Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 20

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 20
Laugardagur 19. ágúst 1972 „Ályktun en ekki dómur" — segir Gunnar Thoroddsen „Hér er ekki um venju- legan dóm að ræða, heldur ályktun, sem dómstóllinn gerir,” sagði dr. Gunnar Thoroddsen i samtali við Visi i gærkvöldi. Það hefur verið nokkuð a reiki hvað menn vilja kalla niðurstöður dómstólsins i liaag. Rikisstjórnin notar orðið úrskurð, en á þvi og ályktun er talsverður munur, sem skiptir miklu máli. „Þetta er allt annars eðlis en dómur’’ sagði dr. Gunnar „á ensku er notað orðið order og niðurstaða dómsins er fólgin í þvi að benda aðilum 5 eða beina til þeirra ákveðnum óskum. Dómstöllinn starfar á vegum Sameinuðu þjóðanna og allir dómar sem hann kveður upp eru bindandi fyrir málsaöila. Hér er þessu ekki til að dreifa, heldur cr um ályktun . að ræða” sagði dr. Gunnar Thoroddsen. -SG. Herðið áróðurinn „Framkvæmdanefnd Fiskimálaráðs leggur þvi til að aukin áherzla verði lögð á að kynna málstað íslendinga erlendis og þá einkum i Evrópurikjum er helzt hafa hagsmuna að gæta i sam- bandi við fyrirhugaða út- færslu fiskveiðilög- sögunnar.” Svo segir m.a. i ályktun Fiskimálaráðs sem gefin var út i gær. t ályktuninni segir: ,,Ljóster,aðmikil hætta er á þvi, að úrskurðurinn hafi óheillavænleg áhrif á al- menningsálitiö i Evrópu og jafnvel vlðar.” Þvi leggur ráöið til aö áróður fyrir okkar málstað verði aukinn til muna. Bent er á að samningurinn við Breta og V-Þjóðverja, frá árinu 1961 var frá upphafi gerður til bráöabirgöa og ætlaður tak- markaður gildistimi svo sem samþykktir Alþingis beri með sér. -SB. • Fœrum út 1. september A fundi miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins var samþykkt ályktun þess efnis að ekki væri hægt að verða við ábendingum alþjðöadóm stóls ins um frestun útfærslunnar. Enn- fremur var tekið fram að fundurinn telur það miður að tsland skuli ekki hafa sent fulltrúa til Haag. Fundurinn Itrekar fylgi sitt við ályktun Alþingis frá þvl I vetur um að fiskvciði landhelgin skuií færö út 1. september næstkomandi. En það er jafnframt tekið fram, aö það sé miður að við höfum ekki átt neinn málsvara hjá alþjóðadómstólnum til að skýra málstað okkar. Þaö kom fram i viðtali sem Vlsir átti við Jóhann Ilafstein i fyrradag, að sú ákvörðun var tekin án þess að Sjálf- stæðisflokkurinn bæri þar nokkra ábyrgð. -SB. ÞAU BÚA í FEGURSTA EINBÝUSHÚSINU Fegurstu mannvirk- in í borginni voru i fyrsta sinn valin i ár, en um nokkur umliðin ár hefur Fegrunar- nefnd Reykjavikur val- ið fegurstu götuna. Arkitektar vöidu feg- ursta einbýlishúsið, sem er að Sunnuvegi 7. Oliufélag íslands h.f., Háleitisbraut 12, og Rafmagnsveita Reykjavikur, Ármúla 31 fengu einnig viður- kenningu. Þá var það nýmæli tekið upp, að teiknarar lögðu mat á vegg- merkingar og fengu viðurkenn- inguna Landsbanki Islands, Laugavegi 77, Dtvegsbakinn, Austurstræti 19, Benzinaf- greiðsla Oliufélagsins h.f., Ar- túnshöfða, Benzinafgreiðsla Skeljungs h.f., Reykjanesbraut og Hraunbæ 102, Vinnuveit- endasamband Islands, Garða- stræti 41, Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19 og Sturlaugur Jónsson & Co, Vesturgötu 16. Fulltrúar verzlunar og iðnað- ar ásamt fulltrúa frá fegrunar- nefnd völdu snyrtilegustu fyrir- tæki og stofnanir, þau eru nú: ATVR, Draghálsi, Oliufélagið h.f., Artúnshöfða, Oliufélagið Skeljungur h.f., Laugavegi 180 og Landakotspítalinn. Sömu aðilar lögðu til að eftir- taldir aðilar hlytu viðurkenn- ingu fyrir góðar glugga- skreytingar. Verzlanir að Laugavegi 66: Tizkuverzlunin Karnabær, Gluggatjöld h.f. Kápan, Tizkuskemman, Mel- issa og Herradeild P&Ö. Is- lenzkur heimilisiðnaður, Haf- narstræti 3 og Ritfangaverzlun- in Penninn, Hafnarstræti 18. Fyrir utan Brekkugerðið, feg- urstu götuna, i ár, hlutu viður kenningu Hvassaleiti, Stóra- gerði og Einimelur. Þær götur, sem áður hafa þótt fegurstar halda skiltinu sinu allar. —SB- Þau búa i fegursta einbýlishúsinu I borginni: Kristbjörg Guðmundsdóttir, Kjartan Orri og Helgi ólafs- son hagfræðingur. (Ljósm.: A.M.) Kartöfluskortur ó nœsta leiti? — kartöflusprettan í seinna lagi og innflutningi á kartöflum hœtt í bili Hætt er við kartöfluskorti næstu dagana ef ekki viðrar vel til kart- öflutöku. Bændur voru heldur bjartsýnir um kartöflusprettuna og töldu sig upphaflega geta farið að koma með kartöflur á markað- inn eftir fyrstu vikuna I ágúst. Það hefur brugðizt. Grænmetis- Bíl var stolið I fyrrinótt — og fannst hann undir morgun, mjög skemmdur, ef ekki ónýtur, þar sem þjófurinn hafði gengið frá honum á vcgamótum Suður- og Vesturlandsvega. Þetta var I annað skiptið, sem þjófurinn stal þessum sama bil, sem er af gerðinni Chevrolet ár- gerð 1959. „Þetta er vitanlega gifurlegt tjón”, sagði eigandi bilsins, Ólöf Jónsdóttir, ,,i vor þegar þessi pilt ur stal bilnum héðan úr Tjarnar- götunni, þurftum við að kosta næstum 50 þúsundum i viðgerð. Tryggingar borga ekki þjófnaö. verzlun landbúnaðarins á nú litið af innfluttum kartöflum vegna þess, að beðið var eftir hinum is- lenzku. Að visu komu 100 tonn til landsins um helgina, en sá skammtur á að fara út á land. 1 siðustu viku seldust tvö hundruð tonn af innfluttum kartöflum i Og núna er bíllinn að þvi er virðist algerlega ónýtur. Og við fáum ekkert bætt — hins vegar fáum við að borga staurana sem drengurinn ók á. Þannig er geng- ið frá hnútum i sambandi við tryggingarnar”. Og væntanlega verður seint hægt að fá þennan iðna þjóf til að bæta tjónið, sem hann hefur vald- ið. ökuferð þjófsins endaði I nótt uppi á eyjum á vegamótum, þar sem eru umferðarskilti og kantsteinar. Eftir þessum eyjum ók þjófurinn og endaði með þvi að eyðileggja skilti. —GG Reykjavik, fyrir utan smámagn af innlendu framleiðslunni. Visir talaði við Jóhann Jónas- son, forstjóra Grænmetisverzlun- ar landbúnaðarins, sem skýrði frá þessu og að bændur hefðu talið sig hafa nægilegt magn af kart- öflum um miðjan ágúst. — A það höfum við treyst. Hann kvað illt að þjóna tveimur herrum. Annars vegar að sjá um það að panta ekki of mikið inn af erlendum kartöflum til að spara innflutninginn og flytja ekki meira inn en nauðsyn krefðist og hins vegar að þurfa að treysta á það, að islenzku kartöflurnar komi i tæka tið á markaðinn. I fyrra hafi nýjar, islenzkar kart- öflur eingöngu verið seldar eftir tiunda ágúst og hafði þá veriö yfirdrifið nóg framboð. — Það má búast viö þvi, ef vot- viðri haldast,- að erfitt verði að standa i skilum með nægilegt magn að þessu sinni. Jóhann kvað bændur þurfa að taka upp kartöflur daglega til að hafa upp i söluna. Hann sagði bila vera á leiðinni með kartöflu- farma og hafi þeir átt að vera hér á mánudaginn, en síðan þá hafi sáralitið komið af kartöflum. — Mér fyndist lika ástæða fyrir fólk að lita i garðana sina núna. Það væri upplagt að fara að taka upp i matinn. Þótt kartöflurnar séu ekki fullþroska eru þær aldrei betri en nú. Þá sagði Jóhann, að útlit væri fyrir sæmilega góða kartöfluupp- skeru á landinu. —SB— Bilstjóri sendiferðabilsins á myndinni reyndi að forða árekstri með þeim afleiðing- um sem sjá má. Hann ók eftir Breiðholtsveginum og gekk aksturinn vel þar til hann tók eftir þvi að bilaröðin fyrir framan hafði numið staðar. Ekki reyndist ráðrúm til að hemla nógu fljótt og greip hann til þess ráðs að beygja til vinstri. En þá vildi svo til að á móti kom ung stúlka akandi á Fiat og skullu bilarnir saman með þeim afleiðingum að Fiatinn kastaðist út af vegin- um. ökumenn sluppu ómeidd- ir að kalla. —SG Krœfur bílþjófur - stal sama bílnum í annað sinn og gjöreyðilagði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.