Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 12

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 12
12 Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 nu McCartney: „John og ég ekki ovinir. A margt sam- eiginlegt með ,,John og ég getum ekki kallazt neinir óvinir, þaö erum viö alls ekki. En víð munum aldrei koma til með að semja nokkuð sam- an aftur, eða eiga mikið saman að sælda", segir fyrrverandi bitillinn Paul AÁcCartney, en hann hefur verið mikið i fréttum að undanförnu sökum hass- smyglsins í Gautaborg í Svíþjóð. Reyndar var sagt frá því hér á NÚ síðu fyrir stuttu. Það vekur óneitanlega athygli manna þegar Paul segir það hreint og beint að ekki sé nokkur óvinátta á milli þeirra félaga. Vist hefur jú John Lennon samið lög og texta sem eru tileinkuð McCartney og þar má næstum segja að hann rifi hann i sig. Næg- ir að nefna lagið: How do you sleep. „Það er kannski orðið nokkuð langt siðan við hittumst, það var um eöa rétt eftir siðustu jól. En við höfðum það reglulega gott John" saman. Eg og Linda sáum einnig að við eigum margt sameiginlegt með þeim Yoko og John. Hvað stjórnmálalegu hliðina snertir, erum við alveg á sama máli, til dæmis um framkomu Breta á tr- landi.” ,,Ég hitti John i New York, og þá hafði ég ekki hitt hann i næst- um tvö ár. Það var dálitið skritið, en ég held að okkur hafi báðum fundist það sem á undan var gengið ekki skipta nokkru máli. En við munum samt aldrei koma til með að vinna nokkuð saman aftur.” Hvers vegna hefur McCartney tekið upp á þvi að ferðast nú um og halda hljómleika á hinum ýmsu stöðum. Það segist hann aðeins gera ánægjunnar vegna, en alls ekki til þess að græða pen- inga. Hann segir að hann mundi geta lifað til æviloka á þeim pen- ingum sem hann á núna, og það mjög góðu lifi. Eigendur skemmtistaöa og veitingahúsa i Danmörku kvarta nú sáran. „Við höfum misst nærri helming af viðskipt- aminum okkar, þetta er ekki liægt.” Hvað getur það verið sem veldur þvi að viðskiptavin- irnir föstu snúa baki við þessum stöðum? Jú, það er búið að banna a 111 „streap-tease” i Danaveldi. Hér eftir verða þær dans- meyjar sem stundað hafa slika Umsjón: Edda Andrésdóttir iðju að enda dans sinn, með að minnsta kosti eitt fikjublað á sér. Alls ekki fáklæddari og helzt iklæddar meiru. Loks verður nú farið eftir lögum, sem svo lengi hafa verið hunzuð, kynfæri skulu hulin, og sá er dansar verður að vera i minnst þriggja metra fjarlægð frá áhorfendum. „Live-show” svokallað verð- ur einnig bannað að vissu leyti. Það er þó leyfilegt i vissum og vel lokuðum félagsskap. En mun þessi ákvörðun rikis- ins ekki hafa áhrif á túristastrauminn til Danmerk- ur? Sennilega mun svo verða, og formaður danska túrista- ráðsins, cand. jur. Sv. Acker, segist ekki neita þvi að svo geti orðið, en þó ekki alvarleg áhrif. Hvar sem Hitchocock ferðast um f London er stöðugur blaðamanna- og Ijósmyndarastraumur á eftir honum. Banna streap-tease í Dana-veldi . . . Aftur til London Eftir 21 árs fjarveru sneri Alfred Hitchcock aftur til London með kvikmyndina „Frenzy”. „Þessi borg hefur alltaf heillað mig”, sagði þessi konungur hrollverkju- og sakamálakvik- myndanna þegar upptökur á kvikmyndinni hófust. „Ég vonast til að fá tækifæri til þess að gera mikið af kvikmyndum hérna enn.” Á blaðamannafundi var haldinn var með Hichcock eftir að hann snéri aftur til London, var hann meðal annars spurður að því, hvort hann héldi að hann væri enn jafn vinsæll meöal almennings og áður. Hann svaraði hvorki ját- andi eða neitandi, en nefndi lítið dæmi: „Fyrir stuttu siðan var ég aleinn á gangi á götu i Kaupmannahöfn. Allt i einu stanzaði bill alveg við hlið mér, bilstjórinn stökk út og rétti mér blað og penna og bað mig um eigin- handaráritun.” Og hann virtist svo sannarlega ánægður yfir þvi að hafa snúið til London aftur: „London er min borg. Þó að margt hafi breyzt á siðustu ár- um og þó að hún sé alltaf að breytast smátt og smátt, þá er þetta og verður alltaf, gamla, góða London.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.