Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 3 Hús Askenazy: SEX HUNDRUÐ FER- METRA Það er augsjáanlega stórhýsi, sem er i byggingu, enda tók það tvær einbýlishúsalóðir fyrir sig. Þarna er ekki um opinbera stofnun að ræða þó svo að is- lendingar liti á Ashkenazy, sem STÓRHÝSI umhverfið, búið er að steypa upp bilskúr og slá upp mótum við Brekkugerðið. Þótt miðað sé við islenzkan mælikvarða mun ein býlishús af þessari stærð um 600 fermetrar, þar af 355 fermetra grunnflötur, þykja nokkuð stórt. Eflaust sniður Ashkenazy sér stakk við þarfir. Góðan hluta tekur „studio” sem verður i kjallara ásamt sjónvarpsher- bergi, leiksvæði og fleiru. Á neðri hæð er stofan, sem er ekki heldur skorin við nögl,þar sem hún mun vera milli 70-80 fermetrar. Þarereinnig sér að- staða fyrir gesti með sér inngangi, herbergi, baði og for- stofu. Þar er einnig borðstofa og eldhús, en á efri hæð svefnálma. Aðstaða fyrir húsvörð er einnig i húsinu. Þeir i Arnarnesinu munu ef til vill ekki blikna þótt þeir geri samanburð á hýbýlum. Og Brekkugerðingar geta varla annað en ánægðir verið með að hafa heimsfrægt nafn sem einn af ibúum götunnar og það meira að segja með tvö hús á takteinum i bili. Byrjað var á húsi Ashkenazy i mai, en búast má við að pianó- snillingurinn geti flutt inn i nýja húsið með fjölskyldu sinni i febrúar. -SB- einhvers konar forseta í ,,lýð- veldi listanna.” — Það fer ekki hjá þvi, að hús Ashkenazys, sem nú er drifið upp mun vekja eftirtekt. Húsið er þegar farið að setja svip á TAKA NÆRTVOTONN í NEFIÐ HVERN MÁNUÐ — Visindamenn segja að neftó- bak sé að mestu skaðlaust. Nikótlnmagn i blóði þeirra, sem nota neftóbak, sé ekki meira en i þeirra sem nota aldrei tóbak, og að neftóbakið hafi ekki nokkur slæm áhrif á blóðþrýstinginn. — „En tóbakið hefur slæm áhrif á kynhvöt mannsins”, sagði okkur verzlunarstjóri einnar tóbaks- verzlunar borgarinnar. „En það gildir nú reyndar ekki aðeins um neftóbak heldur allt tóbak.” Þrátt fyrir slikar kenningar höfðum við landsmenn tekið i nefið 12.737 kg i lok júnimánaðar siðastliðins. Þetta er hið bæri- legasta magn að minnsta kosti þegar miðað er við munntóbaks- magnið sem notað hefur verið ifyrir jafn langan tima, 99 kg. „Það er hin sæmilegasta sala i neftóbakinu.” sagði afgreiðslu- stúlka sem við spjölluðum við. „Það eru alltaf þeir sömu sem kaupa þetta.og vinsælast er tóbakið i dósunum. Það er lika framleitt i krukkum, en það selst varla, þvi það er of mikið magn i þeim, 250 gr. en 50 gr. i dósunum. Og svo segja þeir að bezt sé, að geyma neftóbakið i isskápnum.” Neftóbakið er flutt inn frá Springfileds, 'l'ennesse i Banda- rikjunum og það er flutt i laufum. Hjá Afengis- og Tóbaksverzlun rikisins er sérstök neftóbaksgerð og þar eru laufin möluð i fint og gróft tóbak. Lang vinsælast er grófa tóbakið, það fina selst varla. Þess skal svo getið að i júnilok á siðasta ári, höfðum við notað 12,739 kg af neftóbaki, en i árslok það ár, höfðum við tekið 25.488 1/2 kg. i nefið. -EA. C " n — hafa nú haldið stofnþing flokks síns og segja arðróni og kúgun borgarastéttarinnar stríð ú hendur V______________________________________' „ Kommúnistasamtökin m-1 byggja á vísindalega sósíalismanum, marxis- manum — lenínisanum — hugsun Maó Tsetungs, og hlutverk þeirra er að byggja up.p marxistan-len- iniskan flokká islandi, sem getur leitt öreigastéttina fram til sigurs í sfettabár- áttunni með sósíalisku byltingunni og byggt alræði öreiganna sem er millistig í stéttlaust þjóðfélag komm- únismans.." Ofanskráð er tekið úr yfirlýsingu gefinni út af stofnþingi Kommúnistasamtak- anna marxistanna-leninistanna, sem haldið var i byrjun ágúst. Segir ennfremur i yfirlýsingu m-1: „Endalaus launavinna, þrælkun, arðrán, og kúgun er framtiðin, sem biður okkar, ef við ekki setjum réttlæti hinnar vinn- andi stéttar, — þeirrar sem skapar öll verðmæti þjóð- félagsins, gegn órétti auðvalds- stéttarinnar, sem byggir tilveru sina á eignarréttindum á fram- leiðslutækjum...Höfuðstoð henti stefnunnar á Islandi er Al- þýðubandalagið og jafnframt rætur og AB og ástundar nákvæmlega sömu falsanir á hlutverki öreigastéttarinnar, sósialísku byltingunni... Kommúnistasamtökin m-l lögðu á stofnþinginu fram drög að pólitiskum og skipulagslegum grundvelli sinum. Þessi drög að skipulagslega og pólitiska grund- vellinum verða bráðlega gefin út i fræðilegu málgagni samtakanna, Rauða fánanum.” -GG. höfufiaðstoð þjóðlegu borgaranna. Stéttsvikararnir i Alþýðubandalaginu hafa tekið að sér að efla grundvöll þjóðlegu borgaranna með öllu starfi sinu, nú siðast með þátttöku i „Alþýðu- stjórninni”...Alþýðubanda- lagið...hefur reynt að falsa sósialismann, afneitað byltingar- sinnaðri heimssýn öreiganna og klæðzt þess i stað heimssýn borgaranna..Taglhnýtingur Ab, Fylkingin, á sér sömu sögulegu „ÓMENGAÐIR" KOMMÚNISTAR Tveir bótar reyna síld- veiðar með reknetum „Sild, siid, það stoppar varla hjá okkur siminn, siðan Saxhamar kom með þessi 1300 kg af sild hingað til okkar”, sagði Sigurður Þórðarson fram- kv.stjóri Eyjabergs i Vestmanna- eyjum. Saxhamar SH-50 fékk 1265 kg nákvæmlega af sild i reknet um 9 milurNVaf Surtsey i gær. Og fór aftur með netin til þess ð reyna a nýjan leik. Annar bátur frá Rifi, Hafrún SH-204, fór lika með reknet i gærkvöldi, þegar fréttist af árangri Saxhamars. „Það eru strax farnar að berast pantanir i sildina frá niður- lagningaverksmiðjum. En mennirnir eru að þessu rétt til þess að útvega sér beitu fyrir linuna i vetur”, sagði Sigurður Þórðarson. Saxhamar tók fyrir nokkrum dögum reknet um borð og reyndi fyrst fyrir sér i Jökuldjúpinu, sem fyrrum voru vinsæl rekneta- mið. En það bar engan árangur. Menn hafa orðið varir við lóðningar, sem minna á sildar- torfur, og þykir benda til þess að eitthvert slangur sé af sild við Eyjar, enda var til skamms tima mestur hluti allrar Suðurlands- sildarinnar veiddur i grennd við Vestmannaeyjar. Bátar frá Eyjum sáu sild vaða út af Hjörleifshöfða i fyrradag. „Þetta er feit og falleg sild, hversu mikið sem er af henni”, sagði Sigurður Þórðarson hjá Eyjaberg, sem tók á móti sildinni til frystingar. „En þessir tveir bátar eru með alltof fá net. Sax- hamar er með aðeins 45 net, og Hafrún fékk skrapað saman 25 net. Reknet eru vandfundin orðin eins og forngripir”. Saxhamar og Hafrún voru byrjuð að draga netin i morgun, en ókomnir að landi, þegar blaðið fór i prentun. — GP Fjör við Langanes Þorskurinn hefur, eins og svo oft áður, gcfið sig við Langanesið. i Þistilfirðinum og raunar Ifka austan megin nessins, hafa færa- bátar fengið hann grimmt i allt sumar, að kalla má. Visir frétti af þremur bátum i morgun inni á Seyðisfirði, Skirni úr Reykjavik, Skjóla og Hafborgu, sem voru með 14 — 16 tonn eftir um tiu daga úthald við nesið. Voru þeir langmest með þorsk, en einnig eitthvað af ýsu. Margir bátar hafa haldið sig við Langanesið i allt sumar, eða a.m.k. frá þvi i júlibyrjun, og virðist handfæraaflinn hafa verið langbeztur þar af öllum færa- miðum við landið. Heldur árar hins vegar illa hjá minni bátum, opnum trillum og slikum, sem aðeins geta fiskað skammt undan heimahöfn, þvi illa hefur viðrað og fiskur litið gefiö færi á sér. Raunar var sæmilegt að hafa við Hrollaugs- eyjar snemma i sumar, en nokkuð virðist hafa dofnað yfir skakinu þar. Humarinn hefur einnig verið daufur undan Austfjörðunum, Visir frétti af Fylki frá Neskaups- tað, sem undanfarið hefur verið að reyna við humarinn. Sögðu skipverjar að sennile'ga myndu þeirhætta þeim barningi fljótlega og koma sér á fiskitroll. Mest hefur þvi verið um að vera við Langanesið i sumar, þar eru nú bátar úr öllum landshornum. Á Akranesi sögðu menn i morgun, að þessa dagana væri algjör deyða i fiskirii. „Þeir eru enn margir i frii, og hafa verið siðan um verzlunar- mannahelgi. Og þeir eru allir hættir á skaki hér. Það er ekkert aö hafa — ju; einn bátur fór út i morgun á færi, en hann hefur heldur ekkert hreyft sig i mánuð og ætlar nú aðeins að athuga þorskinn, svona áður en haustar’ - GG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.