Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 10
r ’ Ipiíi- yjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijjj Umsjón: | | Hallur Símonarson liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiniii A norska meistaramótinu i frjálsum iþróttum, sem háö var á ieikvellinum i Stafangri, setti Audun Garshol nýtt norskt met I 100 m hlaupi, hljóp á 10.2 sek. Hann sést hér koma i mark i methlaupinu. Annar varö Terje Heilesylt á 10.5 sek. Skuldlaus eign ÍBR 10 millj. kr.l - Úlfar Þórðarson endurkjörinn formaður Þessi mynd var tekin um siöustu helgi upp á Akranesi. Þaö er Teitur Þóröarson, miöherji tA, sem sendir knöttinn framhjá Þorbergi Atlasyni, markveröi Fram, og fyrsta mark leiksins er staöreynd. Fram sigraöi þó meö 3-2. Knötturinn rúllar! Tveir leikir í 1.' deild veröa háðir i dag — annar i Reykjavik/ hinn í Vest- mannaeyjum. Þetta eru kannski ekki þýðingar- miklir leikir hvað úrslit keppninnar snertir, en alla vega ættu þeir að geta orðið spennandi. A Laugardalsvellinum mæt- ast Vikingur og Breiðablik og þar fá Vikingar tækifæri til að hefna fyrir tapið á Melavellin- um fyrr i sumar, auk þess, sem sigur fyrir liðið gefur aðeins von um áframhaldandi setu i deild- inni. En Breiðablik stefnir hátt — i eitt af tveimur efstu sætun- um og keppni i Evrópu næsta ár. Þetta verður þvi baráttuleikur. Vestmannaeyingar fá KR i heimsókn og eftir markadrifuna gegn Keflavik um siöustu helgi verða áreiðanlega margir, sem leggja leið sina á völlinn i Eyj- um i dag og búast við miklu. En KR-ingareru segirþóungir séu, og selja sig áreiðanlega dýrt. Einn leikur verður i 2. deild i dag — milli Hauka og Akureyr- ar suður i Hafnarfirði. Allir þessir þrir leikir hefjast kl. fjögur. A sunnudag kl. fjögur leika Valurog Akranes á Laugardals- velli i 1. deild og á Melavelli Ár- mann og Völsungur i 2. deild. Sá leikur hefst kl. tvö. Valsdagurinn Undanfarin ár hefur knatt- spyrnufélagið Valur tekið upp þann hátt, að efna til kynningar- dags á félagstarfi sinu, að Hliöarenda. Þarna hefur farið fram kynning á starfsemi félagsins, með hinu fjölbreyti- legustu dagskrá — iþrótta- keppni og upplýsingar um hina félagslegu hlið starfseminnar. Þarna fer fram iþróttakeppni, knattspyrna, handbolti o.fl. i keppni liða Vals i öllum flokkum við lið i öllum flokkum við lið annarra félaga i borginni og nágrenni. Valsdagurinn, sem er hinn fimmti i röðinni: hefst með kappleikjum kl. 10 f.h. á sunnu- dagsmorgun 20, ágúst — en deginum lýkur kl. 4 e.h.. Skrifstofa félagsins verður opin á sama tima og verða þar gefnar upplýsingar um hina al- mennu starfsemi félagsins og sögu þess. Valsdagurinn undanfarin ár hefur vakið mikla athygli og fjöldi fólks komið að Hliðarenda og fylgzt með keppninni og kynnt sér starfsemi félagsins. Formaður Vals mun setja daginn með stuttu ávarpi. Ársþing I.B.R. varhaldið dagana 3. og 20. júni i húsi Slysavarna félagsins. Við setningu þingsins minntist formaður banda- lagsins, Olfar Þórðarson, samstarfsmanna og for- ystumanna, sem fallið hafa frá á árinu, Haraldar Jóhannessens, Kristjáns L. Gestssonar, Steindórs Björnssonar, Þorgeirs Sigurðssonar og Jóns Guðjónssonar. Þingið sátu 76 fulltrúar. Þing- forseti var kosinn Einar Sæmundsson og þingritari Sveinn Björnsson. Olfar Þórðarson, formaður bandalagsins, flutti ársskýrslu framkvæmdastjórnar fyrir árin 1970 og 1971, og kom þar fram, að innan bandalagsins eru 25 iþróttafélög með 13.471 félags- mann. Sæmundur Gislason, gjaldkeri bandalagsins, gaf yfirlit yfir reikninga þess og sérsjóða. Skuldlaus eign nam um s.l. ára- mót kr. 10.140.000.00þ Sundkeppni milli sund- staða Rvíkur A undanförnum árum hefur að- sókn að sundstöðunum i Reykja- vik vaxið jafnt og þétt. Á öllum stöðunum hafa myndazt hópar fastagesta á öllum aldri. Sunnudaginn 27. ágúst kl. tiu er hugmyndin að efna til boðsunds- , keppni i Laugardalslauginni milli sundstaðanna i borginni. Verður keppt i þremur aldursflokkum, 10-14 ára, 25-35 ára og 40 ára og eldri. 1 hverri sveit geta verið jafnt karlar sem konur, en keppnisfólk fær ekki að taka þátt. Munu forráðamenn sundstaðanna velja þátttakendur, en Sundráð Reykjavikur mun annast stjórn og framkvæmd keppninnar. Nánar verður skýrt frá þessari keppni siðar. Clfar Þóröarson A þinginu voru þrir forystu- menn úr Reykjavikurfélögunum heiðraðir fyrir langt og mikið starf: Arni Árnason, form. H.K.R.R., Gunnar Már Pétursson, form. Vikings Haraldur Gislason, ritari K.R.R. Úlfar Þórðarson, læknir, var kosinn formaður I.B.R., og aðrir i stjórn voru kosnir: Andreas Bergmann, Ólafur Jónsson, Sæmundur Gislason og Gunnar Sigurðsson. íslenzk ungmenni í œskulýðsbúðum Snemma á þessu sumri bauð norska iþróttasambandið l.S.l. að senda 18 ungmenni og 2 farar- stjóra til þátttöku i norrænum æskulýðsbúðum i landbúnaöar- skólanum i Ás, sem er i nágrenni Oslo. Stjórn I.S.Í. bauð Iþrótta- bandalagi Reykjavikur að njóta boðs þessa og var 9 iþrótta- félögum i Reykjavik gefinn kostur á að senda tvo þátt- takendur hvert. Flest þeirra tóku boðinu og voru ferðirnar yfirleitt notaðar sem verðlaun. Farið var frá Reykjavik 7. júli og komið aftur 15. júli. Í.S.Í. og l.B.R. styrktu þátttakendur um ca. 2/3 af fargjaldinu. Fararstjórar voru hjónin Kristjana Jónsdóttir og Stefán Kristjánsson, iþróttafulltrúi Reykjavikurborgar. Þátttakendur voru 17 frá þessum félögum: Armanni, Fram, Fylki, I.R., K.R. og Ægi. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.