Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 7
lillll Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 7 Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir Hvaðan hefur nýorðin móðir sinar upplýsingar um meðferð og umönnun um barn sitt? Hvað vita foreldrar um þetta nýja lif, sem allt i einu er kom- ið i hendurnar á þvi? Eöa kemur þetta kannski „allt af sjálfu sér?” Hér á landi fá unglingar sáralitla eða enga fræðslu i uppeldisfræðum og meðferð ungbarna bæði á skyldustiginu (raunar er það ekki skyldufag og mjög óviða kennt i gagn- fræðaskólum) og i „æðri” skólum. Bækur um þessi mál eru hér bæði fáar og flestar ófullkomnar. //Engin sérstök sala i bókum um uppeldis- mál" Við hringdum i nokkrar bókaverzlanir og fengum þær upplýsingar að „þó nokkur” eða „sæmileg” sala væri i þessum bókum. Á borgar- bókasafni Reykjavikur feng- um við þær upplýsingar að mest væri áberandi, aö kennaraskólanemar fengu að láni bækur um uppeldismál, en þó alltaf eitthvað af for- eldrum lika. Erlendar bækur koma af og til i vasaútgáfum hingað til lands, en ekki mun sérlega mikil sala i þeim. Aðeins eitt foreldrablað (þ.e. sem ekki er gefið út af sér- stökum samtökum) er gefið út á Norðurlöndum, en það er sænska blaðið „Vi föraldrar”. Það er ekki selt hér á landi, og kannast vist enginn við það Það er þó hægt að fá það pant- að i gegnum bókaverzlanir, eins og önnur blöð, en hingað til hefur það hvergi fyrirfund- ist á meðal „dönsku blað- anna”. Þetta blað er stórt og mjög myndskreytt og fjallar um flesta þá hluti er börn varða. I það rita ýmsir kenni- menn hvarvetna að úr heimin- um. Væri ekki úr vegi fyrir þá, sem eru áskrifendur að „dönsku blöðunum” eða „sænsku blöðunum” að bæta þessu ágæta riti i safnið, t.d. i staðinn fyrir eitthvað af köku- uppskriftunum eða prjóna- mynstrunum. Gott uppeldi er mun meira virði, en kökur og fatnaður. Kemur öll þekking frá ömmu? Það er þvi ljóst, að mikill hluti mæðra (og feðra) hefur litið „bókvit” i uppeldis- málum, og reynslan er jú jafn- an litil, þegar um fyrsta barn er að ræða. Hér á landi eru fjölskyldubönd yfirleitt sterk, og helzti fræðarinn er amman i flestum tilfellum, og svo auð- vitað misvitrar vinkonur með misjafna reynslu af eigin börnum. t bæklingi Valborgar „FYRIR ÞVÍ DEYJA BRJÓSTABÖRN SÍDUR EN PELABÖRN" Sigurðardóttur „Uppeldismál — fræðsla handa foreldrum” (gefinn út af Sumargjöf) er fjallað nokkuð um þá breyt- ingu og þær nýju kröfur, sem gera verður til uppalenda i dag. Hvernig uppeldisskilyrði borgarbarna i dag eru önnur, en fyrir 50 árum siðan, þegar t.d. Reykjavik var i rauninni ekki nema þorp. Hvernig breyttir atvinnuhættir kalla á breytta uppeldishætti og hversu nauðsynlegt það er að foreldrar hafi a.m.k. að ein- hverju leyti hliðstæða þekk- ingu og þeir aðilar, sem hugsa um barnið, t.d. á leikskólum og i barnaskólum. Þannig mætti koma i veg fyrir margs konar misskilning og börnin gætu haft mun meira gagn af þessum stofnunum en ella. — Og svo að lokum er full ástæða til þess að véfengja ýmislegt, sem hingað til hefur þótt góð og gild vara i sambandi við barnauppeldi. Félagsleg og sálræn vandamál unglinga sem eru ákaflega áberandi i islenzku þjóölifi i dag, eiga að dómi þeirra, sem þessi mál þekkja, að mjög miklu leyti rætur að rekja til rangra upp- eldishátta. //Leiðbeiningar um meðferð ungbarna" Ein er þó sú lesning, sem gera má ráð fyrir að langflest- ar eða allar mæður a.m.k. á Reykjavikursvæðinu fái i hendurnar, en það er bækl- ingur Heilsuverndarstöðvar- innar „Leiðbeiningar um meðferð ungbarna”. Þegar fyrrgreind atriði eru tekin til greina, má öllum vera það ljóst, hversu gifurlega mikla þýðingu þessi bæklingur hefur. f mörgum tilfellum hafa foreldrar sina einu vit- neskju úr þessum bæklingi. Við höfum til gamans og fróð- leiks orðið okkur úti um hlið- stæða bæklinga aðallega frá Norðurlöndunum og fer ekki hjá þvi að gerður sé nokk- ur samanburður. Þess má þó geta að erlendis má gera ráð fyrir að fólk viti mun meira um þessi mál en hér (a.m.k. á Norðurlöndunum) þar sem mjög mikið er til af bókum um þau og mikið um þau fjallað i fjölmiðlum. — Gluggað í nokkra innlenda og erlenda bœklinga um uppeldismól, meðferð og umönnun ungbarna og gerður lauslegur samanburður — Hvaö segja erlendir bæklingar? Þess skal getið áður en farið er út i nokkurn samanburð, að þessir erlendu bæklingar, eru margir hverjir gefnir út af fyrirtækjum, sem framleiða barnamat. Slik fyrirtæki eru ekki til á fslandi, og þvi er bæklingur Heilsuverndar- stöðvarinnar einn um mark- aðinn. Þessir erlendu bækl- ingar, sem fyrirtæki gefa út, eru undantekningarlaust skrifaðir af barnalæknum eða öðru sérfróðu fólki og afhentir ókeypis eins og sá islenzki. tslenzki bæklingurinn er gef- inn út i 8. sinn árið 1967, og óneitanlega bera ýmsir kaflar það með sér, að þeir séu skrif- aðirfyrireinhverja aðra tima. Til dæmis hefði mátf fjalla um einhverja algengari fæðuteg- und en skonrok og hagalda brauð, en það verður sjálfsagt fellt út við næstu útgáfu. Margt i þessum bækling er þó greinilega nýtt og ágætt. Við ætlum hins vegar að benda á nokkur atriði, sem ekki ber saman við það sem hinir er- lendu bæklingar (og nýrri uppeldisfræðirit ) segja. Andleg og líkamleg heilsa „Skilningur á verndun likamlegrar heilsu hefur hingað til verið miklu meiri en skilningur á verndun heil- brigðs sálarlifs og geðs- muna”, segir Valborg Sigurðardóttir i sinum bækl- ingi. Og bæklingur Heilsu- verndarstöðvarinnar stað- festir þetta. 1 hinum erlendu bæklingum er mikið fjallað um grát barnsins, en hér er hans vart getið. Annað er snertir geðheilsu (bæði móður og barna) er sáralitið. Þó er flest það sem sagt er um upp- eldið sammála hinum erlendu bæklingum, en það vantar mjög mörg atriði. Raunar er einn kafli sem heitir „Uppeldi ungbarna” en hann er mjög stuttur og gengur aðallega út á það að barnið þurfi á stund- visi, þrifnaði og góðum siðum að halda! „ Brjóstabörn deyja síður en pelabörn" Og þá er það blessuð móður- mjólkin. Um hana er svo sannarlega rætt i hinum Isl. bæklingi og það bæði mikið og ýtarlega. Og þaö skulu þær mæður vita, sem þurfa að vinna fyrir barni sinu, eða eru svo ólánsamar að geta ekki mjólkað fyrir barn sitt, að barninu er mjög hætt — bæði lifi þess og heilsu! Það of- stæki, sem kemur fram um móðurmjólkina, hef ég hvergi getað fundið i neinum hinna erlendu bæklinga. Orðrétt segir i bæklingnum um móðurmjólkina m.a.: Fyrir þvi veikjast brjóstabörn sjaldnar, þola sjúkdóma betur og deyja siður en pelabörn. Það er að sjálfsögðu ljóst, og alls staöar getið, að móður- mjólkin er æskilegasta fæðan — en það er þvi miður stað- reynd, að mjög stór hluti mæðra hefur ekki nægjanlega mjólk, hvort sem þeim likar betur eða verr. Og við höfum ekki ennþá fengið svo góða fæðingar- styrki (og fæðingarleyfi frá storfum) hér á landi að allar konur geti fjárhagsins vegna verið heima hjá börnum sinum, þessa fyrstu þýðingar- miklu mánuði. Hins vegar má geta þess að i þessum erlendu bæklingum er lögð höfuð- áherzla á að börn, sem eru með pela, fái sömu likams- snertingu og brjóstabörnin, og þeim sé alltaf haldið að brjóst- inu er þau fá pela. Þess er að visu getið i hinum islenzka bæklingi, en ekki lögð nein höfuðáherzla á það. Þá er gert ráð fyrir að islenzk börn drekki sinn skammt á 10-15 minútum, en á Norðurlöndum 15-20 minútum. Hvergi er Hvaðan fá íslenzkir forelarar frœðslu um uppeldi og meðferð barnanna? getið um kúamjólk fyrir ung- börn i erl. bæklingum, en i þeim islenzka er talið að óþarft éé að ala heilbrigð ung- börn á ungbarnaþurrmjólk, þar eð hún er dýr. Erlendis, (a.m.k. á Vesturlöndum) er hún eingöngu notuð handa ungbörnum, sem ekki eru á brjósti. „Pelinn gleymdur þegar barniö er 7 mánaða" Enginn af hinum erlendu bæklingum er svo nákvæmur eða ákveðinn i þvi, hvenær pelinn skuli gleymdur. Otskýrt er hins vegar, að slæmt sé ef börn verða háð pelanum, en hættulegt getur verið að taka peia of snemma af viðkvæmu eða veiku barni. Flestir hinna erlendu bækl- inga vilja þó helzt að pelinn sé gleymdur fyrir 1 árs afmælið, en sumir ekki fyrr en á öðru árinu. Ekki virðast þó is- lenzkir foreldrar fylgja is- lenzku leiðbeiningunum mjög stift, að minnsta kosti er það undantekning ef kerrubörn eru ekki með pela i höndunum úti á götu Og svo getum við ekki látið hjá liða að minnast á sykur- vatnið, sem isienzkum for- eldrum er bent á að gefa óværu barni á nóttunni og hefur fengið marga tannlækna til þess að súpa hveljur. Það er kannski eðlilegt að islenzk börn eigi heimsmet i tann- skemmdum! ,/Ráöa til heilsuvernda- stöðva uppeldisfræðing og fóstrur" — segir Valborg ennfremur i bæklingi sinum og ennfremur að „við mæðradeild og barna- deild heilsuverndarstöðva verði komið upp öflugri for- eldrafræðslu um barnauppeldi og ráðinn uppeldisfræðingur, fóstrukennari og fóstrur, sem veitt gætu hagnýta fræðslu um vandamál venjulegra heil- brigðra barna, ýmist i einka- viðtölum eða i hópfyrirlestr- um, sem skipulagðir yrðu á vegum stofnunarinnar.”. Ekki er hægt að búast við að það verði gert á einum degi. Hins vegar væri ekki mikil fyrirhöfn að láta prenta nýjan og fullkominn bækling um meðferð ungbarna, sem stenzt þær kröfur sem i dag eru gerð- ar um barnauppeldi og um- önnun. Við höfum aðeins drepið á örfá atriði sem okkur finnast athugaverð i þessum bæklingi. Þau atriði sem hvergi er minnst á i bæklingnum, en ýtarlega rædd i hinum er- lendu, eru sum kannske ekki siður þýðingarmikil en rétt magn af brjóstamjólk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.