Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 6

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 6
6 Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson vRitstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaöaprent hf. „FORUSTUFJÖLSKYLDAN" öllum mátti vera það augljóst, þegar hin nýja vinstri stjórn kom til valda, að stefna hennar væri sú, að auka afskipti rikisvaldsins á sem flestum sviðum. Málefnasamningur stjórnarflokkanna bar það ótvirætt með sér strax við fyrstu sýn, að Alþýðubandalagsmenn höfðu komið þar inn hug- sjón sinni um, „forystuskyldu” rikisvaldsins, sem Ragnar Arnalds nefndi svo nýlega i Þjóð- viljanum. Þetta hefur heldur ekki verið fjarri hugsunarhætti sumra forystumanna Fram- sóknarflokksins, eins og oft hefur sannazt þegar þeir hafa farið með völdin. Um það þarf vitaskuld ekki að ræða, að rikis- stjórnin hefur forystuskyldu. Hitt er aftur á móti álitamál i hverju sú skylda er fólgin, eða nánar tiltekið hve langt rikisvaldið á að teygja arma sina út i atvinnugreinar og athafnalif þegnanna. í lýðræðisrikjum er til þess ætlast, að hún virði frelsi einstaklingsins til orða og athafna innan löglegra og siðfræðilegra marka. í einræðis- rikjum er hins vegar fyrirskipað að einstak- lingurinn hugsi og aðhafist það eitt, sem stjórn- völdunum er þóknanlegt og gagnrýni ekki verk þeirra. Þeir munu æði margir nú hér á landi, sem lita svo á, að núverandi rikisstjórn hafi i ýmsum gerðum sinum meiri hliðsjón af þvi stjórnkerfi sem rikjandi er austan járntjalds, en þeim lýðræðisreglum sem eru i heiðri hafðar við að draga úr getu og möguleikum einstaklingsins til sjálfstæðrar starfsemi og framkvæmda i mörg- um atvinnugreinum. Þetta máttu að sjálfssögðu allir vita, sem kunnugt er um hvert Alþýðubandalagsmenn sækja fyrirmyndir sinar um stjórnarhætti. En ef- laust hafa þó margir, sem studdu þá til valda i siðustu kosningum ekki búist við að þeir mundu beita valdi sinu af þeirri ófyrirleitni sem raun hefur á orðið. Pólitiskar ofsóknir voru orðnar óþekkt fyrirbæri hér á íslandi um langt árabil unz núverandi iðnaðarmálaráðherra tók þær upp aftur. Hann vikur vel hæfum mönnum úr störf- um, ef hann sér á þvi færi, fyrir það eitt, að þeir eru honum ekki þóknanlegrar skoðunar i stjórn- málum og skipar gæðinga sina i staðinn. Hann gerir ráðstafanir og ákveður mikilvægar fram- kvæmdir, og og mjög umdeildar að auki, sem hann hefur enga heimild til frá Alþingi. Hann læt- ur að sögn ekki svo litið að bera þær undir sam- ráðherra sina eða virðir að vettugi skoðanir þeirra, ef þær eru honum ekki að skapi. í öðrum lýðræðisrikjum mundi forsætisráð- herrann vikja slikum manni úr rikisstjórninni, en hér skipar nú sá forsæti, sem virðist sýna ótrú- lega þolinmæði gagnvart yfirgangi og móðgunum af þessu tagi. Hann hlýtur þó að sjá að iðnaðar- málaráðherrann gengur lengra en góðu hófi gegnir i forystuskyldunni og ekki stendur á þakklætinu og lofsöngnum hjá Þjóðviljanum öðru aðal málgagni stjórnarinnar, um iðnaðarráð herrann, fyrir öll hans afrek, jafnhliða þvi sem forystuflokkur stjórnarinnar, flokkur sjálfs for- sætisráðherrans er svivirtur þar næstum daglega og honum kennt um allt, sem miður fer hjá rikis- stjórninni og ekki er hægt að leyna. Nærtækasta dæmið um það eru skattalögin og framkvæmd þeirra. ) Ritstjóri kímniblaðsins Punch um Olympíleikana 1972: ÚR SAMBANDI „Enginn enskur föðurlandsvin- ur getur tekiö Olympíuleikana al- varlega, af þeirri einföldu ástæðu, aö krikket er ekki leikiö þar. ..fcg held, aö Spánverjum muni finnast svipað um nautaat- ið, Astraliumönnum um búmer- ang, Vestur-Indiumönnum um limbó. Þetta eru allt vinsælar iþróttir og aö minnsta kosti jafn mikilvægar og sleggjukast og grindahlaup. Olympiuleikar yrðu tvfmæla- laust „meira spennandi” ef fleiri greinar væru leyfðar. bá fengju minni þjóöirnar tækifæri til að fara heim meö nokkra gullpen- inga. Þeim, sem hefur lent i þvi óláni að vera frá Filippseyjum eða Botsvana, hlýtur að finnast ■■1111111111 Umsjón: Haukur Helgason Um mig sagt, þá hef ég aldrei skilið, út á hvað öll ósköpin ganga. Tilgangur iþróttaiðkunar Svona eru iþróttir daglegs Iffs. ,...eða svona. það vera nokkuö einhliða, að horfa á Bandarikjamenn og Rússa dröslast burt með mestan hluta verðlaunapeninganna. Olympiunefnd mun vafalaust skirskota til þess, aö forn-Grikkir hafi hvorki þekkt nautaat eða limbó. Það er tvimælalaust rétt. En slikt hefur engan veginn hindraö nefndina i þvi i liöinni tið að breyta reglunum. Til dæmis voru guöunum færðar fórnir I upphafi leikjanna i Grikklandi hinu forna. Hvaö er orðiö um fórnfæringarnar? Japanir fengu þvi framgengt áriö 1964, að júdó varð leyft, en við höfum alltaf veriö i basli meö krikket, og aðra mikla grein brezkra iþrótta lika, eggjahlaup- ið. Barnalegur þjóðarembingur Mig grunar, að Rússar og Bandarikjamenn forðist krikket bara af þvi, að þeir mundu liklega ekki sigra i þvi. Þeir eru eitthvað andvigir eggja(boö)hlaupi, af þvi að þeim er annt um virðuleika sinn. Olympiuleikarnir eru orönir kapphlaup stórveldanna, tjáning karlmennsku þjóöa i dýrslegri al- vöru. Þetta er ægileg, dýr staö- reynd. Gaman er þaö ekki? miðar áreiðanlega fremur aö hæfni einstaklingsins en þjóöa. Heldur nokkur i rauninni, aö Rússar eflist sem þjóð, af þvi aö ofþroskuð og ofþjálfuö skessa, fædd i Rússlandi, hefur það af aö kasta kúlu lengra en hinar? Eru þeir i rauninni til, sem hafa minnaálitáVestur-Þýzkalandi, af þvi að Austur-Þjóðverji kemst einum sentimetra hærra i há- stökki en þátttakandinn frá Vest- ur-Þýzkalandi? Kannski er auöveldara að skilja stolt kynþátta, þótt mér finnist alltof mikiö lagt upp úr sigrum á þessu sviði. Nokkrir svertingjar geta hlaupiö hraöar en nokkrir hvitir menn. Gott og vel, þetta vitum við. Viö vitum, að allur þorri hvitra manna og svertingja stekkur lengra en Japanir, þjóð, sem góður guð lét hafa stutta fæt- ur af duttlungum sinum. Þýöir það, að Japanir séu minna viröi? Areiöanlega ekki. Einn upphaflegur tilgangur nú- tima Olympiuleika var aö stuðla að vináttu milli þjóða. Það er kallað „olympiskur andi”. Hvernig á þetta aö veröa, meðan þjóöirnar líta á leikina sem ein- hvers konar strið?....Alltof mikið er i húfi til þess aö til greina komi brosandi, létt og örlát framkoma, sem menn yfirleitt hugsa um, þegar talað er um vináttu. Eggjakast, trjáklifur og handahiaup Annar tilgangur fornu leikanna var að láta þátttakendur glima við verkefni, sem ættu stoð i dag- legu lifi. Þeir bjuggu sig undir að kasta spjóti i Persa, stökkva yfir læki og hlaupa með siðustu fréttir af vigvöllunum heim til Aþenu. Okkar leikir eru langt frá öllu sliku. Geysilegri orku er eytt til að ná hæfni til að hlaupa broti úr sek- úndu hraðar en hinir, og i raun- inni er allt komið undir þvi að gera þetta einhvern ákveðinn dag. Litlar likur eru til, að iþróttamaður þarfnist sömu, áhrifamiklu frammistööunnar á öðrum tima. Til dæmis ef þýzkur iþróttakappi væri i hernum og yfirmaður hans segði: „Hlauptu með þessa tilkynningu til aðal- stöðvanna. Það eru fimm kiló- metrar, og þú færð aðeins þrettán minútiir til þess.” — Þá yrði her- maður að svara sem svo: „Þvi miður, herra höfuðsmaður. Þetta er ekki hægt fyrr en eftir þjálfun i sjö eða átta mánuði.” ...Þetta væri öðru visi, ef Olympiu- leikarnir hefðu þróazt á réttan hátt.... Alls konar greinar yrðu þá teknar með, sem daglegt lif okkar er komið undir. eins og lif forn- Grikkja var komið undir spjót- kasti. Við finnum dæmi um margt af þvi i bókum um „met” á ýms- um sviðum. ..Þjóðverji á til dæmis metið i lengstum pianóleik án hvildar, Bandarikjamenn i múrun (3272 múrsteinar á klukkustund) og hraðritun. Nýja Sjáland er for- ystuþjóð i eggjakasti og sauma- skap, Kanadamaður hefur met i trjáklifri og Austurrikismaður hleypur betur en nokkur annar á höndunum. Hver i öllum heimi kastar ann- ars kringlu nú á dögum utan vallanna? Hálf mila i frakka eftir mogunverð Ég mundi breyta þessu... Þátt- takendur mega til dæmist ekki vera i „formi”, þegar þeir keppa. Á hugrekki, þoli og þrautseigju manns reynir aðeins i raun, þegar hann er of feitur og likamlega „slappur”. bvi verður hver þátt- takandi að byrja á að eta staðgóð- an morgunverð eins hratt og unnt er og hlaupa svo hálfa milu.J frakka og á venjulegri götu. Hann verður aö stökkva upp i strætis- vagn á ferð. Annað, sem til greina kemur, væri að láta menn finna bílastæði eða standa I biðröö frá morgni til kvölds. Ef ég mætti ráða, mundi ég einnig verðlauna þá., sem kunna bezt að tapa. Þessi hæfileiki hefur alltaf veriö talinn dyggð i Englandi. „Hlægilegir” Japanir eru sagðir hafa gert kvikmynd um Olympiuleikana, sem kom áhorfendum til að hlæja hressilegar en menn hafa gert siðan Charlie Chaplin var upp á sitt bezta. í kvikmyndinni voru sýndar nærmyndir af keppendum i keppni. Hástökkvarinn safnar kröftum, langstökkvarinn fettir sig og brettir, kúluvarparar afmyndast. Fegurst er þó myndaröö um hegðun maraþonhlauparanna á áningarstöðvunum á hinni löngu leið....I fyrstu þjóta þeir fram hjá og gripa sér aöeins hressingu án þess að breyta hlaupinu. Hver sekúnda er dýrmæt. Nokkru seinna fara þeir varlegar. Menn verða aö spara kraftana. Á þriðju stöð sér maöur, að þeir klókari nema alveg staðar. í svo löngu hlaupi skiptir slikt ekki máli, þeg- ar öllu er á botninn hvolft Loks fleygja þeir sér til jarðar, blása á verðlaunin og almenningsálitiö I heiminum, og áhorfendur heima gleöjast innilega yfir þvi, hversu örmagna þeir eru orðnir.... Ég verö i Ameriku þessar vikur.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.