurinn hratt farþegum til hliðar og ruddist inn I flugvél- ina. Hann skipaði áhöfninni að taka reiðhjól sitt um borð og leggja af stað. 500 gœta fimm í fjölskyldu Nixons Smáher um 500 leyni- þjónustumanna mun gæta öryggis fimm manna á flokksþingi repúblikana, sem hefst á mánudag. Þessi mikla sveit mun standa vörð um lif og limi Nixons for- seta, konu hans og tveggja dætra og Spiro Agnew varaforseta. Leyniþjónustan mun fylgjast með öllu milli himins og jarðar, sem gæti reynzt hættulegt, allt frá hugsanlegum tilræðismönnum til drykkjarvatns, segir AP-frétta- stofan. Hún mun standa vörð um gisti- hús, ferðaleiðir og ráðstefnusal- inn sjálfan. Nixonfjölskyldan. Til vinstri: Júlia Nixondóttir og Davíð Eisen- hower, maður hennar. i miðið: Richard og Patricia Nixon. Til hægri: Tricia Nixondóttir og maður hennar Edward Finch. USA í metrakerfið Öldungadeild Bandarikjaþings samþykkti i gær að Bandarikin skuli taka i notkun metrakerfi i mælieiningum, Verzlunarmálaráðherrann fær 18 mánuði til að gera áætlun um framkvæmd á þessum miklu breytingum. „Óþefur af löng- um blaðagreinum" Greinar skulu nú verða stytti i kinverskum dagblöðum. Blað kommúnistaflokksins hefur haf- baráttu gegn þvi, sem eru kallaðar „fúlar greinar”. Vitnað var Rauðakverið, þar sem Mao gagnrýnir blaðamenn harðlega fyrir að skrifa lang- dregnar greinar, liklega til að „hræða fólk frá lestri þeirra”. Mao segir, að langdregnar greinar minni á fótabindi, sem sé mikið um sig og óþefjan stafi af. Vitur er Mao formaður KAFAÐI 78 METRA NIÐUR í HAFIÐ Fertugur Sikileyjarbúi gerir tilkall til heimsmetsins i köfun, eftir að hann kafaði 78 metra i sjóinn án nokkurs öndunarbún- aðar við austurströnd Sileyjar i gær. Enzo Maiorca var I tvær minútur að sökkva þetta langt og komast aftur upp. Hann not- aði 25 kilógramma lóð. Hann var örmagna, þegar upp kom, og var honum gefið súefni. SJÓRÁN W •• Kafarar fylgdust með honum niðri i djúpinu, og bátur var til taks. Maiorca hefur veriö aö kafa dýpra og dýpra i meira en ára- tug. Hann kafaði i 77 metra dýpi i fyrra, sem hann sagði vera heimsmet. Hann gerir einnig tilkall til heimsmets án lóðs. Þannig hef- ur hann komizt 57 metra án önd- unartækja. ENN A DOFINNI Sjóránum hefur fækk- að á Malakkasundi úr um sjötiu,árin 1960-1970 i um 20,1971-1972. Aðstoðar landvarnaráðherra Malasiu skýrði þingheimi frá þessum ánægjulegu tiðindum I gær. „Konunglegi sjóherinn getur kannski enn ekki tryggt fiski- mönnum okkar algert öryggi við strandlengjuna,” sagði hann, „en við teljum okkur geta haft hemil á ógnuninni.” úti ó götum London Bretum hefur yfirleítt fundizt, aö þeir gætu farið óhræddir um götur að kvöld- og næturlagi. Ástandið hefur verið þar betra en viðast hvar í þeim efnum. Nú óttast menn, að breyting til hins verra sé að verða og morðmál eitt sé dæmi um það. Sveit leynilögreglumanna vinn- ur að þvi að leysa morðmál, sem veldur Scotland Yard sérstökum áhyggjum. Ekill, 68 ára á eftirlaunum, var stunginn i hjartastað siðla kvölds á illa lýstri brú. Ofbeldi á götunum var mjög sjaldgæft I Bretlandi þar til fyrir um þremur árum. Nú eru slikir atburðir nærri daglega I flestum stærri borgun- um. „Þessir glæpir eru framdir eftir fyrirmyndum frá New York, „segir lögreglan. Margir glæpir hafa verið framdir á svæðinum um Water- loo. Afbrotamennirnir eru yfirleitt ungir menn, nokkrir saman, oft á táningaaldri: Þeir beita vasa- hnifum og sllkum vopnum fremur en byssum. I morðmáli ekkilsins Graham Arthur Hills styðst lögreglan við lýsingu, sem sjónarvottar hafa gefið á tveimur af fjórum eða fimm ungum mönnum, sem sáust flækjast um þarna I grenndinni. Lögreglan telur, að Hills hafi varið hendur sinar gegn bófa- flokknum. Skjalataska, sem hann hélt á, fannst skammt frá, og var haldið brotið. Rán og árásir til að ræna voru 2.727 alls I London i fyrra, en það var 15 prósent aukning frá árinu 1970. Hryðju- verk Portú- gala „Nefndarmenn sáu þau hryðjuverk, sem Portúgalir hafa unnið i landinu. Kveikt hafði verið i þorpum, akrar eyðilagðir og búpen- ingur drepinn i loftárás- um. Portúgalir halda uppi stöðugu njósnaflugi og ósprungnar sprengj- ur sem nýtizku flugvélar hafa varpað, liggja viða á ökrum.” Nefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fylgist með ástandinu i þeim fáu nýlendum, sem enn eru eftir, komst að þess- ari niðurstöðu um bar- áttuaðferðir Portúgala gegn uppreisnarmönn- um i nýlendunni Gineu (Bissá).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.