Vísir - 30.10.1972, Page 3

Vísir - 30.10.1972, Page 3
Visir Mánudagur :!0. október 1972. 3 Ennþá er sambandslaust víða Nœr 300 símastaurar brotnuðu vegna ísingar Simasambandslaust er ennþá i allri Strandasýslu og stórum hluta Húnavatnssýslna. Viðar á landinu kubbuðust sima- staurar i sundur eða lögð- ust flatir. Urðu t.d. miklar skemmdir í Dalasýslu og Hvalfirði. Alls munu hátt i 300 staurar hafa skemmzt i óveðrinu að- faranótt laugardags. Við- gerð er hafin á flestum stöðum. í Strandasýslu eru fimm stöövar sambandslausar Linan frá Brú til liólmavikur, inn til Drangsness og allur Stein- grimsfjörður er án simasam- bands. i Húnavatnssýslu er Skagaströnd án simasambands, en þar brotnuðu 50-80 staurar cða hreinlega lögðust flatir án þess að brotna. Hvammstangi cr einnig án sambands, en þar er nú unnið við að setja upp hjálparmótor, dieselknúinn og kemst samband fljótlega á. Detta eru mestu skemmdir, sem orðið hafa i 10 til 20 ár á simaiinum, að sögn Arsæls Magnússonar hjá landsiman- um. i Dalasýslu «ru sim- stöðvarnar að Hnjúki og Saurbæ án sambands. Ennfremur brotnaði mikið af staurum hjá Búöardal. Þá urðu skemmdir i Hvalfirði, i isafjarðardjúpi, Mýrdalssandi og i Grimsnesi. i Eyjafirði lagöist simalinan niður á liðlega tveggja kiló- metra kafla á leiðinni til Greni- vikur. Einnig urðu skemmdir i innanverðum Eyjafirði. Ársæll sagði allar þessar skemmdir stafa af hinni gifur- legu isingu, sem hlóðst á linurnar. Allt tiltækt lið hefur verið kallað út til viðgerða, en ekki er nægilegur mannskapur fyrir hendi til þeirra starfa. Ekki eru tök á fullnaðarvið- gerðum strax. Reistir verða nýir staurar á brotum þeirra gömlu, en lokaviðgerðir verða framkvæmdar næsta sumar. Spáð hefur verið versnandi veðri fyrir norðan, og sagði Ar- sæll, að það væri spurning um hitasitg, hvernig gengi að lag- færa linurnar. Ef hitastigið færi niður fyrir 3 stig, væri vandi á höndum. Ekki er útlit fyrir, að unnt verði að Ijúka viögerðum alls staöar fyrr en siðar i vikunni. A sumum stöðum hafa stöðvarnar samband við sveitabæina, en geta aftur á inóti ekki náð sam- bandi við aörar stöðvar. -SG. Stórþjófnaður í Hafnarfirði Stórinnbrot var framið i biöskýlinu á Hvaleyrarholti að- fararnótt þriðjudagsins 24. þessa mánaðar. Hcr virðist hafa verið um að ræða þjálfaða glæpamenn, en ekki þá skemmdarvarga sem oftast eru viðriðnir innbrot. Brotin var rúða við hliðina á dyrunum og önnur inni i húsinu. Stolið var verðmætum, sem nema tugum þúsunda, aðallega vindlum, vindlingum og sælgæti. Einnig höfðu þjófarnir á brott með sér eitthvað af niðursuðu- vörum (spaghetti, grænar baunir og fleira). Auk varningsins höfðu inn- brotsmennirnir á brott með sér talsvert af skiptimynt, þar á meðal voru 10-eyringar og 25- eyringar i poka, fimm hundruð krónur i 50-eyringum og nokkuð af tveggja krónu peningum. Hafi fólk orði orðið vart við að menn hafi viljað skipta óvenju miklu af smápeningum, væru allar upp- lýsingar þar að lútandi vel þegnar hjá rannsóknarlögreglunni i Hafnarfirði. Smápeningunum gæti alveg eins hafa verið skipt utan Hafnarf jarðar, eða að ódæðismennirnir ættu eftir að láta þá frá sér. -LO MILLJÓNATJÓN Á RAFLÍNUM VEGNA GÍFURLEGRAR ÍSINGAR ibúar Hvammstanga verða enn um sinn að halda á sér hita með öllum tiltækum ráðum. Þar hefur verið rafmagnslaust siðan á laugardagsmorgun og kemst ekki rafmagn á fyrr en i fyrsta lagi i nótt. Alls brotnuðu liðlega 180 raf- linustaurar viða um land, og auk þess lögðust staurar i tugatali. Sums staöar var isingin á linun- um um 20 cm, og er þetta ein mesta ising, sem menn muna Yfir 30 staurar brotnuðu frá Múla og inn á Hvammstanga, og brotnuðu staurar inn i þorpinu sjálfu. Af þeim sökum var ekki unnt að veita þangað rafmagni frá varastöð, sem er i Reykja- skóla. Þar sem simasambands- laust er við Hvammstanga, tókst ekki að fá þaðan nákvæmar frétt- ir, en það mun miklu hafa bjarg- að, að hlýtt hefur verið i veðri, 5-7 stiga hiti. Baldur Helgason hjá Rafmagnsveitum rikisins sagði Visi i morgun, að á Skaga- strandarlinu hefðu 50 staurar brotnað. Þar er dieselstöð til vara og þvi unnt að skammta rafmagn á staðnum, en sveitir i kring hafa ekkert rafmagn. Þar er nú unnið að lagfæringum og væntanlega hægt að ljúka bráðabirgðarvið- gerð i dag. Verið er að flytja dieselstöð frá Reykjavik norður á Hvammstanga og verður væntan- lega hægt að fara að keyra hana i nótt. A Ólafsfirði brotnuðu nokkrir staurar og 20 lögðust flatir. Þar er litil vatnsaflsstöð, sem gripið var til, og hægt að skammta rafmagn ikaupstaðnum sjálfum. Þá brotn- uðu um 40 staurar við Hólmavik. Sveitin er þar rafmagnslaus, en Hólmavik fær rafmagn frá vara- stöð á Drangsnesi. Ekkert raf- magn eriGeiradal, skammt frá Króksfjarðarnesi, en þar urðu miklar bilanir. Við Saurbæ i Döl- um brotnaði mikið af staurum. Þar er varastöð, en hún dugir ekki til, þar sem linan liggur mik- ið til niðri. 1 Miðdölum urðu einnig miklar skemmdir. Þar lagðist linan nið- ur á þriggja km kafla og auk þess lögðust, um 20 staurar á öðrum stað og tveir brotnuðu. Ovist er, hvenær viðgerð lýkur á þessum stöðum. Þá má nefna, að hjá oliu- stöðinni i Hvalfirði brotnuðu 17 staurar og er búizt við, að viðgerð ljúki i dag. Viðar urðu nokkrar skemmdir á raflinum. Baldur Helgason sagði, að þetta væri eitt hið mesta isingaveður, sem komið hefði. Það væri von- laust að byggja raflinur, sem þyldu slikan þunga. Tjónið væri gifurlega mikið og skipti vafa- laust milljónum, ef ekki milljóna- tugum. Fullnaðarviðgerð tekur langan tima. —SG „Þungaðar" konur smygluðu eiturlyfjum Fikniefnalögreglumenn i Chile fundu kókain-verksmiðju á bað- strönd um 100 km vestur af Santi- ago. Þeir telja sig hafa sönnur á þvi, aö verksmiöjan hafi fram- leitt um 500 kg af hreinu kókaini á siöustu 3 árum. — Frá Suður- Ameriku hafa kókain-neytendur i Bandarikjunum fengiö mestan hlutan af þessu efni á siðustu ár- um. Lögreglan i Chile hefur hand- tekið nokkrar konur á flugvellin- um i Santiago — svonefndar „múlösnur” sem smyglað hafa kókainsendingum i skjóli „óléttu- kjóla”. Þegar þessar „þunguðu” konur voru athugaðar nánar, kom i ljós, að „þunginn” var kókain i plastpokum. Eigandi verksmiðjunnar var handtekinn. GP Þrjór bœttust í hópinn um helgina Nú um siðustu heigi bættust þrjár fegurðardrottningar i hóp þeirra, sem þegar hafa vcrið kjörnar. i Hafnarfirði var Margrét Árnadóttir kosin feguröardrottning á föstudaginn. Kosningin fór fram i Skiphóli, og Rauðsokkar létu ekkert til sin heyra, cnda þótt þær heföu veriö búnar að tilkynna mótmælaaö- gerðir. Margrét er 19 ára gömul fædd 18. júni 1953. Áhugamál hennar eru ferðalög og sund. Margrét er gagnfræðingur að mennt, og hefur blá augu, dökkskollitað hár og er 171 cm á hæð. i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu varð Þuriður ósk Sigursteins- dóttir fyrir valinu. Hún er frá Þuriður ósk Sigursteinsdóttir, ungfrú Mýra- og Borgarfjarðar- sýsla. Galtarvik i Skilmannahreppi og er 17 ára. Hún er með blá augu og ljóst hár, og áhugamálin eru músik og iþróttir. i llcllubió var Kristborg llafsteinsdóttir kosin ungfrú Rangárvallasýsla, en hún er til heimilis að Smáratúni i Þykkva- bæ. Kristborg er 17 ára og með blágrá.augu og brúnt hár, hún er 176 sm á hæð. Hennar áhugamál eru hestamennska og söngur. Sigurkoss fyrir Margréti Árnadóttur, cftir að hún var kosin ungfrú llafnarfjörður.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.