Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 19.08.1972, Blaðsíða 9
Yisir Laugardagur 19. ágúsi 1972 9 Tveir af lfkmönnunum horfa hýreygöir á kistuna. Kafteinn Hogensen, (Sveinn Halldórsson) fylgist meö undir- búningi jarðarfararinnar. Frá vinstri: Jóhann dómkirkjuprestur, Brynjólfur Jóhannesson, Ilkma&urinn Elias Mar og viö þcim hlær Garðar Hólm, Jón Laxdal. Þíð verðið oð vera svolítið alvarlegir" sagði leikstjórinn við likmenn „Brekkukots" Kvikmyndatökuvélin rennur eftir teinum sem minna óneitanlega a járnbrautarteina. „Nei ég er alls ekki neinn leikari, en þetta er samt sem áður spenn- andi” sagði Elias Mar rithöfundur þar sem hann gekk eins og herforingi iklæddur svartri skikkju og með virðulegan hatt á höfði. Jóhann dómkirkjuprestur, alias Brynjólfur Jóhannesson lék á alls oddi aö Lágafelli, þegar byrjað var að taka útisenur Brekkukotsannáls. Og ekki lá siður vel á Garðari Hólm, honum Jóni Laxdal, þegar Visir fylgdist með fyrstu upptöku útisena leik- ritsins. Jón Laxdal er orðinn heimilisfastur i Sviss þar sem hann hefur unnið sér gott orð sem leikari og hefur hann nóg að starfa þar i landi. „Ég er ekki á leiðinni heim, ekki ennþá” sagði Jón um leið og hann lauk lofsorði á þá islenzku leikara sem hann hefur kynnzt. Síðan stóð Jón og horfði á upptöku fyrstu jarðarfar- arinnar og minnti á Richard Burton i útliti. Sá er bara mun- urinn á Garðari Hólm og Jóni Laxdal að við vitum með vissu að Jón er góður leikari, en sönghæfi- leikar Garðars Hólms voru mjög dregnir i efa og það ekki að , ástæðulausu. En sem sagt, þarna upp við Lágafell var komin ekta Brekkukotsstemning og hann Alf- grimur .12 ára/sprangaði þar um og raulaði fyrir munni sér „Allt eins og blómstrið eina” og mun það fátitt nú til dags að unglingar söngli slikt lag sér til dægrastytt- ingar. Likmennirnir spjölluðu glaðlega saman og það var ekki einu sinni beöið eftir likinu, held- ur var bara beðið eftir kvik- myndatökumanninum. Hann kom von bráðar i ljós og jókst þá kæti likmanna um allan helming. Það væri öllu betra ef jarðarfarir færu fram með glensi og gamni eins og rikti þarna við myndatökuna heldur en einhverri yfirborðssorg sem stundum ræður rfkjum við slikar athafnir. En það þarf auð- vitað ekki að taka það fram að jarðarfarir þær sem fram- kvæmdar eru af Jóhanni dóm- kirkjupresti fara fram á virðu- legan hátt, hvort sem um er að ræða höfuðlausan vesaling eða mektarbónda. Og leikstjórinn fórnar höndum i hrifningu yfir þvi hvað likmennirnir taka kistuna faglega upp. „Þetta er misskilningur hjá þér að ég hafi talað um höfuðlausan aumingja” sagði Jón Laxdal um leið og við kvöddum, „ég tek mér aldrei svoleiðis orð i munn, hvorki um lifandi menn eða dána að þeir séu aumingjar” og þar með er leiðrétting komin á það sem við höfðum eftir Jóni i blað- inu i gær. -SG Alfgrimur biöur glaðlegur eftir þvi að syngja sálminn fræga. (Ljósmyndir Ástþór)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.