Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 8

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 8
8 Sr. Arni Sigurðsson, Blönduósi: LOTNINGIN FYRIR LÍFINU rætl i hugvekju Kirkju- siðunnar af sr. Árna Sigurðs- syni presti á Blönduosi. En hugvekjan er aðalefni prédikunar er hann flutti við messu á Hólastað 2. júli s.l. Þar var þá haldinn aðalfundur náttúruverndar- manna á Norðurlandi. Sr. Arni Sigurðsson er Skag- firðingur að ætt og uppruna, fæddur á Sauðárkróki árið 1927. Hann varð stúdent á Akureyri 1949 og lauk guðfræðiprófi árið 1953. Sama ár, þann 4. október, var hann vigður aðstoðarprestur að Hvanneyri i Borgarfirði en árin 1955-62 var hann sóknar- prestur á Hofsósi. Siðan var hann prestur á Norðfiröi i 5 ár en siðustu 4 árin hefur hann haldið Blönduóssprestakall. Framhaldsnám i guðfræði stundaði Árni við háskólann i L'undi veturinn 1960-61. Jafnframt prestsstarfi sinu hefur sr. Arni stundað kennslu og starfað að félagsmálum. Hann á nú sæti i stjórn Náttúr- verndarsamtaka á Norður- landi og hann er formaður Hólafélagsins, sem m.a. vinnur að þvi aö endurreisa biskupsstól á Hólum og koma þar á fót lýðskóla á kristi- legum grundvelli, sem starfi þar við hlið bændaskólans. Kona sr. Árna Sigurðssonar er Eyrún Gisladóttir, útgerðarmanns á Akranesi, Viihjálmssonar. Hugvekja Kirkjusiðunnar i dag fjallar um efni,' sem nú er mjög á dagskrá, þ.e. náttúru- vernd. Vér tslendingar erum þau gæfunnar börn, að eiga vitt land og fagurt. Það ber oss að þakka og sýna þá þökk i verki með þvi að umgangast það af þeirri háttprýði, sem heldur íandinu hreinu og göfgar þjóðarsálina. Sú framkoma á rætur sinar i lotningu fyrir lifinu sjálfu, sem er Guðs gjöf og út frá þvi sjónarmiöi er þetta mál — nátturuverndin- Sr. Árni Sigurösson. Visir Laugardagur 19. ágúst 1972 „Hvatning Krists. „Lítið til fugla himins- ins....Gefið gaum að liljum vallarins." Um fátt er nú meira rætt en verndun náttúru- auðæfa og nýtingu hvers konar náttúrugæða. Það ereinsog augu heimsins hafi opnast/ er maðurinn varð sér þess meðvitandi að framtið hans og vel- ferð er í æ ríkari mæli ógnað af gerðum hans sjálfs, illri umgengni hans um náttúrunnar ríki og ofnotkun á þeim náttúrugæðum, er hon- um voru lögð upp i hend- ur. Þau orð frelsarans, sem að ofan eru skráð hvetja oss til þess, að opna augun fyrir sköpunarverki Guðs og játa hann sem skapara og Drott- inn. En það er fleira, sem þessi fögru orð hafa að segja. Þau innræta oss mönnunum ást til alls, er lifir — lotningu fyrir lifinu. Lif hins smáa og lága i kenningu Krists að fyr- irmyndum fyrir okkur menn- ina. „Litið til fuglanna, gefið gaum að liljum vallarins.” Þessi orð eru hvatning til vor að huga betur að þeim miklu gjöfum, er oss eru gefn- ar og fólgnar eru i margvis- legum náttúrugæðum, sem eru undirstaða lifs á jörðinni. Þessi orð höfða til min og þin til þess að koma i veg fyrir eyðingu lands af völdum of- notkunar og mengunar lofts og lagar, er nú blasir við svo viða um lönd. Dæmi heil. Frans. Heilagur Frans frá Assisi, einn helgasti maður er lifað hefir, var sannur náttúruunn- andi, eins og saga hans ber með sér. Þar segir m.a. að lotning hans, jafnvel fyrir hin- um smæstu lifverum hafi ver- ið svo rik, að hann hafi tekið ánamaðkana af götunni upp i lófa sinn og borið þá út i gras- ið, svo að þeir skyldu lifa. Astúð hans náði einnig til stormsins og steinsins. Það er eins og allt yrði lifandi og alúðarþurfi i vitund hans. Hér birtist skýrt eðli og andi kristindómsins. Máttur hins lifandi anda Drottins. Aldrei sjáum vér betur mikilleik og tign sköpunar Guðs i náttúrunnar riki, en á hásumardegi, er angan og fegurð sumarsins snerta hjörtu vor og kalla oss til sam- úðar og lotningar fyrir öllu, er lifsandann dregur, jafnvel hinu smæsta og veikbyggð- asta. Likn og miskunn. Engir eru hæfari til þess að likna hinum smáu, húsdýrun- um og öðrum lifandi verum, sem maöurinn er settur yfir til að vernda og styðja en þeir sem búa til sveita og alist hafa upp i sambúðinni við riki nátt- úrunnar og ástinni á gróðri jarðar. Æði margar spurnir fóru áður fyrr af mönnum og kon- um i hverri sveit, sem kunnu og höfðu i rikum mæli hæfi- leikann til að fara nærfærnum höndum um öll þau dýr, sem á einhvern hátt áttu bágt, voru særð eða þurftu hjálpar við. Það var þar sem andi hins miskunnsama Samverja sveif yfir vötnunum. En enda þótt hin liknandi, nærfærna hönd hafi mátt sin meira i fari sveita olksins en þeirra, sem i borgunum búa, þá gefst fjölda borgarbúa mörg og dýrmæt tækifæri til að æfa og innræða skilning á hinu smáa, er þarfnast um- önnunar og aðhlynningar mannanna. Ekkert hefir mótað lif og hugsun þjóðarinnar á liðnum öldum og verið eins samtvinn- að lifi hennar og örlögum og samskipti hennar og um- gengni við náttúruna. Ég held, að margur eigin- leiki, sem bar uppi islenzka menningu um aldir, hafi i mörgu glatazt við hin miklu umskipti, er þorri þjóðarinnar flutti úr sveitum landsins til sjávarsiðu og hætti að um- gangast dýrin og njóta is- lenzkrar náttúru og lifa i samræmi við hana. Svo sem likamlegt atgerfi fæst við átök er skáldlegt innsýni oft mótað af dýrkun umhverfisins og fegurð lifsins. Með öðrum orð- um, eiginleikar sem áttu fast- an grundvöll i landinu sjálfu, moldinni og öllu þvi, sem lifs- anda dregur og skapaði ró- semi hugans og það jafnvægi i lifi þjóðarinnar, sem svo mjög virðist skorta á i dag. Er lifinu hætt? Ég hefi gert þetta öðru fremur að ihugunarefni vegna þess, að undanfarna þrjá daga hafa náttúruverndarmenn á Norðurlandi haldið hér aðal- fund sinn, þar sem rætt hefir verið um umhverfismál hér . norðanlands. Sú brennandi spurning hefir undanfarið verið á vörumfólks viða um lönd, hvort ofvöxtur neyzluþjóðfélaga nútimans, sem leitt hefir af sér m.a. ómennskara andrúmsloft en áður var, endalausa sam- keppni og streitu, lifsþæginda- græðgi og eftirsókn eftir verð- mætum sem reynst hafa hald- laus er á hefir reynt, hvort þetta allt eigi eftir að tákna endalok hinnar svokölluðu vestrænu menningar með þvi, að eyða og spilla náttúrugæð- um þeim, er mynda undir- stöðu framhaldandi lifs á jörð- unni. Það er vissulega timi kom- inn til þess, að þjóðirnar komi sér saman um að tryggja var- anlegt jafnvægi i heiminum, þar sem haft er i huga staða mannsins i náttúrunni og um- hverfi sinu. m.ö.o., að þeir sýni sanna Lotningu fyrir lif- inu. A árbakka um nótt. í einum fegursta kafla bók- arinnar um Karamassof bræðurna, eftir hið heims- fræga skáld Dostojevsky er einmitt rætt um samlif mannsins og náttúrunnar, þar semhinn heilagi Sossima talar við unga manninn úti á ár- bakkanum um nótt. I næturinnar miklu þög, er eins og allt sé á bæn til Guðs. Og Sossima talar við sinn unga vin um fegurð tilverunn- ar, dýrð og leyndardóm Guðs, sem opinberast i hinu smáa. Hvert titrandi strá, hvert vak- andi skordýr, hver geisli frá stjörnu eða morgunroði, þekk- ir sinn tilgang, allt vitnar um uppsprettu þess leyndardóms, sem skóp það og heldur áfram að skapa. „Littu til dýranna,” segir hann „virtu fyrir þér auðmýkt þeirra og undirgefni gagnvart mönnunum, sem oft kvelja þau og misþyrma þeim, finndu einnig frelsisþrá þeirra. Elskaðu blóm og dýr. Já, elskaðu hvern sólargeisla. Gjörir þú það, muntu siðar viðurkenna leyndardóm Guðs i hverjum hlut, uppgötva hið innra eðli þeirra.” Og hann heldur áfram: „Allt hið skap- að er ein heild, likt og úthafið. Verðir þú betri og göfugri mun hverju blómi, hverjum fugli og dýri verða yndislegra að lifa.” Þannig hugsa hin göfugustu skáld, hinir siðugustu spek- ingar, um „alheimsins lif, sem er ein voldug ætt.” Jesús sagði: „Litið til fugla himinsins, gefið gaum að liij- um vallarins.” Engin orð endurspegla betur lotninguna fyrir lifinu heldur en þessi orð frelsarans. Ileima á Hólum. t dag erum vér stödd á fornhelgum stað. Hér höfum vér notið hinnar andlegu blessunar, er stafar frá helg- asta musteri islenzkrar kristni. Héreru orðin máttvana.það að sagan og helgin, sem mega sin mest. A slikum stundum er eíns og liðnar myndir sögunnar liði fyrir hugskotssjónum vor. Vér sjáum fyrir okkur þá miklu ármenn norðlenzkrar kristni og kirkju — biskupana, er hér sátu og gjörðu staðinn frægan. Vér sjáum „stoltan stól og skóla” eins og sira Matthias orðaði það. Vér virðum fyrir oss höfuðkirkju Norðurlands með hina helgu, háu dóma. Vér sjáum reisn og veldi staðarins. Einnig lægð hans og örlög. Vér virðum fyrir oss þessa sögu, atburðina i aldanna rás frá öndverðu, er helgur Jón kom hár til Hóla og settist á biskupsstól, grundvallaði áhrifavald og helgi staðarins og skaut stoðum undir þá há- tign, er þessi blessaði staður ái vitund vor Norðlendinga. Útverðir kristninnar. Það sem er yfirskrift þess- ara orða: Lotningin fyrir lifinu, hefur verið ein styrkasta stoð i musteri kristinnar kirkju allt frá fyrstu kristni og aðall þeirra, er mestir Guðs þjónar reynd- ust. Þeir urðu þannig sterk- ustu útverðir kristninnar. Ein- hvern tima er sagt. Kirkjan ert þú. Þetta má sannarlega heimfæra upp á hina miklu biskupa er hér sátu um aldir og voru i flestum efnum prýði kristni og kirkju. Hvað var það i raun og veru, sem gerðist með komu kristn- innar til Islands? Hvað var það, sem festi hér rætur við boðun trúarinnar, gagntók hugi og hjörtu þjóðarinnar og breiddist siðan út smátt og hefir haldist hér við allt til þessa dags? A þessu landi, er byggt var af vikingum, rann upp friðar- öld eftir komu kristninnar og menn lögðu niður heiðnar venjur og athafnir. Andi Kristindómsins. En það var i raun réttri annað og meira, sem gerðist á tslandi við komu kristins siðar. Hinn helgandi, umskapandi andi kristin- dómsins gaf þjóðinni lotningu fyrir lifinu og af lotningunni mótaðist allt iiknarstarf, samlif vort við náttúruna, við dýrin og yfirhöfuð öll þjóð- félagsleg þjónusta, daglegt lif mannanna og afstaða þeirra til gjörvallrar tilverunnar, ef þeir á annað borð voru þá vakandi kristnir menn. Allt fagurt lif og satt, lifað i samræmi við náttúrunnar riki, mótast af þessu. Ef mönnunum, sem byggja þennan heim, lærðist að bera lotningu fyrir lifinu, fyrir lifi hvers annars, öllu er lifsanda dregur, þá væri bjartara framundan i lifi mannkynsins. Ef mennirnir litu til fugla himinsins og gæfu gaum að liljum vallarins á þann hátt, sem Drottinn vor bendir oss, á, þá væri vissu- lega ekki ástæða til að örvænta um framtiðina. Fegurð hinnar miklu sumardýrðar og helgandi kraftur þessa mikla helgi- dóms, sem við höfum i dag lifað hér heima á Hólum, á ekki eingöngu eftir að umlykja oss hið ytra, heldur að búa um sig i sálum vorum og gera oss hæfári til þess að lifa i samræmi við ætlan og vilja Guös, sem byggist m.a. á lotningunni fyrir öllu er hann skóp. Hjálpi oss Drottinn til þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.